Dýrleif á Parti

Um miđja tuttugustu öld urđu fleyg ummćli Baldvins skálda: „Dýrleif í Parti sagđi mér; ég hafđi áđur sagt henni.“ Baldvin skáldi var ţingeyskur hagyrđingur og bóndi, sem uppi var 1860–1944, en síđast bjó hann á Auđbrekku á Húsavík. Tildrög ummćlanna voru, ađ Baldvin skáldi safnađi ţjóđsögum fyrir Odd Björnsson á Akureyri. Oddur hafđi hann grunađan um ađ yrkja frá rótum sumar ţjóđsögur sínar. Ummćlin sýna, ađ sá grunur var á rökum reistur.

En hver var Dýrleif í Parti? Ţađ tók mig talsverđan tíma ađ leita hana uppi, eftir ađ ég hafđi rekist á ţessi skemmtilegu ummćli. Vćntanlega var hún Dýrleif nokkur Jónsdóttir, sem bjó í Parti í Reykjadal og uppi var 1839–1872. Ţótt hún félli frá ung, eignađist hún tvö börn, og fluttist dóttir hennar vestur um haf.

Almćlt var í Ţingeyjarsýslu, ađ eldri systir Dýrleifar og alnafna, Dýrleif Jónsdóttir, sem fćddist 1835 og lést ađeins ţriggja ára ađ aldri, vćri laundóttir dansks konungssonar, Friđriks af Aldinborgarćtt, sem konungur varđ í Danmörku, hinn sjöundi međ ţví nafni, og lést 1863. Hafđi Friđrik veriđ baldinn í ćsku og sendur upp til Íslands, svo ađ eitthvađ sljákkađi í honum. Hefur hin eldri Dýrleif vćntanlega veriđ getin haustiđ 1834, ef sagan er sönn.

En ummćli Baldvins skálda eiga enn viđ: Oft vitna menn í ţađ, sem ţeir hafa ţegar komiđ sjálfir af stađ. Er nćrtćkast ađ lesa ýmsar skýrslur alţjóđastofnana eins og OECD og Alţjóđagjaldeyrissjóđsins, en efniđ í ţćr kemur oftast beina leiđ frá Íslandi. „Dýrleif í Parti sagđi mér; ég hafđi áđur sagt henni.“

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband