Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Var Laxness gyđingahatari?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafrćđingur grefur iđulega upp óvćntan fróđleik, enda fer hann ekki alltaf trođnar slóđir. Nýlega hélt hann ţví fram í netpistli, ađ Halldór Kiljan Laxness hefđi veriđ gyđingahatari. Rökin voru ţau, ađ Laxness hefđi haustiđ 1948 skrifađ í Parísarbréfi fyrir Ţjóđviljann: „Morđíngi Evrópu [Hitler] dró ţessa umkomulausu flóttamenn sína hér uppi voriđ 1940. Ég átti nokkra kunningja í hópi ţeirra. Ţeir voru pólskir. Mér er sagt ađ ţeir hafi veriđ drepnir. Ţeir hafa sjálfsagt veriđ fluttir austur til fángabúđanna í Ásvits (Oswiekim, Auschwitz) ţar sem Hitler lét myrđa fimm milljónir kommúnista og grunađra kommúnista á árunum 1940-1945, jú og auđvitađ „gyđínga“.“

Auđvitađ voru ţessi orđ Laxness heimskuleg, ţótt ţau vćru í samrćmi viđ áróđur kommúnista ţau misseri, en ţeir lögđu miklu meiri áherslu á ofsóknir nasista gegn kommúnistum en gyđingum. Var ţess ţá látiđ ógetiđ, ađ nasistar og kommúnistar voru bandamenn í tvö ár, allt frá ţví ađ Hitler og Stalín gerđu griđasáttmála sumariđ 1939 og fram til ţess ađ Hitler réđst inn í Rússland sumariđ 1941.

Í ţessu sambandi verđur ţó ađ sýna hinu stóryrta skáldi sanngirni. Rösklega hálfu ári eftir ađ Laxness setti ţessa vitleysu saman var hann á Púshkín-hátíđ í Moskvu. Hann skrapp ţá einn daginn í Tretjakov-safniđ og átti tal viđ forstöđumanninn, sem kvađst ekki hafa á veggjum myndir eftir Chagall. Rússneskur almenningur vćri ekki hrifinn af Chagall, ţví ađ hann vćri meiri gyđingur en Rússi. Laxness gagnrýndi ţetta dćmi um gyđingaandúđ vćgum orđum í „Ţánkabrotum frá Moskvu“ í Tímariti Máls og menningar 1949. Vakti gagnrýni Laxness mikla athygli, jafnt á Íslandi og öđrum Norđurlöndum.

Laxness hafđi ýmislegt á samviskunni. En ómaklegt er ađ kalla hann gyđingahatara, ţótt hann hafi um skeiđ fylgt ţeirri línu kommúnista ađ gera lítiđ úr gyđingaofsóknum nasista.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 9. desember 2017.)


Landsdómsmáliđ

Landsdómurinn íslenski er sniđinn eftir danska ríkisréttinum, en frćgt varđ mál Eriks Ninn-Hansens dómsmálaráđherra í okkar gamla sambandslandi. Hann hafđi gefiđ embćttismönnum munnleg fyrirmćli um ađ stinga undir stól umsóknum flóttamanna frá Srí Lanka um ađ fá fjölskyldur sínar til sín. Eftir ađ hćstaréttardómari hafđi samiđ langa skýrslu um máliđ sagđi danska stjórnin af sér og fólksţingiđ höfđađi mál gegn Ninn-Hansen. Ríkisrétturinn sakfelldi hann og dćmdi í fjögurra mánađa skilorđsbundiđ fangelsi.

Ninn-Hansen skaut málinu til Mannréttindadómstólsins í Strassborg međ ţeim rökum ađ ákćran og úrskurđurinn hefđu veriđ stjórnmálalegs eđlis. Vísađi dómstóllinn málinu frá. Nýleg niđurstađa Mannréttindadómstólsins í málinu gegn Geir H. Haarde ţarf ţví ekki ađ koma á óvart. Dómararnir í Strassborg telja ađ sérstakur dómstóll um ráđherraábyrgđ ţurfi ekki ađ fela í sér mannréttindabrot.

Margt annađ er ţó ólíkt međ málum Ninn-Hansens og Geirs. Í fyrsta lagi braut Geir ekki af sér á neinn hátt. Ninn-Hansen gaf hins vegar beinlínis fyrirmćli um ađ ekki skyldi fariđ ađ lögum.

Í öđru lagi var Geir sýknađur af öllum ţeim ákćruatriđum sem naumur meirihluti Alţingis sótti í skýrslu rannsóknarnefndar Alţingis. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir ţađ smávćgilega ákćruatriđi, sem bćttist viđ í međförum ţingsins og kom vart fyrir í skýrslu rannsóknarnefndar Alţingis, ađ hann hefđi ekki tekiđ vanda bankanna á dagskrá ríkisstjórnarfunda. Var honum ekki gerđ refsing fyrir ţetta atriđi og var kostnađur greiddur úr ríkissjóđi.

Í ţriđja lagi er ríkisstjórn ekki fjölskipađ stjórnvald. Hver ráđherra ber ábyrgđ á sínum málaflokki. Ţađ hefđi ţví átt ađ vera bankamálaráđherrann, Björgvin G. Sigurđsson, sem hefđi átt ađ biđja um umrćđur á ríkisstjórnarfundi um vanda bankanna. Formađur flokks bankamálaráđherrans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hélt hins vegar skipulega upplýsingum frá honum um ţennan vanda, enda afgreiddi hún ţćr sem „reiđilestur eins manns“.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 25. nóvember 2017.)


Banki í glerhúsi

Einn áhrifamesti gagnrýnandi íslensku bankanna fyrir bankahrun var Danske Bank. Voriđ 2006 sagđi hann upp öllum viđskiptum viđ ţá og rauf ţannig meira en aldargömul viđskiptatengsl. Jafnframt birti hann skýrslu, ţar sem spáđ var bankakreppu (en ekki bankahruni). Nćstu tvö ár tók Danske Bank ásamt vogunarsjóđum ţátt í veđmálum gegn íslensku bönkunum, eftir ţví sem nćst verđur komist. Og Danske Bank átti sinn ţátt í ađ hleypa bankahruninu af stađ, ţegar hann neitađi skyndilega ađ taka ţátt í sölu norska Glitnis, eins og ráđ hafđi veriđ fyrir gert.

En voru ráđamenn Danske Bank ekki í glerhúsi, ţegar ţeir grýttu Íslendinga? Í hinni alţjóđlegu fjármálakreppu 2007-9 riđađi Danske Bank til falls, ekki síst vegna örs vaxtar og glannalegra fjárfestinga á Írlandi, og hefđi falliđ, hefđi danski seđlabankinn ekki bjargađ honum međ Bandaríkjadölum, sem fengust í bandaríska seđlabankanum. Raunar var ađaleigandi bankans líka ađalviđskiptavinur hans, skipafélagiđ A. P. Mřller og sjóđir á ţess vegum.

Nú hefur ýmislegt komiđ í ljós um bankann í rannsókn ötuls blađamannahóps á Berlingske. Svo virđist sem starfsfólk bankans í útbúi hans í Eistlandi hafi ađstođađ rússneska glćpamenn og einrćđisherrann í Aserbaídsjan viđ ađ skjóta fúlgum fjár undan. Bankinn hefur einnig flćkst inn í svokallađ Magnítskíj-mál, en Sergej Magnítskíj lést í rússnesku fangelsi eftir ađ hafa ljóstrađ upp um stórfelld skattsvik áhrifamikilla manna í Rússlandi. Sagđi bandaríski fjárfestirinn Bill Browder ţá sögu á fjölsóttum fyrirlestri í hátíđasal Háskólans 20. nóvember 2015 og í bók sinni, Eftirlýstur, sem Almenna bókafélagiđ gaf út viđ ţađ tćkifćri.

Nú ţegar Danske Bank og ađrir vestrćnir stórbankar, sem bjargađ var af almannafé í fjármálakreppunni, hafa orđiđ uppvísir ađ peningaţvćtti, hagrćđingu vaxta, margvíslegum blekkingum og jafnvel samstarfi viđ hryđjuverkasamtök og hryđjuverkaríki, er ef til vill kominn tími til ađ meta íslensku bankana af sanngirni.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 11. nóvember 2017.)


100 ár – 100 milljónir

Í dag, 7. nóvember 2017, eru heil öld liđin frá byltingu bolsévíka, eins og kommúnistar kölluđu sig í Rússlandi. Ţennan dag fyrir hundrađ árum rćndu Lenín og liđsmenn hans völdum af kjörinni lýđrćđisstjórn. Í hönd fór sigurför kommúnista um heim allan, en samkvćmt Svartbók kommúnismans, sem kom út hjá Háskólaútgáfunni áriđ 2009, týndu 100 milljónir manna lífi af ţeirra völdum: Flestir voru sveltir í hel, ađallega í Úkraínu 1932–1933 og Kína 1958–1961, ađrir skotnir, hengdir eđa barđir til bana. Sumum var drekkt og lífiđ murkađ úr öđrum í pyndingaklefum eđa vinnubúđum. Ţótt ţessi róttćka hreyfing, sem hóf göngu sína fyrir hundrađ árum, yrđi smám saman ađ andlausri stofnun, snerust stjórnmáladeilur um allan heim, líka á Íslandi, löngum um kommúnismann, allt fram til ţess ađ Berlínarmúrinn hrundi 1989. En hvers vegna krafđist kommúnisminn svo margra fórnarlamba? Er alrćđi óhjákvćmilegt í sameignarkerfi? Hvađ getum viđ lćrt af ţessum ósköpum, sem riđu yfir tuttugustu öld? 

Lenín engu skárri en Stalín

Frá upphafi einkenndist bylting bolsévíka af takmarkalausu ofbeldi. Lenín og liđsmenn hans var ráđnir í ađ láta ekki fara eins fyrir sér og frönsku byltingarmönnunum á átjándu öld, sem sundruđust, bliknuđu og gáfust loks upp. Á tveimur mánuđum haustiđ 1918 tók leyniţjónusta bolsévíka, Tsjekan, af lífi um 10–15 ţúsund manns. Til samanburđar má nefna, ađ undir stjórn keisaranna árin 1825–1917 voru dauđadómar kveđnir upp af dómstólum, ţar á međal herdómstólum, samtals 6.323, ţar af 1.310 áriđ 1906, eftir uppreisn áriđ áđur. Mörgum dauđadómum var ţá ekki fullnćgt. Eđlismunur var ţví frekar en stigsmunur á stjórn kommúnista og rússnesku keisaranna. Upplýsingar úr skjalasöfnum, sem opnuđust um skeiđ eftir hrun Ráđstjórnarríkjanna, sýna, ađ Lenín var síst mildari en eftirmađur hans Stalín. Á međan hann hafđi völd, streymdu frá honum fyrirskipanir í allar áttir um ađ sýna andstćđingum bolsévíka hvergi vćgđ. Ađalsmenn, embćttismenn og klerkar voru kallađir „fyrrverandi fólk“, og ţeir, sem ekki voru drepnir eđa fangelsađir, voru sviptir réttindum. Nú var reynt ađ endurskapa allt skipulagiđ eftir hugmyndum Marx og Engels, afnema einkaeignarrétt og frjáls viđskipti. Stalín tók upp ţráđinn frá Lenín og hóf víđtćkan áćtlunarbúskap, neyddi bćndur af jörđum sínum og inn í samyrkjubú, ţótt ţađ kostađi stórfellda hungursneyđ í Úkraínu. Jafnframt handtók hann smám saman alla helstu keppinauta sína um völd innan kommúnistaflokksins og neyddi suma ţeirra til ađ játa á sig hinar fáránlegustu sakir í sýndarréttarhöldum.

Stalín og Hitler hleyptu í sameiningu af stađ seinni heimsstyrjöld, ţegar ţeir skiptu á milli sín Miđ- og Austur-Evrópu međ svokölluđum griđasáttmála í ágúst 1939. Stalín lét myrđa blómann af pólska hernum og flutti tugţúsundir manna úr fyrri valdastétt Eystrasaltsríkjanna á gripavögnum í vinnubúđir norđan heimsskautsbaugs. Bandalagi alrćđisherranna tveggja lauk ekki, fyrr en Hitler réđst á Rússland sumariđ 1941. Stalín varđ ţá skyndilega bandamađur Vesturveldanna og hernam eftir stríđ mestalla Miđ- og Austur-Evrópu. Leppstjórnir kommúnista hrifsuđu ţar völd, og uppreisnir voru miskunnarlaust barđar niđur. Í Kína sigrađi Maó í borgarastríđi 1949 og kom á enn verri ógnarstjórn en Stalín í Rússlandi. Taliđ er, ađ rösklega fjörutíu milljónir manna hafi soltiđ í hel, ţegar Maó ćtlađi árin 1958–1961 ađ taka stökkiđ mikla úr ríki nauđsynjarinnar í ríki frelsisins, eins og marxistar orđuđu ţađ.

Vesturveldin höfđu veitt hraustlegt viđnám, ţegar kommúnistar hugđust leggja undir sig Suđur-Kóreu sumariđ 1950, en smám saman dró úr varnarvilja ţeirra. Tókst kommúnistum ađ leggja undir sig Kúbu 1959 og Suđur-Víetnam, Laos og Kambódíu 1975. Hiđ eina, sem hélt kommúnistum í skefjum í Evrópu, var hinn öflugi her Bandaríkjanna, vopnađur kjarnorku- og vetnissprengjum. En ađ lokum rćttist sú spá, sem austurríski hagfrćđingurinn Ludwig von Mises hafđi sett fram ţegar áriđ 1920, ađ viđ víđtćkan áćtlunarbúskap vćri ekki hćgt ađ nýta saman vitneskju, ţekkingu og kunnáttu ólíkra einstaklinga, svo ađ sameignarkerfi vćri dćmt til ađ dragast aftur úr hinu frjálsa hagkerfi. Kommúnistar höfđu réttlćtt ofbeldi sitt međ ţví, ađ brjóta yrđi egg til ađ geta bakađ eggjaköku. Menn sáu brotnu eggin. En hvar var eggjakakan? Ţegar einarđir leiđtogar náđi kjöri í Bretlandi og Bandaríkjunum, Margrét Thatcher og Ronald Reagan, voru dagar heimskommúnismans taldir. Berlínarmúrinn hrundi 1989, og Ráđstjórnarríkin liđu undir lok 1991.

Undirrótin í hugmyndum Marx og Engels

Halldór Laxness sagđi mér eitt sinn, ađ hann hefđi horfiđ frá kommúnisma, ţegar honum hefđi orđiđ ljóst, ađ tatarakaninn sćti enn í Kreml. Ţótt skođun hans vćri skemmtilega orđuđ, er hún hćpin. Stefna Leníns og Stalíns var í rökréttu framhaldi af hugmyndum Marx og Engels, ekki frávik frá ţeim. Í ritum hinna ţýsku frumkvöđla leynir ofbeldishugarfariđ og ofstćkiđ sér ekki. Í Nýja Rínarblađinu 7. nóvember 1848 sagđi Marx fólk óđum vera ađ sannfćrast um, ađ ađeins dygđi eitt ráđ til ađ stytta blóđugar fćđingarhríđir nýs skipulags, „ógnarstjórn byltingarinnar“. Í sama blađi 13. janúar 1849 sagđi Engels,  ađ sumar smá- og jađarţjóđir vćru ekkert annađ en botnfall (Volkerabfälle). Nefndi hann sérstaklega Kelta í Skotlandi, Bretóna í Frakklandi, Baska á Spáni og suđur-slavneskar ţjóđir. „Í nćstu heimsstyrjöld munu ekki ađeins afturhaldsstéttir og konungsćttir hverfa af yfirborđi jarđar, heldur líka afturhaldsţjóđir í heild sinni. Og ţađ eru framfarir.“ Sérstaklega fyrirlitu Marx og Engels Íslendinga. Í samtali viđ Bruno Bauer 12. desember 1855 hćddist Marx ađ tilraunum Íslendinga til ađ tala eigiđ mál, og í bréfi frá ţví í desember 1846 skrifađi Engels, ađ Íslendingar byggju í jarđhýsum, sypi lýsi og ţrífust ekki, nema loftiđ lyktađi af úldnum fiski. „Ég hef oftsinnis freistast til ţess ađ vera stoltur af ţví ađ vera ţó ekki Dani, hvađ ţá Íslendingur, heldur bara Ţjóđverji.“ Ţótt íslenskir marxistar ţykist vel lesnir, hafa ţeir lítt haldiđ slíkum ummćlum meistara sinna á lofti.

Ţađ er engin tilviljun, ađ kommúnismi hefur alls stađar veriđ framkvćmdur međ takmarkalausu ofbeldi. Ţegar reynt er ađ endurskapa allt skipulagiđ eftir kenningum úr kollinum á einhverjum spekingum, afnema einkaeignarrétt og frjáls viđskipti, verđur til stórkostlegt vald, og ţađ er líklegt til ađ lenda ađ lokum í höndum ţeirra, sem grimmastir eru og blygđunarlausastir. Sumir marxistar vissu raunar af ţessari hćttu. „Í landi, ţar sem stjórnin á öll atvinnutćkin, bíđur stjórnarandstćđingsins hćgur hungurdauđi,“ skrifađi Trotskíj, eftir ađ Stalín hafđi tekiđ upp áćtlunarbúskap. Og í gagnrýni sinni á lenínismann benti Rósa Lúxembúrg á, ađ frelsiđ vćri alltaf frelsi andófsmannsins. Ţau Trotskíj og Lúxembúrg horfđu hins vegar fram hjá ţví, ađ í einkaeignarrétti og frjálsum viđskiptum felst sú valddreifing, sem tryggir frelsiđ. Ţví síđur virtust ţau skilja rök austurríska hagfrćđingsins Friedrichs von Hayeks fyrir ţví, ađ sameignarstefna vćri ćtíđ „leiđin til ánauđar“: Ţegar stjórna átti atvinnulífinu međ áćtlunum ađ ofan, varđ of flókiđ ađ taka tillit til sérţarfa einstaklinganna , svo ađ annađhvort urđu kommúnistar ađ gefast upp á áćtlunarbúskapnum eđa reyna ađ fćkka ţessum sérţörfum og einfalda ţćr međ ţví ađ taka í sínar hendur öll mótunaröfl mannssálarinnar. Til ţess ađ geta skipulagt atvinnulífiđ urđu ţeir ađ skipuleggja mennina, enda sagđi Stalín, ađ rithöfundar vćru „verkfrćđingar sálarinnar“. Kúgunin og einhćfingin er eđlisnauđsyn kerfisins.

Kommúnistahreyfingin íslenska

Hin stórfellda tilraun Leníns og liđsmanna hans til ađ endurskapa allt skipulagiđ vakti sömu athygli á Íslandi og annars stađar. Morgunblađiđ fylgdist grannt međ málum ţar eystra. Ţađ ţýddi til dćmis á ţriđja áratug greinaflokka um kúgun bolsévíka í Rússlandi eftir Anton Karlgren, sem var sćnskur sérfrćđingur í slavneskum frćđum. Á öndverđum fjórđa áratug birti ţađ líka frásagnir eftir breska blađamanninn Malcolm Muggeridge um hungursneyđina í Úkraínu. En Lenín og Stalín áttu sér líka dygga lćrisveina á Íslandi. Brynjólfur Bjarnason og Hendrik S. Ottósson voru fulltrúar á öđru heimsţingi Kominterns, Alţjóđasambands kommúnista, í Moskvu 1920 og heyrđu ţar Lenín útlista hernađargildi Íslands í hugsanlegu stríđi á Norđur-Atlantshafi. Fyrst störfuđu íslenskir marx-lenínistar innan Alţýđuflokksins, en í samráđi viđ Kremlverja stofnuđu ţeir kommúnistaflokk 1930, og varđ Brynjólfur formađur hans. Flokkurinn var í nánum tengslum viđ bróđurflokk sinn í Rússlandi, og sóttu ađ minnsta kosti tuttugu íslenskir kommúnistar leynilegar ţjálfunarbúđir í Moskvu árin 1929–1938. Skjöl í rússneskum söfnum sýna, ađ íslenskir kommúnistar ţáđu ekki ađeins ráđ, heldur líka fjárstuđning frá Moskvu. Ţegar Komintern lét ţađ bođ út ganga, ađ kommúnistar skyldu reyna ađ sameinast vinstri sinnuđum jafnađarmönnum, tókst íslenskum kommúnistum ađ fá í bandalag viđ sig ýmsa Alţýđuflokksmenn, og haustiđ 1938 var Sósíalistaflokkurinn stofnađur. „Viđ leggjum kommúnistaflokkinn aldrei niđur öđru vísi en sem herbragđ,“ sagđi Einar Olgeirsson hins vegar í einkasamtali, en hann var formađur Sósíalistaflokksins 1939–1968.

Sósíalistaflokkurinn studdi Kremlverja dyggilega og fylgdi línunni frá Moskvu međ óverulegum undantekningum. Leiđtogar hans voru tíđir gestir austan járntjalds, og flokkurinn ţáđi verulegan fjárstuđning frá Rússlandi. Tókst honum ađ koma sér upp fjórum stórhýsum í Reykjavík, viđ Skólavörđustíg 19, Tjarnargötu 20, Laugaveg 18 og Ţingholtsstrćti 27. Ekki verđur ţó sagt, ađ frćđilegur marxismi hafi veriđ sterkasta hliđ ţeirra Brynjólfs Bjarnasonar, sem á efri árum ađhylltist andatrú, og Einars Olgeirssonar, sem gćldi viđ rómantíska ţjóđernisstefnu. Ţegar sótt var ađ sósíalistum í Kalda stríđinu, fengu ţeir á ný í liđ međ sér vinstri sinnađa jafnađarmenn og buđu fram undir nafni Alţýđubandalagsins frá 1956. Á sjöunda áratug var Alţýđubandalaginu breytt í stjórnmálaflokk, og gömlu stalínistarnir misstu tökin á ţví. Tengslin viđ Rússland og Kína rofnuđu, en Alţýđubandalagsmenn héldu nokkru sambandi áfram viđ kommúnista í Rúmeníu og Júgóslavíu og á Kúbu. Viđ endalok Ráđstjórnarríkjanna 1991 hvarf úr sögunni einn helsti klofningsţáttur hinnar íslensku vinstri hreyfingar, og Alţýđubandalagiđ var lagt niđur 1998. Síđasta verk forystusveitar ţess, ţar á međal Svavars Gestssonar, var ađ ţiggja heimbođ kúbverska kommúnistaflokksins ţá um haustiđ. Hugđust Íslendingarnir ganga á fund Fidels Castros, en hann kćrđi sig ekki um ađ hitta ţá. Má ţví segja međ orđum skáldsins, ađ sögu íslensku kommúnistahreyfingarinnar hafi lokiđ međ snökti frekar en gný.

Vofa kommúnismans

Nasistar Hitlers töpuđu seinni heimsstyrjöldinni, og eftir hana voru ódćđi ţeirra afhjúpuđ í réttarhöldunum í Nürnberg. Nasismi er hvarvetna talinn glćpsamlegur. Kommúnisminn hefur ekki sćtt sömu međferđ, ţótt eitt hundrađ milljónir manna hafi falliđ af völdum hans, allt frá ţví ađ Lenín og liđsmenn hans rćndu völdum í Rússlandi 7. nóvember 1917. Nú standa ţó ađeins eftir tvö opinber kommúnistaríki, Kúba og Norđur-Kórea. Báđum löndum er stjórnađ af fjölskyldum, Castro-brćđrum á Kúbu og Kim-fjölskyldunni í Norđur-Kóreu. Einnig ţrífst enn eins konar lýđskrums-kommúnismi í Venesúelu. En ţótt hinn harđskeytti heimskommúnismi fyrri tíđar sé vissulega dauđur, lifa enn ýmsar hugmyndir hans. Víđa er horft fram hjá helsta lćrdómnum, sem draga má af hinni dapurlegu sögu hans, ađ eina ráđiđ til ađ tryggja frelsiđ felst í valddreifingu í krafti einkaeignarréttar og frjálsra viđskipta. Vofa kommúnismans gengur enn ljósum logum um Evrópu, ekki síst í háskólum.

(Grein í Morgunblađinu 7. nóvember 2017.)


Stjórnmálamenn munu huga ađ baklandinu

Nú keppast hinir „óháđu“ álitsgjafar RÚV og sumra annarra fjölmiđla viđ ađ reyna ađ lesa vinstri stjórn út úr niđurstöđum kosninganna. Ţeir gleyma ţví, ađ stjórnmálamenn ţurfa alltaf ađ huga ađ baklandinu. Ţađ verđur áreiđanlega sterk ţörf fyrir ţađ í Framsóknarflokknum ađ taka upp samstarf viđ Sigmund Davíđ Gunnlaugsson og leggja til hliđar ágreiningsefni. Ţetta eru í raun sömu flokkarnir. Sjálfstćđisflokkurinn og ţessir tveir flokkar geta fariđ í stjórn saman, án ţess ađ neitt baklandanna rísi upp gegn ţví. Ţetta geta ţeir ţrír gert ýmist međ Viđreisn eđa Flokki fólksins.

Ef ţeir flokkar fara hins vegar í vinstri stjórn, ţá eru ţeir ađ ganga gegn sínum baklöndum, hygg ég. Til dćmis vill Ţorsteinn Víglundsson ekki ađför ađ atvinnulífinu í anda vinstri stjórnar og Magnús Ţór Hafsteinsson ekki straum hćlisleitenda frá löndum, sem ekki eru talin brjóta mannréttindi kerfisbundiđ. Annars er ţetta sem betur fer frjálst land, og ef ţessir flokkar á miđjunni vilja ólmir sjálfstortímingu međ ţví ađ ganga inn í vinstri stjórn međ sífelldum upphlaupum og úrslitakostum óreyndra hávađamanna, verđbólgu og stórfelldum skattahćkkunum, ţá getum viđ hin ekki komiđ í veg fyrir ţađ.


Undur framfaranna

Nýlega hafa komiđ út á íslensku tvćr merkilegar bćkur um undur framfaranna, Heimur batnandi fer eftir breska líffrćđinginn Matt Ridley og Framfarir eftir sćnska sagnfrćđinginn Johan Norberg. Ţćr stađreyndir, sem ţeir vekja athygli á, eru óvefengjanlegar. Fćđuframbođ í heiminum hefur stóraukist, en fátćkt snarminnkađ. Hreinlćti hefur batnađ og um leiđ heilsufar. Dregiđ hefur úr ofbeldi og glćpum og stríđum fćkkađ. Efnistök ţeirra tveggja eru ţó ólík. Ridley leggur áherslu á efnalegar framfarir í krafti atvinnufrelsis, en Norberg skrifar margt um hópa, sem hafa átt undir högg ađ sćkja, en eru nú teknir ađ njóta sín.

Ţegar ég las bćkur ţeirra Ridleys og Norbergs varđ mér hugsađ til Íslands um aldamótin 1900. Ţá var vatn sótt í brunna. Ţegar vatnsveita kom loks til sögu áriđ 1906 dró snögglega úr taugaveiki, sem hafđi smitast međ óhreinu vatni. Ein óvćnt hliđarafleiđing var líka, ađ iđgjöld brunatrygginga lćkkuđu verulega: Međ vatninu var oft gerlegt ađ ráđa niđurlögum elds í húsum. Ţetta er dćmi um stigmögnun framfara, ţegar eitt leiđir af öđru í sjálfsprottinni ţróun eđa jákvćđri víxlverkun. Ţá voru ekki heldur til hitaveitur eđa rafmagnsveitur á Íslandi. Einhver mikilvćgasta lífskjarabót Íslendinga varđ á öndverđri tuttugustu öld, ţegar kuldinn og myrkriđ létu undan síga fyrir nýrri tćkni.

Ţeir Ridley og Norberg benda báđir á, ađ framfarir felast ekki nauđsynlega í fleiri krásum eđa stćrra veisluborđi, heldur miklu frekar í ţví, ađ menn ţurfi ekki ađ hafa eins mikiđ fyrir gćđunum og áđur fyrr. Ţeir spari sér tíma og orku. Enn varđ mér hugsađ til Íslands um 1900. Ţá tók ţađ húnvetnska skólasveina ţrjá daga ađ komast á hestum suđur í Lćrđa skólann í Reykjavík. Nú er sami spölur ekinn á ţremur klukkutímum. Menn geta ţví notađ tvo sólarhringa og 21 klukkustund til annars, án ţess ţó ađ ţeir hafi veriđ sviptir tćkifćrinu til ađ fara leiđina á hestum. Ridley og Norberg sýna eftirminnilega fram á, ađ framfarir eru mögulegar, en ekki sjálfsagđar. »Heimurinn mun ekki farast fyrir skort á undrum, heldur ađeins fyrir skort á undrun,« sagđi breski rithöfundurinn Chesterton.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 28. október 2017.)


Norberg kl. fimm í dag

Sćnski sagnfrćđingurinn og sjónvarpsmađurinn Norberg telur í nýrri bók, Framförum, ađ stóru fréttirnar séu ekki alltaf sagđar, ađ fátćkt sé ađ minnka, lífslíkur ađ aukast, heilsufar ađ batna, stríđum ađ fćkka, ofbeldi ađ hörfa, hópar, sem hafa átt undir högg ađ sćkja, eins og konur og samkynhneigđir, ađ njóta sín betur, umhverfisvernd ađ verđa auđveldari.

Hann kynnir bók sína kl. fimm í dag í stofu N-132 í Öskju, náttúruvísindahúsi Háskóla Íslands. Fundarstjóri er Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafrćđi. Umsegjandi er Ţorbjörn Ţórđarson fréttamađur, en síđan verđa frjálsar umrćđur. Ađ fundinum loknum áritar Norberg bók sína. Ađgangur er ókeypis og allir velkomnir.


Responses to frequent questions by foreign journalists

Here are some of my responses to foreign journalists who are curious about the situation in Iceland:

It is obvious that if the Left Greens, the Social Democrats and the Pirates gain a majority in Parliament (which they might, even if they might not gain a majority of the population), they will have to form a government together. Their policies and programmes point in that direction, and that is what their votes will expect of them. Their constituencies will simply demand that and not allow them to do anything else. They are entrapped by their own rhetoric. Anyway, the Left Greens are only refusing to exclude any other partners such as the centre-right Independence Party in order to raise their price in coalition talks with the rest of the left. It is a ploy, not a policy.

Iceland has recovered completely economically from the 2008 bank crash, and is flourishing while other European countries are languishing, the victims of stagnation and huge government debts. Iceland has no unemployment, whereas the unemployment rate of young people in some European countries is around 50%. Iceland has achieved this without an increase in inequality. Income distribution in Iceland is now the most even in the world. Iceland also has a strong pension system, mostly well-funded, and the pensioners enjoy better income on average than in the other Nordic countries.

It would therefore be surprising if the Independence Party which has been in government since 2013 would not get good support. Probably it will gain more seats than it seems to be getting now (according to opinion polls), under the old maxim, formulated by Clinton’s political adviser, Carville: It’s the economy, stupid! There is however a relentless personal campaign going on, driven by the overwhelmingly leftwing media in Iceland, against the leader of the Independence Party, Bjarni Benediktsson, all based on the fact that he is a wealthy man from a wealthy family. He has not been shown to have done anything illegal or immoral: He has just taken care of his property in the same way as all wealthy people do. He did not possess any insider information in the bank crash, for example, as he was then a member of parliament, and not a government minister. He simply read the newspapers, as everybody else did.

Likewise, if the left does not gain a majority of seats in the Parliament, probably the other parties would form a government. But the more parties there will be, the more difficult negotiations between them before forming a government will become.


Voru bankarnir gjaldţrota?

Í nýlegri ritgerđ fyrir Brookings stofnunina í Washingtonborg velta Sigríđur Benediktsdóttir, Gauti B. Eggertsson og Eggert Ţórarinsson ţví fyrir sér, hvort íslensku bankarnir hafi veriđ gjaldţrota áriđ 2008, svo ađ allar björgunartilraunir hafi í raun veriđ vonlausar. Ţau nefna eina röksemd fyrir ţví. Samkvćmt bandarískri rannsókn frá 2007 hafi endurheimtuhlutfall fjármálastofnana af ótryggđum kröfum (skuldabréfum) veriđ 59%, en ţetta hlutfall hafi reynst vera 29% fyrir íslensku bankana.

Ţessi röksemd er hćpin af ýmsum ástćđum.

Í fyrsta lagi voru samkvćmt neyđarlögunum íslensku allar innstćđur tryggđar, innlendar sem erlendar, en í Bandaríkjunum voru ađeins tryggđar innlendar innstćđur upp ađ 100 ţúsund dölum, og rannsóknin, sem ţau Sigríđur vitna í, náđi ađeins til áranna 1982–1999. Tölurnar eru ţví alveg ósambćrilegar, eins og ţau Sigríđur nefna raunar sjálf.

Í öđru lagi hefđi af ţessum ástćđum veriđ rétt ađ bera saman endurheimtuhlutföll fjármálastofnana í heild. Samkvćmt yfirgripsmikilli rannsókn Nada Mora frá 2012 fyrir Seđlabankann í Kansas-borg voru ţau ađ miđgildi fyrir tímabiliđ 1970–2008 24,6% í Bandaríkjunum. En endurheimtuhlutföll íslensku bankanna voru ađ miđgildi 48% samkvćmt nýlegri og vandađri rannsókn Ásgeirs Jónssonar og Hersis Sigurgeirssonar.

Í ţriđja lagi fer endurheimtuhlutfall auđvitađ eftir árferđi. Mora nefnir í rannsókn sinni, ađ endurheimtuhlutfalliđ, sem hún reiknar út fyrir fjármálastofnanir, sé ekki síst lágt vegna ársins 2008, ţegar margar fjármálastofnanir féllu. Hér á Íslandi var ekki ađeins kreppa, heldur bankahrun, og ţađ hafđi í för međ sér gjaldţrot margra skuldunauta bankanna.

Í fjórđa lagi lćkkar endurheimtuhlutfall viđ brunaútsölur. Í Bandaríkjunum eru fjármálastofnanir venjulega endurskipulagđar eftir föstum reglum. En allur gangur var á ţví, hvernig fariđ var međ eigur íslensku bankanna. Í Bretlandi var ađ mestu leyti komiđ í veg fyrir brunaútsölur. Ţar voru endurheimtuhlutföll Heritable og KSF 98% og 87%. Ţeir voru ţví greinilega ekki gjaldţrota. Annars stađar fékkst ađeins 10–20% raunvirđis fyrir banka, til dćmis í Noregi og Danmörku, ţar sem stjórnvöld knúđu fram brunaútsölur.

Bankahruniđ 2008 var vissulega stórt. En óţarfi er ađ gera meira úr ţví en efni standa til.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 7. október 2017.)


Hverjir geta talađ í nafni ţjóđarinnar um stjórnarskrá?

„Ţjóđin“ hefur valiđ stjórnarskrá, segja Gunnar Smári, Ţorvaldur Gylfason og fleiri. Í kosningum til stjórnlagaţings var ţátttakan ađeins 36,8%. M.ö.o. höfđu 63,2% ekki áhuga. Kosningarnar voru síđan dćmdar ólöglegar. Ţá skipađi stjórnin sama fólk í „stjórnlagaráđ“. Kjörsóknin um tillögur ţess var 48,4%. M.ö.o. höfđu 51,6% ţjóđarinnar ekki áhuga. Af ţeim, sem kusu, vildu 67% miđa viđ uppkastiđ frá „stjórnlagaráđinu“. Ţetta merkir, ađ einn ţriđji kjósenda samţykkti ţetta uppkast. Tveir ţriđju hluta ţjóđarinnar samţykktu ţađ ekki, mćttu annađhvort ekki á kjörstađ eđa greiddu ekki atkvćđi međ ţví. Til samanburđar var kjörsóknin vegna lýđveldisstjórnarskrárinnar 1944 98,4%, og hana samţykktu 98,5% ţeirra, sem greiddu atkvćđi. Getum viđ, sem styđjum gömlu, góđu lýđveldisstjórnarskrána, ekki frekar talađ í nafni ţjóđarinnar en ţessir fulltrúar eins ţriđja hluta ţjóđarinnar, sem leist vel á uppkast hins ólöglega „stjórnlagaráđs“, en ţađ hóf hvern fund á ađ syngja saman og hefur síđan veriđ ađ kynna skrípaleik sinn erlendis?


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband