Rakst á gamla ljósmynd úr Hvíta húsinu

Það er segin saga, þegar ég ætla að taka til í tölvunni hjá mér, að ég tefst við að skoða gömul skjöl og myndir, og þá rifjast margt upp. Ég var í ávölu skrifstofunni með Davíð Oddssyni 6. júlí 2004, þegar hann hitti Bush Bandaríkjaforseta og reyndi að fá því framgengt, að Bandaríkjamenn héldu áfram að verja Ísland (eins og voru hagsmunir þeirra sjálfra að gera ekki síður en okkar).

domyndirogmal_bush2004.jpgDavíð er að segja, að Írak hafi orðið skárri staður, eftir að Saddam Hussein var hrakinn frá völdum. Auðvitað var það rétt: Því miður dró Barack Hussein Obama bandaríska heraflann of snemma til baka. Eftir að þeir Davíð og Bush höfðu sagt nokkur orð við fréttamenn, sungum við afmælissönginn fyrir Bush, „Happy birthday to you, Mister President …“

Daginn áður en ég fór til Bandaríkjanna, hafði Jón Ólafsson athafnamaður stefnt mér fyrir rétt í Bretlandi, og kostuðu þau málaferli mig um 25 milljónir króna (á þáverandi gengi!). Ég hafði á brottfarardaginn beðið kerfisstjóra Háskólans að loka heimasíðu minni (en Jón hafði verið ósáttur við ummæli um sig þar), því að ég vildi þá sem endranær forðast átök um aukaatriði, en kerfisstjórinn vanrækti að gera það. Síðar hélt sá því fram, að ég hefði ekki beðið sig um þetta, en ég fann tölvuskeyti mitt til hans og gat því fært sönnur á mál mitt. Við göngum stundum í lífinu á hnífseggjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband