30.11.2010 | 01:19
Ađventan hjá Gísla Marteini
Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi hefur venjulega opiđ hús heima hjá sér fyrir vini sína fyrsta dag ađventunnar, og bađ hann okkur Einar Kárason rithöfund um ađ lesa upp úr verkum okkar ađ ţessu sinni, síđdegis sunnudaginn 28. nóvember. Bók mín, Kjarni málsins. Fleyg orđ á íslensku, kom út hjá Bókafélaginu snemma í nóvember.
Var ţetta hinn ánćgjulegasti viđburđur. Ég sagđi ađallega frá ţremur höfundum tilvitnana í bók minni, ţeim Árna Pálssyni prófessor, Ólafi Thors forsćtisráđherra og Tómasi Guđmundssyni skáldi. Ţeir voru allir orđheppnir, en fyndni ţeirra fylgdi líka jafnan alvarlegur bođskapur, jafnframt ţví sem hann var grćskulaus.
Einar las upp úr tveimur verkum sínum, eins konar skáldskaparćvisögu, ţar sem hann segir skemmtilegar sögur af sjálfum sér í volki veraldar, og úr bók, sem hann gefur út međ öđrum, ţar sem hann semur texta viđ ljósmyndir í sama stíl og Ţórarinn Eldjárn gerđi í lítilli bók fyrir nokkrum árum: Ég man
Ein dóttir Gísla Marteins skemmti ásamt vinkonu sinni međ fiđluleik, og fórst ţeim ţađ vel úr hendi. Ţá tóku tveir vinir Gísla Marteins, ţeir Ólafur Teitur Guđnason og Rúnar Freyr Gíslason, lagiđ, og sungu ţeir jólalög, sem sýndu, ađ ţeir hafa geymt mjög vel jólabarniđ í sjálfum sér, og get ég ekki sagt hiđ sama um sjálfan mig. En gestgjafinn var glađur og reifur ađ venju.
ÍNN-ţáttur sá, sem ég hélt, ađ yrđi á dagskrá ţennan sama dag, sunnudagskvöldiđ 28. nóvember, verđur hins vegar eftir viku. Ţar röbbum viđ Sigurđur G. Tómasson saman um bók mína.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:25 | Slóđ | Facebook
28.11.2010 | 15:04
Kápa bókar minnar
Fréttatíminn fékk nokkra hönnuđi til ađ velja bestu og verstu bókarkápur ársins, og var kápa bókar ţeirrar, sem ég tók saman og Bókafélagiđ gefur út fyrir ţessi jól, Kjarni málsins. Fleyg orđ á íslensku, valin ein af tíu bestu kápunum. Björn Jónsson hannađi kápuna, en á framhliđ kápunnar er mynd Ţrándar Ţórarinssonar listmálara, Útifundur á Austurvelli og á hćgri flipa ljósmynd Baldurs Kristjáns ljósmyndara af mér í fornbókabúđ Braga Kristjónssonar á Klapparstíg.
Málverk Ţrándar Ţórarinssonar hefur marga skemmtilega drćtti. Ţetta er útifundur á sama stađ og sumir útifundirnir eftir hrun. En fundargestir eru klćddir í föt frá nítjándu öld og bera yfirbragđ ţeirrar tíđar. Styttan af Jóni Sigurđssyni snýr einnig ađ fundargestunum. Listamađurinn leyfir Alţingishúsinu, Dómkirkjunni, Hótel Borg og Nathan & Olsen-húsinu öllum ađ vera á sínum stađ, en teiknar nýtt hús í stađ gler- og stálvirkis Almennra trygginga, sem honum finnst greinilega ekki prýđa götumyndina.
Yfir ţessari mynd er einhver tímalaus og ţjóđlegur blćr, eins og ćtlunin er, ađ sé yfir bókinni. Hún er í senn nútíminn og fortíđin, skírskotar til sögu og samtíđar. Bókin á einmitt ađ geyma ţađ, sem sagt hefur veriđ sögulegast, fleygast, viturlegast og snjallast á Íslandi. Hún á líka ađ vera handbók fyrir ţá, sem ţurfa ađ taka til máls á fundum eins og sýndir eru í verki Ţrándar eđa skrifa um ţá.
26.11.2010 | 09:03
Lagaritun á ţjóđveldisöld
Okkur á höfuđborgarsvćđinu standa til bođa forvitnilegir fyrirlestrar á hverjum degi. Í fyrradag, ţriđjudaginn 24. nóvember, ćtlađi ég ađ hlýđa á fyrirlestra Sigurđar Líndals og dr. Hans Hennings Hoffs um kristin og rómversk áhrif á lögbók ţjóđveldisins, Grágás, í hádeginu og rökrćđur tveggja raunvísindamanna, Ólafs Flóvenz og Stefáns Arnórssonar um ţađ, hvort jarđvarmi vćri frekar náma eđa lind, um kvöldiđ.
'Ég komst ađeins á fyrri fyrirlesturinn sökum tímaskorts og verđ ađ útvega mér erindi ţeirra Ólafs og Stefáns síđar. En fyrirlestrar ţeirra Sigurđar og Hoffs voru afar fróđlegir. Sigurđur rćddi um ţann merkismann, prófessor Konrad Maurer í München, sem skrifađi margt um ţjóđveldiđ og veitti Jóni Sigurđssyni drengilegan stuđning í sjálfstćđisbaráttunni.
Hoff setti fram skemmtilega tilgátu um ţađ, ađ Hafliđi Másson á Breiđabólsstađ í Vesturhópi, sem hýsti ritun ţjóđveldislaganna á öđrum áratug 12. aldar, hefđi átt meira undir sér og lifađ ćvintýralegra lífi en haldiđ hefđi veriđ. Veriđ gćti, ađ Hafliđi hefđi ungur mađur veriđ foringi Vćringja í Miklagarđi (en á ţeirri tíđ er kunnugt um norrćnan mann, sem stjórnađi lífvarđasveit keisarans, og ekki hefur tekist ađ finna) og haft ţađan međ sér auđ heim og einnig austrómverskan hugsunarhátt.
Rakti Hoff ýmis dćmi um áhrif úr austrómverskum lögum á lög Ţjóđveldisins.
Í bók mína, Kjarni málsins. Fleyg orđ á íslensku, valdi ég nokkur dćmi úr Lögbók Jústiníanusar keisara, sem er helsta heimildin um austrómverskan rétt, og hef mćtur á ţeim öllum. Er ţar mikil og hnitmiđuđ speki saman komin í nokkrum knöppum setningum.
Líklega er ekki til skýrari lýsing á réttlćtishugtakinu en í bók Jústiníanusar:
Juris prćcepta sunt hćc: honeste vivere, alterum non lćdere, suum cuique tribuere.
Lögmáliđ er ţetta: ađ lifa flekklausu lífi, gera öđrum ekki mein og gjalda hverjum sitt.
Einnig má minna á orđ Paulusar í bókinni: Optima est legum interpres consuetudo. Siđvenjan er besti lögskýrandinn.
24.11.2010 | 09:44
Seint séđ, Ţuríđur
Ég tók eftir ţví fyrir nokkru, ađ ţáverandi leiđarahöfundur Fréttablađsins, Páll Baldvin Baldvinsson, notađi orđtakiđ Seint séđ, Ţuríđur. Sennilega kannast fćstir viđ ţetta orđtak nú á öndverđri tuttugustu og fyrstu öld. Ţuríđur var prestsfrú í Stykkishólmi á nítjándu öld, Ţuríđur Kúld, sem Matthías Jochumsson orti um frćgt kvćđi. Ţar eru ţessi vísuorđ:
Hverju líkist lífiđ manna?
leiftri, draumi, sjónhverfing,
ţađ er blik á brjósti hranna,
botnlaust djúp er allt í kring.
Ţuríđur var dóttir Sveinbjarnar Egilssonar rektors og var uppi 18231899. Hún ţótti einkennileg í orđum og háttum. Mađur hennar var séra Eiríkur Kúld, sem sat um skeiđ á Alţingi, en hann var uppi 18221893. Hann var kunnur ađ ljúfmennsku, jafnađargeđi og ćđruleysi. Gekk á ýmsu í hjónabandi ţeirrar Ţuríđar.
Ţuríđur á eitt sinn ađ hafa sagt, ađ nú tćki hún eftir ţví, ađ séra Eiríkur vćri ekki ađeins dökkur í andliti, heldur líka um allan líkamann, og gćti hún ekki viđ ţađ unađ. Ţá sagđi séra Eiríkur međ mestu ró: Ţađ er seint séđ, Ţuríđur mín.
Ólafur Grímur Björnsson, lćknir og frćđimađur, sem ég hef sótt margan fróđleik til, hefur bent mér á, ađ Sighvatur Grímsson Borgfirđingur víkur ađ Ţuríđi Kúld og sérkennilegum uppátćkjum hennar í Prestaćfum, sem varđveitt eru í Ţjóđarbókhlöđu. Skrifar Sighvatur, ađ Ţuríđur hafi veriđ ofláti mikill, allt fram á elliár, tilgerđarsöm og glysgjörn úr hófi fram og skapvargur hinn mesti. Ekki eru ţessi fleygu ummćli séra Eiríks ţó ţar á bók.
21.11.2010 | 16:44
Gunnar Thoroddsen um smáţjóđirnar
Ég er ađ lesa hina miklu ćvisögu Gunnars Thoroddsens forsćtisráđherra eftir Guđna Th. Jóhannesson sagnfrćđing. Hefur Guđni haft ađgang ađ frábćrum heimildum, ekki ađeins dagbók Gunnars, heldur einnig drögum ađ sjálfsćvisögu og margvíslegum öđrum gögnum, og unniđ vel og samviskusamlega úr ţeim, ađ ţví er ég fć best séđ.
Ég hnaut um ţađ, ađ Guđni kveđur (160. bls.) Jón Ţorláksson hafa látiđ af embćtti borgarstjóra 1935. Jón lést, á međan hann gegndi embćttinu, en lét ekki af ţví. Ţetta er óeđlilegt orđalag, ţótt smáatriđi sé.
Á öđrum stađ (144. bls.) vitnar Guđni í frćg orđ gríska sagnritarans Ţúkídídesar um smáţjóđir, er hann segir frá hugleiđingum Gunnars um utanríkismál fyrir seinna stríđ (en hann vildi, ađ Ísland vćri á sameiginlegu áhrifasvćđi Stóra-Bretlands og Hitlers-Ţýskalands).
Guđni segir:
Sá sterkari hlýtur ađ ráđ en sá veikari ađ lúta, hafđi gríski sagnaritarinn Ţúkýdídes skrifađ í sögu Pelopseyjarstyrjaldar í Grikklandi til forna.
Í bók minni, Kjarni málsins. Fleyg orđ á íslensku, er talsvert rćtt um orđ Ţúkídídesar (eins og eđlilegast er ađ stafsetja nafn sagnritarans á íslensku). Hann mćlti ţau ekki sjálfur, heldur lagđi ţau í munn Aţeningum, ţegar ţeir kröfđust ţess 416 f. Kr., ađ grannar ţeirra, Meleyingar (íbúar Melos-eyjar), lytu ţeim sökum yfirburđa ţeirra.
Í íslenskri ţýđingu Friđriks Ţórđarsonar, sem sneri orđum Ţúkídídesar úr frummálinu og birti í Tímariti Máls og menningar 1964 (350. bls.), hljóđa ţau svo: Enda var yđur fullkunnugt eigi síđur en oss, ađ sá ríkari hlýtur ađ ráđa, en réttlćti manna á međal ţar ađeins er jafningjar eigast viđ.
Algengast er á íslensku ađ kalla bók Ţúkídídesar Sögu Pelopsskagastríđanna, ţótt vissulega merki Pelopannesos eyja Pelopsar. Eru ummćlin í 5. bók, 17. kafla. Raunar má ćtla, ađ sjálfur hafi Ţúkídídes veriđ andvígur ţeim bođskap, sem í ţeim felst um réttmćt yfirráđ stórţjóđa yfir smáţjóđum í krafti yfirburđa. Hann var ađ minnsta kosti gagnrýninn á framferđi Aţeninga í stríđinu.
Hvađ sem ţví líđur, hlakka ég til ađ lesa síđari hluta bókar Guđna Th. Jóhannessonar, ţví ađ ţá birtist sá Gunnar Thoroddsen, sem ég ţekkti, en ég var sjálfbođaliđi fyrir hann í forsetakjörinu 1968, ţá fimmtán ára ađ aldri, og átti síđan oft eftir ađ hitta ţennan mikilhćfa stjórnmálamann og spjalla viđ hann.
20.11.2010 | 07:30
Fleiri bćkur 2010
Ég vék í gćr ađ nokkrum bókum, sem ég ćtla ađ lesa um jólin. Ég er byrjađur á bók Guđna Th. Jóhannessonar um Gunnar Thoroddsen, og er hún mjög fróđleg, enda styđst Guđni viđ ýmsar sérlega forvitnilegar heimildir, sem ekki hafa áđur komiđ fyrir sjónir almennings.
Ég lét ţess ógetiđ í gćr, ađ auđvitađ ćtla ég ađ lesa endurminningar eđa málsvörn tveggja ráđherra, sem komnar eru út, ţeirra Árna Mathiesens og Björgvins G. Sigurđssonar.
Árna ţekki ég ađ góđu einu. Hann var varfćrinn og samviskusamur í ráđherrastarfi sínu og fráleitt ađ kenna honum um ţađ, sem miđur fór í ríkisstjórninni. Ótrúlegt er einnig, ađ sá, sem skráđi bókina eftir honum, Ţórhallur Jósepsson, skyldi hafa veriđ rekinn fyrir ţađ af fréttastofu Ríkisútvarpsins og ţađ án nokkurra mótmćla fréttamanna ţar eđa Blađamannafélagsins.
Björgvin ţekki ég minna. Ég átti einn vinsamlegan fund međ honum, á međan hann var viđskiptaráđherra. Fróđlegt er, vegna ţess ađ heimspekingar ganga nú ýmsir drjúgir um gólf og segja, ađ siđfrćđi hafi vantađ í íslensk stjórnmál fyrir hrun, ađ Björgvin lauk háskólaprófi í heimspeki. Sé ég ekki, ađ ţađ próf hafi auđveldađ Björgvini ađ glíma viđ hina alţjóđlegu fjármálakreppu, sem hruninu olli. En bók hans ćtla ég ađ lesa af opnum huga.
Ég ćtla loks ađ minna á, ađ ég á sjálfur eina bók í jólabókaflóđinu: Kjarni málsins. Fleyg orđ á íslensku. Ţar safnađi ég á 992 bls. saman fleygustu orđum á íslensku úr sögu og samtíđ. Verkiđ tók mig fimmtán ár, en ég ćtlađi ţví ađ vera handbók fyrir ţá, sem skrifa greinar eđa halda rćđur, fróđleiksnáma fyrir grúskara og opin gátt ungu fólki ađ menningararfi okkar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:32 | Slóđ | Facebook
18.11.2010 | 09:59
Jólabćkur 2010
Ég var ađ fá Bókatíđindi 2010 inn um dyrnar. Kennir ţar margra grasa. Sjálfur gef ég auđvitađ út bók fyrir jólin, Kjarni málsins. Fleyg orđ á íslensku, og er hún sennilega ein stćrsta bókin í ár, 992 bls. í stóru broti. Reyndi ég eins og ég gat ađ veita lesandanum ţar ţjónustu, taka saman fyrir fólk fleygar setningar, sem eiga ţađ skiliđ ađ lifa, en má líka nota í rćđum og greinum. En auđvitađ er ţađ ekki allt snilld eđa speki, sem ţar getur ađ líta. Sumt er valiđ, af ţví ađ ţađ er sögulegt, oft í ţađ vitnađ.
Ég hef lesiđ tvćr jólabókanna, Snjóblindu eftir Ragnar Jónasson og Jónínu Ben eftir Sölva Tryggvason. Snjóblinda er hugvitsamlega samin glćpasaga međ flestum kostum og göllum ţeirrar bókmenntagreinar. Ragnar er ađ verđa einn af bestu glćpasagnahöfundum okkar. Afstađa mín til bókar Jónínu er blendnari. Hún er prýđilega skrifuđ, en mér finnst Jónína ónćrgćtin viđ margt fólk. Hún birtir umsvifalaust ummćli ţess og jafnvel tölvuskeyti frá ţví, sem áreiđanlega voru send í trúnađi. Hitt er annađ mál, ađ ekki er unnt annađ en dást ađ ţrautseigju hennar og baráttugleđi, og ekki vildi ég vera óvinur hennar. Minnir Jónína mig á suma kvenskörunga sögualdar, eins og sagt er frá ţeim í Íslendinga sögum.
Ég ćtla ađ reyna ađ finna mér tíma til ađ lesa á nćstunni nokkrar bćkur:
Útlaginn eftir Sigurjón Magnússon virđist vera forvitnileg skáldsaga. Hún er bersýnilega um Ţorsteinsmáliđ í Austur-Ţýskalandi, sem ég ţekki vel af rannsóknum mínum á sögu íslenskra kommúnista.
Ég sé ekkert svona gleraugnalaus eftir Óskar Magnússon er smásagnasafn. Ţađ fćr góđa dóma frá ţví fólki, sem ég tek mark á um bókmenntir, og hlakka ég til ađ lesa ţađ.
Gunnar Thoroddsen. Ćvisaga eftir dr. Guđna Th. Jóhannesson sagnfrćđing er um mjög gáfađan og mikilhćfan stjórnmálamann, sem hafđi charisma, náđarvald, ađdráttarafl. Mér finnst enginn sérstakur galli á honum, ađ hann skuli hafa veriđ sjálfhverfur, eins og blasir viđ af köflum úr bókinni, sem birst hafa á prenti. Hann var ekki heldur sekur um neinn glćp, ţótt hann greiddi í Reykjavík fyrir kjósendum sínum utan af landi og gerđi ţeim jafnvel greiđa líka á heimaslóđum ţeirra. Fyrirgreiđsla ţarf ekki ađ vera spilling; hún getur veriđ ađstođ.
Sovét Ísland. Óskalandiđ eftir dr. Ţór Whitehead prófessor verđur áreiđanlega ein besta bókin, sem kemur út um ţessi jól. Allir lesendur Ţórs vita, hversu mikla vinnu hann leggur í söfnun heimilda og úrvinnslu ţeirra. Honum tekst líka öđrum sagnfrćđingum betur ađ skrifa lćsilegan og ađgengilegan stíl. Veit ég, ađ Ţór hefur ađgang ađ ýmsum heimildum, sem ađrir hafa ekki notađ. Hef ég fyrir satt, ađ međ ţessari bók fylgi Ţór eftir ritgerđ sinni í Ţjóđmálum fyrir nokkrum árum, en hún vakti mikla athygli.
Fegurstu ljóđ Jónasar, sem Kolbrún Bergţórsdóttir valdi, er falleg, lítil bók, sem gaman er ađ eiga og enn skemmtilegra ađ gefa. Er Jónas ekki okkar mesta ţjóđskáld? Okkar íslenskasta skáld?
Eflaust mun ég lesa fleiri bćkur, en ég lćt ţennan lista nćgja í bili.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:23 | Slóđ | Facebook
17.11.2010 | 10:34
Dagur íslenskrar tungu
Dagur íslenskrar tungu var í gćr, 16. nóvember 2010. Ég bý enn ađ ţví, hversu góđa íslenskukennslu ég fékk í Menntaskólanum í Reykjavík. Ţar kenndi Jón S. Guđmundsson mér í ţrjá vetur og Helga Kress í einn vetur. Ţau voru bćđi góđir kennarar. Enn man ég, ţegar Helga brýndi fyrir okkur nemendum í fjórđa bekk ađ flakka ekki á milli nútíđar og ţátíđar í einni og sömu setningu. Jón útrýmdi villum, ambögum og ensku- og dönskuslettum af miklum dugnađi úr ritgerđum okkar. Hann reyndi ađ kenna okkur ađ skrifa einfalt, gott, íslenskt mál. Mótađi hann málsmekk ţúsunda nemenda sinna til góđs.
Jón S. Guđmundsson var einn af lćrisveinum Sigurđar Nordals, sem var í senn snillingur á íslenska tungu, virtur frćđimađur og vitur hugsuđur. Eitt sinn í íslenskutíma í sjötta bekk spurđi ég Jón, hverju hin mikla gagnrýni nokkurra íslenskumanna á hendur Sigurđi sćtti. Hann svarađi međ vísu Steingríms Thorsteinssonar:
Eggjađi skýin öfund svört,
upp rann morgunstjarna:
Byrgiđ hana, hún er of björt,
helvítiđ ađ tarna.
Ég var svo heppinn, ađ Jón las yfir fyrir mig í handriti margar bćkur mínar og fćrđi ţar margt til betri vegar. Ein bókin, sem hann las yfir, er sú, sem nú er komin út eftir fimmtán ára undirbúning, Kjarni málsins. Fleyg orđ á íslensku. Ţar reyni ég ađ varđveita margt, sem vel hefur veriđ mćlt á íslensku.
Ég hef hins vegar áhyggjur af framtíđ íslenskrar tungu. Ţađ kapp, sem áđur var lagt á ađ skrifa hreint og gott mál, virđist vera horfiđ. Tökum tvö dćmi úr fjölmiđlum síđustu vikur. Talađ er um malaríu. Heitir hún ekki mýrakalda á íslensku? Og upphćđir eru tilgreindar í dollurum. Af hverju ekki í Bandaríkjadölum?
Fundir í minni deild, stjórnmálafrćđideild Félagsvísindasviđs, eru jafnan haldnir á ensku. Ég hef ekki gert athugasemdir viđ ţađ, ţví ađ ég er öđrum ţrćđi ţeirrar skođunar, ađ Háskólinn eigi ađ vera alţjóđlegur. En um leiđ verđur hann ađ vera ţjóđlegur. Viđ höfum ekki rćktađ ţar ţjóđleg gildi nógu vel hin síđari ár.
16.11.2010 | 08:59
Dýrleif á Parti
Um miđja tuttugustu öld urđu fleyg ummćli Baldvins skálda: Dýrleif í Parti sagđi mér; ég hafđi áđur sagt henni. Baldvin skáldi var ţingeyskur hagyrđingur og bóndi, sem uppi var 18601944, en síđast bjó hann á Auđbrekku á Húsavík. Tildrög ummćlanna voru, ađ Baldvin skáldi safnađi ţjóđsögum fyrir Odd Björnsson á Akureyri. Oddur hafđi hann grunađan um ađ yrkja frá rótum sumar ţjóđsögur sínar. Ummćlin sýna, ađ sá grunur var á rökum reistur.
En hver var Dýrleif í Parti? Ţađ tók mig talsverđan tíma ađ leita hana uppi, eftir ađ ég hafđi rekist á ţessi skemmtilegu ummćli. Vćntanlega var hún Dýrleif nokkur Jónsdóttir, sem bjó í Parti í Reykjadal og uppi var 18391872. Ţótt hún félli frá ung, eignađist hún tvö börn, og fluttist dóttir hennar vestur um haf.
Almćlt var í Ţingeyjarsýslu, ađ eldri systir Dýrleifar og alnafna, Dýrleif Jónsdóttir, sem fćddist 1835 og lést ađeins ţriggja ára ađ aldri, vćri laundóttir dansks konungssonar, Friđriks af Aldinborgarćtt, sem konungur varđ í Danmörku, hinn sjöundi međ ţví nafni, og lést 1863. Hafđi Friđrik veriđ baldinn í ćsku og sendur upp til Íslands, svo ađ eitthvađ sljákkađi í honum. Hefur hin eldri Dýrleif vćntanlega veriđ getin haustiđ 1834, ef sagan er sönn.
En ummćli Baldvins skálda eiga enn viđ: Oft vitna menn í ţađ, sem ţeir hafa ţegar komiđ sjálfir af stađ. Er nćrtćkast ađ lesa ýmsar skýrslur alţjóđastofnana eins og OECD og Alţjóđagjaldeyrissjóđsins, en efniđ í ţćr kemur oftast beina leiđ frá Íslandi. Dýrleif í Parti sagđi mér; ég hafđi áđur sagt henni.15.11.2010 | 07:50
Fróđleiksmolar í Morgunblađinu
Í fimmtán ára rannsóknum mínum vegna bókarinnar Kjarni málsins. Fleyg orđ á íslensku gróf ég upp margvíslegan fróđleik um ýmis efni og tók eftir skemmtilegum nýjum hliđum á gömlum málum. Nú hefur ţađ orđiđ ađ samkomulagi, ađ ég birti fróđleiksmola úr ţessu í Morgunblađinu tvisvar í viku, og kom hinn fyrsti ţar á prent laugardaginn 13. nóvember 2010. Heitir hann Dýrleif á Parti.
Á Íslandi er mikill áhugi á ţjóđlegum fróđleik, einkum hjá ţeim, sem rosknari eru, og raunar hafa lesendur Morgunblađsins strax haft samband viđ mig símleiđis međ meiri upplýsingar um einstaka menn, sem ber á góma í ţessum fyrsta fróđleiksmola.
Einnig er sama dag, 13. nóvember, viđtal viđ mig um bókina í Fréttablađinu, sem Bergsteinn Sigurđsson skráđi. Ţar benti ég á, ađ margt er auđvitađ afar fyndiđ og smelliđ í bókinni, en annađ viturlegt, vel sagt eđa sögulegt. Ég sagđi hiđ sama og í morgunútvarpi Rásar tvö daginn áđur, ađ í ţessari verki tók ég af mér hjálm vígamannsins, sem allir ţekkja, og setti á mig húfu frćđimannsins, sem situr og grúskar, grefur og safnar. Mćlikvarđi minn á efni, sem ćtti heima í bókinni, var ekki, hvort bođskapurinn vćri mér ađ skapi, heldur hvort ţađ vćri vel sagt eđa sögulegt.
Um ţetta má raunar hafa eina tilvitnun úr bókinni, í Erlend í Unuhúsi: Ég er sósíalisti, en samt kýs ég fremur ađ lesa vel skrifađar bćkur á móti sósíalisma en illa skrifađar bćkur, sem styđja sósíalisma.
Ég sagđi einnig, ađ ég hefđi leitast viđ ađ hafa eins mikiđ efni eftir konur í bókinni og unnt vćri. Mér finnast konur raunar oft yrkja átakanlegar um sorg en karlar. Vitaskuld er til sérstök kvenleg reynsla, sem er ţáttur í mannlegri reynslu, en karlar geta lítt gert skil (ţótt sumum hafi tekist ţađ betur en öđrum).
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:53 | Slóđ | Facebook