Góđ saga er alltaf sönn

Kong_Christian_10Tveir fróđir menn hafa skrifađ mér um síđasta pistil minn hér í blađinu, en hann var um frćga sögu af orđaskiptum Kristjáns X., konungs Íslands og Danmerkur, og Jónasar Jónssonar frá Hriflu dómsmálaráđherra á steinbryggjunni í Reykjavík 25. júní 1930. Dóttursonur Jónasar, Sigurđur Steinţórsson, segir afa sinn hafa sagt sér söguna svo: Konungur hafi spurt: „Sĺ De er Islands lille Mussolini?“ Jónas hafi svarađ: „I Deres rige behřves ingen Mussolini.“ Er sagan í ţessari gerđ mjög svipuđ ţeirri, sem viđ Guđjón Friđriksson höfum sagt í bókum okkar. Í pistli mínum rifjađi ég upp, ađ Morgunblađiđ hefđi véfengt söguna og sagt hiđ snjalla tilsvar Jónasar tilbúning hans. Sigurđur bendir réttilega á, ađ Morgunblađiđ fjandskapađist mjög viđ Jónas um ţćr mundir, svo ađ ţađ vćri ekki áreiđanleg heimild.

Best finnst mér ađ vísu sagan vera eins og Ludvig Kaaber sagđi hana dönskum blađamanni eftir Jónasi ţegar í ágúst 1930, og hefur hún ţađ einnig sér til gildis, ađ viđtaliđ viđ Kaaber er samtímaheimild. Samkvćmt henni sagđi konungur viđ Jónas á steinbryggjunni: „Der har vi vor islandske Mussolini?“ Ţá svarađi Jónas: „En Mussolini er ganske unřdvendig i et land, der regeres af Deres Majestćt.“  Góđ saga er alltaf sönn, ţví ađ hún flytur međ sér sannleik möguleikans. Ekki verđur afsannađ, ađ Jónas hafi sagt ţetta, og vissulega gćti hann hafa sagt ţetta. Tilsvariđ er honum líkt.

Konungur var oft ómjúkur í orđum og virđist hafa lagt fćđ á Jónas (sem var eindreginn lýđveldissinni). Hinn mađurinn, sem skrifađi mér, Borgţór Kćrnested, hefur kynnt sér dagbćkur konungs um Ísland. Hann segir konung hafa veitt náfrćnda Tryggva Ţórhallssonar og mági, Halldóri Vilhjálmssyni á Hvanneyri, áheyrn voriđ 1931 og ţá beđiđ hann ađ skila ţví til Tryggva ađ skipa Jónas ekki aftur ráđherra. (Jónas hafđi vikiđ tímabundiđ úr ríkisstjórn eftir ţingrofiđ ţađ ár.) Ekki varđ úr ţví, og ţegar Jónas var skipađur aftur ráđherra, fćrđi konungur í dagbók sína: „Menntamálaráđherra Íslands, Jónas Jónsson, mćtti í áheyrn hjá mér. Ég byrjađi á ađ fagna komu hans og ađ ţađ hefđi glatt mig ađ geta skipađ hann aftur í stöđu menntamálaráđherra Íslands.“

Verđur fróđlegt ađ lesa vćntanlega bók Borgţórs um samskipti konungs og Íslendinga.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 21. september 2019.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband