Ţrjár örlagasögur

screen-shot-2018-04-17-at-16_36_52.pngÚt er komiđ eftir mig ritiđ Totalitarianism in Europe: Three Case Studies, Alrćđi í Evrópu: Ţrjár rannsóknir, og kynni ég ţađ á fundi í Háskólatorgi, stofu 101 (Ingjaldsstofu), fimmtudaginn 26. apríl klukkan fimm.

Fyrsta rannsóknin er á örlögum svissnesku gyđingakonunnar Elinor Lipper, en útdrćttir úr metsölubók eftir hana um ellefu ára vist í ţrćlakistum Stalíns birtust í Vísi og Tímanum í Kalda stríđinu. Hún virtist hafa horfiđ eftir útkomu bókar sinnar, en ég gróf upp í svissneskum og rússneskum skjalasöfnum, hver hún var, hvađan hún kom og hvert hún fór, og er ţar margt sögulegt.

Önnur rannsóknin er á, hvernig örlög tveggja Ţjóđverja, sem bjuggu á Íslandi fyrir stríđ, fléttuđust saman. Henny Goldstein var flóttamađur af gyđingaćttum, Bruno Kress, nasisti og styrkţegi Ahnenerbe, „rannsóknastofnunar“ SS-sveitanna. Eftir stríđ gerđist Kress kommúnisti og forstöđumađur Norrćnu stofnunarinnar í Greifswald-háskóla. Fundum ţeirra Goldsteins og Kress bar saman aftur á Íslandi 1958 á einkennilegan hátt. En Ahnenerbe tengdi ţau líka saman, og vissi hvorugt af ţví.

Ţriđja rannsóknin er á ţáttum úr ćvi kunnasta stalínista Íslands Halldórs K. Laxness. Hvađan var símskeytiđ sem varđ til ţess ađ honum var ekki hleypt inn í Bandaríkin 1922? Hvers vegna forđađi hann sér frá Bandaríkjunum 1929? Eftir elskuleg samtöl 1934 viđ ítalska fasista, ţar sem hann reyndi ađ stuđla ađ útgáfu bóka sinna á Ítalíu, skrifađi hann Erlendi í Unuhúsi: „Ýla skal hind, sem međ úlfum býr.“ Laxness kom til Berlínar 1936 međ vottorđ til nasistastjórnarinnar um ađ hann vćri ekki kommúnisti en ţá var hann ađ reyna ađ liđka til um útgáfu bóka sinna í Ţýskalandi.

Laxness ţagđi í aldarfjórđung yfir ţví ţegar hann varđ í Moskvu 1938 vitni ađ handtöku saklausrar stúlku, Veru Hertzsch, barnsmóđur Íslendings. Hann hafđi líka ađ engu beinar frásagnir sjónarvotta ađ kúguninni í kommúnistaríkjunum, til dćmis rússneskukennara síns, Teodoras Bialiackinas frá Litáen, og tveggja tékkneskra vina. Ég rek undirmálin vegna veitingar Nóbelsverđlaunanna 1955 en leita ađ lokum skýringa á ţví hvers vegna Laxness og margir ađrir vestrćnir menntamenn vörđu stalínismann gegn betri vitund.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 18. apríl 2018).


Grafir án krossa

arvedviirlaid2.jpgEistlendingar héldu snemma á ţessu ári upp á ađ 100 ár eru liđin frá ţví ađ ţeir urđu fullvalda. En ţeir voru svo óheppnir ađ nćstu nágrannar ţeirra eru Ţjóđverjar og Rússar. Ţýskar riddarareglur og rússneskir keisarar kúguđu ţjóđina á víxl öldum saman og stundum í sameiningu. Hún var ađeins fullvalda til 1940 og síđan aftur frá 1991.

Ein magnađasta bókin, sem sett hefur veriđ saman um örlög Eistlands á tuttugustu öld, Grafir án krossa, er eftir skáldiđ Arved Viirlaid, sem var ađeins átján ára sumariđ 1940, ţegar Stalín lagđi undir sig land hans. Gerđist Viirlaid „skógarbróđir“ eins og ţeir skćruliđar voru kallađir, sem leyndust í skógum og börđust gegn kommúnistum. Eftir ađ Ţjóđverjar ruddust inn í Eistland sumariđ 1941 vildi Viirlaid ekki berjast međ ţeim svo ađ hann hélt til Finnlands og gekk í sérstaka eistneska hersveit innan finnska hersins sem barđist viđ Rauđa herinn í Framhaldsstríđinu svonefnda, sem Finnar háđu viđ Kremlverja 1941-1944. Eftir ađ Finnar sömdu um vopnahlé viđ Stalín var Viirlaid sendur heim. Ţađan tókst honum ađ flýja til Svíţjóđar og síđan Bretlands en hann settist loks ađ í Kanada og lést áriđ 2015, 93 ára gamall.

Grafir án krossa er heimildaskáldsaga, sótt í reynslu Viirlaids sjálfs og félaga hans. Gamall skógarbróđir, Taavi Raudoja, snýr aftur til Eistlands 1944 eftir ađ hafa barist í finnska hernum. Kremlverjar hafa ţá aftur lagt landiđ undir sig. Hann er fangelsađur og reynir leynilögregla kommúnista ađ pynta hann til sagna um vopnabrćđur hans. Hann sleppur úr fangelsinu og gerist aftur skógarbróđir. Kona hans og sonur eru fangelsuđ. Eftir ótrúlegar raunir gengur kona hans af vitinu. Leynilögreglan lćtur hana lausa í ţví skyni ađ lokka Taavi í gildru. Ţađ tekst ekki en bardagar halda áfram milli skógarbrćđra og leynilögreglunnar uns Taavi ákveđur ađ reyna ađ komast úr landi og segja umheiminum frá öllum hinum nafnlausu fórnarlömbum kommúnista sem hvíla í gröfum án krossa.

Bókin er fjörlega skrifuđ og af djúpri ţekkingu á ađstćđum. Inn í hana fléttast sögur um ást og hatur, svik og hugrekki. Hún er um ţá valţröng sem einstaklingar undirokađrar smáţjóđar standa frammi fyrir. Bćkur Viirlaids voru stranglega bannađar á hernámsárunum í Eistlandi, allt til 1991.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 14. apríl 2018.)


Máliđ okkar

Furđu sćtir, ađ sumir blađamenn, sem hafa valiđ sér ţađ starf ađ semja texta, skuli ekki vanda sig betur. Enskan skín sums stađar í gegn, til dćmis ţegar ţeir skrifa, ađ einhverjir hafi tekiđ eigiđ líf, í stađ ţess ađ ţeir hafi stytt sér aldur eđa ráđiđ sér bana. Og ţeir nota ekki umritunarreglur úr rússnesku, sem settar voru međ ćrinni fyrirhöfn og eru ađgengilegar á vef Árnastofnunar. Mađur, sem nú er mjög í fréttum, heitir Sergej Skrípal, ţótt á ensku sé nafn hans ritađ Sergei Skripal.

Stundum velti ég fyrir mér, hvort spá danska málfrćđingsins Rasmusar Kristjáns Rasks muni rćtast ađ breyttu breytanda: Enskan gangi af íslenskunni dauđri, ekki danskan. Íslenskir kennarar og rithöfundar gengu ötullega fram í málhreinsun, málvöndun og nýyrđasmíđ á síđari hluta nítjándu aldar og á öndverđri síđustu öld. Ţeir útrýmdu ađ heita má flámćlinu og ţágufallssýkinni. Ţeir smíđuđu orđ, sem féllu vel ađ tungunni, um ný fyrirbćri. En nú er ekki örgrannt um, ađ slík fyrirhöfn ţyki brosleg.

Ţegar ég sýndi Milton og Rose Friedman söguslóđir á Íslandi haustiđ 1984 spurđi Rose: „Af hverju takiđ ţiđ ekki upp ensku? Er ţađ ekki miklu hagkvćmara?“ Milton andmćlti henni međ breiđu brosi: „Nei, Rose, ég er ekki sammála ţér. Íslenskan er ţeirra mál, og ţeir vilja auđvitađ halda í hana.“

Röksemd Miltons Friedmans er enn í fullu gildi. Ástćđan til ţess, ađ viđ viljum (vonandi flest) tala íslensku, er, ađ hún er máliđ okkar. Hún er samgróin okkur, annađ eđli okkar, ef svo má segja, órofaţáttur í tilvist okkar. Hún veldur ţví, ađ Ísland er ekki einvörđungu verstöđ eđa útkjálki, heldur bólstađur sjálfstćđrar og sérstakrar ţjóđar.

Bćta má viđ röksemdum fyrir skođun Miltons og gegn tillögu Rose. Ein er, ađ viđ ţurfum ekki ađ týna niđur íslenskunni, ţótt viđ lćrđum ensku svo vel, ađ viđ töluđum hana nćstum ţví eins vel og eigin tungu (eins og viđ ćttum ađ gera). Máliđ er eins og frjálst atvinnulíf, eins gróđi ţarf ekki ađ vera annars tap. Viđ getum sem hćgast veriđ tvítyngd.

Önnur er sú, ađ íslenskan er ekki ađeins sérstök, heldur líka falleg. Ţetta sjáum viđ best á vel heppnuđum nýyrđum eins og ţyrlu og tölvu. Fara ţessi orđ ekki miklu betur í munni en helikopter og komputer?

Ţriđja viđbótarröksemdin er, ađ međ málhreinsun, málvöndun og nýyrđasmíđ ţjálfum viđ okkur í móđurmálinu, spreytum okkur á nýjum verkefnum, um leiđ og viđ endurnýjum og styrkjum sálufélag okkar viđ ţćr ţrjátíu og ţrjár kynslóđir, sem byggđu landiđ á undan okkur.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 7. apríl 2018.)


Hvađ segi ég í Las Vegas?

Mánudaginn 2. apríl 2018 flyt ég erindi um íslenska bankahruniđ á alţjóđlegri ráđstefnu APEE, Association of Private Enterprise Education, í Las Vegas í Nevada-ríki. Málstofan, sem ég sćki, er helguđ peningum og bankamálum. Ţar munu ađrir fyrirlesarar međal annars rćđa um, hvort afnema megi brotaforđakerfi (fractional reserves) banka til ađ koma í veg fyrir útţenslu ţeirra og peningaprentun.

Í erindi mínu nálgast ég vandann úr annarri átt. Fyrsti lćrdómurinn af bankahruninu íslenska er, ađ ţađ ţarf ekki nauđsynlega ađ vera slćmt fyrir hagkerfiđ, ađ bönkum sé ekki bjargađ međ skattfé almennings. Ísland dafnar vel.

Annar lćrdómurinn er, ađ í öngum sínum haustiđ 2008 fundu Íslendingar úrrćđi: Ţađ var, ađ ríkiđ ábyrgđist ekki bankainnstćđur, heldur veitti innstćđueigendum forgangskröfur í bú banka. Áhyggjuefniđ í fjármálakreppu er síđur eigendur bankanna og ađrir lánardrottnar en innstćđueigendur.

Ţriđji lćrdómurinn er, ađ afnema má ríkisábyrgđ á innstćđum, ef innstćđueigendur hafa ađ lögum forgangskröfur í bú banka. Ţá munu ađrir lánveitendur banka taka öruggari veđ en nú gerist, og ţeir fara gćtilegar og ţenjast ekki stjórnlaust út. Ríkisábyrgđ skapar freistnivanda: Ţegar vel gengur, hirđir bankinn ávinninginn. Ţegar illa gengur, bera skattgreiđendur kostnađinn.

Fjórđi lćrdómurinn er, ađ óbundiđ vald verđur alltaf misnotađ, eins og breska Verkamannaflokksstjórnin misnotađi hryđjuverkalög til ađ reyna ađ beygja Íslendinga.

Fimmti lćrdómurinn er, ađ smáţjóđir standa alltaf einar, ţegar á reynir. Stórţjóđir veita ţeim ţá og ţví ađeins ađstođ, ađ ţćr sjái sér hag í ţví.

Sjötti lćrdómurinn er, ađ miklu máli skipti ađ hafa röggsama forystu í Seđlabankanum. Fyrir bankahrun höfđu seđlabankastjórarnir margsinnis varađ viđ útţenslu bankanna og bent á úrrćđi gegn henni, til dćmis flutning Kaupţings til útlanda, sölu Glitnis banka í Noregi og flutning Icesave-innstćđna Landsbankans úr útibúi í banka. Í bankahruninu beittu ţeir sér fyrir afgirđingu Íslands (ring-fencing) til ađ takmarka áhćttu, og ţegar ráđherrar Samfylkingarinnar voru í öllu írafárinu hćttir ađ hlusta á ţá, sendu ţeir einkaţotu eftir sérfrćđingum JP Morgan, sem sannfćrđu ráđherrana loks um, ađ ţetta vćri eina raunhćfa lausnin.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 31. mars 2018.)


Heimsókn Řverlands

arnulfoverland.jpgSjötíu ár eru nú liđin frá sögulegri heimsókn norska skáldsins Arnulfs Řverlands til Íslands. Hann hafđi veriđ róttćkur á yngri árum, en gekk úr norska kommúnistaflokknum eftir hreinsanir Stalíns og sýndarréttarhöld 1938. Hann hafđi ort mergjađ ádeilukvćđi um nasismann, sem Magnús Ásgeirsson sneri á íslensku. Eftir hernám Noregs handtóku nasistar hiđ norska skáld og sendu í fangabúđir í Sachsenhausen. En í stríđslok sá Řverland og skildi, ađ ekki höfđu allir alrćđissinnar veriđ lagđir ađ velli í stríđinu. Ţeir réđu enn Rússlandi.

Uppnám varđ á norrćnu rithöfundaţingi í Stokkhólmi í árslok 1946, ţegar Řverland leyfđi sér ađ rćđa um hina harkalegu sjálfsritskođun Finna eftir ósigur ţeirra fyrir Stalín 1944. Úr finnskum bókasöfnum voru ţá til dćmis fjarlćgđar allar bćkur, sem talist gátu gagnrýnar á Stalín og stjórnarfar hans. Skrifuđu 25 rithöfundar á ţinginu undir mótmćli viđ orđum Řverlands, ţar á međal ţau Jóhannes úr Kötlum, Jón úr Vör og Ţórunn Magnúsdóttir.

Nćsta áriđ talađi Řverland víđa fyrir varnarbandalagi gegn Stalín. Ţegar vitnađist, ađ hann kćmi til Íslands voriđ 1948, hófu íslenskir kommúnistar áróđursherferđ gegn honum. Jóhannes úr Kötlum skrifađi grein í tímaritiđ Rétt um vćntanlega komu hans og valdi honum hin verstu orđ. Eftir ađ Řverland flutti í Austurbćjarbíói fyrirlestur gegn kúgun kommúnista, birtu ţeir Sverrir Kristjánsson og Halldór Kiljan Laxness svćsnar árásir á hann. Řverland hefđi svikiđ ćskuhugsjónir sínar og gengist bandarísku auđvaldi á hönd. Kallađi Laxness hann bođbera stríđs og haturs. Á stúdentafélagsfundi í Háskólanum stóđ Jónas H. Haralz upp og flutti svipađan bođskap, sem hann birti síđan í Ţjóđviljanum. Ađrir tóku Řverland betur, og var húsfyllir á fyrirlestrum hans og upplestrakvöldum.

Fyrirlestrar Řverlands komu síđan út á íslensku 1949, Milli austurs og vesturs og Framtíđ smáţjóđanna. Er enginn vafi á ţví, ađ hiđ orđsnjalla, einlćga skáld hafđi talsverđ áhrif í ţeim umrćđum, sem fram fóru eftir stríđ í Noregi og Danmörku og á Íslandi um, hvort ţessar ţjóđir ćttu erindi í varnabandalag vestrćnna ţjóđa.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 24. mars 2018.)


Verđa ađ sjá til ađ trúa

screen_shot_2018-03-24_at_13_37_24.png


Hvíldartími í íslenskum bókmenntum

Jćja, ţá hef ég lagt lokahönd á ţrjár skýrslur til Evrópuţingsins, sem ég samdi raunar 2017, en gekk frá til birtingar á dögunum: The Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Totalitarian Literature; Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Private Property Rights; Lessons for Europe from the Icelandic Bank Collapse. (Lćrdómarnir eru fimm: 1) röggsamleg forysta í Seđlabankanum réđ úrslitum um, ađ ekki fór verr; 2) Ţađ kollsteypir ekki hagkerfinu, ađ bankar fái ađ falla; 3) forgangur innstćđueigenda í bú banka er skynsamlegur; 4) hann leiđir til ţess, ađ afnema má ríkisábyrgđ á innstćđum, en hann hefur valdiđ freistnivanda (moral hazard); 5) víđtćkt vald, eins og myndađ var međ bresku hryđjuverkalögunum, verđur fyrr eđa síđar misnotađ.)


Hádegisverđur í Stellenbosch

Stjórnvöld í Suđur-Afríku hyggjast nú gera jarđir hvítra bćnda upptćkar bótalaust, en vćntanlega síđan skipta ţeim á milli svartra bćnda. Ţetta er eflaust ekki endirinn á vist hvítra manna í Suđur-Afríku, en ţetta gćti veriđ upphafiđ ađ endinum. Ástralíustjórn hefur hafiđ undirbúning ađ ţví ađ flýta útgáfu vegabréfsáritana til suđurafrísku bćndanna. Vćri eitthvert vit í stjórnum Brasilíu og Argentínu, ţá ćttu ţćr ađ gera hiđ sama. Landbúnađur í Suđur-Afríku er háţróađur og arđbćr og bćndur ţar kunnáttumenn.

Hvítir menn eru jafnmiklir frumbyggjar Suđur-Afríku og svartir. Ţeir komu af hafi, ađallega Búar frá Hollandi, á 17. öld og settust ađ í Suđur-Afríku á sama tíma og svartir menn komu ađ norđan. Ţađ voru ţví ekki hvítir menn, sem ráku svarta af jörđum sínum. En ţetta yrđi ţó ekki í fyrsta sinn, sem duglegir og tiltölulega vel stćđir, en óvinsćlir minnihlutahópar sćta ofsóknum. Ferdinand og Ísabella hröktu gyđinga brott úr Spánarveldi 1492. Lúđvík 14. felldi 1685 úr gildi lög, sem veittu húgenottum (mótmćlendatrúarmönnum) griđ, og flúđu margir ţeirra Frakkland ađ bragđi. Báđir hóparnir stóđu sig vel í viđtökulöndum.

Sagan endurtók sig á 20. öld. Hitler og Stalín beittu ađ vísu verri ađferđum gegn óvinsćlum minnihlutahópum. Hitler drap ţá í útrýmingarbúđum, en Stalín lét flytja ţá í seigdrepandi ţrćlakistur norđan heimskautsbaugs. Tíu milljónir ţýskumćlandi manna voru reknar út úr Póllandi og Tékkóslóvakíu í stríđslok 1945, en ćttir ţeirra höfđu búiđ ţar í marga mannsaldra. Skemmst er ađ minnast ţess, er hinn grimmi trúđur Ídí Amín rak hátt í hundrađ ţúsund fólks af asískum ćttum frá Úganda 1972.

Ég ferđađist um alla Suđur-Afríku í ţrjár vikur haustiđ 1987. Međal annars lagđi ég leiđ mína í vínyrkjuhérađiđ í kringum Stellenbosch. Ţar var allt fallegt og blómlegt. Ţá réđu hvítir menn enn Suđur-Afríku. Ég snćddi hádegisverđ međ prófessor einum, sem var Búi. Hann sagđi: „Viđ Búarnir vitum, ađ viđ verđum fyrr eđa síđar ađ viđurkenna meirihlutastjórn svartra manna. En viđ viljum ekki, ađ okkar kćra Suđur-Afríka verđi enn eitt misheppnađa Afríkulýđveldiđ.“ Ţađ virđist ţó vera ađ gerast.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 17. mars 2018.)


Böđullinn drepur alltaf tvisvar

Böđullinn drepur alltaf tvisvar, í seinna skiptiđ međ ţögninni, sagđi Elie Wiesel. Alrćđisstjórnir tuttugustu aldar reyndu ađ eyđa öllum ummerkjum um fórnarlömb sín, helga ţau ţögninni. Eitt mikilvćgasta hlutverk sagnfrćđingsins er ađ rjúfa ţessa ţögn, segja frá ţeim, sem faldir voru bak viđ gaddavírsgirđingar og gátu ekki látiđ af sér vita. Velflestir, sem sluppu lifandi úr ţrćlabúđum kommúnista, og skrifuđu endurminningar sínar, segja ţá, sem eftir urđu, hafa grátbeđiđ ţá um ađ skýra umheiminum frá ósköpunum. Ţá hefđu ţeir ekki ţjáđst til einskis, ekki ţurfa ađ óttast ađ vera drepnir í annađ sinn međ ţögninni.

Almenna bókafélagiđ gefur nú út ritröđ, sem ég ritstýri, međ bókum um alrćđisstefnuna og fórnarlömb hennar. Áriđ 2015 komu út Greinar um kommúnisma eftir heimspekinginn Bertrand Russel jarl, Konur í ţrćlakistum Stalíns eftir Elinor Lipper og Aino Kuusinen og Úr álögum eftir Jan Valtin, en sú bók olli hörđum deilum á Íslandi 1941.

Áriđ 2016 komu út á ný fimm bćkur. Leynirćđan um Stalín, sem Khrústsjov hélt 1956, varđ íslenskum stalínistum mikiđ áfall. El campesino er eftir Valentín González, sem var herforingi í spćnska borgarastríđinu og slapp á undraverđan hátt úr vinnubúđum Stalíns. Tvćr bókanna eru um Eystrasaltslöndin, Örlaganótt yfir Eystrasaltslöndum eftir eistneska bókmenntafrćđinginn Ants Oras og Eistland: Smáţjóđ undir oki erlends valds eftir sćnsk-eistneska blađamanninn Anders Küng. Ţjónusta, ţrćlkun flótti er eftir ingríska prestinn Aatami Kuortti. Ingríar eru náskyldir Finnum, bjuggu viđ botn Finnska flóa og eru nú ađ hverfa úr sögunni.

Áriđ 2017 komu út Nytsamur sakleysingi eftir finnska sjómanninn Otto Larsen, Ráđstjórnarríkin: Gođsagnir og veruleiki eftir Arthur Koestler, sem hafđi mikil áhrif á bćjarstjórnarkosningar í Reykjavík 1946, og Ég kaus frelsiđ eftir Viktor Kravtsjenko.

100 milljónir manna týndu á 20. öld lífi af völdum kommúnismans. Böđlinum mun ekki takast ađ drepa í annađ sinn, međ ţögninni.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 10. mars 2018.)


Ţrír hugsjónamenn gegn alrćđi

Löngum var eitt helsta átakamál á Íslandi, hvort hér skyldi taka upp sameignarskipulag eins og í ríki Stalíns. Fjölmennur og áhrifamikill hópur barđist fyrir ţví međ rausnarlegum stuđningi herranna í Kreml. Ólíkt ţví sem gerđist á öđrum Norđurlöndum var hann voldugasti hópurinn í verkalýđshreyfingunni, og hann réđ líka um skeiđ langmestu í menningarlífinu.

Nógir urđu til ađ frćđa Íslendinga um alrćđisstefnu nasista, ekki síst eftir ađ ţeir biđu ósigur í stríđi. En ţrír hugsjónamenn tóku ađ sér ađ kynna veruleikann ađ baki áróđri kommúnista.

Lárus Jóhannesson hćstaréttarlögmađur var alţingismađur Seyđfirđinga og átti Prentsmiđju Austurlands. Áriđ 1949 fékk hann málsnillinginn Jón Sigurđsson frá Kaldađarnesi til ađ ţýđa dćmisögu Orwells um rússnesku byltinguna, Animal Farm, sem hlaut ţá nafniđ Félagi Napóleon, en hefur síđar veriđ kölluđ Dýrabćr. Lárus bćtti um betur, ţví ađ 1951 gaf hann út eigin ţýđingu á bók Víktors Kravtsjenkos, sem flúiđ hafđi frá Ráđstjórnarríkjunum 1944, Ég kaus frelsiđ. Ţýđingin var sannkallađ ţrekvirki, enda bók Kravtsjenkos 564 blađsíđur, ţótt lćsileg sé.

Tveir ungir vinir, lögfrćđingarnir Geir Hallgrímsson og Eyjólfur Konráđ Jónsson, stofnuđu bókaútgáfuna Stuđlaberg, sem gaf út ţrjú öndvegisrit um kommúnismann. Áriđ 1950 kom út Guđinn sem brást, ţar sem sex menntamenn segja frá vonbrigđum sínum međ kommúnismann, ţar á međal Nóbelsverđlaunahafinn André Gide og rithöfundarnir kunnu Arthur Koestler, Ignazio Silone og Richard Wright. Er bókin međ afbrigđum vel skrifuđ. Áriđ 1951 kom út hrollvekja Orwells um alrćđisskipulag, Nítján hundruđ áttatíu og fjögur, sem iđulega er talin merkasta skáldsaga tuttugustu aldar. Áriđ 1952 kom út Bóndinn eftir Valentín González, sem veriđ hafđi frćgur herforingi í liđi lýđveldissinna í spćnska borgarastríđinu, en síđan setiđ í ţrćlabúđum Stalíns. Er hún fjörlega skrifuđ bók um miklar mannraunir.

Ţessir ţrír hugsjónamenn, Lárus, Geir og Eyjólfur Konráđ, eiga heiđur skilinn. Í kalda stríđinu börđust ţeir hinni góđu baráttu.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 3. mars 2018.)


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband