Situr á Stefáni Ólafssyni að prédika siðferði?

stefanolafsson.jpgÉg sé, að í fundaröð Háskólans um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var síðasti fundurinn í gær. Hann var um „Gagnrýna umræðu: Hlutverk háskóla og fjölmiðla“.

Einn málshefjandi var Stefán Ólafsson félagsfræðiprófessor. Hann er sennilega sá, sem síst ætti að ræða um siðferði háskólamanna. Hreinn Loftsson lögfræðingur birti fyrir skömmu tölvuskeyti milli okkar tveggja, þar sem skýrt kemur fram eftirfarandi:

Árið 1996 var Stefán forstöðumaður félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Hreinn fékk hann í kyrrþey (meðal annars vegna meðmæla minna með honum, þar sem ég taldi honum treystandi) til að gera fyrir sig skoðanakönnun um fylgi hugsanlegra frambjóðenda í forsetakjöri.

Hinn 8. maí 1996 sagði Stefán ritstjórum Morgunblaðsins, þeim Matthíasi Johannessen og Styrmi Gunnarssyni, frá niðurstöðum skoðanakönnunarinnar, þótt hann væri að sjálfsögðu bundinn ströngum trúnaði um hana gagnvart Hreini. Matthías færði samtalið inn í dagbók sína, sem nú hefur verið birt á Netinu.

Engin ástæða er til að rengja orð Hreins og Matthíasar um þetta mál. Fráleitt er að halda því fram, að Matthías sé að spinna upp þetta samtal. Og Hreinn hefur staðfest, að hann lét Stefán gera þessa könnun.

Þetta er eins alvarlegt trúnaðarbrot og unnt er að hugsa sér. Situr á Stefáni Ólafssyni að prédika siðferði?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband