Sálin gráni ekki

Í leikriti Shakespeares, Rómeó og Júlíu, heldur Capulet gamli dansleik, en ţegar hann sér jafnaldra sinn einn taka ţátt í dansinum, bandar hann honum frá og segir: „Viđ erum báđir vaxnir upp úr dansi!“ Ţótt ég hafi orđiđ sjötíu og eins árs í febrúar á ţessu ári, get ég ekki sagt, ađ ég sé vaxinn upp úr dansi, og naut ég ţess á kjötkveđjuhátíđinni í Rio de Janeiro um ţađ leyti.

Hitt er annađ mál, ađ háriđ hefur gránađ međ aldrinum. Rifjast ţá upp, ţegar ţeir Steinn Steinarr og Dósóţeus Tímóteusson (sem ađallega var frćgur fyrir sitt óvenjulega nafn) sátu saman viđ borđ á Hressingarskálanum í Austurstrćti einn góđan veđurdag áriđ 1951. Kom Dósóţeus auga á Tómas Guđmundsson annars stađar í salnum og sagđi viđ Stein: „Hér situr Tómas skáld!“ Steinn mćlti ţá fram vísu, sem ţegar varđ fleyg.

Hér situr Tómas skáld međ bros á brá,
bjartur og hreinn sem fyrsta morgunsáriđ.
Ó, vinur, hvađ mig tekur sárt ađ sjá,
ađ sálin hefur gránađ fyrr en háriđ.
 

Steinn var reiđur Tómasi, sem hafđi skopstćlt órímuđ ljóđ Steins í vinsćlum hláturleik (revíu) í Reykjavík, Bláu stjörnunni. Vísan er til í nokkrum útgáfum, en hér hef ég hana frá eiginkonu Steins, Ásthildi Björnsdóttur.

Auđvitađ var ţessi fyndni Steins ómakleg. Tómasi Guđmundssyni hafđi ađeins orđiđ ţađ á ađ vera ekki sami skipbrotsmađurinn í lífinu og margir íslenskir rithöfundar. Ţó fć ég ekki betur séđ en Steinn hafi í vísunni óafvitandi gefiđ ţađ ráđ, sem viđ á áttrćđisaldri ćttum sem flest ađ fylgja: ađ gćta ţess, ađ sálin gráni ekki um leiđ og háriđ.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 24. febrúar 2024.)  

 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband