Ný skáldsaga um ţjóđveldiđ

Í ágúst 2005 skipulagđi ég í Reykjavík ráđstefnu Mont Pelerin Society, alţjóđasamtaka frjálslyndra frćđimanna. Ráđstefnugestir hrifust margir af íslenska Ţjóđveldinu, ţegar ţjóđin átti sér engan konung annan en lögin. Einn gestanna, Michel Kelly-Gagnon í Hagfrćđistofnuninni í Montréal, hvatti tvo vini sína, fjármálaráđgjafana Gabriel Stein og John Nugée í Lundúnum, til ađ skrifa skáldsögu um Ţjóđveldiđ. Nú er hún komin út, Sailing Free: The saga of Kári the Icelander (Frjáls á siglingu: Sagan um Íslendinginn Kára). Fćst hún á Amazon og Kindle og er hin lćsilegasta.

Sagan gerist árin 1055–1067. Ragnar er bóndi og farmađur á Snćströnd, sem liggur á norđanverđu Snćfellsnesi. Móđir hans hafđi veriđ hernumin frá Írlandi, en sjálfur hefur hann óbeit á ţrćlahaldi. Vinnufólk hans er allt frjálst. Synir hans og Hallgerđar konu hans eru Guđmundur og Kári. Ragnar á kaupskip, knörr, og hann sendir Kára í verslunarferđir suđur á bóginn, til Kirkjuvogs á Orkneyjum og Jórvíkur á Englandi, og selur hann vađmál og tennur og húđir rostunga, en kaupir timbur, járn og vefnađarvöru. Kári ratar í ýmis ćvintýri, ţar á međal innrás Haraldar harđráđa í England 1066, og hann kemst alla leiđ suđur til Lissabon, ţar sem hann situr einn vetur. Heima fyrir gengur Guđmundi erfiđlega ađ gera upp á milli eiginkonu sinnar Ásu og Jórunnar, dóttur Gunnars gođa, en hún er í senn fögur og harđbrjósta.

Ađ Ragnari bónda látnum eiga ţeir Kári og Guđmundur í deilum viđ Gunnar gođa, en ekki er nóg međ, ađ hann sé yfirgangssamur viđ granna sína, heldur gerir hann á Alţingi 1067 bandalag viđ klerka um ađ leggja til sérstök gjöld handa kirkjunni í Róm og vill jafnframt, ađ Ísland sćki skjól til einhvers sterkara ríkis. Kári stendur ţá upp og flytur snjalla rćđu. Bendir hann á, ađ ţeir konungar, sem hann hafi kynnst á ferđum sínum erlendis, séu ćriđ misjafnir. Sumir ţeirra leggi ţung gjöld á ţegnana og etji ţeim út í mannskćđan hernađ. Ţví sé Íslendingum hollast ađ halda sig viđ sín gömlu, góđu lög. Ađ ţessu sinni létu gođarnir sannfćrast.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 16. apríl 2022.)     


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband