Fall Berlínarmúrsins

reaganberlinwall_931665.jpgBerlínarmúrinn féll fyrir tuttugu árum. Það var söguleg stund fyrir mannkyn allt. Berlínarmúrinn, sem reis 1961, var tákn kalda stríðsins. Hann var líka merki þess, að kommúnistar treystu sér ekki til að keppa við kapítalismann. Þeir urðu að loka þegna sína inni, annars hefðu þeir flestir flúið. Í rauninni er einkennilegt, hversu lengi kommúnisminn lifði. Austurríski hagfræðingurinn Ludwig von Mises hafði útskýrt í smáatriðum í bók, sem kom út 1922, Die Gemeinwirtschaft (Sameignarskipulagið), af hverju hugmynd kommúnista um allsherjarskipulagningu atvinnulífsins gekk ekki upp. Skýringin á því, að kommúnisminn tórði þó þetta lengi, var auðvitað, að kommúnistar voru reiðubúnir til að beita valdi af fullkomnu miskunnarleysi, eins og lýst er í Svartbók kommúnismans, sem ég þýddi, en sú fróðlega lesning kom út hjá Háskólaútgáfunni 31. ágúst síðastliðinn. Það er hins vegar umhugsunarefni, að í Kommúnistaávarpinu 1848 töldu Karl Marx og Friðrik Engels upp þær ráðstafanir, sem grípa þyrfti til strax eftir valdatöku kommúnista. Hin fyrsta var að leggja skatt á auðlindir (gera rentuna af auðlindum upptæka). Hin næsta var að leggja á háa og stighækkandi skatta. Ríkisstjórn þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar ætlar að gera hvort tveggja, leggja á auðlindaskatt og stighækkandi tekjuskatt. Þrátt fyrir fall Berlínarmúrsins gengur vofa kommúnismans enn ljósum logum um Ísland.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband