Leynifundur hjá Hrunmangarafélaginu

Eftir bankahruniđ reyndu ýmsir ţeir, sem höfđu ađ eigin dómi lítt notiđ sín áđur, ađ gera sér mat úr ţví, ekki síst međ ţví ađ níđa niđur landa sína erlendis. Í ţessum hópi, sem ég hef kallađ hrunmangara hefur mjög boriđ á prófessorunum Ţorvaldi Gylfasyni og Stefáni Ólafssyni. Ég sé ekki betur en ţeim hafi nýlega bćst nokkur liđsauki. Hann er prófessor Gylfi Zoëga, sem skipulagđi tveggja daga alţjóđlega ráđstefnu nú á fimmtudag og föstudag um fjármálakreppuna 2007-9 og bankahruniđ á Íslandi, ţar sem ţeir Ţorvaldur og Stefán töluđu báđir. Var ráđstefnan lokuđ öđrum en sérvöldu fólki úr Háskólanum og Seđlabankanum.

Hrunmangarafélagiđ á ţađ hins vegar sameiginlegt međ Hörmangarafélaginu á átjándu öld, ađ ţađ selur skemmda vöru. Í skrifum ţeirra Ţorvaldar og Stefáns á erlendri grund morar allt í villum. Til dćmis kveđur Ţorvaldur Framsóknarflokkinn hafa fengiđ ţingmeirihluta 1927 og Stefán segir Íslendinga hafa losnađ undan nýlenduáţján Dana 1945.

Sumt er ţó beinar rangfćrslur frekar en meinlausar villur. Ţorvaldur segir Seđlabankann til dćmis ekki hafa beitt sér gegn gjaldeyrislánum til einstaklinga ţvert á gögn, sem sýna, ađ bankinn varađi margsinnis og sterklega viđ ţeim. Og Stefán kveđur Rannsóknarnefnd Alţingis um bankahruniđ hafa komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ seđlabankastjórarnir ţrír hafi sýnt af sér alvarlega vanrćkslu ţótt í skýrslu nefndarinnar sé ađeins talađ um vanrćkslu.

Raunar má geta ţess ađ Rannsóknarnefndin talađi (sjá 8. bindi skýrslu hennar, 21. kafla) um vanrćkslu í skilningi laga nr. 142/2008, en ţau voru lögin, sem samţykkt voru um nefndina eftir bankahruniđ. Ţađ hefur hingađ til veriđ talin ein mikilvćgasta regla réttarríkisins ađ lög séu ekki afturvirk. En ţeir sem kynnu ađ telja á sér brotiđ međ ţessari afturvirkni eiga vćntanlega engra kosta völ ţví ađ Rannsóknarnefndin lét samţykkja sérstök lög um ţađ 2009 ađ hún nyti friđhelgi gegn málshöfđunum. Fleiri loka dyrum en Hrunmangarafélagiđ.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 1. september 2018.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband