Prag 1948

Áriđ 2006 kom út kennslubók í sögu Íslands og umheimsins, Nýir tímar, ćtluđ framhaldsskólum. Höfundarnir voru sagnfrćđingarnir Gunnar Karlsson og Sigurđur Ragnarsson. Líklega eiga ţeir vanmćli (understatement) allra tíma, ţegar ţeir segja á bls. 227, ađ Stalín hafi framkvćmt samyrkjustefnu sína „í óţökk mikils hluta bćnda“. Sannleikurinn er sá, ađ Stalín knúđi bćndur til samyrkju međ ţví ađ svelta til bana sex milljónir manns í Úkraínu og Suđur-Rússlandi, og fjöldi bćnda og skylduliđs ţeirra var líka fluttur nauđugur til Síberíu.

Ţeir Gunnar og Sigurđur segja á bls. 267 frá valdaráni kommúnista í Tékkóslóvakíu fyrir sjötíu árum: „Snemma árs 1948 viku fulltrúar samstarfsflokka kommúnista úr ríkisstjórn og kommúnistar mynduđu stjórn međ nánum samherjum sínum. Ţessi umskipti komu illa viđ marga á Vesturlöndum ţví ađ ţau ţóttu stađfesta ađ landiđ vćri nú á óskoruđu áhrifasvćđi Sovétmanna.“ Ţetta er annađ vanmćliđ. Kommúnistar fengu í samsteypustjórn eftir stríđ í sinn hlut innanríkis- og varnarmálaráđuneytin og međ ţví yfirráđ yfir lögreglu og her landsins. Hófu ţeir miklar hreinsanir í lögreglunni. Ţegar ţeir neituđu ađ fara eftir samţykkt meiri hluta ríkisstjórnarinnar um ađ ráđa aftur ýmsa lögregluforingja, sem ţeir höfđu rekiđ, og hótuđu valdbeitingu, sögđu samráđherrar ţeirra af sér í febrúar 1948.

Vopnađar sveitir kommúnista lögđu ţá í skyndingu undir sig ráđuneyti hinna fyrrverandi ráđherra og hröktu burt embćttismenn, sem ţeir töldu sér ekki hliđholla. Kommúnistar mynduđu stjórn og tóku allt vald í sínar hendur, héldu áfram hreinsunum í lögreglu og öđrum opinberum stofnunum og breyttu Tékkóslóvakíu á nokkrum mánuđum í einrćđisríki. Fjöldi manns flýđi land. Í ćvisögu Halldórs Kiljans Laxness segi ég frá dapurlegum örlögum tveggja tékkneskra Íslandsvina, Zdeneks Nemeceks og Emils Walters.

Sagt er ađ sigurvegararnir skrifi jafnan söguna. Ţađ á ekki viđ á Íslandi. Ţótt kalda stríđinu lyki međ sigri vestrćnna lýđrćđisríkja yfir kommúnismanum eru íslenskir kommúnistar látnir skrifa ţá sögu sem framhaldsskólanemar lćra.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 24. nóvember 2018.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband