Tilbođiđ sem Sagnfrćđingafélagiđ hafnađi

Til gamans birti ég hér nýleg bréfaskipti mín og Sagnfrćđingafélagsins. Ţađ hafđi sent út svofellt bođ um hádegisfyrirlestra:

Sagnfrćđingafélag Íslands kallar eftir tillögum ađ erindum fyrir hádegisfyrirlestraröđ félagsins í Ţjóđminjasafninu á vormisseri 2019. Í haust féll merkilegur dómur í Hćstarétti Íslands ţegar fimm sakborningar í Guđmundar- og Geirfinnsmálinu svokallađa voru sýknađir eftir endurupptöku málsins. Guđmundar- og Geirfinnsmáliđ er líklega ţekktasta dómsmál íslenskrar réttarsögu á 20. öld og hefur ítrekađ orđiđ uppspretta umrćđna í íslensku samfélagi um sekt, sakleysi og sannleiksgildi játninga, rannsóknir, fangelsanir og framgang réttvísinnar. Af ţessu tilefni verđa hádegisfyrirlestrar Sagnfrćđingafélagsins á vormisseri 2019 helgađir hinni margslungnu sögu réttarfars og refsinga. Tekiđ er viđ tillögum til 1. desember.

Ég sendi 1. nóvember 2018 inn eftirfarandi tillögu um erindi undir heitinu „Ţrír dómar yfir mér: Greining og gagnrýni“:

Ég hef hlotiđ ţrjá dóma. Hinn fyrsti var fyrir ađ reka ólöglega útvarpsstöđ í verkfalli opinberra starfsmanna haustiđ 1984, og höfđađi ríkissaksóknari ţađ mál ađ áeggjan stjórnar BSRB. Annar var útivistardómur, kveđinn upp í Bretlandi fyrir meiđyrđi í garđ íslensks fjáraflamanns, sem áttu ađ hafa falliđ á ráđstefnu blađamanna á Íslandi 1999. Hinn ţriđji var dómur fyrir ađ brjóta gegn höfundarrétti Halldórs Laxness í fyrsta bindi ćvisögu hans, sem kom út haustiđ 2003. Tveir síđari dómarnir voru í einkamálum og refsing í öllum ţremur málunum ákveđin sekt, en málareksturinn úti í Bretlandi kostađi mig um 25 milljónir króna, ţótt mér tćkist ađ ógilda dóminn yfir mér ţar. Allir eru ţessir dómar fróđlegir. Eflaust var fyrsti dómurinn eftir bókstaf laganna, en var hann eftir anda ţeirra? Var annar dómurinn til marks um ţađ, ađ auđmenn geti valiđ sér vettvang fyrir meiđyrđamál í Bretlandi, ţví ađ meiđyrđalöggjöf er ţar strangari og málarekstur kostnađarsamari en víđast annars stađar (libel tourism)? Međ hvađa rökum breytti Hćstiréttur sýknudómi Hérađsdóms í Laxness-málinu? Var ţar einhver skađi fullsannađur? Ţótt enginn sé dómari í eigin sök, getur veriđ gagnlegt ađ hlusta á röksemdir og gögn í gömlum málum, og hyggst ég leggja fram ýmislegt nýtt um ţessa dóma. Íslenskir og breskir dómarar eru ekki fremur óskeikulir en páfinn í Róm.

Ég fékk 12. desember eftirfarandi svar:

Stjórn Sagnfrćđingafélagsins hefur fariđ yfir innsendar tillögur fyrir hádegisfyrirlestraröđina á vormisseri 2019. Fćrri komast ađ en vildu og ţví miđur var tillaga ţín ekki samţykkt í ţetta sinn. Bestu kveđjur, Kristín Svava

Auđvitađ verđur enginn hérađsbrestur, ţótt ţessu tilbođi hafi veriđ hafnađ. En ég held samt, ađ erindiđ hefđi getađ orđiđ í senn skemmtilegt og fróđlegt.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband