Hlakkaði í Evrópuþingmönnum?

Fróðleg frétt birtist í Morgunblaðinu á dögunum um ræðu, sem þingmaður breska Íhaldsflokksins á Evrópuþinginu, Daniel Hannan, hélt nýlega. Þar kvað hann hafa hlakkað í sumum þar á bæ yfir falli íslensku bankanna: Nú hlytu Íslendingar að leita á náðir Evrópusambandsins.

Sem betur fer hefðu Íslendingar ekki gert þetta, sagði Hannan. Þeir hefðu þess vegna verið óbundnir í gjaldmiðilsmálum ólíkt Grikkjum og Írum. Þeir hefðu ekki heldur eytt fé skattgreiðenda í að bjarga lánveitendum bankanna frá eigin gerðum (þótt vert sé að rifja upp, að hagvitringarnir Már Guðmundsson og Jón Steinsson lögðu það báðir til).

Daniel Hannan benti á, að nú væru tveir þriðju hlutar Íslendinga andvígir því að ganga í Evrópusambandið. Það væri að vonum. Auðlindir þjóðarinnar yrðu þurrausnar (en sjávarútvegur er sem kunnugt er nánast alls staðar í ES rekinn með tapi og stórkostlegum styrkjum úr almannasjóðum). Alþingi yrði héraðsþing — eða eins og Jónas Hallgrímsson hefði orðað það: ekki haukþing á bergi, heldur hrafnaþing í holti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband