Hlátrasköllin voru vart ţögnuđ

Hulda, Unnur Benediktsdóttir Bjarklind, kvađ 1944, ađ Ísland vćri „langt frá heimsins vígaslóđ“. Ţađ var ađ vísu ekki alls kostar rétt, ţví ađ undan ströndum var ţá háđ stríđ. En Íslendingar hafa í sakleysi sínu iđulega vanmetiđ böl heimsins og veldi mannvonskunnar. Viđ Arnór Hannibalsson snćddum kvöldverđ međ hinum víđkunna pólska heimspekingi Leszek Kolakowski í apríl 1979, og ţá spurđi ég hann, hvort okkar helsti tilvistarvandi vćri dauđi Guđs. Kolakowski svarađi ađ bragđi, ađ vandinn vćri miklu heldur, ađ djöfullinn vćri dauđur í hugum mannanna. Ég rifjađi ţá upp ţjóđsöguna af púkunum ţremur, sem fjandinn sendi til ađ spilla mannkyni. Eftir ár sneru ţeir aftur. Einn sagđist hafa kennt mannkyni ađ ljúga og annar ađ stela. Lét andskotinn sér ţađ vel líka. En hinn ţriđji, sem minnstur ţótti fyrir sér, sagđist hafa kennt öllum heldri mönnum ađ trúa ţví, ađ djöfullinn vćri ekki til. Ţetta verk ţótti yfirmanni hans best.

Nú eru liđin fimmtíu ár, frá ţví ađ Kremlverjar sendu her inn í Tékkóslóvakíu til ađ berja niđur umbótatilraunir. Ţví hefđu heldri menn íslenskir ekki trúađ í sakleysi sínu. Röskri viku fyrir innrásina, 15. ágúst 1968, birtu ţeir í vikublađinu Frjálsri ţjóđ nafnlausa skopstćlingu á skrifum Matthíasar Johannessens, skálds og ritstjóra Morgunblađsins. „Skyldu Rússar vera komnir inn í Tékkóslóvakíu? Áreiđanlega. Ţessi níđingar, djöflar. Ég veit, ađ ţeir ráđast inn í Tékkóslóvakíu, eins og ég finn blóđiđ streyma eftir ćđum mér. Évtúsénkó, Évtúsénkó, Tarsis. Ég verđ ađ muna ađ hlusta á fréttirnar.“ Og aftur: „Ég veit, ađ ţeir ráđast inn í Tékkóslóvakíu og kremja landiđ fagra undir járnhćlum sínum. Kafka, Kafka, mikiđ varstu heppinn ađ vera búinn ađ deyja. Til ađ lifa. Ef ţeir ráđast ekki inn í Tékkóslóvakíu í dag, gera ţeir ţađ á morgun.“

Hlátrasköllin voru vart ţögnuđ á ritstjórnarskrifstofu Frjálsrar ţjóđar, ţegar rússneskir skriđdrekar sigu inn fyrir landamćri Tékkóslóvakíu. Ţađ fer ósjaldan illa, ţegar menn reyna ađ gera lítiđ úr böli heimsins og veldi mannvonskunnar. Og sá tími er liđinn, ađ Ísland sé langt frá heimsins vígaslóđ.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 18. ágúst 2018.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband