Ein stór sósíalistahjörđ

Dagana 30. september til 5. október 2018 sat ég ţing Mont Pelerin samtakanna á Stóru hundaeyju (Gran Canarias) undan strönd Blálands hins mikla, en eyjuna ţekkja Íslendingar af tíđum suđurferđum. Friedrich Hayek, Milton Friedman, George Stigler, Maurice Allais og fleiri frjálshyggjumenn, ađallega hagfrćđingar, stofnuđu Mont Pelerin samtökin í Sviss voriđ 1947, og heita ţau eftir fyrsta fundarstađnum. Tilgangur ţeirra er sá einn ađ auđvelda frjálslyndu frćđafólki ađ hittast öđru hvoru og bera saman bćkur sínar.

Nú voru rifjuđ upp frćg ummćli austurríska hagfrćđingsins Ludwigs von Mises, sem stóđ upp á einni málstofunni á fyrsta ţinginu og sagđi: „Ţiđ eruđ allir ein stór sósíalistahjörđ!“ (You are all a bunch of socialists!) Gekk hann síđan á dyr og skellti á eftir sér. Hafđi Friedman gaman af ađ segja ţessa sögu, enda gerđist ţađ ekki oft, ađ ţeir Hayek vćru kallađir sósíalistar.

Tilefniđ var, ađ einn helsti forystumađur Chicago-hagfrćđinganna svonefndu, Frank H. Knight, hafđi látiđ í ljós ţá skođun á málstofunni, ađ 100% erfđafjárskattur gćti veriđ réttlćtanlegur. Rökin voru, ađ allir ćttu ađ byrja jafnir í lífinu og keppa síđan saman á frjálsum markađi. Einn lćrisveinn Knights, félagi í Mont Pelerin samtökunum og góđur vinur minn, James M. Buchanan, sem fékk Nóbelsverđlaunin í hagfrćđi 1986, ađhylltist raunar sömu hugmynd.

Ég hygg, ađ Mises hafi haft rétt fyrir sér í andstöđunni viđ 100% erfđafjárskatt, ţótt auđvitađ hafi Mont Pelerin samtökin hvorki ţá né nú veriđ „ein stór sósíalistahjörđ“. Einkaeignarrétturinn og fjölskyldan eru hornsteinar borgaralegs skipulags og stuđla ađ langtímaviđhorfum: Menn taka ţá framtíđina međ í reikninginn. Ţađ er jafnframt kostur, ekki galli, ef safnast saman auđur, sem runniđ getur í áhćttufjárfestingar, tilraunastarfsemi, nýsköpun. Eitt ţúsund eignamenn gera ađ minnsta kosti eitt ţúsund tilraunir og eru ţví líklegri til nýsköpunar en fimm manna stjórn í opinberum sjóđi, ţótt kenndur sé viđ nýsköpun. Og ríkiđ hefur nógu marga tekjustofna, ţótt ekki sé enn einum bćtt viđ.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 13. október 2018.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband