Hugleiđingar á 65 ára afmćlinu

Í dag er ég 65 ára: Ég fćddist á fćđingardeild Landspítalans 19. febrúar 1953. Ég var aufúsugestur í heiminn, frumburđur foreldra minna, sem höfđu nýlega gengiđ í hjónaband og vildu gjarnan eignast barn. Ţau eru ţví miđur bćđi látin. Fađir minn, Gissur Jörundur Kristinsson, framkvćmdastjóri Verkamannabústađanna í Kópavogi, var raunar ađeins 62 ára, ţegar hann varđ bráđkvaddur. Móđir mín, Ásta Hannesdóttir kennari, lést úr krabbameini 74 ára. Bćđi voru ţau langt undir međalaldri síns kyns, sem er ískyggilegt, ef úrslitum um heilsu og langlífi rćđur forritiđ úr foreldrunum, en ég get huggađ mig viđ, ađ ég hef alltaf veriđ viđ hestaheilsu. Mig vantađi ekki einasta dag úr skóla vegna veikinda alla mína tíđ. Ég bjó viđ gott atlćti í bernsku, ólst upp í Laugarneshverfinu, varđ aldrei var viđ allt ţađ böl, sem ég les nú um í blöđunum, varđ snemma lestrarhestur, hafđi gaman af ađ ganga í skóla. Eftirlćtisgreinar mínar í ćsku voru landafrćđi og saga, og ég man, hversu eftirvćntingarfullur ég var, ţegar ég hóf ađ lćra erlendar tungur. Ţá opnuđust fyrir mér nýir heimar. Ég sé raunar eftir ađ hafa ekki lćrt fleiri erlendar tungur, frönsku, ítölsku, rússnesku. Mér leiđ vel í skóla, en líklega best í Oxford-háskóla, ţar sem ég var 1981–1985. Mér leiđ líka vel á vinnustađ mínum í Háskóla Íslands, en ekki síđur í Stanford-háskóla, ţar sem ég var öđru hvoru gistifrćđimađur á níunda og tíunda áratug síđustu aldar. Nú hin síđari ár hef ég brugđiđ á sama hátt og farfuglarnir og hvalirnir og haldiđ á suđlćgar slóđir, ţegar veturinn sverfur ađ á Íslandi. Ţar stunda ég ađallega mitt grúsk, rannsaka ţađ, sem ég hef ekki tóm til ađ gera heima, sinni ritstörfum í nćđi. En eins og hvalirnir og farfuglarnir kem ég alltaf aftur, ţegar vorar. Ég vona, ađ ég eigi eftir ađ koma oft heim aftur.  


Sartre og Gerlach á Íslandi

Franski heimspekingurinn Jean-Paul Sartre var í talsverđum metum á Íslandi um og eftir miđja síđustu öld. Eftir hann hafa ţrjú rit komiđ út á íslensku, skáldsagan Teningunum er kastađ, minningabókin Orđin og heimspekiritiđ Tilvistarstefnan er mannhyggja. Í heimspeki Sartres eru heilindi eitt ađalhugtakiđ. Menn skapa sjálfa sig međ gerđum sínum í guđlausum heimi og verđa ađ vera trúir sjálfum sér. Sartre heimsótti Ísland haustiđ 1951.

Tvö leikrit Sartres voru flutt í Ríkisútvarpinu, Í nafni velsćmisins 1949 og Dauđir án grafar 2003, og ţrjú sett á sviđ, Flekkađar hendur 1951, Lćstar dyr 1961 og Fangarnir í Altona 1964. Síđast nefnda leikritiđ er um efnađa ţýska nasistafjölskyldu, von Gerlach. Annar sonurinn ber nafniđ Werner von Gerlach. Ţađ er einkennileg tilviljun, ađ ţessi söguhetja Sartres er alnafni ţýska rćđismannsins á Íslandi 1939-1940, hins ákafa nasista Werners Gerlachs, nema hvađ „von“ hefur veriđ skotiđ á milli fornafns og ćttarnafns.

Eđa er ţađ engin tilviljun? Eftir ađ Bretar tóku Gerlach höndum viđ hernámiđ voriđ 1940 fluttu ţeir hann til Manar, ţar sem hann var geymdur ásamt öđrum stríđsföngum frá Íslandi. Haustiđ 1941 komst hann til Ţýskalands í fangaskiptum, og árin 1943-1944 var hann menningarfulltrúi í ţýska sendiráđinu í París. Sartre bjó ţá í París og hefur vćntanlega vitađ af menningarfulltrúanum.

Sartre hlaut Nóbelsverđlaun í bókmenntum 1964, en hafnađi ţeim. Ţađ hlýtur hins vegar ađ vera áhugamönnum um heilindahugtak hans rannsóknarefni og jafnvel ráđgáta, ađ Sartre hafđi 1975 samband viđ Sćnska lćrdómslistafélagiđ, sem úthlutar verđlaununum, til ađ grennslast fyrir um, hvort hann gćti fengiđ verđlaunaféđ, ţótt hann hefđi hafnađ heiđrinum. Var málaleitan hans hafnađ.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 17. febrúar 2018.)


Hún líka

simone-de-beauvoir-9269063-1-402.jpgFemínistar eru ýmist hófsamir eđa róttćkir. Hófsama hópinn skipa jafnréttissinnar, sem vilja fjarlćgja hindranir fyrir ţroska einstaklinganna, svo ađ ţeir geti leitađ gćfunnar hver á sinn hátt, konur jafnt og karlar. Ég tel mig slíkan femínista. Í róttćka hópnum eru kvenfrelsissinnar, sem halda ţví fram, ađ konur séu ţrátt fyrir jafnrétti ađ lögum enn kúgađar. Kunnur talsmađur ţeirra er franski heimspekingurinn Simone de Beauvoir.

Víst er ađ hófsamir jafnréttissinnar deila ekki öllum viđhorfum međ henni. Í samtali, sem bandaríski kvenskörungurinn Betty Friedan átti viđ hana og birtist í Rétti 1978, var hún spurđ, hvort ekki ćtti ađ auđvelda konum ađ velja um, hvort ţćr vildu helga sig heimili og börnum eđa fara út á vinnumarkađinn. Hún svarađi: „Nei, ţađ er skođun okkar, ađ ekki sé rétt ađ setja neinni konu ţessa valkosti. Engin kona ćtti ađ hafa eindregna heimild, nánast löggildingu, til ţess ađ vera heima viđ í ţví skyni ađ ala upp börn sín. Ţjóđfélagiđ ćtti ađ vera allt öđru vísi. Konur ćttu ekki ađ eiga slíkt val beinlínis vegna ţess, ađ sé slíkur valkostur fyrir hendi, er hćtt viđ ţví, ađ allt of margar konur taki einmitt hann.“

De Beauvoir bjó međ heimspekingnum Jean-Paul Sartre, en var tvíkynhneigđ. Hún kenndi í menntaskóla í París og flekađi ţá sumar námsmeyjar sínar, ţrátt fyrir ađ ţćr vćru undir lögaldri. Ein ţeirra, Bianca Lamblin, rakti í minningabók, hversu grátt de Beauvoir hefđi leikiđ sig, kornunga, stóreyga og saklausa. De Beauvoir neytti einnig yfirburđa sinna til ađ fá ađra stúlku undir lögaldri, Natalie Sorokin, til fylgilags viđ sig. Móđir Natalie kćrđi de Beauvoir til yfirvalda, og var henni vikiđ úr starfi áriđ 1943. Vitanlega breyta einkahagir de Beauvoir engu um gildi hugmynda hennar, en mér finnst samt skrýtiđ, ađ ég hef hvergi séđ á ţetta minnst í frćđum íslenskra kvenfrelsissinna. Beindust orđ de Beauvoir og verk ekki gegn konum?

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 10. febrúar 2018.)


Spurning drottningar

landscape-1448053183-queen-elizabeth-ii-braemar-highland-games-september-2015.jpgŢegar Elísabet II. Bretadrottning heimsótti Hagfrćđiskólann í Lundúnum, London School of Economics, 5. nóvember 2008 í ţví skyni ađ vígja nýtt hús skólans, minntust gestgjafar hennar á fjármálakreppuna, sem ţá stóđ sem hćst. Drottning spurđi: „Hvers vegna sá enginn hana fyrir, úr ţví ađ hún reyndist svo alvarleg?“ Eitthvađ stóđ í viđstöddum gáfumönnum ađ svara ţessari einföldu spurningu.

Ţess vegna settust nokkrir breskir spekingar niđur í júní 2009 og rćddu hugsanlegt svar, og upp úr ţeim umrćđum sömdu tveir ţeirra, prófessorarnir Tim Besley og Peter Hennessy, bréf til drottningar. Í bréfinu kváđu ţeir ýmsa vissulega hafa varađ viđ kreppunni vegna misgengis hagstćrđa og jafnvćgisleysis. Enginn hefđi samt haft yfirsýn yfir fjármálakerfiđ. Flestir hefđu haldiđ, ađ bankamenn vissu, hvađ ţeir vćru ađ gera međ ţví ađ taka í notkun alls konar ný fjármálatćki. Kerfiđ hefđi skilađ miklum hagnađi og allir ţví veriđ ánćgđir. Sú trú hefđi veriđ almenn, ađ glíma ćtti viđ kreppur, ţegar ţćr skyllu á, ekki reyna ađ afstýra ţeim. Seđlabankar hefđu einbeitt sér ađ ţví ađ tryggja stöđugt verđlag, ekki fjármálastöđugleika.

Í niđurlagi bréfsins skrifuđu prófessorarnir tveir: „Til ţess ađ gera langa sögu stutta, Yđar Hátign, átti kreppan sér margar orsakir. En meginástćđan til ţess, ađ ekki var séđ fyrir, hvenćr hún skylli á og hversu víđtćk og djúp hún yrđi, var, ađ fjöldinn allur af snjöllu fólki gat ekki í sameiningu ímyndađ sér, hversu mikil áhćttan vćri fyrir kerfiđ í heild.“

Heldur er ţetta fátćklegt svar viđ spurningu drottningar: „Viđ erum snjallir, en veruleikinn er of flókinn til ţess, ađ viđ skiljum hann.“ Ţađ var eflaust hvort tveggja rétt, en hinir kurteisu viđmćlendur drottningar sneiddu hjá öđrum skýringum á kreppunni. Margir rekja hana til misráđinna ríkisafskipta, tilrauna til ađ keyra niđur verđ á fjármagni međ of ódýrum húsnćđislánum, of lágum vöxtum og öđrum ţeim brellum, sem auđvelda fólki ađ eyđa um efni fram, ţótt ţađ hefni sín til lengdar.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 3. febrúar 2018.)


Andmćlti Davíđ, en trúđi honum samt

1200px-thorgerdur_k_gunnarsdottir_islands_kulturminister_cropped.jpgÉg gat ţess hér á dög­un­um, ađ Ţor­gerđur Katrín Gunn­ars­dótt­ir alţing­is­kona sat seint á ár­inu 2007 trúnađar­fund í Ţjóđmenn­ing­ar­hús­inu međ seđlabanka­stjór­um, for­sćt­is­ráđherra og fjár­málaráđherra, ţar sem Davíđ Odds­son reifađi áhyggj­ur af ţví, ađ banka­kerfiđ gćti hruniđ. And­mćlti hún ţá hon­um. Eins og fram kem­ur í skýrslu Rann­sókn­ar­nefnd­ar Alţing­is 2010, fengu ţau Ţor­gerđur og mađur henn­ar, sem var í stjórn­enda­hóp Kaupţings, síđan í fe­brú­ar 2008 und­anţágu frá regl­um Kaupţings, svo ađ ţau gćtu flutt mest­öll hluta­bréf sín í bank­an­um og skuld­bind­ing­ar sín­ar ţeirra vegna í einka­hluta­fé­lag. Međ ţví minnkuđu ţau áhćttu sína stór­kost­lega, nokkr­um mánuđum eft­ir ađ Ţor­gerđur hafđi hlustađ á viđvar­an­ir Davíđs á trúnađar­fundi.

Ţađ af hluta­bréf­um sín­um, sem Ţor­gerđur og mađur henn­ar fluttu ekki í einka­hluta­fé­lag sitt, var leyst úr veđbönd­um. Ţau seldu ţađ fyr­ir 72,4 millj­ón­ir króna ţriđju­dag­inn 30. sept­em­ber 2008, eins og fram kem­ur í Hćsta­rétt­ar­dómi í máli nr. 593/2013, sem kveđinn var upp 10. apríl 2014. Ţađ var ađ morgni ţess dags, sem Davíđ Odds­son kom á rík­is­stjórn­ar­fund og sagđi, ađ banka­kerfiđ yrđi hruniđ inn­an 10-15 daga. Á fund­in­um and­mćlti Ţor­gerđur hon­um og sagđi, ađ „ámćl­is­vert“ vćri ađ koma og „drama­tísera hlut­ina“. Davíđ svarađi, ađ ţetta ástand vćri svo al­var­legt, ađ ţađ vćri ekki hćgt ađ drama­tísera. Síđar sama dag seldu ţau hjón­in ţau hluta­bréf sín, sem laus voru úr veđbönd­um. Ţótt Ţor­gerđur hefđi and­mćlt Davíđ, trúđi hún hon­um. Eins og fram kem­ur í skýrslu Rann­sókn­ar­nefnd­ar Alţing­is, skrifađi Ţor­gerđur nćsta dag Geir H. Haar­de for­sćt­is­ráđherra tölvu­bréf og krafđist ţess, ađ Davíđ yrđi rek­inn.

Hvor er sú Ţor­gerđur, sem nú býđur fram krafta sína í ís­lensk­um stjórn­mál­um: Sú, sem and­mćlti Davíđ á fund­un­um tveim­ur, eđa hin, sem trúđi hon­um?

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 27. janúar 2018.)


Svipmynd úr bankahruninu

Bankahruniđ haustiđ 2008 stendur okkur enn ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Á fjölum Borgarleikhússins er sýnt leikrit, sem er ađ miklu leyti samiđ upp úr skýrslu Rannsóknarnefndar Alţingis um ţađ, og nýlega var rifjađ upp smánarlegt umsátur um heimili stjórnmálamanna. Ţótt bankastjórar Seđlabankans hefđu hvađ eftir annađ varađ viđ útţenslu bankanna og í kyrrţey undirbúiđ ţćr ađgerđir, sem björguđu ţví, sem bjargađ varđ, beindist reiđin ekki síst ađ Seđlabankanum.

Laugardaginn 24. janúar 2009 hélt Seđlabankinn fjölsótta árshátíđ á gistihúsinu Nordica. Mótmćlendur fréttu af fagnađinum og reyndu ađ brjóta sér leiđ inn í hátíđarsalinn. Dundi í hurđum viđ atgang ţeirra, og varđ mörgum innan dyra ekki um sel. Einn bankastjórinn, Davíđ Oddsson, kvaddi sér ţá hljóđs og sagđist ţurfa ađ gera athugasemdir viđ störf árshátíđarnefndar. Hún hefđi skipulagt svo skemmtilega samkomu, ađ greinilega kćmust fćrri ađ en vildu. Andrúmsloftiđ léttist nokkuđ viđ ţetta meinlausa spaug.

Brátt ţyngdist andrúmsloftiđ ţó aftur. Utan dyra fjölgađi ofbeldismönnum, og loks hafđi lögreglan samband viđ Davíđ og kvađst ekki lengur geta tryggt öryggi hans. Ađgerđirnar vćru honum til höfuđs. Fóru Davíđ og kona hans ţá út um bakdyr gistihússins á annarri hćđ, ţar sem bíll frá Seđlabankanum beiđ ţeirra. Einhver sá til ţeirra hjóna yfirgefa salinn og kom bođum til mótmćlenda, sem ţustu ađ bakdyrunum og veifuđu sumir bareflum. Bíllinn renndi af stađ í ţann mund er óeirđaseggina bar ađ, og urđu ţeir ađ láta sér nćgja ađ steyta ýmist hnefa eđa slá međ bareflum sínum út í loftiđ.

Ţegar Davíđ settist í framsćtiđ, rakst hann á eitthvađ á milli sín og bílstjórans, Garđars Halldórssonar, gamals og trausts lögreglumanns, mikillar kempu. Davíđ spurđi, hvađ ţetta vćri. „Jú,“ svarađi Garđar hinn rólegasti, „ţegar ég fór ađ heiman í kvöld, sá ég, ađ gömlu lögreglukylfuna mína langađi međ, og ég leyfđi henni ţađ.“

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 16. desember 2017.)


Koestler og bćjarstjórnarkosningar

Ensk-ungverski rithöfundurinn Arthur Koestler varđ heimsfrćgur fyrir skáldsöguna Darkness at Noon eđa Myrkur um miđjan dag, sem kom út á ensku 1941 og íslensku 1947. Ţar reyndi hann ađ skýra hinar furđulegu játningar sakborninganna í sýndarréttarhöldum Stalíns á fjórđa áratug. Skýringin var í fćstum orđum, ađ í huga sanntrúađra kommúnista hefđi ađeins veriđ til sannleikur flokksins. Ef flokkurinn skipađi félaga ađ vera sekur, ţá var hann ţađ, líka í eigin augum. Koestler ţekkti slíkt sálarlíf af eigin raun, ţví ađ hann hafđi um skeiđ veriđ eindreginn kommúnisti. Skáldsaga hans kom út á frönsku 1945 og átti nokkurn ţátt í ţví, ađ í maí 1946 töpuđu franskir kommúnistar í ţjóđaratkvćđagreiđslu um stjórnarskrárbreytingar.

Hitt vita fćrri, ađ Koestler skipti líka nokkru máli í kosningum á Íslandi. Hann hafđi 1945 gefiđ út ritgerđasafniđ The Yogi and the Commissar, Skýjaglópinn og flokksjálkinn. Ţar er löng ritgerđ um Ráđstjórnarríki Stalíns. Lýsti Koestler međal annars hungursneyđinni í Úkraínu 1932-1933, fjöldabrottflutningum frá Eystrasaltslöndunum 1941 og hinu víđtćka ţrćlabúđaneti Stalíns, Gúlageyjunum. Valtýr Stefánsson, ritstjóri Morgunblađsins, fékk Jens Benediktsson blađamann til ađ ţýđa ritgerđina, og fyllti hún fjörutíu blađsíđur í Lesbók Morgunblađsins 29. desember 1945, nokkrum vikum fyrir bćjarstjórnarkosningar.

Íslenskir kommúnistar brugđust viđ hart og gáfu út sérstakt blađ, Nýja menningu, til höfuđs Koestler, og dreifđu í hús bćjarins. Ungur hagfrćđingur, nýkominn frá Svíţjóđ, Jónas H. Haralz, skrifađi einnig í Ţjóđviljann, málgagn kommúnista, ađ „falsspámađurinn Koestler“ hefđi veriđ „afhjúpađur“. Skipađi Jónas sjötta sćti á lista Sósíalistaflokksins í bćjarstjórnarkosningunum, og gerđu kommúnistar sér vonir um, ađ hann nćđi kjöri. Valtýr Stefánsson svarađi Jónasi fullum hálsi og varđi Koestler. Úrslit kosninganna urđu kommúnistum vonbrigđi. Ţeir fengu ađeins fjóra bćjarfulltrúa kjörna. Sigurganga ţeirra á Íslandi var stöđvuđ, ef til vill ađ einhverju leyti međ ađstođ Koestlers.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 23. desember 2017.)


Koestler og tilvistarspekingarnir

koestler_1317978.jpgÁhorfendur kvikmynda hafa gaman af Forrest Gump, sem virtist hafa veriđ alls stađar nálćgt, ţegar eitthvađ bar til tíđinda á tuttugustu öld. Sama hugmynd er ađ baki sögunni af Allan Karlsson, sem skreiđ út um glugga á hundrađ ára afmćlinu.

Stundum slćr ţó veruleikinn listinni viđ. Ensk-ungverski rithöfundurinn Arthur Koestler var iđulega nálćgur í átökum og umrćđum á tuttugustu öld. Móđir hans var í međferđ hjá Sigmund Freud. Hann var gyđingur og málkunnugur öllum helstu forystumönnum síonista. Á međan hann var kommúnisti ferđađist hann um Ráđstjórnarríkin međ bandaríska skáldinu Langston Hughes. Í miđju borgarastríđinu spćnska skemmti hann sér međ breska skáldinu (og Íslandsvininum) W.H. Auden í Valencia, en lenti síđan í dýflissu Francos. Hann var ađstođarmađur ţýska áróđursmeistarans Willis Münzenbergs, sem margir íslenskir kommúnistar ţekktu. Ungur ađ árum snćddi Koestler eitt sinn hádegisverđ međ Tómasi Mann, og síđar fékk hann sér í staupinu međ Dylan Thomas og varđ einkavinur Georges Orwells.

Skáldsaga Koestlers, Myrkur um miđjan dag, kom út á frönsku 1945 og átti ţátt í ósigri franskra kommúnista í kosningum 1946. Um ţćr mundir dvaldist Koestler oft í París og umgekkst tilvistarspekingana Simone de Beauvoir, Jean-Paul Sartre og Albert Camus. Ef skilgreina á tilvistarspeki stuttlega, ţá er hún sú skođun, ađ lífiđ sé tilgangslaust, en menn gćđi ţađ tilgangi međ gerđum sínum. Koestler deildi hart viđ Beauvoir og Sartre um kommúnisma. Ţótt ţau gerđu sér grein fyrir ýmsum göllum kommúnismans höfđu ţau óbeit á kapítalisma, einkum hinum bandaríska. Koestler var annálađur kvennamađur, og tókst honum eitt sinn ađ sćnga hjá Beauvoir, sem annars var oftast förunautur Sartres. „Ég var drukkin, og ţetta gerđist ađeins einu sinni,“ sagđi Beauvoir síđar. Koestler samdi betur viđ Camus, sem ađhylltist eins og hann efahyggju. Engum skugga brá á, ţótt Camus og kona Koestlers, Mamaine Paget, ćttu um skeiđ vingott. En ţegar kalda stríđiđ hófst vildu ţau Sartre og Beauvoir ekki lengur umgangast Koestler og Camus. Ţau reyndu ađ gćđa líf sitt ţeim tilgangi ađ sćra burt kapítalismann, en mistókst, sem betur fer.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 30. desember 2017.)


Bókabrennur

bundesarchiv_bild_102-14597_berlin_opernplatz_bu_776_cherverbrennung.jpgHinn 10. maí 1933 héldu nasistastúdentar bókabrennu í miđborg Berlínar, og er ljósmyndir af ţeim illrćmda viđburđi víđa ađ finna í ritum um Ţriđja ríkiđ. En bókum má tortíma međ fleiru en ţví ađ brenna ţćr, og ungir ţjóđernissósíalistar voru alls ekki einir um ađ kjósa frekar ađ eyđa bókum en svara ţeim efnislega. George Orwell átti í erfiđleikum međ ađ fá útgefanda ađ Dýrabć (Animal Farm), ţví ađ breskir ráđamenn vildu ekki styggja Stalín, sem nú var orđinn bandamađur ţeirra gegn Hitler. Bandarískir vinstri menn reyndu ađ hindra, ađ Leiđin til ánauđar (Road to Serfdom) eftir Friedrich A. Hayek kćmi út í Bandaríkjunum.

Eins konar bókabrennur áttu sér jafnvel stađ á hinum friđsćlu Norđurlöndum. Ađ kröfu Nasista-Ţýskalands lagđi Hermann Jónasson dómsmálaráđherra haustiđ 1939 hald á allt upplag bókarinnar Í fangabúđum eftir Wolfgang Langhoff, en ţar sagđi frá vist höfundar í dýflissu nasista. Eftir ósigur fyrir Rússum 1944 urđu Finnar ađ fjarlćgja úr opinberum bókasöfnum ýmsar bćkur, sem ráđstjórninni voru ekki ţóknanlegar, ţar á međal Ţjónusta, ţrćlkun, flótti eftir Aatami Kuortti, sem kom út á íslensku 1938 og ég sá um ađ endurútgefa á síđasta ári, en ţar sagđi frá vist höfundar í ţrćlakistu kommúnista.

Ég rakst nýlega á ţriđja norrćna dćmiđ. Áriđ 1951 kom út í Svíţjóđ bókin Vinnuţrćll undir ráđstjórn (Jag jobbade i Sovjet) eftir Ragnar Rudfalk. Höfundurinn, ungur skógarhöggsmađur, hafđi ćtlađ ađ ganga til liđs viđ her Norđmanna ásamt norskum vini sínum, og höfđu ţeir fariđ yfir rússnesku landamćrin nálćgt Múrmansk. Ţeim var ekki leyft ađ halda áfram ferđinni, heldur var ţeim varpađ í ţrćlkunarbúđir, ţar sem hinn norski förunautur lést úr vosbúđ. Rudfalk ţraukađi, og eftir vistina var hann dćmdur í útlegđ, en fékk loks ađ snúa heim ađ tilhlutan sćnskra yfirvalda. Bókin kom út í 24 ţúsund eintökum og var ţýdd á dönsku og norsku, auk ţess sem kaflar birtust úr henni í Vísi 1952. En svo undarlega vill til, ađ bókin varđ fljótlega ófáanleg, og ekkert var um hana rćtt í Svíţjóđ. Sćnska jafnađarmannastjórnin vildi fara gćtilega gagnvart valdsmönnum í Moskvu og sá líklega um, ađ upplagiđ hyrfi ţegjandi og hljóđalaust. Til ţess ađ eyđa bókum ţarf ekki alltaf ađ brenna ţćr.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 6. janúar 2018.)


Trump, Long og Jónas frá Hriflu

Ég er enginn stuđningsmađur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, ađallega vegna baráttu hans gegn frjálsum alţjóđaviđskiptum. En nú reyna ţeir, sem gátu ekki fellt hann í forsetakjöri, ađ koma á hann höggi međ ţví ađ segja, ađ hann sé ekki heill á geđsmunum. Ţá rifjast upp sagan af ţví, ţegar forystumenn lćkna á Íslandi voru óánćgđir međ, ađ hinn eitursnjalli Jónas Jónsson frá Hriflu, heilbrigđisráđherra 1927-1932, skyldi ekki láta ţá einráđa um embćttisveitingar. Gerđu ţeir geđlćkni á fund Jónasar, og tilkynnti hann ráđherranum, ađ hann vćri geđveikur. Jónas rak geđlćkninn strax og skrifađi frćga blađagrein um máliđ, „Stóru bombuna“. Reis óđar međ honum samúđarbylgja. Í hćstaréttardómi um máliđ var komist ađ ţeirri niđurstöđu, ađ geđlćknirinn hefđi fariđ offari í nafni lćknavísindanna.

Fleiri hliđstćđur eru til. Ég hef áđur sagt, ađ Trump sé hvorki nýr Hitler né Mussolini, eins og stóryrtir andstćđingar hans fullyrđa. Trump minnir einna helst á Huey Long, sem var ríkisstjóri og öldungadeildarţingmađur í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum, uns hann féll 1935 fyrir byssukúlu lćknis eins, sem var reiđur honum af fjölskylduástćđum. Long var lýđsinni, sem braut flestar skráđar og óskráđar leikreglur, en naut vinsćlda. Hann gegnir ađalhlutverki í skáldsögu Roberts Penns Warrens, Allir kóngsins menn (All the King’s Men).

earl_k_long.jpgHuey Long átti bróđur, Earl, sem var líka ríkisstjóri í Louisiana og ţađ ţrisvar. Ţau ummćli Earls urđu fleyg, ađ kjósendur sínir myndu fyrirgefa sér allt nema ađ vera gripinn í bólinu međ látinni stúlku eđa lifandi pilti. Konu hans líkađi illa ţrálátt kvennafar hans og margvíslegt óútreiknanlegt framferđi, og lét hún leggja hann inn á geđveikrahćli 1959, á međan hann var ríkisstjóri. Komu hinir mörgu stjórnmálaandstćđingar hans líklega einnig ađ verkinu. Long áttađi sig á ţví, ađ hann hélt eftir laganna bókstaf fullum völdum ţrátt fyrir vistunina, og stjórnađi hann Louisiana-ríki í síma frá hćlinu. Hann rak yfirmann heilbrigđismála í ríkinu og međ ađstođ eftirmanns hans var hann leystur út. Hann skildi viđ konuna, náđi kjöri til fulltrúadeildar Bandaríkjaţings 1960, en féll frá, áđur en hann tćki ţar sćti. Margt fer öđru vísi en ćtlađ er.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 13. janúar 2018.)


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband