Rannsóknarskýrsla mín

Við háskólaprófessorar þurfum að gera rannsóknarskýrslu árlega um það, sem við höfum rannsakað og birt árið á undan. Þar tínum við auðvitað allt til, þótt sumt af því þurfi ekki að vera hávísindalegt. Ég lauk fyrir nokkru rannsóknarskýrslu minni fyrir árið 2009.

kapa_978538.jpgViðamestu verkin, sem ég lauk árið 2009, voru tvímælalaust Svartbók kommúnismans, en ég þýddi þetta mikla og merkilega rit (hátt í þúsund blaðsíður) og ritstýrði því, og bókin Áhrif skattahækkana á hagvöxt og verðlag, sem geymir niðurstöður nokkurra ára rannsókna minna á sköttum og velferð. Einnig leyfi ég mér að benda á, að í ritgerð í Stjórnmálum og stjórnsýslu segi ég af skjali frá vorinu 1939, sem ég fann um íslenska kommúnista, og tekur það af öll tvímæli um það, að Sósíalistaflokkurinn var stofnaður með samþykki Kominterns, Alþjóðasambands kommúnista, en um það höfðu fræðimenn áður deilt.

Hér læt ég rannsóknarskýrslu mína 2009 flakka til fróðleiks fyrir lesendur bloggsins, og er verkum raðað samkvæmt flokkunarkerfi Háskóla Íslands. Sum verkanna (eða eitthvað úr þeim) eru aðgengileg á Netinu, og set ég þá hlekk á þau.

A. Rannsóknir

A2. Bækur

Áhrif skattahækkana á hagvöxt og lífskjör. 2009. Bókafélagið. 192 bls.

A3. Greinar í fræðiritum

Var Komintern andvígt stofnun Sósíalistaflokksins? Stjórnmál og stjórnsýsla 5. árg. 2. tbl. (haust 2009). Bls. 57–65.

A.3.3 Annað efni í ritrýndu fræðiriti

Tveir menn við múrinn. Þjóðmál 5. árg. 2. hefti (sumar 2009). Bls. 47–52.

Siðferðilegt endurmat kommúnismans. Þjóðmál 5. árg. 3. hefti (haust 2009). Bls. 59–73.

Þegar vöknaði í púðrinu. Þjóðmál 5. árg. 4. hefti (vetur 2009). Bls. 67–75.

Stighækkandi tekjuskattur óheppilegur. Vísbending 27. árg. 43. tbl. (2. nóvember 2009). Bls. 2–3.

Hver eiga skattleysismörk að vera? Vísbending 27. árg. 45. tbl. (16. nóvember 2009). Bls. 2–3.

Öfug Laffer-áhrif á Íslandi? Vísbending 27. árg. 47. tbl.

Er auðlindaskattur hagkvæmur? Vísbending 27. árg. 49. tbl.

A4. Bókarkaflar og greinar í ráðstefnuritum

A4.1 Grein í ráðstefnuriti

Pólitískir pílagrímar. Rannsóknir í félagsvísindum. X. Ritstj. Halldór Sig. Guðmundsson og Silja Bára Ómarsdóttir. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, Reykjavík 2009. Bls. 281–291.

A5. Annað

A5.1 Fræðileg skýrsla eða álitsgerð

Skattar og velferð. Seinni skýrsla fyrir fjármálaráðuneytið. (Hin fyrri var send 2008.)

A5.2 Ritdómar

Jónas Kristjánsson: Frjáls og óháður. eyjan.is 3. nóvember 2009.

Einar Benediktsson: Að skilja heiminn. eyjan.is 7. nóvember 2009.

Ármann Þorvaldsson: Ævintýraeyjan. eyjan.is 16. nóvember 2009.

Böðvar Guðmundsson: Enn er morgunn. eyjan.is 18. nóvember 2009.

Árni Heimir Ingólfsson: Jón Leifs. Líf í tónum. eyjan.is 19. nóvember 2009.

A5.3.1 Erindi á vísindaráðstefnu

Pólitískir pílagrímar. Þjóðarspegillinn, X. ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum 30. október 2009.

A5.3.2 Fræðileg erindi

The Strange Death of Liberal Iceland. Erindi. Mont Pelerin Society. New York 7. mars 2009.

The Strange Death of Liberal Iceland. Hádegisverðarfundur. Instituto Libertad y Desarrollo. Santiago de Chile, 26. maí 2009.

A5.3.3 Inngangsfyrirlestur á ráðstefnu

Fish Stocks: Non-Exclusive Resources and the Rights of Exclusion. Keynote lecture (inngangsfyrirlestur). Instituto Libertad y Desarrollo. Santiago de Chile 26. maí 2009.

A5.5 Þýðingar

Svartbók kommúnismans. Höfundar Stéphane Courtois o. fl. Ritstjóri og þýðandi ísl. útgáfunnar. 822 bls.

A7.3 Ritstjóri fræðibókar

Svartbók kommúnismans. Höfundar Stéphane Courtois o. fl. Ritstjóri og þýðandi ísl. útgáfunnar. 822 bls.

B. Kennsla

B1.1

Prófessor í stjórnmálafræði í stjórnmálafræðideild félagsvísindasviðs Háskóla Íslands

D. Þjónusta

D1. Skipulagning alþjóðlegrar vísindaráðstefnu

Ráðstefna í Reykjavík með Göran Lindblad um kommúnisma. Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Stofnun stjórnmála og stjórnsýslu í Háskóla Íslands og Samtök um vestræna samvinnu. Fundarsal Þjóðminjasafnsins, 31. ágúst 2009.

D6. Fræðsluefni fyrir almenning

Erindi:

Lögmál auðs og eklu. Erindi. Menntaskólinn í Hamrahlíð 24. mars 2009.

Fátækt á Ísland 874–2009. Erindi. Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins 12. mars 2009.

Framtíðin. Erindi. Samband ungra jafnaðarmanna 4. október 2009.

Greinar í erlendum blöðum:

Iceland Turns Hard Left. Wall Street Journal Europe 3. febrúar 2009.

Blaðagreinar:

Spilling í Brüssel. Fréttablaðið 9. janúar 2009.

Tvær borgir. Fréttablaðið 23. janúar 2009.

Ofbeldi og valdníðsla. Morgunblaðið 2. febrúar 2009.

Óframbærilegt fólk. Fréttablaðið 20. febrúar 2009.

Rammpólitískur og kolólöglegur. Fréttablaðið 6. mars 2009.

Bankastjórahneykslið. Fréttablaðið 21. mars 2009.

Mikil mistök. Morgunblaðið 24. mars 2009.

„Siðlausa blaðamennskan“ var sannleikur. Morgunblaðið 30. ágúst 2009.

Hvað er í svartbók kommúnismans? Viðskiptablaðið 10. september 2009.

Blogggreinar:

Daglegar í pressan.is frá 8. október 2009.

Viðtöl og svör í fjölmiðlum:

Eftirlætisbókin. Sjónvarpsþátturinn Kiljan 17. mars 2009.

Morgunvaktin. Ríkisútvarpið 24. ágúst 2009.

Viðtal í sjónvarpi mbl.is 27. ágúst 2009.

The Architect of the Collapse? Forsíðuviðtal. Grapevine 31. ágúst 2009.

Harmageddon. X977 1. september 2009.

Þáttur Björns Bjarnasonar. ÍNN 2. september 2009.

Þáttur Höskulds Höskuldssonar. Útvarp Saga 2. september 2009.

Morgunvaktin. Ríkisútvarpið 9. september 2009.

Sprengisandur. 27. september 2009.

D7. Seta í nefndum eða stjórnum

Bankaráð Seðlabanka Íslands. Fram í mars 2009.

Umsjón alþjóðlegs rannsóknarverkefnis fyrir Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og RSE (Rannsóknamiðstöð um samfélags- og efnahagsmál) um skatta og velferð, kostað af fjármálaráðuneytinu o. fl. aðilum. Fram til 30. nóvember 2009.

Umsjón alþjóðlegs rannsóknarverkefnis um umhverfisvernd, eignaréttindi og auðlindanýtingu í samstarfi Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og þriggja stofnana í Brasilíu, þ. á m. Instituto Millenium í Rio de Janeiro. Hófst haustið 2008.

F. Almennt

Kynningarstarfsemi um Ísland, fiskveiði og fjármál, erlendis, m. a. með skrifum í erlend dagblöð og erindum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband