Umræður á Morgunvaktinni

_rnidaniel.gifÉg ræddi um Svartbók kommúnismans við Árna Daníel Júlíusson sagnfræðing á Morgunvaktinni á Rás tvö í Ríkisútvarpinu klukkan átta að morgni þriðjudagsins 8. september 2009. Árni Daníel kvað rússnesku byltinguna hafa leitt til góðs þrátt fyrir ýmislegt, sem miður hefði farið. Til dæmis hefði lífi margra verið bjargað með góðri heilsugæslu þar eystra. Hefur hann skrifað í svipaðan dúr hér á Netinu. Ég benti á, að þetta var ekki bylting, heldur valdarán kommúnista. Margar aðrar þjóðir hefðu síðustu 100–200 árin tekið örum framförum án þess að drepa stjórnarandstæðinga eða reka úr landi, flytja heilar stéttir eða þjóðflokka nauðuga úr heimkynnum sínum, senda milljónir manna í þrælkunarbúðir, svipta menn málfrelsi, fundafrelsi, félagafrelsi og trúfrelsi og valda hungursneyðum ýmist vitandi vits eða af glæpsamlegri vanrækslu. Árni Daníel sagði einnig, að frelsi vestrænna manna hefði að mestu leyti takmarkast við Evrópu. Nýlenduþjóðir hefðu verið kúgaðar. Ég benti þá á, að Ráðstjórnarríkin voru mesta nýlenduveldi tuttugustu aldar og það, sem síðast hvarf frá nýlendustefnunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband