Ólafur ætlar að vera áfram

Mér heyrist á ræðu Ólafs Ragnars Grímssonar við setningu Alþingis, að hann sé að undirbúa sig undir að vera áfram forseti. Hann tók fram, að hann væri að setja núverandi þing í síðasta sinn samkvæmt núverandi umboði. En það umboð má auðvitað endurnýja. Hann gerði líka mikið úr því, að verja þyrfti fullveldið. Þar liggur styrkur hans. Það má Ólafur Ragnar eiga, að hann bjargaði (ásamt mörgum öðrum) þjóðinni undan því skuldafangelsi, sem vinstri flokkarnir ætluðu að leiða hana í eftir bankahrunið í von um að geta lagt til fangelsisstjórana. Erfitt verður að fella hann.

bessastadirblys_jan_2010.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband