Utanríkisstefna Hannesar, Ólafs og Snorra

Jón Ţorláksson lýsti viđhorfi samstarfsmanns síns, Hannesar Hafsteins ráđherra, til utanríkismála svo í Óđni 1923, ađ „hann vildi afla landinu ţeirra sjálfstćđismerkja og ţess sjálfstćđis, sem frekast var samrýmanlegt ţeirri hugsun ađ halda vinfengi danskra stjórnmálamanna og fjármálamanna og áhuga ţeirra fyrir ađ veita ţessu landi stuđning í verklegri framfaraviđleitni sinni“. Hannes var Danavinur, hvorki Danasleikja né Danahatari.

Ađ breyttu breytanda fylgdi Ólafur Thors sams konar stefnu, eins og Ţór Whitehead prófessor skrifađi um í Skírni 1976: Ólafur vildi verja fullveldi ţjóđarinnar eins og frekast vćri samrýmanlegt ţeirri hugsun ađ halda vinfengi Bandaríkjamanna, sem veitt gátu Íslendingum ómetanlegan stuđning. Honum og Bjarna Benediktssyni tókst vel ađ feta ţađ ţrönga einstigi eftir síđari heimsstyrjöld. Ţeir voru Bandaríkjavinir, hvorki Bandaríkjasleikjur né Bandaríkjahatarar.

Ţriđji stjórnmálamađurinn í ţessum anda var Snorri Sturluson. Hann hafđi veriđ lögsögumađur frá 1215 til 1218, en fór ţá til Noregs til ađ koma í veg fyrir hugsanlega árás Norđmanna á Ísland, en ţeir Hákon konungur og Skúli jarl voru Íslendingum ţá ćvareiđir vegna átaka viđ norska kaupmenn. Jafnframt vildi Snorri endurvekja ţann íslenska siđ ađ afla sér fjár og frćgđar međ ţví ađ yrkja konungum lof. Honum tókst ćtlunarverk sitt, afstýrđi innrás og gerđist lendur mađur konungs (barón).

Snorri hefur eflaust sagt Hákoni og Skúla hina táknrćnu sögu af ţví, ţegar Haraldur blátönn hćtti viđ árás á Ísland, eftir ađ sendimađur hans hafđi sér til hrellingar kynnst landvćttum, en hana skráđi Snorri í Heimskringlu. Og í rćđu ţeirri, sem hann lagđi Einari Ţverćingi í munn, kemur fram sams konar hugsun og hjá Hannesi og Ólafi: Verum vinir Noregskonungs, ekki ţegnar hans eđa ţý. Viđ ţetta sćtti konungur sig hins vegar ekki, og var Snorri veginn ađ ráđi hans 1241.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 28. september 2019.)


Góđ saga er alltaf sönn

Kong_Christian_10Tveir fróđir menn hafa skrifađ mér um síđasta pistil minn hér í blađinu, en hann var um frćga sögu af orđaskiptum Kristjáns X., konungs Íslands og Danmerkur, og Jónasar Jónssonar frá Hriflu dómsmálaráđherra á steinbryggjunni í Reykjavík 25. júní 1930. Dóttursonur Jónasar, Sigurđur Steinţórsson, segir afa sinn hafa sagt sér söguna svo: Konungur hafi spurt: „Sĺ De er Islands lille Mussolini?“ Jónas hafi svarađ: „I Deres rige behřves ingen Mussolini.“ Er sagan í ţessari gerđ mjög svipuđ ţeirri, sem viđ Guđjón Friđriksson höfum sagt í bókum okkar. Í pistli mínum rifjađi ég upp, ađ Morgunblađiđ hefđi véfengt söguna og sagt hiđ snjalla tilsvar Jónasar tilbúning hans. Sigurđur bendir réttilega á, ađ Morgunblađiđ fjandskapađist mjög viđ Jónas um ţćr mundir, svo ađ ţađ vćri ekki áreiđanleg heimild.

Best finnst mér ađ vísu sagan vera eins og Ludvig Kaaber sagđi hana dönskum blađamanni eftir Jónasi ţegar í ágúst 1930, og hefur hún ţađ einnig sér til gildis, ađ viđtaliđ viđ Kaaber er samtímaheimild. Samkvćmt henni sagđi konungur viđ Jónas á steinbryggjunni: „Der har vi vor islandske Mussolini?“ Ţá svarađi Jónas: „En Mussolini er ganske unřdvendig i et land, der regeres af Deres Majestćt.“  Góđ saga er alltaf sönn, ţví ađ hún flytur međ sér sannleik möguleikans. Ekki verđur afsannađ, ađ Jónas hafi sagt ţetta, og vissulega gćti hann hafa sagt ţetta. Tilsvariđ er honum líkt.

Konungur var oft ómjúkur í orđum og virđist hafa lagt fćđ á Jónas (sem var eindreginn lýđveldissinni). Hinn mađurinn, sem skrifađi mér, Borgţór Kćrnested, hefur kynnt sér dagbćkur konungs um Ísland. Hann segir konung hafa veitt náfrćnda Tryggva Ţórhallssonar og mági, Halldóri Vilhjálmssyni á Hvanneyri, áheyrn voriđ 1931 og ţá beđiđ hann ađ skila ţví til Tryggva ađ skipa Jónas ekki aftur ráđherra. (Jónas hafđi vikiđ tímabundiđ úr ríkisstjórn eftir ţingrofiđ ţađ ár.) Ekki varđ úr ţví, og ţegar Jónas var skipađur aftur ráđherra, fćrđi konungur í dagbók sína: „Menntamálaráđherra Íslands, Jónas Jónsson, mćtti í áheyrn hjá mér. Ég byrjađi á ađ fagna komu hans og ađ ţađ hefđi glatt mig ađ geta skipađ hann aftur í stöđu menntamálaráđherra Íslands.“

Verđur fróđlegt ađ lesa vćntanlega bók Borgţórs um samskipti konungs og Íslendinga.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 21. september 2019.)


Ţegar kóngur móđgađi Jónas

jónasfráhrifluÍ Fróđleiksmola áriđ 2011 velti ég ţví fyrir mér, hvers vegna Íslendingar settu kónginn af áriđ 1944, en létu sér ekki nćgja ađ taka utanríkismál og landhelgisgćslu í sínar hendur, eins og tvímćlalaust var tímabćrt. Ein skýringin var, hversu hranalegur Kristján konungur X. gat veriđ viđ Íslendinga. Sagđi ég söguna af ţví, hvernig hann ávarpađi Jónas Jónsson frá Hriflu á Alţingishátíđinni 1930: „Svo ađ ţér eruđ sá, sem leikiđ lítinn Mússólíni hér á landi?“ Jónas á ađ hafa rođnađ af reiđi, en stillt sig og svarađ: „Viđ ţörfnumst ekki slíks manns hér á landi, yđar hátign.“

Um ţetta atvik fór ég eftir fróđlegri ćvisögu Jónasar eftir Guđjón Friđriksson. En ţegar ég var ađ grúska í gömlum blöđum á dögunum, tók ég eftir ţví, ađ sögunni var á sínum tíma vísađ á bug. Ein fyrsta fregnin af ţessu atviki var í Morgunblađinu 13. júlí 1930. Sagđi ţar, ađ konungur hefđi vikiđ sér ađ Jónasi og heilsađ honum sem hinum litla Mússólíni Íslands, ţegar hann steig á land í Reykjavík 25. júní. „En Jónasi varđ svo mikiđ um ţetta ávarp, ađ hann kiknađi í hnjáliđunum og fór allur hjá sér. Erlendir blađamenn og fregnritarar voru ţar margir viđstaddir.“

Morgunblađiđ minntist aftur á atvikiđ 15. ágúst, ţegar ţađ skýrđi frá viđtali viđ Ludvig Kaaber bankastjóra í dönsku blađi. Kvađst Kaaber hafa ţađ eftir Jónasi sjálfum, ađ kóngur hefđi sagt: „Ţarna kemur okkar íslenski Mússólíni?“ Ţá hefđi Jónas svarađ međ bros á vör: „Mússólíni er algerlega óţarfur í ţví landi, sem yđar hátign stjórnar.“ Hefđi kóngur látiđ sér svariđ vel líka. En Morgunblađiđ andmćlti sögu Kaabers og kvađ marga votta hafa veriđ ađ samtalinu á steinbryggjunni 25. júní. Sagan vćri ađeins um, „hvernig Jónas eftir á hefur hugsađ sér, ađ hann hefđi viljađ hafa svarađ.“

Ef til vill var tilsvar Jónasar, eins og viđ Guđjón höfđum ţađ eftir, ađeins dćmi um ţađ, sem Denis Diderot kallađi „l’esprit de l’escalier“ eđa andríki anddyrisins: Hiđ snjalla tilsvar, sem okkur dettur í hug eftir á.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 14. september 2019. Myndin er af Jónasi viđ Stjórnarráđiđ.)

 


Bandaríkin ERU fjölbreytileiki

statue-of-liberty-photo-julienne-schaer-nyc-and-company-003-3__largeÉg kenndi nokkrum sinnum námskeiđiđ Bandarísk stjórnmál í félagsvísindadeild og hafđi gaman af. Ég benti nemendum međal annars á, ađ Guđríđur Ţorbjarnardóttir hefđi veriđ fyrsta kona af evrópskum ćttum til ađ fćđa barn ţar vestra, Snorra Ţorfinnsson haustiđ 1008. Fyrirmynd Mjallhvítar í Disney-myndinni frćgu hefđi veriđ íslensk, Kristín Sölvadóttir úr Skagafirđi, en unnusti hennar var teiknari hjá Disney. Eitt sinn kom Davíđ Oddsson í kennslustund til okkar og sagđi okkur frá ţeim fjórum Bandaríkjaforsetum, sem hann hafđi hitt, Ronald Reagan, Bush-feđgum og Bill Clinton, en góđ vinátta tókst međ ţeim Davíđ, Bush yngra og Clinton. Sagđi hann margar skemmtilegar sögur af ţeim. Ég lét hvern nemanda námskeiđsins halda ţrjú framsöguerindi, eitt um einhvern forseta Bandaríkjanna (til dćmis Jefferson eđa Lincoln), annađ um kvikmynd, sem sýndi ýmsar hliđar á stjórnmálum í Bandaríkjunum (til dćmis Mr. Smith goes to Washington eđa JFK), hiđ ţriđja um stef úr bandarískri sögu og samtíđ (til dćmis tekjudreifingu, fjölmiđla og kvenfrelsi).

Í ţessu námskeiđi kom hinn mikli fjölbreytileiki ţessarar fjölmennu ţjóđar vel í ljós, og er hann líklega hvergi meiri. Ţar er allt, frá hinu besta til hins versta, auđur og örbirgđ, siđavendni og gjálífi, hámenning og lágkúra og allt ţar á milli, kristni, gyđingdómur, íslam og rammasta heiđni. Hvergi standa heldur raunvísindi međ meiri blóma. Ađalatriđiđ er ţó ef vill hreyfanleikinn, hin lífrćna ţróun, sem Alexis de Tocqueville varđ svo starsýnt á forđum. Bandaríkjamenn eru alltaf ađ leita nýrra leiđa, greiđa úr vandrćđum.

Bandaríkin hafa veriđ suđupottur. En ţau hafa einnig veriđ segull á fólk úr öllum heimshornum, ţar sem ţví hefur tekist ađ búa saman í sćmilegri sátt og skapa ríkasta land heims. Tugmilljónir örsnauđra innflytjenda brutust ţar í bjargálnir. Bandaríski draumurinn rćttist, ţví ađ hann var draumur venjulegs alţýđufólks um betri hag, ekki krafa menntamanna um endursköpun skipulagsins eftir hugarórum ţeirra sjálfra. „Bandaríkin eru sjálf mesti bragurinn,“ orti Walt Whitman. Ţađ var ţví kynlegt ađ sjá á dögunum fulltrúa einsleitustu ţjóđar heims, Íslendinga, ota táknum um fjölbreytileika ađ varaforseta Bandaríkjanna í stuttri heimsókn hans til landsins.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 7. september 2019.)


Fróđleg ráđstefna síđdegis á föstudag

Screenshot 2019-09-05 at 15.45.10


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband