Enn um Ísraelsmenn og vændiskaupendur

Ég benti hér í gær á sjónarmið tveggja óvinsælla minnihlutahópa, sem eiga sér formælendur fáa, Ísraelsmanna og vændiskaupenda. Ég ætlaði ekki nauðsynlega að taka undir þessi sjónarmið, en taldi rétt að vekja athygli á þeim. Fjölmiðlar gera þeim lítil sem engin skil, ekki heldur þeir fjölmiðlar, sem á hvílir lagaskylda um óhlutdrægni (og ef til vill síst þeir).

En hér vil ég vitna í tvenn snjöll ummæli.

Önnur ummælin eiga vel við um Ísraelsmenn:

Cet animal est très méchant,
Quand on l’attaque il se défend.
Þetta dýr er afar grimmt:
Það ver sig, þegar á það er ráðist.

Þetta er franskur söngtexti frá 1868 eftir ókunnan höfund.

Hin ummælin eiga vel við í umræðum um það, sem menn vilja leyfa eða að minnsta kosti þola án þess að þurfa nauðsynlega að vera hrifnir af því, en vændi er einmitt þeirrar tegundar. Þau eru eftir dr. Guðmund Magnússon, prófessor og háskólarektor:

Ég er bindindismaður fyrir sjálfan mig, en ekki fyrir aðra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband