Farandprédikurum félagshyggjunnar svarað

Ég held fyrirlestur í kvöld,  miðvikudagskvöldið 22. september 2010, hjá Frjálshyggjufélaginu undir heitinu „Áhrif skattahækkana“, þar sem ég mun svara þeim farandprédikurum félagshyggjunnar, sem héldu því fram

1) fyrir kosningar 2003, að fátækt væri meiri á Íslandi en í grannríkjunum,

2) fyrir kosningar 2007, að tekjuskipting væri orðin ójafnari á Íslandi en í grannríkjunum,

og halda því fram nú, þótt kosningar séu líklega ekki í nánd, að hækkun skatta minnki ekki verðmætasköpun. Menn skapi jafnmikil verðmæti, hvort sem þau renni til þeirra sjálfra eða Jóhanna og Steingrímur hirði þau jafnóðum af þeim.

Ég mun meðal annars greina nokkrar talnabrellur þessara prédikara, þ. á m. um lífeyristekjur, Gini-stuðla, skattleysismörk og vinnusemi Norðurlandabúa.

Fyrirlesturinn verður klukkan 20.00 á annarri hæð veitingastaðarins Balthazar við Hafnarstræti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband