Í landi fjalla, víns og rósa

KakhaBendukidzeFrá ţví ađ bók mín um tuttugu og fjóra frjálslynda íhaldsmenn í tveimur bindum kom út í árslok 2020, hef ég fariđ víđa til ađ kynna hana. Nú liggur leiđin til Georgíu í Kákasus-fjöllum, en ţađ land á sér langa og merka sögu. Taliđ er, ađ ţar sé vínyrkja einna elst í heimi, átta ţúsund ára. Georgía tók snemma kristni og var sjálfstćtt konungsríki á miđöldum, en í lok átjándu aldar lögđu Rússar ţađ undir sig. Í nokkur ár eftir byltingu bolsévíka var ţađ aftur sjálfstćtt, en síđan varđ ţađ ráđstjórnarlýđveldi. Josíf Stalín var ćttađur ţađan og talađi alla tíđ rússnesku međ hreim. Eftir ađ Ráđstjórnarríkin leystust upp áriđ 1991, varđ Georgía aftur sjálfstćtt ríki. Samdráttur landsframleiđslu nćstu árin var einn hinn mesti í heimi, spilling víđtćk og ríkisvald veikt.

Ţetta breyttist í rósabyltingunni svokölluđu í nóvember 2003, ţegar frjálshyggjumenn međ rósir í höndum komust til valda í Georgíu. Ţeir tóku hart á spillingu, en beittu sér ađallega fyrir ţví ađ mynda hagstćtt umhverfi fyrir verđmćtasköpun, lćkka skatta og einfalda stjórnkerfiđ. Áhrifamesti umbótamađurinn var Kakha Bendukidze. Hann var Georgíumađur, sem hafđi auđgast í Rússlandi, en leist ekki á blikuna undir stjórn Pútíns, sneri aftur til heimalands síns áriđ 2004 og gerđist efnahagsmálaráđherra í nokkur ár. Umbćtur hans skiluđu miklum árangri. Hagvöxtur í Georgíu varđ einn hinn mesti í heimi, og ţrátt fyrir ađ stjórnarandstćđingar sigruđu í kosningum áriđ 2012, hafa ţeir ekki snúiđ til baka. Hagkerfiđ er enn eitt hiđ frjálsasta í heimi. Ég hitti stundum Bendukidze á alţjóđlegum ráđstefnum. Hann var brosmildur og hress í bragđi, en digur mjög og dó um aldur fram áriđ 2014.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 7. ágúst 2022.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband