Ég verð hjá Vinstri grænum í dag

Laugardaginn 5. mars tala ég í stjórnmálaskóla Ungra Vinstri grænna um bankahrunið 2008 og afleiðingar þess ásamt Ögmundi Jónassyni, Unu Hildardóttur og Laufeyju Rún Ketilsdóttur. Ég ætla að reifa rangar skýringar á bankahruninu (bankarnir of stórir, bankamennirnir of miklir glannar, nýfrjálshyggja) og gagnrýna rangar ályktanir af því (Ísland of lítið). Þótt Ísland sé ekki „stórasta land í heimi“, er hver einstaklingur, sem hér býr, stór í sér, ef hann er ósvikinn Íslendingur, því að þá á hann eitthvað dýrmætt og sérstakt, sem þó hefur ekki verið rænt frá neinum öðrum: sálufélag við fjörutíu kynslóðir á undan sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband