Merkilegt skjal úr breska fjármálaeftirlitinu

icesave.jpgTil eru á Netinu fróđleg skjöl um bankahruniđ. Eitt ţeirra er tilskipun (Supervisory Notice) frá breska fjármálaeftirlitinu, FSA, sem lögđ var fyrir útibú Landsbankans í Lundúnum 3. október 2008. Hún var ţá trúnađarmál. Í hana var ţó vitnađ í skýrslu bankastjóra Landsbankans um bankahruniđ frá febrúar 2009, auk ţess sem hún var međal gagna, sem alţingismenn fengu í hendur frá breskri lögmannsstofu í desember 2009.
 
Samkvćmt tilskipuninni átti Landsbankaútibúiđ í Lundúnum ţegar ađ setja 10% af óbundnum innstćđum á Icesave-reikningum í Bretlandi inn á bundinn reikning í Englandsbanka og meira síđar. Ţetta fól í sér, eins og komiđ hefur fram, ađ Landsbankinn á Íslandi átti strax ađ fćra 200 milljónir punda til Bretlands. En öđru hefur ekki veriđ veitt athygli: Jafnframt var lagt blátt bann viđ ţví ađ fćra eitthvađ af lausafé bankaútibúsins eđa öđrum eignum ţess í Bretlandi úr landi nema međ ţriggja daga fyrirvara og skriflegu leyfi fjármálaeftirlitsins. Ţótt tilskipunin vćri trúnađarmál, var Barclays-banka skýrt frá henni, en hann sá um allar fćrslur á Icesave-reikningunum.
 
Ţetta seinna atriđi er stórmerkilegt. Ţađ sýnir, svo ađ ekki verđur um villst, ađ óţarfi var ađ beita hryđjuverkalögunum alrćmdu gegn Íslandi, eins og gert var fimm dögum síđar, 8. október. Ţeir Alistair Darling fjármálaráđherra og Gordon Brown forsćtisráđherra réttlćttu beitingu laganna međ ţví ađ koma yrđi í veg fyrir ólöglega fjármagnsflutninga frá Bretlandi til Íslands. En međ tilskipuninni höfđu ţeir ţegar í höndum tćki, sem til ţess dugđi.
 
Ţegar breskir embćttismenn birtust síđan í útibúi Landsbankans í Lundúnum, varđ ţeim strax ljóst, ađ ekkert óeđlilegt átti sér ţar stađ. Ţví var ákveđiđ 12. október, ađ Englandsbanki veitti útibúinu 100 milljón punda lán til ađ bćta lausafjárstöđuna, á međan ţađ vćri gert upp. Skömmu eftir ađ breska fjármálaráđuneytiđ setti íslenskt fyrirtćki á lista um hryđjuverkasamtök, veitti Englandsbanki ţví ţannig stórlán!

(Fróđeiksmoli í Morgunblađinu 11. júní 2016.)


Merkilegt skjal úr Englandsbanka

Á netinu eru birt ýmis fróđleg skjöl um bankahruniđ. Eitt er fundargerđ bankaráđs Englandsbanka 15. október 2008, réttri viku eftir ađ stjórn breska Verkamannaflokksins lokađi tveimur breskum bönkum í eigu Íslendinga, um leiđ og hún kynnti 500 milljarđa ađstođ viđ alla ađra breska banka, jafnframt ţví sem stjórnin beitti hryđjuverkalögum á Landsbankann (og um skeiđ á Seđlabankann, Fjármálaráđuneytiđ og Fjármálaeftirlitiđ).

Bankaráđiđ kemst ađ ţeirri niđurstöđu ađ hin alţjóđlega fjármálakreppa hafi ekki ađeins veriđ vegna lausafjárţurrđar, heldur líka ónógs eigin fjár fjármálafyrirtćkja. Ţess vegna hafi hiđ opinbera víđa orđiđ ađ leggja slíkum fyrirtćkjum til hlutafé. Ţetta gerđist á Íslandi í septemberlok 2008, ţegar ríkiđ keypti 75% í Glitni. Bankaráđiđ bendir líka á ađ ađallega skorti lausafé í Bandaríkjadölum. Englandsbanki fékk í gjaldeyrisskiptasamningum nánast ótakmarkađan ađgang ađ dölum. Veitti hann síđan fjármálafyrirtćkjum lán gegn veđum, og var losađ um reglur um slík veđ, til dćmis tekiđ viđ margvíslegum verđbréfum. Hér gekk Englandsbanki enn lengra en Seđlabankinn, sem var ţó eftir bankahruniđ óspart gagnrýndur fyrir lán til viđskiptabanka.

Fundargerđin er ekki ađeins merkileg fyrir ţađ ađ Englandsbanki var ađ gera nákvćmlega hiđ sama og Seđlabankinn íslenski. Í fundargerđinni víkur sögunni ađ aflöndum og fjármálamiđstöđvum, og segir ţar: „Fćkka ţarf ţeim smáríkjum sem kynna sig sem fjármálamiđstöđvar. Ísland var mjög skýrt dćmi. Vakin var athygli á ţví ađ Seđlabankinn íslenski hafđi snemma árs sent menn til Englandsbanka. Ţeim hafđi veriđ sagt ađ ţeir ćttu hiđ snarasta ađ selja banka sína. Efnahagsreikningur Íslands vćri of stór.“

Bretarnir töluđu ađ vísu eins og ţađ hefđi veriđ á valdi Seđlabankans ađ minnka bankakerfiđ, sérstaklega á tímabili ţegar eignir seldust langt undir markađsverđi. En sú er kaldhćđni örlaganna ađ bankakerfiđ á Íslandi var svipađ ađ stćrđ hlutfallslega og bankakerfin í Skotlandi og Sviss. Ţeim var bjargađ í fjármálakreppunni međ ţví ađ leggja ţeim til pund og dali. Ella hefđu ţau hruniđ.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 28. maí 2016.)


Dósentsmáliđ 1937

Séra Sigurđur EinarssonDósentsmáliđ 1937 snerist um ţađ, ađ Haraldur Guđmundsson ráđherra veitti flokksbróđur sínum, séra Sigurđi Einarssyni, dósentsembćtti í guđfrćđi, en ekki séra Birni Magnússyni, sem nefnd á vegum guđfrćđideildar hafđi mćlt međ, eftir ađ umsćkjendur höfđu gengist undir samkeppnispróf. Fróđlegt er ađ bera saman kafla um ţetta mál í tveimur ritum um Háskóla Íslands. Í Sögu Háskóla Íslands eftir Guđna Jónsson frá 1961 sagđi frá dósentsmálinu frá sjónarhorni háskólayfirvalda. Ţar eđ Björn hefđi fengiđ međmćli dómnefndar, „hefđi mátt ćtla, ađ mál ţetta vćri klappađ og klárt“. En ráđherra hefđi skipađ Sigurđ međ tilvísun í álitsgerđ frá prófessor Anders Nygren í Lundi, sem hann hefđi útvegađ sér. Hefđi embćttisveitingin vakiđ „í flestum stöđum undrun og gremju“.

Í Aldarsögu Háskóla Íslands frá 2011 benti Guđmundur Hálfdanarson hins vegar á, ađ Anders Nygren var einn virtasti guđfrćđingur Norđurlanda, en einnig kunnur baráttumađur gegn fasisma. Eftir ađ Guđmundur rannsakađi skjöl málsins, taldi hann ekkert benda til, ađ Nygren hefđi vitađ, hverjir umsćkjendurnir voru, en hann fékk allar ritgerđir ţeirra sendar, eđa ađ íslenskir ráđamenn hefđu veriđ kunnugir honum. Niđurstađa Nygrens var afdráttarlaus. „Ef hćfileikinn til sjálfstćđrar vísindalegrar hugsunar vćri lagđur til grundvallar stöđuveitingunni, en ţađ sjónarmiđ taldi Nygren sjálfgefiđ ađ hafa ađ leiđarljósi viđ ráđningar háskólakennara, ţá ţótti honum ađeins einn kandídatanna koma til greina, og ţađ reyndist vera Sigurđur Einarsson.“

Ég hafđi eins og fleiri taliđ, ađ máliđ lćgi ljóst fyrir. Haraldur hefđi veriđ ađ ívilna flokksbróđur, ţótt Sigurđur vćri vissulega rómađur gáfumađur og mćlskugarpur. En eftir ađ hafa lesiđ ritgerđ Guđmundar Hálfdanarsonar finnst mér máliđ flóknara. Var Haraldur ef til vill líka ađ leiđrétta ranglćti, sem séra Sigurđur hafđi veriđ beittur? Klíkuskapur ţrífst ekki ađeins í stjórnmálaflokkum, heldur líka á vinnustöđum. Og hverjir eiga ađ hafa veitingarvaldiđ: Fulltrúar ţeirra, sem greiđa launin, eđa hinna, sem ţiggja ţau?

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 21. maí 2016.)


Nordau á Íslandi

portrait_of_max_nordau.jpgEinn furđulegasti kaflinn í hugmyndasögu áranna kringum aldamótin 1900 er um hina svokölluđu mannkynbóta- eđa arfbótakenningu (eugenics), en samkvćmt einni útgáfu hennar varđ ađ koma í veg fyrir, ađ vanhćfir einstaklingar fjölguđu sér. Einn mannkynbótafrćđingurinn var ítalski lćknirinn Cesare Lombroso, sem taldi glćpsemi arfgenga og reyndi ađ finna vísbendingar um, hvernig hún erfđist. Lćrisveinn hans, ungverski lćknirinn Max Nordau, sem var gyđingur eins og Lombroso (og hét upphaflega Simon Maximilian Südfeld), gaf 1892 út bókina Entartung (Kynspillingu). Ţar las hann nokkrum kunnustu rithöfundum norđurálfunnar pistilinn, ţar á međal Henrik Ibsen, Oscar Wilde og Lev Tolstoj. Taldi hann ţá úrkynjađa og verk ţeirra sjúkleg. Var ţessi bók umtöluđ um skeiđ, ţótt nú sé hún fallin í gleymsku.

Fram á miđjan aldur trúđi Nordau ţví, ađ gyđingar gćtu samlagast sambýlingum sínum, en eftir málarekstur gegn Alfred Dreyfus í Frakklandi 1894 og ćsingar gegn gyđingum skipti hann um skođun, gerđist einn helsti forystumađur síonista og gekk nćstur Theodor Herzl. Kvađ hann gyđinga verđa ađ hćtta viđ samlögun og stofna eigiđ ríki. Hann hugsađi sér ţađ fyrst í Úganda, en síđan í Ísrael. Mćlti hann fyrir „vöđvastćltum gyđingdómi“. Nordau fćddist í Pest (austurhluta Búdapest) 1849 og lést í París 1923.

Ungur sótti Nordau ţjóđhátíđina á Íslandi 1874 og skrifađi um hana nokkrar greinar í ungversk og austurrísk blöđ, og voru ţćr endurprentađar í bókinni Vom Kreml zur Alhambra (Frá Kremlkasta til Alhambrahallar) 1880. Nordau var lítt hrifinn af Íslandi, kvađ skárra ađ vera hundur í Pest en ferđamađur á Íslandi. Reykvíkingar vćru seinlátir og ógreiđviknir. „Viđ höfum nú fullkomlega kynnst hinni víđfrćgu gestrisni Íslendinga, og ég vil ráđa hverjum manni, sem ćtlar ađ ferđast eitthvađ á Íslandi, til ţess ađ hafa međ sér tjöld, rúmföt og matvćli til ţess ađ geta veriđ sem óháđastur góđvild Reykjavíkurbúa.“

Nordau taldi almenna deyfđ einkenna ţjóđina: „Ţađ er einkennilegt fyrir andlega og efnalega vesalmennsku, hjálparleysi og svefn Íslendinga, ađ fiskveiđar Frakka viđ strendurnar eru ţeim ţyrnir í augum og mikiđ reiđiefni, en ţeim dettur aldrei í hug ađ reyna ađ keppa viđ ţá. Frakkar raka saman milljónum viđ Ísland, en landsbúar eru örsnauđir og rétta ekki út hendurnar eftir hinum ótćmandi auđ sjávarins. Eftirkomendur hinna djörfustu og ţolnustu sjófarenda allra tíma eru engir sjómenn. Ţeir kunna hvorki ađ smíđa báta, stýra né sigla.“ En lastiđ var á báđa bóga. Matthías Jochumsson hitti Nordau og taldi hann hrokafullan og hégómagjarnan. Höfđu eflaust báđir eitthvađ til síns máls.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 14. maí 2016.)


Guđmundur Andri: Ekkert skjól í sögunni

Guđmundur Andri Thorsson skrifar greinina „Í aflöndum er ekkert skjól“ í Fréttablađiđ í dag. Heitiđ er sótt međ tilbrigđum í kvćđi Laxness, eins og allir vita. En Guđmundi láđist ađ geta ţess, ađ Laxness geymdi sjálfur fé erlendis ólöglega og var raunar dćmdur fyrir. Guđmundur gat ţess ekki heldur, ađ Thorsćttin (sem hann er sprottinn af) geymdi líka slíkt fé erlendis, eins og Guđmundur Magnússon upplýsti í bók um ćttina. Ţví síđur gat Guđmundur ţess nema í mýflugumynd, ađ hjónin, sem greiđa honum fyrir skrifin í Fréttablađiđ, Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson, geyma slíkt fé erlendis og ţađ stórfé. Í sögunni er ekkert skjól.


Af hverju afhendir Jóhannes ekki skjölin?

Wikileaks-menn virđast vera hugsjónamenn. Ţeir settu ţau gögn, sem ţeir höfđu komist (áreiđanlega ólöglega) yfir endurgjaldslaust á Netiđ.

Öđru máli virđist gegna um rannsóknarblađamanninn Jóhannes Kr. Kristjánsson. Hann fćr í hendur gögn (sem áreiđanlega voru illa fengin) um aflandseignir Íslendinga. Hann afhendir ekki yfirvöldum ţessi gögn eđa stuđlar ađ birtingu ţeirra á Netinu, heldur notar ţau í samstarfi viđ sćnska fréttahauka til ađ egna gildru fyrir forsćtisráđherra Íslands. Síđan gerist hann verktaki hjá RÚV viđ ađ sýna ţađ, hvernig forsćtisráđherrann gekk í gildruna. Hann gerir ţessi stolnu gögn međ öđrum orđum ađ féţúfu.

Nú hefur ríkisskattstjóri krafist ţessara gagna, eins og lög mćla fyrir um, ađ hann geti gert. Ţađ hlýtur líka ađ vera krafa almennings, úr ţví sem komiđ er, ađ ţessi gögn séu birt, en óprúttnir menn geti ekki valiđ úr ţeim ţađ, sem ţeim hentar, og selt ađ vild.

Jóhannes, birtu skjölin tafarlaust!


Viljum viđ ţetta fólk til valda?

Nú er góđćri, ör hagvöxtur, sjávarútvegur arđbćr, orkulindir ađ skila tekjum, mannauđur ađ nýtast í ótal smáfyrirtćkjum hugvitsamra einstaklinga, ferđamenn ađ flykkjast til landsins. Og viljum viđ ţá fá ţetta fólk til ađ leggja ţađ í rústir?


Búdapest, Reykjavík og Akureyri, 1956

bu_769_dapest.jpgÍ tölvubréfi andmćlir Jóhann Páll Árnason heimspekingur mér svofelldum orđum: „Svo segir ţú ađ ekki eitt einasta dćmi sé um ţađ ađ Sósíalistaflokkurinn hafi gagnrýnt orđ eđa gerđir Sovétríkjanna. Ţetta er auđvitađ skrifađ gegn betri vitund. Innrásin í Ungverjaland 1956 var fordćmd í leiđara Ţjóđviljans, sem ţá var flokksmálgagn Sósíalistaflokksins. Ţess utan fordćmdi Alţýđubandalagiđ innrásina, og sem hluti af Alţýđubandalaginu verđur Sósíalistaflokkurinn ađ teljast ađili ađ ţeirri fordćmingu.“

Ţjóđviljinn skrifađi í leiđara 6. nóvember 1956, ađ Rauđi herinn hefđi „öll ráđ í Ungverjalandi í sínar hendur“. Síđan sagđi blađiđ: „Ţetta eru ađfarir sem hver sósíalisti hlýtur ađ líta mjög alvarlegum augum, međ ţeim eru ţverbrotnar sósíalistískar meginreglur um réttindi ţjóđa. Hver ţjóđ heims á ađ hafa rétt til ađ búa í landi sínu ein og frjáls án erlendrar íhlutunar.“ Blađiđ bćtti ţví viđ, ađ innrásin í Ungverjaland vćri ekki síst vestrćnum ríkjum ađ kenna. „Landvinningamenn og stríđssinnar auđvaldsríkjanna bera sína ţungu ábyrgđ á örlögum Ungverjalands, og ekkert er viđurstyggilegra en ađ sjá talsmenn ţeirra fella krókódílatár yfir Ungverjum.“

brynjo_769_lfur_1956.jpgŢjóđviljinn skrifađi nćstu vikur fátt um Ungverjaland, en ţeim mun fleira um mótmćli fyrir utan sendiráđ Ráđstjórnarríkjanna í Reykjavík 7. nóvember 1956, en ţá gengu forystumenn Sósíalistaflokksins ţangađ til veislu, Einar Olgeirsson, Lúđvík Jósepsson og Brynjólfur Bjarnason. Valdi blađiđ mótmćlendum hin hraklegustu orđ.

Sósíalistaflokkurinn sjálfur ályktađi ekkert um innrásina í Ungverjalandi. Á flokksstjórnarfundi 25.–30. nóvember 1956 samţykkti flokkurinn eftir harđar deilur ađ leyfa einstökum félagsmönnum ađ mótmćla innrásinni, ţótt flokkurinn gerđi ţađ ekki sjálfur. Ég veit ekki til ţess, ađ flokksmenn hafi notfćrt sér ţetta „leyfi“. Í ályktun ungra sósíalista viđ nám austan tjalds sagđi hins vegar: „Ţađ er skođun okkar, ađ íhlutun sovéthersins hafi veriđ ill nauđsyn til ţess ađ hindra stofnun fasistaríkis í Ungverjalandi, sem hefđi margfaldađ hćttuna á nýrri heimsstyrjöld.“ Nokkrir menntaskólanemar á Akureyri tóku sömu afstöđu.

Ég stend ţví viđ fullyrđingu mína: Ţess eru engin dćmi allt til 1968, ađ Sósíalistaflokkurinn hafi gagnrýnt orđ eđa gerđir ráđstjórnarinnar rússnesku.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 19. mars 2016. Efri myndin er frá Búdapest, hin neđri frá mótmćlum fyrir framan sendiráđ Ráđstjórnarríkjanna í Reykjavík 7. nóvember 1956. Lögreglan verndar Brynjólf Bjarnason og konu hans fyrir mótmćlendum, eins og hún hafđi orđiđ ađ vernda ýmsa andstćđinga kommúnista gegn ţeim fyrr á árum.)


Ótrúleg fávísi Höskulds Kára Schrams

Frétt birtist um málstofu á ráđstefnu í Háskólanum á Akureyri, sem ég tók ţátt í. Höskuldur Kári Schram, fréttamađur á Stöđ tvö, skrifađi á Facebook um hana:

Nú hef ég bara fréttina til ađ styđjast viđ en ekki rannsóknina sjálfa. En stundum hafa Íslendingar veriđ ađeins of duglegir í ađ leita ađ sökudólgum í útlöndum. Ţá vill stundum gleymast ađ viđ komum okkur sjálf í ţessa stöđu. Bretar voru fyrir hrun búnir ađ lýsa yfir áhyggjum af stöđu bankanna. Ţáverandi Seđlabankastjóri reyndi ađ gera lítiđ úr ţeim áhyggjum á fundum erlendis. Sérfrćđingi Danske bank sem lýsti yfir áhyggjum var bent á ađ fara í endurmenntun. Landsbankinn fékk grćnt ljós á stofnun icesave reikninga í Hollandi bara nokkrum mánuđum fyrir hrun. Ţá var ţađ ekkert leyndarmál ađ bankinn var međ ţessum reikningum ađ bregđast viđ lausafjárskorti í erlendum gjaldeyri. Vaxtaálag á íslensku bankana byrjađi ađ hćkka amk tveimur árum fyrir hrun. Ţađ sáu allir í hvađ stefndi en engin brást viđ. Mervin King bauđst til ađ hjálpa en ţví bréfi var bara alls ekki svarađ. Stjórnvöld lýstu ţví yfir ađ ţetta vćri allt blessađ og gott og ekkert vandamál og fóru í sérstaka PR herferđ. Seđlabankinn lýsti ţví yfir í erlendum fjölmiđlum ađ ţađ vćri ekkert mál ađ koma bönkunum til bjargar. Svo hrundi allt međ látum og ţađ fyrsta sem viđ gerđum var ađ skilja útlendingana eftir á köldum klaka.

Ég svarađi honum í  nokkrum liđum:

  • „Ţáverandi Seđlabankastjóri reyndi ađ gera lítiđ úr ţeim áhyggjum á fundum erlendis.“ Hvađ átti hann ađ gera annađ? Átti hann ađ fella bankana međ ógćtilegum orđum? En hefurđu ekki lesiđ skýrslu RNA, ţar sem fram koma ótal viđvaranir hans í rćđum og á einkafundum međ bankamönnum og ráđherrum, ekki ađeins 6. nóvember 2007 og 7. febrúar 2008, heldur miklu oftar?
  • „Landsbankinn fékk grćnt ljós á stofnun icesave reikninga í Hollandi bara nokkrum mánuđum fyrir hrun. Ţá var ţađ ekkert leyndarmál ađ bankinn var međ ţessum reikningum ađ bregđast viđ lausafjárskorti í erlendum gjaldeyri.“ Fékk grćnt ljós? Hann hafđi blátt áfram heimild til ađ gera ţetta samkvćmt reglum um Evrópska efnahagssvćđiđ. Auđvitađ var ţađ ekkert leyndarmál, ađ bankinn var ađ bregđast viđ lausafjárskorti. En almennt hefur veriđ taliđ heppilegra, ađ bankar fjármagni sig međ innlánum en lántökum.
  • „Mervin King bauđst til ađ hjálpa en ţví bréfi var bara alls ekki svarađ.“ Hann heitir Mervyn King. Bréfiđ, sem ekki var svarađ, var frá Seđlabankanum til Kings. Og til hvers bauđst King? Ađ hjálpa til viđ ađ minnka bankakerfiđ. Hvađ merkti ţađ? Ađ ađstođa viđ brunaútsölu á eignum íslensku bankanna til breskra banka. Ţađ gat á ţessum tíma ekki merkt neitt annađ.
  • „Svo hrundi allt međ látum og ţađ fyrsta sem viđ gerđum var ađ skilja útlendingana eftir á köldum klaka.“ Skilja útlendingana eftir á köldum klaka? Hvers konar rugl er ţetta? Međ hryđjuverkalögunum og lokun breskra banka í eigu Íslendinga voru Íslendingar skildir eftir úti á köldum klaka. Útlendingarnir, sem veittu íslenskum bönkum lán, gerđu ţađ á eigin ábyrgđ, en ekki íslenskra skattgreiđenda.

Höskuldur Kári minnist ekkert á ţátt Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í hinni hóflausu skuldasöfnun bankanna. Eins og fram kom í skýrslu RNA (Rannsóknarnefndar Alţingis), safnađi Baugsklíkan langmestum skuldum árin fyrir hrun. Einkennilegt er, ađ Höskuldur Kári skuli gleyma Jóni Ásgeiri, ţví ađ hćg eru heimatökin: Ţeir eru systrasynir.


Á ráđstefnu á Akureyri 19. mars

1618620_10153956595274590_6141459162001333246_n.jpgÉg flutti fyrirlestur á ráđstefnu Háskólans á Akureyri um alţjóđamál laugardaginn 19. mars 2016. Ég leiddi ţar rök gegn ţeirri kenningu Anne Siberts og Baldurs Ţórhallssonar, ađ Ísland vćri of lítiđ, eins og bankahruniđ íslenska hefđi sýnt. Ég benti á, ađ smáríkjum vegnađi iđulega betur en stórveldum. Kostnađur af ţví, sem ríkiđ ćtti ađ gera — ađ framleiđa samgćđi — vćri alls ekki meiri í smáríkjum en stórveldum. Til dćmis hćttu smáríki sér sjaldnast út í hernađarćvintýri, og ţar vćri löggćsla oft ódýrari á mann en í fjölmennari og sundurleitari löndum, ţar sem hvítir og svartir, ríkir og fátćkir, kristnir menn og múslimar stćđu iđulega andspćnis hverjir öđrum gráir fyrir járnum. Ég sagđi, ađ Íslendingar hefđu lent í gildru, ţegar ţeir ćtluđu ađ skríđa í skjól Noregskonungs 1262. Ţeir hefđu veriđ lćstir í ţá gildru fátćktar og kúgunar öldum saman. Rök Jóns Sigurđssonar fyrir sjálfstćđi vćru enn gild: 1) Ísland hefđi veriđ fullvalda frá öndverđu. 2) Íslendingar vćru sérstök ţjóđ međ eigin tungu og sögu. 3) Íslendingar vissu betur en ađrar ţjóđir og fjarlćgar, hvađ ţeim vćri sjálfum fyrir bestu. Ég brýndi lesendur á ţví, ađ viđ vćrum ein ţjóđ og ćttum sálufélag međ ţeim fjörutíu kynslóđum, sem byggt hefđu landiđ á undan okkar:

Ísland, í lyftum heitum höndum ver

ég heiđur ţinn og líf gegn trylltri öld.


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband