Viðtal um veirufaraldur

Ég var þriðjudaginn 31. mars 2020 í viðtali í Harmageddon um reynslu mína af og skoðanir á veirufaraldrinum. Ég lýsti ferðalagi mínu um auða flugvelli í Rio de Janeiro og Lundúnum og setu í hálftómum flugvélum og sagði nokkur orð um veirufaraldurinn. Mér sýnast íslensk yfirvöld fara skynsamlega að málinu, sem vissulega er vandasamt. Núna erum við í björgunarbát, en þegar við losnum úr honum, þurfum við að taka upp frjálsar siglingar á ný. Ég myndi bæta því við, sem ekki gafst tóm til að ræða í viðtalinu, að uppruninn er í einræðisríki og viðbrögðin allt of sein vegna tilrauna til að þagga niður í læknum, jafnframt því sem eftirlitsstofnanir á Vesturlöndum hafa tafið fyrir baráttunni gegn veirunni. Hér er hlekkur á viðtalið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband