Söguskýringar prófessors

Áriđ 2017 birti ég yfirlitsgrein í tveimur hlutum í bandaríska tímaritinu Econwatch um frjálshyggju á Íslandi. Fyrri hlutinn var um frjálshyggju á 19. og 20. öld, ţar á međal verk Jóns Sigurđssonar, Arnljóts Ólafssonar, Jóns Ţorlákssonar og Ólafs Björnssonar. Seinni hlutinn var um hinar víđtćku umbćtur í frjálsrćđisátt árin 1991-2004: Hagkerfiđ hér mćldist hiđ 26. frjálsasta í heimi áriđ 1990 en hiđ 9. frjálsasta áriđ 2004. Einnig rćddi ég um ýmsar skýringar á bankahruninu. Ţar eđ ég vék stuttlega ađ gagnrýni Stefáns Ólafssonar prófessors á umbćturnar og skýringum hans á bankahruninu bauđ tímaritiđ honum ađ veita andsvar. Er ritgerđ mín og andsvar hans hvort tveggja ađgengilegt á netinu. Af andsvarinu er augljóst ađ Stefán ber ţungan hug til mín. Ţađ er ţó ekki ađalatriđi, heldur ýmsar hćpnar fullyrđingar hans.

Stefán andmćlir ţví til dćmis ađ stuđningur Moskvumanna viđ íslenska vinstri sósíalista hafi skipt máli: „There may possibly have been some interventions from Moscow during the interwar period (that is contested, though), but not at all from the 1960s onwards.“ Ef til vill höfđu Moskvumenn einhver afskipti af ţeim árin milli stríđa (ţótt ţađ sé umdeilt), en alls ekki frá ţví um 1960 ađ telja.

Ţetta er alrangt. Ţađ er alls ekki umdeilt međal frćđimanna ađ Moskvumenn studdu fjárhagslega vinstri andstöđuna í Alţýđuflokknum og síđar kommúnistaflokkinn árin milli stríđa, 1918-1939. Ţetta kemur fram í bókum ţeirra Arnórs Hannibalssonar, Moskvulínunni, og Jóns Ólafssonar, Kćru félögum, sem ţeir gáfu út 1999 eftir ađ hafa kannađ skjöl í rússneskum söfnum.

Ađstođin ađ austan hélt áfram eftir 1960. Til dćmis reyndu Kremlverjar ekki einu sinni ađ leyna ţví ađ ţeir sendu stóra fjárhćđ í verkfallssjóđ Dagsbrúnar áriđ 1961. Sósíalistaflokkurinn og samtök og einstaklingar á hans vegum fengu reglubundinn fjárstuđning allt fram til ársins 1972, svo ađ vitađ sé. Ég hef reynt ađ meta hversu miklu ţessi stuđningur nam samtals ađ núvirđi frá 1940 til 1972 og er niđurstađan um 3,5 milljónir Bandaríkjadala, eđa 350 milljónir íslenskra króna. Voru ţetta meira en 10 milljónir króna á ári, sem var veruleg fjárhćđ í fámennu landi.

Furđu sćtir ađ háskólaprófessor skuli ekki vita betur.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 21. júlí 2018).


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband