Góður fundur með Bjarna

bjarni-benediktsson_1269404.jpgÉg skrapp í hádeginu á laugardag á fund með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, sem talaði um fjárlagafrumvarpið. Bjarni talaði af þekkingu, glöggskyggni og yfirsýn, eins og hans er vandi. Tvennt vakti sérstaklega athygli mína. Annað er hin mikla kjarabót venjulegs launafólks, sem felst í niðurfellingu tolla af margvíslegri vöru, þar á meðal fatnaði og heimilistækjum, auk þess sem kerfið verður einfaldað mjög. Hitt er hinn hái vaxtakostnaður ríkissjóðs, sem Bjarni kvað nauðsynlegt að lækka jafnt og þétt næstu árin. Þetta eru blóðpeningar.

Á meðan ég hlustaði á Bjarna, varð mér hugsað til þess, hvílíkri möru var létt af þjóðinni, þegar vinstri stjórnin hraktist frá. Ekki virðist vera til í Bjarna sú illska og heift, sem einkenndi forystumenn þeirrar stjórnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband