Ţegar kóngur móđgađi Jónas

jónasfráhrifluÍ Fróđleiksmola áriđ 2011 velti ég ţví fyrir mér, hvers vegna Íslendingar settu kónginn af áriđ 1944, en létu sér ekki nćgja ađ taka utanríkismál og landhelgisgćslu í sínar hendur, eins og tvímćlalaust var tímabćrt. Ein skýringin var, hversu hranalegur Kristján konungur X. gat veriđ viđ Íslendinga. Sagđi ég söguna af ţví, hvernig hann ávarpađi Jónas Jónsson frá Hriflu á Alţingishátíđinni 1930: „Svo ađ ţér eruđ sá, sem leikiđ lítinn Mússólíni hér á landi?“ Jónas á ađ hafa rođnađ af reiđi, en stillt sig og svarađ: „Viđ ţörfnumst ekki slíks manns hér á landi, yđar hátign.“

Um ţetta atvik fór ég eftir fróđlegri ćvisögu Jónasar eftir Guđjón Friđriksson. En ţegar ég var ađ grúska í gömlum blöđum á dögunum, tók ég eftir ţví, ađ sögunni var á sínum tíma vísađ á bug. Ein fyrsta fregnin af ţessu atviki var í Morgunblađinu 13. júlí 1930. Sagđi ţar, ađ konungur hefđi vikiđ sér ađ Jónasi og heilsađ honum sem hinum litla Mússólíni Íslands, ţegar hann steig á land í Reykjavík 25. júní. „En Jónasi varđ svo mikiđ um ţetta ávarp, ađ hann kiknađi í hnjáliđunum og fór allur hjá sér. Erlendir blađamenn og fregnritarar voru ţar margir viđstaddir.“

Morgunblađiđ minntist aftur á atvikiđ 15. ágúst, ţegar ţađ skýrđi frá viđtali viđ Ludvig Kaaber bankastjóra í dönsku blađi. Kvađst Kaaber hafa ţađ eftir Jónasi sjálfum, ađ kóngur hefđi sagt: „Ţarna kemur okkar íslenski Mússólíni?“ Ţá hefđi Jónas svarađ međ bros á vör: „Mússólíni er algerlega óţarfur í ţví landi, sem yđar hátign stjórnar.“ Hefđi kóngur látiđ sér svariđ vel líka. En Morgunblađiđ andmćlti sögu Kaabers og kvađ marga votta hafa veriđ ađ samtalinu á steinbryggjunni 25. júní. Sagan vćri ađeins um, „hvernig Jónas eftir á hefur hugsađ sér, ađ hann hefđi viljađ hafa svarađ.“

Ef til vill var tilsvar Jónasar, eins og viđ Guđjón höfđum ţađ eftir, ađeins dćmi um ţađ, sem Denis Diderot kallađi „l’esprit de l’escalier“ eđa andríki anddyrisins: Hiđ snjalla tilsvar, sem okkur dettur í hug eftir á.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 14. september 2019. Myndin er af Jónasi viđ Stjórnarráđiđ.)

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband