Marx 200 ára

Ţađ sýnir yfirborđslega söguţekkingu og grunnan heimspekilegan skilning, ef tvö hundruđ ára afmćlis Karls Marx í dag, 5. maí 2018, er minnst án ţess ađ víkja ađ ţeirri sérstöđu hans á međal heimspekinga, ađ reynt var ađ framkvćma kenningar hans um alrćđi öreiganna og afnám einkaeignarréttar í hálfum heiminum međ hrćđilegum afleiđingum: Rösklega hundrađ milljón manns týndu lífi vegna kommúnismans. Önnur hundruđ milljóna kynntust ađeins eymd og kúgun.

Spurningin er auđvitađ, hvort ţessi ósköp megi rekja beint til kenninga Marx. Svariđ er játandi. Ţótt kommúnisminn tćki á sig ólíkar myndir í ólíkum löndum, svo sem Júgóslavíu, Kúbu og Kambódíu, og undir stjórn ólíkra manna, til dćmis Stalíns, Maós og Kadars, fól alrćđi öreiganna alls stađar í sér einsflokksríki međ leynilögreglu, ritskođun og handtökum og aftökum stjórnmálaandstćđinga. Afnám einkaeignarréttar hafđi síđan ţćr afleiđingar, ađ menn urđu varnarlausir gagnvart ríkinu, enda háđir ţví um alla sína afkomu.

Marx lagđi fyrir lćrisveina sína ađ umskapa skipulagiđ. En međ tilraunum til ţess myndast stórkostlegt vald, sem lendir fyrr eđa síđar í höndum hinna óprúttnustu. Ég hef ekkert á móti kommúnisma, sem menn stunda fyrir sjálfa sig, til dćmis á samyrkjubúum í Ísrael. En marxistar vildu líka stunda kommúnisma fyrir ađra. Ţeir reyndu ađ neyđa alla ađra inn í skipulag, ţar sem einkaeignarréttur hefđi veriđ afnuminn og menn ćttu allt saman. Slíkt skipulag er dćmt til ađ falla, ţví ađ ţar geta menn ekki notađ sérţekkingu sína og sérhćfileika ađ neinu gagni og hafa fá sem engin tćkifćri til framtaks.

Ég hef áđur vakiđ athygli á lítilsvirđingarorđum Marx og fjárhagslegs bakhjarls hans, Friedrichs Engels, um Íslendinga og ađrar smáţjóđir. Mikiđ hatur býr í marxismanum. Snýst hann ekki um andúđ á efnafólki frekar en samúđ međ lítilmagnanum?

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 5. maí 2018.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband