Jón Óskar og sósíalisminn

Fjölmargir lesendur Fróđleiksmolanna hafa haft samband og bent á margt, sem ýmist mátti betur fara eđa hafa mćtti í huga, og kann ég ţeim hinar bestu ţakkir. Hér ćtla ég ađ leggja út af einni athugasemdinni, eftir Unu Margréti Jónsdóttur. Hún er dóttir Jóns Óskars, sem fór í frćga bođsferđ til Ráđstjórnarríkjanna 1956 ásamt ţeim Steini Steinarr og Agnari Ţórđarsyni. Benti Una Margrét á, ađ fađir sinn hefđi gagnrýnt stjórnarfar ţar eystra í bók sinni, Páfinn situr enn í Róm.

Jón Óskar gerđi ţađ svo sannarlega. Hann gaf bókina út hjá Almenna bókafélaginu voriđ 1964. Svo vildi til, ađ hann fékk 18 ţúsund króna listamannalaun, um svipađ leyti og bókin kom út. Orti ţá Ţorsteinn frá Hamri háđkvćđi í Ţjóđviljan

Sem ég á blíđum beđi

bílífis vaknađe

úthlutun einnig léđi

átján ţúsund í té

Jóni ţeim sama, sama,

er svalt um árabil.

Heita ţeir honum frama —?

Hví er rokiđ til —?

Ţorsteinn taldi svariđ viđ spurningu sinni liggja í augum uppi. Ţađ vćri „sérlegt ferđastjá“ Jóns Óskars. Eflaust hefur ţetta kvćđi Ţorsteins ekki spillt fyrir ţví, ađ hann var sjálfur bođinn til Ráđstjórnarríkjanna ári síđar og ţáđi bođiđ. Skylt er ţó ađ geta ţess, ađ Ţorsteinn iđrađist síđar kvćđisins.
 
Einn rithöfundur sósíalista, Friđjón Stefánsson, kvaddi sér hljóđs á fundi í Rithöfundafélagi Íslands um ţćr mundir, kvartađi undan úthlutun listamannalauna og vék ađ Jóni Óskari: „En nú hafđi komiđ út ferđabók eftir hann, ţar sem í er ađ finna nokkuđ af óhróđri um sósíölsk ríki, Sovétríkin, í Morgunblađsstíl. Og eins og viđ manninn mćlt: Hann skal upp í 18 ţúsund króna flokk.“ Jón úr Vör hélt ađ vísu uppi vörnum fyrir skáldbróđur sinn á fundinum, en í endurminningum sínum sagđi Jón Óskar, ađ eftir ţetta hefđi Ţjóđviljinn snúist gegn sér og sósíalistar hćtt ađ heilsa sér á förnum vegi.

Íslenskir sósíalistar sáu til ţess, ađ ţađ kostađi ađ ganga úr liđi  og neita ađ bera lof á ráđstjórnina rússnesku.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 3. maí 2014.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband