Frá Kćnugarđi

Dagana 7.–10. nóvember 2019 sat ég ráđstefnu evrópskra íhaldsmanna og umbótasinna, sem haldin var í Kćnugarđi í Úkraínu og helguđ sambandi Úkraínu viđ önnur Evrópulönd. Ég var beđinn um ađ segja nokkur orđ á ráđstefnunni, og benti ég fyrst á, ađ Ísland og Úkraína vćru mjög ólík lönd, en bćđi ţó á útjađri Evrópu. Ég kvađ eđlilegt, ađ Úkraínumenn hefđu viljađ stofnađ eigiđ ríki. Ţeir vćru sérstök ţjóđ, ţótt ţeim hefđi löngum veriđ stjórnađ frá Moskvu. Norđmenn hefđu skiliđ viđ Svía 1905 og Íslendingar viđ Dani 1918 af sömu ástćđu.

Í rćđu minni rakti ég, hvernig stćkkun markađa međ auknum alţjóđaviđskiptum auđveldađi smćkkun ríkja: Litlar ţjóđir međ opin hagkerfi gćtu notiđ góđs af hinni alţjóđlegu verkaskiptingu á heimsmarkađnum. Ţví stćrri sem markađurinn vćri, ţví minni gćtu ríkin orđin, enda hefđi ríkjum heims snarfjölgađ á seinna helmingi tuttugustu aldar.

Nú er Úkraína auđvitađ engin smásmíđi. En landiđ er samt tiltölulega lítiđ í samanburđi viđ Rússland, sem nýlega hefur lagt undir sig vćnan hluta landsins međ hervaldi. Vandi tiltölulega lítilla ríkja međ stóra og ásćlna granna vćri takmarkađur hernađarmáttur. Ađ sumu leyti mćtti leysa slíkan vanda međ bandalögum eins og gert hefđi veriđ međ Atlantshafsbandalaginu. En sú lausn vćri ekki alltaf í bođi, og til vćri önnur: ađ reyna ađ breyta Rússlandi innan frá. Međ ţví vćri ekki átt viđ, ađ landinu vćri brugguđ einhver launráđ, heldur ađ Úkraína veitti međ öflugu atvinnulífi og örum framförum svo gott fordćmi, ađ Rússar tćkju upp betri siđi. Ţjóđirnar eru náskyldar og ćttu ađ vera vinir.

Ţađ fór til dćmis ekki fram hjá kínverskum kommúnistum, hversu örar framfarir urđu eftir miđja tuttugustu öld í öđrum kínverskum hagkerfum, í Hong Kong og á Singapúr og Taívan. Danir og Svíar hefđu á liđnum öldum barist hvorir viđ ađra, en nú vćri stríđ milli ţessara norrćna ţjóđa allt ađ ţví óhugsandi. Vonandi rynni slíkur dagur upp í samskiptum Úkraínumanna og Rússa.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 16. nóvember 2019.)


Viđ múrinn

Berlínarmúrinn féll fyrir réttum ţrjátíu árum, en sigur Vesturveldanna í Kalda stríđinu var ekki síst ađ ţakka festu, framsýni og hyggindum ţeirra Ronalds Reagans og Margrétar Thatchers. Ţó var sagt fyrir um ţessi endalok löngu áđur í bók, sem kom út í Jena í Ţýskalandi 1922, Die Gemeinwirtschaft eftir Ludwig von Mises, en ţar rökstuddi hann, ađ kommúnismi gengi ekki upp. Ţess vegna yrđu kommúnistar ađ grípa til kúgunar.

Kúgunin fór ţó alveg fram hjá átta manna sendinefnd frá Íslandi á svokölluđu heimsmóti ćskunnar í Austur-Berlín í júlílok 1973. Formađur nefndarinnar var Ţorsteinn Vilhjálmsson eđlisfrćđingur, og í skýrslu hennar var ćskulýđssamtökum kommúnista ţakkađar „frábćrar móttökur og vel skipulagt mót“. Enn sagđi í skýrslu ţeirra Ţorsteins: „Ţjóđverjarnir, sem viđ hittum, voru yfirleitt tiltakanlega opnir, óţvingađir og hrokalausir.“

Auđvitađ voru öll slík samtöl ţaulskipulögđ og undir ströngu eftirliti. En á sama tíma voru fimm ungir lýđrćđissinnar staddir í Vestur-Berlín. Einn ţeirra var Davíđ Oddsson laganemi. Eftir ađ hann las skýrslu ţeirra Ţorsteins, skrifađi hann í Morgunblađiđ, ađ hann hefđi allt ađra sögu ađ segja úr stuttri heimsókn til Austur-Berlínar. Ţetta vćri lögregluríki, umkringt gaddavírsgirđingu og múr.

Tveir ungir Íslendingar viđ múrinn: annar klappađi svo kröftuglega uppi í salnum fyrir gestgjöfum sínum, ađ kvalastunurnar niđri í kjöllurum leynilögreglunnar drukknuđu í hávađa; hinn lagđi viđ hlustir og heyrđi hjartsláttinn í fangaklefunum.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 9. nóvember 2019.)


Sturla gegn Snorra

Snorri Sturluson hefur ekki notiđ sannmćlis, ţví ađ andstćđingur hans (og náfrćndi), Sturla Ţórđarson, var oftast einn til frásagnar um ćvi hans og störf. Sturla fylgdi Noregskonungi ađ málum og virđist hafa veriđ sannfćrđur um, ađ Íslendingum vćri best borgiđ undir stjórn hans. Íslendinga saga hans var um land, sem vart fékk stađist sökum innanlandsófriđar, og í Hákonar sögu Hákonarsonar dró höfundur upp mynd af góđum konungi, sem ekkert gerđi rangt.

Snorri hafđi ađra afstöđu. Samúđ hans var međ friđsćlum og hófsömum stjórnendum frekar en herskáum og fégjörnum, eins og sést til dćmis á samanburđi Haraldar hárfagra og Hákonar Ađalsteinsfóstra og Orkneyjarjarlanna tveggja, Brúsa og Einars, í Heimskringlu. Snorri hagađi hins vegar jafnan orđum sínum hyggilega, svo ađ lesa ţarf á milli lína í lýsingu hans á Ólöfunum tveimur, Tryggvasyni og Haraldssyni, sem bođuđu kristni og nutu ţess vegna hylli kirkjunnar. Sagđi hann undanbragđalaust frá ýmsum grimmdarverkum ţeirra, svo ađ sú ályktun Einars Ţverćings á Alţingi áriđ 1024 blasti viđ, ađ best vćri ađ hafa engan konung.

Á ţrettándu öld rákust jafnframt á tvćr hugmyndir um lög, eins og Sigurđur Líndal lagaprófessor hefur greint ágćtlega. Hin forna, sem Snorri ađhylltist, var, ađ lög vćru sammćli borgaranna um ţćr reglur, sem ýmist afstýrđu átökum milli ţeirra eđa jöfnuđu slík átök. Ţetta voru hin „gömlu, góđu lög“, og ţau voru umfram allt hemill valdbeitingar. Nýja hugmyndin var hins vegar, ađ lög vćru fyrirmćli konungs, sem ţegiđ hefđi vald sitt frá Guđi, en ekki mönnum, og beitt gćti valdi til ađ framfylgja ţeim. Ţegar sendimađur Noregskonungs, Lođinn Leppur, brást á Alţingi áriđ 1280 hinn reiđasti viđ, ađ „búkarlar“ gerđu sig digra og vildu ekki treysta á náđ konungs, var hann ađ skírskota til hins nýja skilnings á lögum.

Og enn rekast hugmyndir Snorra og Sturlu á.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 26. október 2019.)


Hinn kosturinn 1262

Almennt er taliđ, ađ Íslendingar hafi ekki átt annars úrkosta áriđ 1262 en játast Noregskonungi og gjalda honum skatt gegn ţví, ađ hann friđađi landiđ, tryggđi ađflutninga og virti lög og landssiđ. En er ţessi skođun óyggjandi? Ţví má ekki gleyma, ađ Íslendingar voru mjög tregir til, ekki síst af ţeirri ástćđu, sem Snorri Sturluson lagđi Einari Ţverćingi í munn, ađ konungar vćru ćtíđ frekir til fjárins.

Hvers vegna hefđi Ţjóđveldiđ ekki getađ stađist án atbeina konungs? Ţeim vísi ađ borgarastríđi, sem hér mátti greina um miđja 13. öld, hefđi ella lokiđ međ sigri einhvers höfđingjans eđa málamiđlun tveggja eđa fleiri ţeirra. Samgöngur voru komnar í ţađ horf, ađ Íslendingar hefđu getađ verslađ viđ Skota, Englendinga eđa Hansakaupmenn ekki síđur en kaupmenn í Björgvin. Tvennt gerđist síđan skömmu eftir lok Ţjóđveldisins, sem hefđi hugsanlega rennt traustari stođum undir ţađ: Hinn ásćlni og harđskeytti Hákon gamli lést í herför til Suđureyja áriđ 1263, og markađir stćkkuđu víđa í Norđurálfunni fyrir íslenska skreiđ. Ţađ hefđi ekki veriđ Noregskonungi áhlaupsverk ađ senda flota yfir Atlantsála til ađ hernema landiđ, og enn erfiđara hefđi veriđ ađ halda ţví gegn vilja landsmanna.

Vilhjálmur kardínáli af Sabína sagđi ţóttafullur áriđ 1247, ađ ţađ vćri „ósannlegt, ađ land ţađ ţjónađi eigi undir einhvern konung sem öll önnur í veröldinni“. Ađ vísu var athugasemd hans einkennileg, ţví ađ sjálfur hafđi kardínálinn röskum tveimur áratugum áđur veriđ fulltrúi páfa í löndum viđ Eystrasalt, sem voru ekki undir stjórn neins konungs, heldur ţýskrar riddarareglu. Og eitt land í Norđurálfunni laut ţá sem nú ekki neinum konungi: Sviss. Saga ţess kann ađ veita vísbendingu um mögulega ţróun Íslands. Áriđ 1291 stofnuđu ţrjár fátćkar fjallakantónur, Uri, Schwyz og Unterwalden, svissneska bandaríkiđ, Eidgenossenschaft, og smám saman fjölgađi kantónum í ţví, ţótt ţađ kostađi hvađ eftir annađ hörđ átök, uns komiđ var til sögunnar Sviss nútímans, sem ţykir til fyrirmyndar um lýđrćđislega stjórnarhćtti, auk ţess sem ţađ er eitt auđugasta land heims.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 19. október 2019.)


Hvers vegna skrifađi Snorri?

Eftir Snorra Sturluson liggja ţrjú meistaraverk, Edda, Heimskringla og Egla. En hvađ rak hann til ađ setja ţessar bćkur saman? Hann varđ snemma einn auđugasti mađur Íslands og lögsögumađur 1215–1218 og 1222-1231. Hann hafđi ţví í ýmsu öđru ađ snúast.

Snorri var skáldmćltur og hefur eflaust ort af innri ţörf. En ég tek undir međ prófessor Kevin Wanner, sem hefur skrifađ um ţađ bókina Snorri Sturluson and the Edda, ađ einföld skýring sé til á ţví, hvers vegna hann setti Eddu saman. Íslendingar höfđu smám saman öđlast einokun á sérstćđri vöru: lofkvćđum um konunga. Ţessari einokun var ógnađ, ţegar norrćnir konungar virtust fyrir suđrćn áhrif vera ađ missa áhugann á slíkum lofkvćđum. Snorri samdi Eddu til ađ endurvekja áhugann á ţessari bókmenntagrein og sýna ţeim Hákoni Noregskonungi og Skúla jarli, hvers skáld vćru megnug. Ţeir kunnu raunar vel ađ meta framtak hans og gerđu hann ađ lendum manni, barón, í utanför hans 1218–1220.

Svipuđ skýring á eflaust ađ einhverju leyti viđ um, hvers vegna Snorri samdi Heimskringlu á árunum 1220–1237. En fleira bar til. Íslendingar voru í hćfilegri fjarlćgđ til ađ geta skrifađ um Noregskonunga. Ţótt Snorri gćtti sín á ađ styggja ekki konung, má lesa út úr verkinu tortryggni á konungsvald og stuđning viđ ţá fornu hugmynd, ađ slíkt vald sé ekki af Guđs náđ, heldur međ samţykki alţýđu. Međ ţjóđsögunni um landvćttirnar varađi Snorri konung viđ innrás, og í rćđu Einars Ţverćings hélt hann ţví fram, ađ best vćri ađ hafa engan konung.

Tortryggnin á konungsvald er enn rammari í Eglu, sem er beinlínis um mannskćđar deilur framćttar Snorra viđ norsku konungsćttina. Egill Skallagrímsson stígur ţar líka fram sem sjálfstćđur og sérkennilegur einstaklingur, eins og Sigurđur Nordal lýsir í Íslenskri menningu. Hann er ekki laufblađ á grein, sem feykja má til, heldur međ eigin svip, skap, tilfinningalíf. Líklega hefur Snorri samiđ Eglu eftir síđari utanför sína 1237–1239, en ţá hafđi konungur snúist gegn honum.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 12. október 2019.)


Stjórnmálahugmyndir Snorra Sturlusonar

Snorri Sturluson var frjálslyndur íhaldsmađur, eins og viđ myndum kalla ţađ. Fimm helstu stjórnmálahugmyndir hans getur ađ líta í Heimskringlu og Eglu.

Hin fyrsta er, ađ konungsvald sé ekki af náđ Guđs, heldur međ samţykki alţýđu. Haraldur hárfagri lagđi ađ vísu Noreg undir sig međ hernađi og sló síđan eign sinni á allar jarđir, en sonur hans, Hákon Ađalsteinsfóstri, bađ bćndur ađ taka sig til konungs og hét ţeim á móti ađ skila ţeim jörđum. Síđari konungar ţurftu ađ fara sama bónarveg ađ alţýđu.

Önnur hugmyndin er, ađ međ samţykkinu sé kominn á sáttmáli konungs og alţýđu, og ef konungur rýfur hann, ţá má alţýđa rísa upp gegn honum. Ţetta sést best á frćgri rćđu Ţórgnýs lögmanns gegn Svíakonungi, en einnig á lýsingu Snorra á sinnaskiptum Magnúsar góđa.

Hin ţriđja er, ađ konungar séu misjafnir. Góđu konungarnir eru friđsamir og virđa landslög. Vondu konungarnir leggja á ţunga skatta til ađ geta stundađ hernađ. Ţetta sést ekki ađeins á samanburđi Haraldar hárfagra og Hákonar Ađalsteinsfóstra, heldur líka á mannjöfnuđi Sigurđar Jórsalafara og Eysteins og raunar miklu víđar í Heimskringlu og ekki síđur í Eglu.

Af ţeirri stađreynd, ađ konungar séu misjafnir, dregur Snorri ţá ályktun, sem hann leggur í munn Einari Ţverćingi, ađ best sé ađ hafa engan konung. Íslendingar miđalda deildu ţeirri merkilegu hugmynd ađeins međ einni annarri Evrópuţjóđ, Svisslendingum.

Fimmta stjórnmálahugmundin er í rökréttu framhaldi af ţví. „En ef landsmenn vilja halda frelsi sínu, ţví er ţeir hafa haft, síđan er land ţetta byggđist, ţá mun sá til vera ađ ljá konungi einskis fangstađar á.“ Íslendingar skuli vera vinir Noregskonungs, flytja honum drápur og skrifa um hann sögur, en ţeir skuli ekki vera ţegnar hans í sama skilningi og Norđmenn.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 5. október 2019.)


Utanríkisstefna Hannesar, Ólafs og Snorra

Jón Ţorláksson lýsti viđhorfi samstarfsmanns síns, Hannesar Hafsteins ráđherra, til utanríkismála svo í Óđni 1923, ađ „hann vildi afla landinu ţeirra sjálfstćđismerkja og ţess sjálfstćđis, sem frekast var samrýmanlegt ţeirri hugsun ađ halda vinfengi danskra stjórnmálamanna og fjármálamanna og áhuga ţeirra fyrir ađ veita ţessu landi stuđning í verklegri framfaraviđleitni sinni“. Hannes var Danavinur, hvorki Danasleikja né Danahatari.

Ađ breyttu breytanda fylgdi Ólafur Thors sams konar stefnu, eins og Ţór Whitehead prófessor skrifađi um í Skírni 1976: Ólafur vildi verja fullveldi ţjóđarinnar eins og frekast vćri samrýmanlegt ţeirri hugsun ađ halda vinfengi Bandaríkjamanna, sem veitt gátu Íslendingum ómetanlegan stuđning. Honum og Bjarna Benediktssyni tókst vel ađ feta ţađ ţrönga einstigi eftir síđari heimsstyrjöld. Ţeir voru Bandaríkjavinir, hvorki Bandaríkjasleikjur né Bandaríkjahatarar.

Ţriđji stjórnmálamađurinn í ţessum anda var Snorri Sturluson. Hann hafđi veriđ lögsögumađur frá 1215 til 1218, en fór ţá til Noregs til ađ koma í veg fyrir hugsanlega árás Norđmanna á Ísland, en ţeir Hákon konungur og Skúli jarl voru Íslendingum ţá ćvareiđir vegna átaka viđ norska kaupmenn. Jafnframt vildi Snorri endurvekja ţann íslenska siđ ađ afla sér fjár og frćgđar međ ţví ađ yrkja konungum lof. Honum tókst ćtlunarverk sitt, afstýrđi innrás og gerđist lendur mađur konungs (barón).

Snorri hefur eflaust sagt Hákoni og Skúla hina táknrćnu sögu af ţví, ţegar Haraldur blátönn hćtti viđ árás á Ísland, eftir ađ sendimađur hans hafđi sér til hrellingar kynnst landvćttum, en hana skráđi Snorri í Heimskringlu. Og í rćđu ţeirri, sem hann lagđi Einari Ţverćingi í munn, kemur fram sams konar hugsun og hjá Hannesi og Ólafi: Verum vinir Noregskonungs, ekki ţegnar hans eđa ţý. Viđ ţetta sćtti konungur sig hins vegar ekki, og var Snorri veginn ađ ráđi hans 1241.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 28. september 2019.)


Góđ saga er alltaf sönn

Kong_Christian_10Tveir fróđir menn hafa skrifađ mér um síđasta pistil minn hér í blađinu, en hann var um frćga sögu af orđaskiptum Kristjáns X., konungs Íslands og Danmerkur, og Jónasar Jónssonar frá Hriflu dómsmálaráđherra á steinbryggjunni í Reykjavík 25. júní 1930. Dóttursonur Jónasar, Sigurđur Steinţórsson, segir afa sinn hafa sagt sér söguna svo: Konungur hafi spurt: „Sĺ De er Islands lille Mussolini?“ Jónas hafi svarađ: „I Deres rige behřves ingen Mussolini.“ Er sagan í ţessari gerđ mjög svipuđ ţeirri, sem viđ Guđjón Friđriksson höfum sagt í bókum okkar. Í pistli mínum rifjađi ég upp, ađ Morgunblađiđ hefđi véfengt söguna og sagt hiđ snjalla tilsvar Jónasar tilbúning hans. Sigurđur bendir réttilega á, ađ Morgunblađiđ fjandskapađist mjög viđ Jónas um ţćr mundir, svo ađ ţađ vćri ekki áreiđanleg heimild.

Best finnst mér ađ vísu sagan vera eins og Ludvig Kaaber sagđi hana dönskum blađamanni eftir Jónasi ţegar í ágúst 1930, og hefur hún ţađ einnig sér til gildis, ađ viđtaliđ viđ Kaaber er samtímaheimild. Samkvćmt henni sagđi konungur viđ Jónas á steinbryggjunni: „Der har vi vor islandske Mussolini?“ Ţá svarađi Jónas: „En Mussolini er ganske unřdvendig i et land, der regeres af Deres Majestćt.“  Góđ saga er alltaf sönn, ţví ađ hún flytur međ sér sannleik möguleikans. Ekki verđur afsannađ, ađ Jónas hafi sagt ţetta, og vissulega gćti hann hafa sagt ţetta. Tilsvariđ er honum líkt.

Konungur var oft ómjúkur í orđum og virđist hafa lagt fćđ á Jónas (sem var eindreginn lýđveldissinni). Hinn mađurinn, sem skrifađi mér, Borgţór Kćrnested, hefur kynnt sér dagbćkur konungs um Ísland. Hann segir konung hafa veitt náfrćnda Tryggva Ţórhallssonar og mági, Halldóri Vilhjálmssyni á Hvanneyri, áheyrn voriđ 1931 og ţá beđiđ hann ađ skila ţví til Tryggva ađ skipa Jónas ekki aftur ráđherra. (Jónas hafđi vikiđ tímabundiđ úr ríkisstjórn eftir ţingrofiđ ţađ ár.) Ekki varđ úr ţví, og ţegar Jónas var skipađur aftur ráđherra, fćrđi konungur í dagbók sína: „Menntamálaráđherra Íslands, Jónas Jónsson, mćtti í áheyrn hjá mér. Ég byrjađi á ađ fagna komu hans og ađ ţađ hefđi glatt mig ađ geta skipađ hann aftur í stöđu menntamálaráđherra Íslands.“

Verđur fróđlegt ađ lesa vćntanlega bók Borgţórs um samskipti konungs og Íslendinga.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 21. september 2019.)


Ţegar kóngur móđgađi Jónas

jónasfráhrifluÍ Fróđleiksmola áriđ 2011 velti ég ţví fyrir mér, hvers vegna Íslendingar settu kónginn af áriđ 1944, en létu sér ekki nćgja ađ taka utanríkismál og landhelgisgćslu í sínar hendur, eins og tvímćlalaust var tímabćrt. Ein skýringin var, hversu hranalegur Kristján konungur X. gat veriđ viđ Íslendinga. Sagđi ég söguna af ţví, hvernig hann ávarpađi Jónas Jónsson frá Hriflu á Alţingishátíđinni 1930: „Svo ađ ţér eruđ sá, sem leikiđ lítinn Mússólíni hér á landi?“ Jónas á ađ hafa rođnađ af reiđi, en stillt sig og svarađ: „Viđ ţörfnumst ekki slíks manns hér á landi, yđar hátign.“

Um ţetta atvik fór ég eftir fróđlegri ćvisögu Jónasar eftir Guđjón Friđriksson. En ţegar ég var ađ grúska í gömlum blöđum á dögunum, tók ég eftir ţví, ađ sögunni var á sínum tíma vísađ á bug. Ein fyrsta fregnin af ţessu atviki var í Morgunblađinu 13. júlí 1930. Sagđi ţar, ađ konungur hefđi vikiđ sér ađ Jónasi og heilsađ honum sem hinum litla Mússólíni Íslands, ţegar hann steig á land í Reykjavík 25. júní. „En Jónasi varđ svo mikiđ um ţetta ávarp, ađ hann kiknađi í hnjáliđunum og fór allur hjá sér. Erlendir blađamenn og fregnritarar voru ţar margir viđstaddir.“

Morgunblađiđ minntist aftur á atvikiđ 15. ágúst, ţegar ţađ skýrđi frá viđtali viđ Ludvig Kaaber bankastjóra í dönsku blađi. Kvađst Kaaber hafa ţađ eftir Jónasi sjálfum, ađ kóngur hefđi sagt: „Ţarna kemur okkar íslenski Mússólíni?“ Ţá hefđi Jónas svarađ međ bros á vör: „Mússólíni er algerlega óţarfur í ţví landi, sem yđar hátign stjórnar.“ Hefđi kóngur látiđ sér svariđ vel líka. En Morgunblađiđ andmćlti sögu Kaabers og kvađ marga votta hafa veriđ ađ samtalinu á steinbryggjunni 25. júní. Sagan vćri ađeins um, „hvernig Jónas eftir á hefur hugsađ sér, ađ hann hefđi viljađ hafa svarađ.“

Ef til vill var tilsvar Jónasar, eins og viđ Guđjón höfđum ţađ eftir, ađeins dćmi um ţađ, sem Denis Diderot kallađi „l’esprit de l’escalier“ eđa andríki anddyrisins: Hiđ snjalla tilsvar, sem okkur dettur í hug eftir á.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 14. september 2019. Myndin er af Jónasi viđ Stjórnarráđiđ.)

 


Bandaríkin ERU fjölbreytileiki

statue-of-liberty-photo-julienne-schaer-nyc-and-company-003-3__largeÉg kenndi nokkrum sinnum námskeiđiđ Bandarísk stjórnmál í félagsvísindadeild og hafđi gaman af. Ég benti nemendum međal annars á, ađ Guđríđur Ţorbjarnardóttir hefđi veriđ fyrsta kona af evrópskum ćttum til ađ fćđa barn ţar vestra, Snorra Ţorfinnsson haustiđ 1008. Fyrirmynd Mjallhvítar í Disney-myndinni frćgu hefđi veriđ íslensk, Kristín Sölvadóttir úr Skagafirđi, en unnusti hennar var teiknari hjá Disney. Eitt sinn kom Davíđ Oddsson í kennslustund til okkar og sagđi okkur frá ţeim fjórum Bandaríkjaforsetum, sem hann hafđi hitt, Ronald Reagan, Bush-feđgum og Bill Clinton, en góđ vinátta tókst međ ţeim Davíđ, Bush yngra og Clinton. Sagđi hann margar skemmtilegar sögur af ţeim. Ég lét hvern nemanda námskeiđsins halda ţrjú framsöguerindi, eitt um einhvern forseta Bandaríkjanna (til dćmis Jefferson eđa Lincoln), annađ um kvikmynd, sem sýndi ýmsar hliđar á stjórnmálum í Bandaríkjunum (til dćmis Mr. Smith goes to Washington eđa JFK), hiđ ţriđja um stef úr bandarískri sögu og samtíđ (til dćmis tekjudreifingu, fjölmiđla og kvenfrelsi).

Í ţessu námskeiđi kom hinn mikli fjölbreytileiki ţessarar fjölmennu ţjóđar vel í ljós, og er hann líklega hvergi meiri. Ţar er allt, frá hinu besta til hins versta, auđur og örbirgđ, siđavendni og gjálífi, hámenning og lágkúra og allt ţar á milli, kristni, gyđingdómur, íslam og rammasta heiđni. Hvergi standa heldur raunvísindi međ meiri blóma. Ađalatriđiđ er ţó ef vill hreyfanleikinn, hin lífrćna ţróun, sem Alexis de Tocqueville varđ svo starsýnt á forđum. Bandaríkjamenn eru alltaf ađ leita nýrra leiđa, greiđa úr vandrćđum.

Bandaríkin hafa veriđ suđupottur. En ţau hafa einnig veriđ segull á fólk úr öllum heimshornum, ţar sem ţví hefur tekist ađ búa saman í sćmilegri sátt og skapa ríkasta land heims. Tugmilljónir örsnauđra innflytjenda brutust ţar í bjargálnir. Bandaríski draumurinn rćttist, ţví ađ hann var draumur venjulegs alţýđufólks um betri hag, ekki krafa menntamanna um endursköpun skipulagsins eftir hugarórum ţeirra sjálfra. „Bandaríkin eru sjálf mesti bragurinn,“ orti Walt Whitman. Ţađ var ţví kynlegt ađ sjá á dögunum fulltrúa einsleitustu ţjóđar heims, Íslendinga, ota táknum um fjölbreytileika ađ varaforseta Bandaríkjanna í stuttri heimsókn hans til landsins.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 7. september 2019.)


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband