Er ég á móti flóttafólki frá múslimaríkjum?

Menn spyrja, hvort ég sé á móti flóttafólki frá múslimaríkjum. Svarið er: Auðvitað ekki. Allir innflytjendur eiga að vera jafnir fyrir lögum um innflytjendur. Hins vegar verður ekki horft fram hjá því, að múslimar virðast sumir aðlagast vestrænni menningu verr en aðrir, og bitnar það ekki síst á mörgu ágætu fólki úr röðum múslima, sem verður þá fyrir sleggjudómum vegna trúsystkina sinna. Ef við þurfum að taka við flóttafólki, þá ættum við að taka við vel menntuðu fólki, sem getur unnið fyrir sér og vill gera það, ekki ungum, atvinnulausum, ómenntuðum og herskáum körlum, sem munda farsímann í dag, en ef til vill eitthvað verra tæki annað á morgun. Og mér finnst talan 50 vera mjög hæfileg, þótt ég skilji vel Jón Magnússon hæstaréttarlögmann, sem andmælir því með ýmsum rökum, þar á meðal skyldum okkar við eigin þjóð. Íslendingar geta ekki látið stríðan flóttamannastraum kaffæra það góða mannlíf, sem hér hefur sprottið þrátt fyrir myrkur og kulda, eld og ís. Þetta mannlíf okkar er viðkvæm jurt og þolir ekki mikinn ágang.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband