Ţarf prófessorinn ađ kynnast sjálfum sér?

Á Apollón-hofinu í Delfí er ein áletrunin tilvitnun í Sólon lagasmiđ, Kynnstu sjálfum ţér. Ţetta var eitt af heilrćđum vitringanna sjö í Forn-Grikklandi. Ég er hrćddur um, ađ einn samkennari minn, Stefán Ólafsson félagsfrćđiprófessor, hafi lítt skeytt um slík sjálfskynni. Hann skrifar andsvar í tímaritiđ Econ Watch viđ ritgerđ eftir mig um stjórnarstefnuna 1991–2004. Ţar segist hann ólíkt mér aldrei hafa veriđ „active in any political-party advocacy“, aldrei hafa veriđ virkur í starfi stjórnmálaflokks.

Í Alţýđublađinu 18. janúar 1983 segir á hinn bóginn, ađ í stjórn nýstofnađs Bandalags jafnađarmanna sitji međal annarra Stefán Ólafsson félagsfrćđingur. Bandalagiđ bauđ fram 1983, en sameinađist Alţýđuflokknum 1986. Í Ţjóđviljanum 8. febrúar 1985 segir, ađ stofnađ hafi veriđ Málfundafélag félagshyggjufólks, sem hafi ţađ markmiđ ađ sameina alla vinstri menn í einum flokki. Einn af varamönnum í stjórn sé Stefán Ólafsson félagsfrćđingur.

Nú kann vel ađ vera, ađ Stefán hafi hvergi veriđ flokksbundinn, eftir ađ Bandalag jafnađarmanna geispađi golunni. En hann tók virkan ţátt í kosningabaráttu Samfylkingarinnar árin 2003 og 2007. Í fyrra skiptiđ var eitt ađalkosningamál Samfylkingarinnar, ađ fátćkt vćri meiri á Íslandi en öđrum Norđurlöndum, og vitnađi Stefán óspart um ţađ, međal annars í Morgunblađsgrein 7. maí. Ţetta reyndist úr lausu lofti gripiđ samkvćmt mćlingum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Í seinna skiptiđ hélt Stefán ţví fram í fjölda greina og fyrirlestra, ađ tekjudreifingin hefđi árin 1995–2004 orđiđ miklu ójafnari en á öđrum Norđurlöndum. Vísuđu frambjóđendur Samfylkingarinnar margsinnis á hann um ţetta. En ţađ reyndist líka rangt: Áriđ 2004 var tekjudreifing svipuđ á Íslandi og öđrum Norđurlöndum samkvćmt mćlingum Eurostat.

Ef marka má dagbók Össurar Skarphéđinssonar frá 2012, Ár drekans, ţá var Stefán virkur um ţađ leyti í innanflokksátökum Samfylkingarinnar, međ Jóhönnu Sigurđardóttur og á móti Árna Páli Árnasyni.

Ef til vill á hér best viđ breyting, sem ţýska skopblađiđ Simplicissimus vildi gera á hinu gríska heilrćđi: Kynnstu ekki sjálfum ţér! Ţú verđur alltaf svo illa svikinn!

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 28. júlí 2018.)


Söguskýringar prófessors

Áriđ 2017 birti ég yfirlitsgrein í tveimur hlutum í bandaríska tímaritinu Econwatch um frjálshyggju á Íslandi. Fyrri hlutinn var um frjálshyggju á 19. og 20. öld, ţar á međal verk Jóns Sigurđssonar, Arnljóts Ólafssonar, Jóns Ţorlákssonar og Ólafs Björnssonar. Seinni hlutinn var um hinar víđtćku umbćtur í frjálsrćđisátt árin 1991-2004: Hagkerfiđ hér mćldist hiđ 26. frjálsasta í heimi áriđ 1990 en hiđ 9. frjálsasta áriđ 2004. Einnig rćddi ég um ýmsar skýringar á bankahruninu. Ţar eđ ég vék stuttlega ađ gagnrýni Stefáns Ólafssonar prófessors á umbćturnar og skýringum hans á bankahruninu bauđ tímaritiđ honum ađ veita andsvar. Er ritgerđ mín og andsvar hans hvort tveggja ađgengilegt á netinu. Af andsvarinu er augljóst ađ Stefán ber ţungan hug til mín. Ţađ er ţó ekki ađalatriđi, heldur ýmsar hćpnar fullyrđingar hans.

Stefán andmćlir ţví til dćmis ađ stuđningur Moskvumanna viđ íslenska vinstri sósíalista hafi skipt máli: „There may possibly have been some interventions from Moscow during the interwar period (that is contested, though), but not at all from the 1960s onwards.“ Ef til vill höfđu Moskvumenn einhver afskipti af ţeim árin milli stríđa (ţótt ţađ sé umdeilt), en alls ekki frá ţví um 1960 ađ telja.

Ţetta er alrangt. Ţađ er alls ekki umdeilt međal frćđimanna ađ Moskvumenn studdu fjárhagslega vinstri andstöđuna í Alţýđuflokknum og síđar kommúnistaflokkinn árin milli stríđa, 1918-1939. Ţetta kemur fram í bókum ţeirra Arnórs Hannibalssonar, Moskvulínunni, og Jóns Ólafssonar, Kćru félögum, sem ţeir gáfu út 1999 eftir ađ hafa kannađ skjöl í rússneskum söfnum.

Ađstođin ađ austan hélt áfram eftir 1960. Til dćmis reyndu Kremlverjar ekki einu sinni ađ leyna ţví ađ ţeir sendu stóra fjárhćđ í verkfallssjóđ Dagsbrúnar áriđ 1961. Sósíalistaflokkurinn og samtök og einstaklingar á hans vegum fengu reglubundinn fjárstuđning allt fram til ársins 1972, svo ađ vitađ sé. Ég hef reynt ađ meta hversu miklu ţessi stuđningur nam samtals ađ núvirđi frá 1940 til 1972 og er niđurstađan um 3,5 milljónir Bandaríkjadala, eđa 350 milljónir íslenskra króna. Voru ţetta meira en 10 milljónir króna á ári, sem var veruleg fjárhćđ í fámennu landi.

Furđu sćtir ađ háskólaprófessor skuli ekki vita betur.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 21. júlí 2018).


Hattur Napóleons og Hannes Hafstein

Morgunblađiđ birti frétt um ţađ 18. júní 2018, ađ nú ćtti ađ selja á uppbođi einn af nítján höttum Napóleons Frakkakeisara, en ţeir voru tvíhorna. Af ţví tilefni má rifja upp, ađ Björn Jónsson, ráđherra Íslands 1909-1911, gekk í valdatíđ sinni keikur um međ eins konar Napóleonshatt. Lenti sá hattur síđar í eigu starfsmanns Ísafoldarprentsmiđju, sem Björn hafđi átt, og ţađan ratađi hann í hendur ungs skálds, Halldórs Guđjónssonar frá Laxnesi, sem gaf kunningjakonu sinni hattinn.

Í grúski mínu vegna ćvisögu skáldsins rakst ég á laust blađ ómerkt í bréfasafni Ragnars Jónssonar í Smára, en ţađ er varđveitt á handritadeild Landsbókasafnsins. Ţar segir frá ţví, ađ Hannes Hafstein, forveri Björns í embćtti, hafi eitt sinn hnođađ saman brjóstmynd af Birni úr möndludeigi (marsípan) og sett á hana lítinn Napóleonshatt. Síđan hafi Hannes ort gamanvísu til Napóleons fyrir hönd Björns:

Munurinn raunar enginn er

annar en sá á ţér og mér,

ađ marskálkarnir ţjóna ţér,

en ţjóna tómir skálkar mér.

Sem kunnugt er sćmdi Napóleon 26 herforingja sína marskálkstitli. Björn Jónsson hafđi hins vegar fellt Hannes úr ráđherraembćtti og eftir ţađ rekiđ móđurbróđur hans, Tryggva Gunnarsson, úr Landsbankanum, ţótt sá verknađur yrđi honum sjálfum síđan ađ falli. Nýttu sumir öfundarmenn Hannesar sér, ađ Björn fékk ekki alltaf hamiđ skapsmuni sína.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 14. júlí 2018.)


Knattspyrnuleikur eđa dagheimili?

Ţegar ég fylgdist međ heimsmeistaramótinu í knattspyrnu 2018, rifjađist upp fyrir mér samanburđur, sem Ólafur Björnsson, hagfrćđiprófessor og ţingmađur Sjálfstćđisflokksins, gerđi á hćgri- og vinstristefnu á ráđstefnu Vöku, félags lýđrćđissinnađra stúdenta, 18. mars 1961. Hćgrimenn teldu, ađ ríkiđ ćtti ađ gegna svipuđu hlutverki og dómari og línuverđir í knattspyrnuleik. Ţađ skyldi sjá um, ađ fylgt vćri settum reglum, en leyfa einstaklingunum ađ öđru leyti ađ keppa ađ markmiđum sínum á sama velli. Vinstrimenn hugsuđu sér hins vegar ríkiđ eins og fóstru á dagheimili, sem ćtti ađ annast um börnin, en um leiđ ráđa yfir ţeim. Alkunn hugmynd sćnskra jafnađarmanna um „folkhemmet“ er af ţeirri rót runnin.

Auđvitađ er hvorug líkingin fullkomin. Lífiđ er um ţađ frábrugđiđ knattspyrnuleik, ađ ekki geta allir veriđ íţróttakappar. Börn, gamalmenni, öryrkjar og sjúklingar ţarfnast umönnunar, ţótt búa megi svo um hnúta međ sjúkratryggingum og lífeyrissjóđum, ađ sumt geti ţetta fólk greitt sjálft fyrir umönnun annarra. Hin líkingin er ţó sýnu ófullkomnari. Međ skiptingunni í fóstrur og börn er gert ráđ fyrir, ađ einn hópur hafi yfirburđaţekkingu, sem ađra vanti, svo ađ hann skuli stjórna og ađrir hlýđa. Sú er hins vegar ekki reyndin í mannlegu samlífi, ţar sem ţekkingin dreifist á alla mennina.

Vinstrimenn hafa ţví margir horfiđ frá hugmyndinni um ríkiđ sem barnfóstru. Ţeir viđurkenna, ađ lífiđ sé miklu líkara knattspyrnuleik en barnaheimili. En ţeir vilja ekki láta sér nćgja eins og hćgrimenn ađ jafna rétt allra til ađ keppa á vellinum, heldur krefjast ţess líka, ađ niđurstöđur verđi jafnađar. Ef eitt liđ skorar átta mörk og annađ tvö, ţá vilja vinstrimenn flytja ţrjú mörk á milli, svo ađ fimm mörk séu skráđ hjá báđum. Hćgrimenn benda á ţađ á móti, ađ ţá dragi mjög úr hvatningunni til ađ leggja sig fram, jafnframt ţví sem upplýsingar glatast um, hverjir séu hćfastir. Ţađ er einmitt tilgangur sérhverrar keppni ađ komast ađ ţví, hver skari fram úr hvar, svo ađ ólíkir og misjafnir hćfileikar ţeirra geti nýst sem best.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 7. júlí 2018.)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband