Hrópleg ţögn

Rómverski mćlskugarpurinn Cicero sagđi: „Cum tacent clamant.“ Međ ţögninni er hrópađ. Og frćg eru ţau ummćli dr. Björns Sigfússonar háskólabókavarđar í formála Ljósvetninga sögu, ađ ţögnin vćri fróđleg, ţó ađ henni mćtti ekki treysta um hvert einstakt atriđi. Ýmis dćmi eru til á Íslandi um ţögn, sem er í senn hrópleg og fróđleg.

Eitt er af íslenskum marxistum. Einhverjir ţeirra hljóta ađ hafa vitađ, ađ Marx og Engels minntust nokkrum sinnum á Íslendinga. Marx segir frá ţví í bréfi til Engels 1855, ţegar hann gerđi gys ađ hreintungustefnu Íslendinga í samtali viđ Bruno Bauer. Og Engels fer hinum verstu orđum um Íslendinga í bréfi til Marx 1846: Ţeir „tala alveg sömu tungu og ţessir subbulegu víkingar frá anno 900, súpa lýsi, búa í jarđhýsum og ţrífast ekki nema loftiđ lykti af úldnum fiski.“ Hvorugt bréfiđ er birt í Úrvalsritum Marx og Engels, sem komu út hjá Heimskringlu í tveimur bindum 1968. Höfđu bćđi bréfin ţó birst í heildarútgáfu verka Marx og Engels hjá Dietz í Austur-Berlín.

Annađ dćmi er af Hermanni Jónassyni og Bandaríkjamönnum. Í skeyti frá rćđismanni Bandaríkjanna á Íslandi 23. júní 1941 segir: „Forsćtisráđherra óskar eftir ţví, ađ engir negrar verđi í hersveitinni, sem send verđur hingađ.“ Ţessar setningar voru felldar niđur úr útgáfu Bandaríkjastjórnar 1959 á skjölum um utanríkismál, en án úrfellingarmerkis, og komst prófessor Ţór Whitehead ađ ţessu međ ţví ađ skođa frumskjaliđ. Skiljanlegt var, ađ Bandaríkjastjórn skyldi ekki endurprenta orđ Hermanns, en óneitanlega hefđi mátt sýna ţađ međ úrfellingarmerki.

Ţriđja dćmiđ er af Halldóri K. Laxness. Ţegar Stalín gerđi griđasáttmála viđ Hitler 1939, snerist Laxness á svipstundu frá fyrri andstöđu viđ nasismann og sagđi, ađ nú vćri Hitler orđinn „spakur seppi“. Hann snerist aftur 1941, eftir ađ Hitler rauf sáttmálann og réđst á Rússland, og skrifađi greinina „Vopniđ í Ráđstjórnarríkjunum“ í ritiđ 25 ára ráđstjórn 1942. Ţar lofađi hann vígbúnađ Stalíns: „Ríki sem hefur ţá lífsköllun ađ bera fram til sigurs dýrmćtustu hugsjón mannkynsins, er aldrei ofvel vopnum búiđ gegn óvinum mannkynsins.“ Laxness endurprentađi aldrei ţessa grein ólíkt flestum öđrum skrifum sínum. Sennilega hefur honum fundist hún rekast á friđarhjal ţađ, sem hann og ađrir stalínistar iđkuđu eftir stríđ.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 22. desember 2018.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband