Rannsóknarskýrsla mín fyrir 2018

[Ég þarf að gera rannsóknarskýrslu fyrir Háskólann á hverju ári og fer hér eftir flokkun hans:]

 

Alþjóðleg ritrýnd útgáfa og innlend ritrýnd útgáfa með alþjóðlega skírskotun:

Totalitarianism in Europe: Three Case Studies. Brüssel: ACRE [Alliance of Conservatives and Reformists in Europe] 2018.

 

Ritgerðir í ritrýndum erlendum fræðitímaritum:

Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson, Econ Journal Watch, 15. árg. 3. hefti, bls. 322–350.

 

Greinar í ritrýndum íslenskum tímaritum:

Erlendir áhrifaþættir bankahrunsins 2008. Þjóðmál, 14. árg. 4. hefti 2018, 70–73.

 

Greinar í ráðstefnuritum:

Two Germans in Iceland: The Jewess who Became an Icelander and the Nazi who Became a communist. Totalitarianism, deportation and emigration. Edited by Peter Rendek. Copyediting by Gillian Purves. Proceedings of the International Conference 2016: Viljandi, Estonia, June 28-30, 2016.

 

Erindi á alþjóðlegri ráðstefnu:

Lessons from the Icelandic bank collapse. Ráðstefna APEE, Association of Private Enterprise Education, Las Vegas 1.–5. apríl 2018.

HHG.Brussels.ACRE.2018

Green Capitalism. Erindi á umhverfisráðstefnu ACRE [Alliance of Conservatives and Reformists in Europe], Blue-Green Summit, í Brüssel 24. maí 2018.

IMG_0341

The Nordic Models. Fyrirlestur á ráðstefnu Atlas Network, European Liberty Forum, í Kaupmannahöfn 30. maí 2018.

Education for a Free Society. Erindi á ráðstefnu ACRE [Alliance of Conservatives and Reformists in Europe] í Bakú 9. júní 2018.

HHG.Tallinn.2018

A Spectre is Haunting Europe. Fyrirlestur á ráðstefnu Estonian Institute of Historical Memory 23. ágúst 2018.

The Nordic Countries: Prosperity Despite Redistribution. Erindi á alþjóðlegri ráðstefnu Students for Liberty, Brazil, São Paulo 13. október 2018.

Making them Heard: Voices of the Victims. Erindi á alþjóðlegri ráðstefnu, The Dark Side of the Moon: Dealing with the Totalitarian Past – Confrontations and Reflections, í Ljubljana 14. nóvember 2018.

 

Erindi á fræðilegu málþingi, málstofu eða fundi fyrir faghópa:

Frjálshyggjurnar eru jafnmargar frjálshyggjumönnunum. Erindi á leiðtoganámskeiði Samtaka frjálslyndra framhaldsskólanema og Students for Liberty í Kópavogi 13. janúar 2018.

Líftaug landsins. Erindi á ráðstefnu Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands um utanríkisviðskipti Íslendinga frá öndverðu 16. janúar 2018.

Alræði í Evrópu: Þrjár rannsóknir. Erindi á fundi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála 26. apríl 2018.

HHG.Kópavogur.17.11.2018

Bankahrunið 2008. Erindi á morgunfundi Sjálfstæðisfélags Kópavogs 17. nóvember 2018.

 

Ritstjóri bókar:

Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Höfundar Tómas Guðmundsson, Gunnar Gunnarsson, Kristmann Guðmundsson, Guðmundur G. Hagalín, Sigurður Einarsson í Holti og Davíð Stefánsson. Formáli og skýringar eftir Hannes H. Gissurarson. Reykjavík: Almenna bókafélagið 2018.

 

Skýrslur:

HHG.Bjarni

Foreign Factors in the 2008 Icelandic Bank Collapse. Skýrsla fyrir fjármálaráðuneytið. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands 2018.

Why Conservatives Should Support the Free Market. Brüssel: New Direction, 2018.

Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists. Brüssel: New Direction, 2018.

 

Fræðsluefni fyrir almenning. Blaðagreinar:

Því var bjargað sem bjargað varð: Davíð Oddsson og bankahrunið 2008. Morgunblaðið 17. janúar 2018.

Beiting hryðjuverkalaganna var Bretum til minnkunar. Morgunblaðið 26. september 2018.

Íslendingum var neitað um aðstoð, sem aðrir fengu. Morgunblaðið 27. september 2018.

Viðbrögð stjórnvalda við bankahruninu voru skynsamleg. Morgunblaðið 28. september 2018.

Framkoma sumra granna var siðferðilega ámælisverð. Morgunblaðið 29. september 2018.

Að fengnu fullveldi: Ísland eða Sovét-Ísland? Morgunblaðið 1. desember 2018.

 

Fræðsluefni fyrir almenning. Fróðleiksmolar:

Bókabrennur. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 6. janúar 2018.

Trump, Long og Jónas frá Hriflu. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 13. janúar 2018.

Líftaug landsins. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 20. janúar 2018.

Andmælti Davíð, en trúði honum samt. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 27. janúar 2018.

Spurning drottningar. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 3. febrúar 2018.

Hún líka. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 10. febrúar 2018.

Sartre og Gerlach á Íslandi. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 17. febrúar 2018.

Hann kaus frelsið. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 24. febrúar 2018.

Þrír hugsjónamenn gegn alræði. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 3. mars 2018.

Böðullinn drepur alltaf tvisvar. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 10. mars 2018.

Hádegisverður í Stellenbosch. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 17. mars 2018.

Heimsókn Øverlands. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 24. mars 2018.

Hvað segi ég í Las Vegas? Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 31. mars 2018.

Málið okkar. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 7. apríl 2018.

Grafir án krossa. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 14. apríl 2018.

Þrjár örlagasögur. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 21. apríl 2018.

Skrafað um Laxness. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 28. apríl 2018.

Marx 200 ára. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 5. maí 2018.

Þokkafull risadýr. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 12. maí 2018.

Hvað segi ég í Brüssel? Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 19. maí 2018.

Hvað segi ég í Kaupmannahöfn? Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 26. maí 2018.

Skerfur Íslendinga. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 2. júní 2018.

Jordan Peterson. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 9. júní 2018.

Hvað sagði ég í Bakú? Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 16. júní 2018.

Stolt þarf ekki að vera hroki. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 23. júní 2018.

Hvað er þjóð? Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 30. júní 2018.

Knattspyrnuleikur eða dagheimili? Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 7. júlí 2018.

Napóleonshatturinn og Hannes Hafstein. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 14. júlí 2018.

Söguskýringar prófessors. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 21. júlí 2018.

Þarf prófessorinn að kynnast sjálfum sér? Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 28. júlí 2018.

Fyrir réttum tíu árum. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 4. ágúst 2018.

Engin vanræksla. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 11. ágúst 2018.

Hlátrasköllin voru vart þögnuð. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 18. ágúst 2018.

Hvað sagði ég í Tallinn? Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 25. ágúst 2018.

Leynifundur hjá Hrunmangarafélaginu. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 1. september 2018.

Gylfi veit sínu viti. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 8. september 2018.

Þórbergur um nasistasöng. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 15. september 2018.

Villan í „leiðréttingu“ Soffíu Auðar. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 22. september 2008.

„Hollenska minnisblaðið.“ Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 29. september 2018.

Bankahrunið: Svartur svanur. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 6. október 2018.

„Ein stór sósíalistahjörð.“ Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 13. október 2018.

Hvað sagði ég á Stóru hundaeyju? Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 20. október 2018.

Hvað sagði ég í Pálsborg postula? Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 27. október 2018.

Í köldu stríði. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 3. nóvember 2018.

11. nóvember 1918. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 10. nóvember 2018.

Hvað sagði ég í Ljúbljana? Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 17. nóvember 2018.

Prag 1948. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 24. nóvember 2018.

Hvað hugsuðu þeir 1. desember 1918? Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 1. desember 2018.

Vegurinn og þokan. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 8. desember 2018.

Þingmönnum útskúfað 1939. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 15. desember 2018.

Hrópleg þögn. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 22. desember 2018.

Heimur batnandi fer! Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 29. desember 2018.

 


Hrópleg þögn

Rómverski mælskugarpurinn Cicero sagði: „Cum tacent clamant.“ Með þögninni er hrópað. Og fræg eru þau ummæli dr. Björns Sigfússonar háskólabókavarðar í formála Ljósvetninga sögu, að þögnin væri fróðleg, þó að henni mætti ekki treysta um hvert einstakt atriði. Ýmis dæmi eru til á Íslandi um þögn, sem er í senn hrópleg og fróðleg.

Eitt er af íslenskum marxistum. Einhverjir þeirra hljóta að hafa vitað, að Marx og Engels minntust nokkrum sinnum á Íslendinga. Marx segir frá því í bréfi til Engels 1855, þegar hann gerði gys að hreintungustefnu Íslendinga í samtali við Bruno Bauer. Og Engels fer hinum verstu orðum um Íslendinga í bréfi til Marx 1846: Þeir „tala alveg sömu tungu og þessir subbulegu víkingar frá anno 900, súpa lýsi, búa í jarðhýsum og þrífast ekki nema loftið lykti af úldnum fiski.“ Hvorugt bréfið er birt í Úrvalsritum Marx og Engels, sem komu út hjá Heimskringlu í tveimur bindum 1968. Höfðu bæði bréfin þó birst í heildarútgáfu verka Marx og Engels hjá Dietz í Austur-Berlín.

Annað dæmi er af Hermanni Jónassyni og Bandaríkjamönnum. Í skeyti frá ræðismanni Bandaríkjanna á Íslandi 23. júní 1941 segir: „Forsætisráðherra óskar eftir því, að engir negrar verði í hersveitinni, sem send verður hingað.“ Þessar setningar voru felldar niður úr útgáfu Bandaríkjastjórnar 1959 á skjölum um utanríkismál, en án úrfellingarmerkis, og komst prófessor Þór Whitehead að þessu með því að skoða frumskjalið. Skiljanlegt var, að Bandaríkjastjórn skyldi ekki endurprenta orð Hermanns, en óneitanlega hefði mátt sýna það með úrfellingarmerki.

Þriðja dæmið er af Halldóri K. Laxness. Þegar Stalín gerði griðasáttmála við Hitler 1939, snerist Laxness á svipstundu frá fyrri andstöðu við nasismann og sagði, að nú væri Hitler orðinn „spakur seppi“. Hann snerist aftur 1941, eftir að Hitler rauf sáttmálann og réðst á Rússland, og skrifaði greinina „Vopnið í Ráðstjórnarríkjunum“ í ritið 25 ára ráðstjórn 1942. Þar lofaði hann vígbúnað Stalíns: „Ríki sem hefur þá lífsköllun að bera fram til sigurs dýrmætustu hugsjón mannkynsins, er aldrei ofvel vopnum búið gegn óvinum mannkynsins.“ Laxness endurprentaði aldrei þessa grein ólíkt flestum öðrum skrifum sínum. Sennilega hefur honum fundist hún rekast á friðarhjal það, sem hann og aðrir stalínistar iðkuðu eftir stríð.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 22. desember 2018.)


Bloggfærslur 22. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband