Ritstjórinn Matthías Johannessen

Matthías Johannessen160Međ Matthíasi Johannessen er genginn einn merkasti blađamađur tuttugustu aldar á Íslandi. Hann var ađeins 29 ára, ţegar hann varđ ritstjóri Morgunblađsins áriđ 1959, og gegndi ţví starfi í 41 ár, til sjötugs. Ég kynntist honum á seinni hluta áttunda áratugar. Útvarpsţćttir, sem ég hafđi séđ um, Orđabelgur, höfđu vakiđ athygli, og Matthías bađ mig ađ skrifa fastan dálk í Morgunblađiđ, sem ég gerđi í nokkur ár. Var fróđlegt ađ fylgjast međ ritstjórunum, honum og Styrmi Gunnarssyni. Undir öflugri ritstjórn Valtýs Stefánssonar hafđi Morgunblađiđ orđiđ stórveldi. Bjarni Benediktsson styrkti blađiđ enn í ritstjóratíđ sinni árin 1956–1959, og ţeim Matthíasi og Styrmi tókst ađ varđveita ítök blađsins og jafnvel auka, ekki síst eftir ađ vinstri blöđ tíndu tölu.    

Matthías vissi margt, sem ađrir vissu ekki. Hann sagđi mér til dćmis, ađ á bak viđ dulnefniđ Jón Reykvíking, sem skrifađi alrćmt níđ um Kristmann Guđmundsson í Mánudagsblađiđ áriđ 1961, hefđi leynst Einar Ásmundsson lögfrćđingur. Hafđi Einar reiđst ólofsamlegum ritdómi Kristmanns um ljóđabók eftir sig. Í dagbók sinni á Netinu sagđi Matthías enn fremur frá ţví, ađ Stefán Ólafsson, ţá forstöđumađur Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, hefđi laumađ ađ ţeim Styrmi úrslitum skođanakönnunar, sem Félagsvísindastofnun var fengin til ađ gera í trúnađi um fylgi manna í forsetakjöri 1996. Brást Háskólinn aldrei viđ ţessu trúnađarbroti Stefáns.

Matthías var góđvinur tveggja snjöllustu skálda samtíđarinnar, ţeirra Steins Steinarrs og Tómasar Guđmundssonar, en sagđi mér, ađ hann hefđi ekki getiđ veriđ ţađ í einu. Tómas hafđi gert gys ađ lausamálsljóđum Steins í hláturleik (revíu), en Steinn hefnt sín međ vísu um, ađ sál Tómasar hefđi gránađ fyrr en hárin. Ţeir Tómas urđu ekki vinir fyrr en eftir lát Steins. Jafnframt kynntist Matthías vel hinum svipmiklu stjórnmálamönnum Ólafi Thors og Bjarna Benediktssyni. Ég fékk hann til ađ segja frá ţessum fjórum mönnum í óbirtum sjónvarpsţćtti, sem nú ţyrfti ađ búa til sýningar.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 23. mars 2024.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband