Bókarheiti úr Biblíunni, og ţó

Biblían er ekki ađeins merk í sjálfri sér, heldur líka vegna ţess, hversu margt í vestrćnni og ţá um leiđ íslenskri menningu vísar í hana. Í ţeim skilningi er hún ţrungin menningarsögulegri merkingu, og vćri mikill skađi ađ ţví ađ hćtta ađ kenna kristin frćđi í skólum. Ţá vćri ein rót ţjóđarsálarinnar slitin upp, og megum viđ illa viđ ţví.

Mörg heiti erlendra bóka vísa beint í Biblíuna, en ţeim hefur ekki alltaf veriđ komiđ til skila á íslensku, ýmist af vangá eđa nauđsyn. Til dćmis heitir ein glćpasaga Agötu Christies á ensku Pale Horse. Ţađ vísar vitaskuld í Opinberun Jóhannesar, 6, 8: „Og ég sá, og sjá: Bleikur hestur; og sá er á honum sat, hann hét Dauđi.“ En á íslensku var sögunni gefiđ nafniđ Dularfulla kráin, og kom hún út 1965. Bleikur hestur hefđi óneitanlega veriđ svipmeiri titill.

Önnur skáldsaga Christies heitir á ensku Evil under the Sun. Bókarheitiđ vísar í Prédikarann, ţar sem kemur hvađ eftir annađ (5,12; 6, 1; 10, 5) fyrir orđalagiđ „Til er böl, sem ég hef séđ undir sólinni“. Sagan birtist í íslenskri ţýđingu 1983 undir heitinu Sólin var vitni. Er sú umritun skiljanleg: Böl undir sólinni hljómar illa.

Tvćr af frćgustu skáldsögum tuttugustu aldar bera einnig heiti úr Biblíunni, sem ţó eru ekki heldur notuđ í íslensku ţýđingunum. Önnur er Markens Grřde eftir Knút Hamsun, sem kom út á frummálinu 1917. Orđin vísa í fimmtu bók Móse, 32, 13: „Hann lét hann fram bruna á hćđum landsins og lét hann njóta ávaxtar akursins.“ Helgi Hjörvar sneri bókinni á íslensku og kallađi Gróđur jarđar, sem er sennilega betri ţýđing en Ávöxtur akursins.

Hin skáldsagan er Grapes of Wrath eftir John Steinbeck, sem kom fyrst út 1939, en í íslenskri ţýđingu Stefáns Bjarmans í tveimur bindum 1943–1944. Ţađ kom mér á óvart, er ég las eitt sinn, ađ ţeir Stefán og Halldór Kiljan Laxness hefđu velt ţví saman fyrir sér, hvađan bókartitillinn vćri. Hann vísar beint í Spádómsbók Jesaja, 63,5, um engilinn frá Edóm, hefnandann, sem berst á efsta degi viđ hiđ illa: „Ég tróđ ţjóđirnar í reiđi minni og marđi ţćr sundur í heift minni og lét löginn úr ţeim renna á jörđina.“ Í Opinberun Jóhannesar, 14, 19, segir enn fremur: „Og engillinn brá sigđ sinni á jörđina, skar af vínviđ jarđarinnar og kastađi honum í reiđi-vínţröng Guđs hina miklu.“ Stefán Bjarman tók ţann kost ađ kalla verkiđ Ţrúgur reiđinnar, og lćtur ţađ dável í eyrum, enda erfitt í ţessu tilviki ađ nota orđalagiđ úr Biblíunni.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 23. febrúar 2013.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband