Ábyrgđ og samábyrgđ

Í athyglisverđri bók, sem kom út áriđ 2007, veltir gamall kennari minn í Oxford-háskóla, David Miller, fyrir sér hugtökunum ţjóđarábyrgđ og hnattrćnu réttlćti. Eitt dćmi hans er af götuóeirđum (National Responsibility and Global Justice, bls. 114–115). Sumir óeirđaseggir veita lögreglumönnum áverka, ađrir valda tjóni á verđmćtum. Enn ađrir eru óvirkari, eggja menn áfram, leggja sitt af mörkum til ţess, ađ uppnám myndist og ótti grípi um sig.

Miller telur, ađ ábyrgđ hvers og eins á leikslokum fari auđvitađ ađ miklu leyti eftir verkum ţeirra. En í sjálfum óeirđunum verđur til eitthvađ annađ og meira, segir hann. Ţar skipta fyrirćtlanir manna í upphafi og verk ţeirra ef til vill ekki eins miklu máli og ţátttaka ţeirra í atburđarás, sem leiđir af sér áverka lögreglumanna, tjón á verđmćtum, ógnun viđ góđa allsherjarreglu. Ţar verđur til samábyrgđ allra ţátttakenda, ađ sumu leyti óháđ fyrirćtlunum ţeirra og einstökum verkum.

Mér varđ hugsađ til greiningar Millers, ţegar ég rifjađi upp götuóeirđirnar á Ísland frá ţví um miđjan október 2008 og fram í janúarlok 2009, en ţeim lauk snögglega, eftir ađ vinstri stjórn var mynduđ. Bera ţeir, sem hvöttu ađra áfram í rćđum á útifundum, til dćmis háskólakennararnir Ţorvaldur Gylfason og Gylfi Magnússon, ekki einhverja ábyrgđ á áverkum og eignatjóni vegna óeirđanna? Fróđlegt vćri ađ heyra skođun íslenskra siđfrćđinga á ţví. Ekki vćri verra ađ fá útskýringar Harđar Torfasonar (sem átti ţá snaran ţátt í ţví ađ skipuleggja mótmćlaađgerđir) á ţví, viđ hann átti í viđtali viđ Morgunblađiđ um mótmćlafund einn haustiđ 2010: „Ţađ er alveg greinilegt ađ ţessu er ekki stjórnađ, andstćtt búsáhaldabyltingunni, ţví henni var miklu meira stjórnađ á bak viđ tjöldin.“ Á bak viđ tjöldin? Er hér ekki komiđ rannsóknarverkefni fyrir samtökin Gagnsći?

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 8. júlí 2017.)


Samábyrgđ Íslendinga eđa Breta?

Í Icesave-deilunni héldu ţau Ţorvaldur Gylfason, Stefán Ólafsson, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir og Vilhjálmur Árnason ţví fram, ađ Íslendingar vćru allir samábyrgir um Icesave-reikningana og yrđu ţess vegna ađ bera kostnađinn af ţeim (en hann var ţá metinn á um 15-30% af landsframleiđslu, meira en Finnar greiddu Rússum í skađabćtur eftir stríđiđ 1941-1944). Ungur heimspekingur, Sćvar Finnbogason, skrifađi 2015 meistaraprófsritgerđ undir handleiđslu Vilhjálms, ţar sem hann reyndi ađ styđja ţessa skođun rökum kunnra heimspekinga um ţjóđarábyrgđ, ţar á međal míns gamla kennara Davids Millers.

Tvćr ástćđur voru ţó til ţess, ađ Sćvari hlaut ađ mistakast. Í fyrsta lagi lá ábyrgđ einkaađila ljós fyrir og var tćmandi. Ţetta voru viđskipti Landsbankans, sem ţurfti lausafé ađ láni, og erlendra fjárgćslumanna, sem girntust háa vexti bankans. Ţađ var ţessara ađila og eftir atvikum Tryggingarsjóđs innstćđueigenda og fjárfesta ađ bera áhćttuna af viđskiptunum, ekki annarra. Í öđru lagi var ekki um neitt tjón hinna erlendu fjárgćslumanna ađ rćđa, ţví ađ međ neyđarlögunum 6. október 2008 var kröfum ţeirra og allra annarra innstćđueigenda á bankana veittur forgangur, og hafa ţćr nú allar veriđ greiddar.

Ekki var ţví um neina samábyrgđ Íslendinga á Icesave-reikningunum ađ rćđa. Hinu má velta fyrir sér, hvort skilyrđi Millers og annarra heimspekinga fyrir ţjóđarábyrgđ eigi viđ um Breta sakir fautaskapar ţeirra viđ Íslendinga í bankahruninu. Ţá lokađi stjórn Verkamannaflokksins tveimur breskum bönkum, KSF og Heritable, en bjargađi öllum öđrum breskum bönkum. Lokun KSF leiddi beint til falls Kaupţings. Uppgjör hefur nú sýnt, ađ KSF og Heritable voru báđir traustir bankar, og ekkert fannst misjafnt í rekstri ţeirra. Eini glćpur ţeirra var ađ vera í eigu Íslendinga. Enn fremur beitti Verkamannaflokksstjórnin ađ nauđsynjalausu hryđjuverkalögum gegn Íslendingum og birti jafnvel um hríđ nöfn Seđlabankans, Fjármálaeftirlitsins og Landsbankans á lista um hryđjuverkasamtök á heimasíđu breska fjármálaráđuneytisins.

Hefđi Sćvar Finnbogason ekki heldur átt ađ hugleiđa samábyrgđ Breta á ţessari hrottalegu framkomu viđ fámenna, vopnlausa, vinveitta nágrannaţjóđ?

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 22. júlí 2017.)


Hćg voru heimatök

Samkvćmt ţví sem Platón segir, bađ einn viđmćlandi Sókratesar eitt sinn menn ađ hugsa sér, hvađ ţeir myndu gera, bćru ţeir hring, sem gerđi ţá ósýnilega. Taldi hann flesta ţá myndu brjóta af sér. Bankahruniđ íslenska var um sumt líkt hringnum ósýnilega. Í uppnáminu ţá gátu menn gert ýmislegt, sem fáir tóku eftir og hefđi líklega ekki veriđ veriđ látiđ óátaliđ undir öđrum kringumstćđum.

Ég hef opinberlega nefnt nokkur dćmi: Starfsmenn Glitnir Securities í Noregi keyptu fyrirtćkiđ á 50 milljónir norskra króna, ţótt bókfćrt eigiđ fé ţess vćri 200 milljónir. Viku síđar seldu ţeir helminginn í fyrirtćkinu á 50 milljónir. Kaupandinn var verđbréfafyrirtćki međ bćkistöđ á annarri hćđ í sama húsi og Glitnir Securities. Hćg voru heimatök. Í Finnlandi keyptu starfsmenn Glitnir banka, sem var finnskt dótturfélag íslenska bankans, á €3.000, ţótt eigiđ fé ţess vćri bókfćrt €108 milljónir. Fimm árum síđar seldu kaupendurnir bankann á €200 milljónir. Minna má líka á sölu Glitnir Bank í Noregi og FIH Bank í Danmörku.

Ég rakst í rannsóknum mínum á enn eitt dćmiđ, sem fariđ hefur hljótt. Áriđ 2006 hafđi íslenski Glitnir keypt sćnska verđbréfafyrirtćkiđ Fischer Securities fyrir 425 milljónir sćnskra króna og breytt nafni ţess í Glitnir Sverige. Anders Holmgren var ráđinn forstjóri. Ţegar Glitnir hrundi, var fyrirtćkiđ auglýst til sölu. Eigiđ fé ţess var ţá 190 milljónir króna. Ekki virtist vera völ á sams konar ađstođ frá sćnska ríkinu og Carnegie banki fékk skömmu síđar. Samiđ var um, ađ HQ banki keypti fyrirtćkiđ á 60 milljónir. Sá banki hét eftir upphafsstöfum stofnenda hans og ađaleigenda, Sven Hagströmer og Mats Qviberg. Forstjóri HQ banka leyndi ţví ekki í viđtölum viđ sćnsk blöđ, ađ hann vćri ánćgđur međ kaupin. Bókfćrđur hagnađur HQ banka af kaupunum var í árslok 2008 84 milljónir króna. Ekki er síđur athyglisvert, ađ ţeir Anders Holmberg, forstjóri Glitnir Sverige, og Qviberg eru mágar, Qviberg kvćntur systur Holmbergs. Hćg voru heimatök.

Ef til vill datt einhverjum í hug annađ íslenskt spakmćli, Illur fengur illa forgengur, ţegar sćnska fjármálaeftirlitiđ lokađi HQ banka áriđ 2010 vegna alls kyns fjárglćfra.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 3. júní 2017.)


Skipan Landsréttar

Hvorir eiga ađ hafa úrslitavaldiđ, sérfrćđingarnir eđa kjörnir fulltrúar fólksins? Platón hefđi sagt: sérfrćđingarnir. Frjálslyndir menn segja: kjörnir fulltrúar fólksins ţrátt fyrir alla galla lýđrćđisins. Ţessi ólíku svör endurspeglast í deilunum um skipan Landsréttar. Platóningar vilja ekki, ađ ráđherra og ţing hafi neina ađkomu ađ vali dómara. Dómarastéttin eigi ađ velja inn í sig sjálfa. Frjálslyndir lýđrćđissinnar vilja hins vegar taka tillit til mats sérfrćđinga, en hafa eitthvert svigrúm til ađ velja eftir eigin dómgreind og sannfćringu. Ţeir eru jafnefagjarnir um óskeikulleika einnar nefndar og um óskeikulleika páfans — eđa danska kóngsins, sem sagđi: „Vi alene vide.“ Sigríđur Andersen dómsmálaráđherra hefur fariđ skynsamlega og röggsamlega ađ.


Frjálshyggja á Íslandi á 19. og 20. öld

Ég birti fyrir skömmu ritgerđ í bandarísku tímariti, sögulegt yfirlit um frjálshyggju á Íslandi á 19. og 20. öld. Ţar rćđi ég um Jón Sigurđsson, Arnljót Ólafsson, Jón Ţorláksson, Benjamín Eiríksson, Ólaf Björnsson og Ragnar Árnason, en einnig um Ţráin Eggertsson, Birgi Ţór Runólfsson, Ásgeir Jónsson, Vilhjálm Egilsson og Tryggva Ţór Herbertsson og fleiri og minnist líka á heimsóknir Hayeks, Friedmans og Buchanans til landsins. Einnig var tekiđ viđ mig hljóđvarpsviđtal, podcast, af sama tilefni.


Merkilegt skjal úr breska fjármálaeftirlitinu

icesave.jpgTil eru á Netinu fróđleg skjöl um bankahruniđ. Eitt ţeirra er tilskipun (Supervisory Notice) frá breska fjármálaeftirlitinu, FSA, sem lögđ var fyrir útibú Landsbankans í Lundúnum 3. október 2008. Hún var ţá trúnađarmál. Í hana var ţó vitnađ í skýrslu bankastjóra Landsbankans um bankahruniđ frá febrúar 2009, auk ţess sem hún var međal gagna, sem alţingismenn fengu í hendur frá breskri lögmannsstofu í desember 2009.
 
Samkvćmt tilskipuninni átti Landsbankaútibúiđ í Lundúnum ţegar ađ setja 10% af óbundnum innstćđum á Icesave-reikningum í Bretlandi inn á bundinn reikning í Englandsbanka og meira síđar. Ţetta fól í sér, eins og komiđ hefur fram, ađ Landsbankinn á Íslandi átti strax ađ fćra 200 milljónir punda til Bretlands. En öđru hefur ekki veriđ veitt athygli: Jafnframt var lagt blátt bann viđ ţví ađ fćra eitthvađ af lausafé bankaútibúsins eđa öđrum eignum ţess í Bretlandi úr landi nema međ ţriggja daga fyrirvara og skriflegu leyfi fjármálaeftirlitsins. Ţótt tilskipunin vćri trúnađarmál, var Barclays-banka skýrt frá henni, en hann sá um allar fćrslur á Icesave-reikningunum.
 
Ţetta seinna atriđi er stórmerkilegt. Ţađ sýnir, svo ađ ekki verđur um villst, ađ óţarfi var ađ beita hryđjuverkalögunum alrćmdu gegn Íslandi, eins og gert var fimm dögum síđar, 8. október. Ţeir Alistair Darling fjármálaráđherra og Gordon Brown forsćtisráđherra réttlćttu beitingu laganna međ ţví ađ koma yrđi í veg fyrir ólöglega fjármagnsflutninga frá Bretlandi til Íslands. En međ tilskipuninni höfđu ţeir ţegar í höndum tćki, sem til ţess dugđi.
 
Ţegar breskir embćttismenn birtust síđan í útibúi Landsbankans í Lundúnum, varđ ţeim strax ljóst, ađ ekkert óeđlilegt átti sér ţar stađ. Ţví var ákveđiđ 12. október, ađ Englandsbanki veitti útibúinu 100 milljón punda lán til ađ bćta lausafjárstöđuna, á međan ţađ vćri gert upp. Skömmu eftir ađ breska fjármálaráđuneytiđ setti íslenskt fyrirtćki á lista um hryđjuverkasamtök, veitti Englandsbanki ţví ţannig stórlán!

(Fróđeiksmoli í Morgunblađinu 11. júní 2016.)


Merkilegt skjal úr Englandsbanka

Á netinu eru birt ýmis fróđleg skjöl um bankahruniđ. Eitt er fundargerđ bankaráđs Englandsbanka 15. október 2008, réttri viku eftir ađ stjórn breska Verkamannaflokksins lokađi tveimur breskum bönkum í eigu Íslendinga, um leiđ og hún kynnti 500 milljarđa ađstođ viđ alla ađra breska banka, jafnframt ţví sem stjórnin beitti hryđjuverkalögum á Landsbankann (og um skeiđ á Seđlabankann, Fjármálaráđuneytiđ og Fjármálaeftirlitiđ).

Bankaráđiđ kemst ađ ţeirri niđurstöđu ađ hin alţjóđlega fjármálakreppa hafi ekki ađeins veriđ vegna lausafjárţurrđar, heldur líka ónógs eigin fjár fjármálafyrirtćkja. Ţess vegna hafi hiđ opinbera víđa orđiđ ađ leggja slíkum fyrirtćkjum til hlutafé. Ţetta gerđist á Íslandi í septemberlok 2008, ţegar ríkiđ keypti 75% í Glitni. Bankaráđiđ bendir líka á ađ ađallega skorti lausafé í Bandaríkjadölum. Englandsbanki fékk í gjaldeyrisskiptasamningum nánast ótakmarkađan ađgang ađ dölum. Veitti hann síđan fjármálafyrirtćkjum lán gegn veđum, og var losađ um reglur um slík veđ, til dćmis tekiđ viđ margvíslegum verđbréfum. Hér gekk Englandsbanki enn lengra en Seđlabankinn, sem var ţó eftir bankahruniđ óspart gagnrýndur fyrir lán til viđskiptabanka.

Fundargerđin er ekki ađeins merkileg fyrir ţađ ađ Englandsbanki var ađ gera nákvćmlega hiđ sama og Seđlabankinn íslenski. Í fundargerđinni víkur sögunni ađ aflöndum og fjármálamiđstöđvum, og segir ţar: „Fćkka ţarf ţeim smáríkjum sem kynna sig sem fjármálamiđstöđvar. Ísland var mjög skýrt dćmi. Vakin var athygli á ţví ađ Seđlabankinn íslenski hafđi snemma árs sent menn til Englandsbanka. Ţeim hafđi veriđ sagt ađ ţeir ćttu hiđ snarasta ađ selja banka sína. Efnahagsreikningur Íslands vćri of stór.“

Bretarnir töluđu ađ vísu eins og ţađ hefđi veriđ á valdi Seđlabankans ađ minnka bankakerfiđ, sérstaklega á tímabili ţegar eignir seldust langt undir markađsverđi. En sú er kaldhćđni örlaganna ađ bankakerfiđ á Íslandi var svipađ ađ stćrđ hlutfallslega og bankakerfin í Skotlandi og Sviss. Ţeim var bjargađ í fjármálakreppunni međ ţví ađ leggja ţeim til pund og dali. Ella hefđu ţau hruniđ.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 28. maí 2016.)


Dósentsmáliđ 1937

Séra Sigurđur EinarssonDósentsmáliđ 1937 snerist um ţađ, ađ Haraldur Guđmundsson ráđherra veitti flokksbróđur sínum, séra Sigurđi Einarssyni, dósentsembćtti í guđfrćđi, en ekki séra Birni Magnússyni, sem nefnd á vegum guđfrćđideildar hafđi mćlt međ, eftir ađ umsćkjendur höfđu gengist undir samkeppnispróf. Fróđlegt er ađ bera saman kafla um ţetta mál í tveimur ritum um Háskóla Íslands. Í Sögu Háskóla Íslands eftir Guđna Jónsson frá 1961 sagđi frá dósentsmálinu frá sjónarhorni háskólayfirvalda. Ţar eđ Björn hefđi fengiđ međmćli dómnefndar, „hefđi mátt ćtla, ađ mál ţetta vćri klappađ og klárt“. En ráđherra hefđi skipađ Sigurđ međ tilvísun í álitsgerđ frá prófessor Anders Nygren í Lundi, sem hann hefđi útvegađ sér. Hefđi embćttisveitingin vakiđ „í flestum stöđum undrun og gremju“.

Í Aldarsögu Háskóla Íslands frá 2011 benti Guđmundur Hálfdanarson hins vegar á, ađ Anders Nygren var einn virtasti guđfrćđingur Norđurlanda, en einnig kunnur baráttumađur gegn fasisma. Eftir ađ Guđmundur rannsakađi skjöl málsins, taldi hann ekkert benda til, ađ Nygren hefđi vitađ, hverjir umsćkjendurnir voru, en hann fékk allar ritgerđir ţeirra sendar, eđa ađ íslenskir ráđamenn hefđu veriđ kunnugir honum. Niđurstađa Nygrens var afdráttarlaus. „Ef hćfileikinn til sjálfstćđrar vísindalegrar hugsunar vćri lagđur til grundvallar stöđuveitingunni, en ţađ sjónarmiđ taldi Nygren sjálfgefiđ ađ hafa ađ leiđarljósi viđ ráđningar háskólakennara, ţá ţótti honum ađeins einn kandídatanna koma til greina, og ţađ reyndist vera Sigurđur Einarsson.“

Ég hafđi eins og fleiri taliđ, ađ máliđ lćgi ljóst fyrir. Haraldur hefđi veriđ ađ ívilna flokksbróđur, ţótt Sigurđur vćri vissulega rómađur gáfumađur og mćlskugarpur. En eftir ađ hafa lesiđ ritgerđ Guđmundar Hálfdanarsonar finnst mér máliđ flóknara. Var Haraldur ef til vill líka ađ leiđrétta ranglćti, sem séra Sigurđur hafđi veriđ beittur? Klíkuskapur ţrífst ekki ađeins í stjórnmálaflokkum, heldur líka á vinnustöđum. Og hverjir eiga ađ hafa veitingarvaldiđ: Fulltrúar ţeirra, sem greiđa launin, eđa hinna, sem ţiggja ţau?

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 21. maí 2016.)


Nordau á Íslandi

portrait_of_max_nordau.jpgEinn furđulegasti kaflinn í hugmyndasögu áranna kringum aldamótin 1900 er um hina svokölluđu mannkynbóta- eđa arfbótakenningu (eugenics), en samkvćmt einni útgáfu hennar varđ ađ koma í veg fyrir, ađ vanhćfir einstaklingar fjölguđu sér. Einn mannkynbótafrćđingurinn var ítalski lćknirinn Cesare Lombroso, sem taldi glćpsemi arfgenga og reyndi ađ finna vísbendingar um, hvernig hún erfđist. Lćrisveinn hans, ungverski lćknirinn Max Nordau, sem var gyđingur eins og Lombroso (og hét upphaflega Simon Maximilian Südfeld), gaf 1892 út bókina Entartung (Kynspillingu). Ţar las hann nokkrum kunnustu rithöfundum norđurálfunnar pistilinn, ţar á međal Henrik Ibsen, Oscar Wilde og Lev Tolstoj. Taldi hann ţá úrkynjađa og verk ţeirra sjúkleg. Var ţessi bók umtöluđ um skeiđ, ţótt nú sé hún fallin í gleymsku.

Fram á miđjan aldur trúđi Nordau ţví, ađ gyđingar gćtu samlagast sambýlingum sínum, en eftir málarekstur gegn Alfred Dreyfus í Frakklandi 1894 og ćsingar gegn gyđingum skipti hann um skođun, gerđist einn helsti forystumađur síonista og gekk nćstur Theodor Herzl. Kvađ hann gyđinga verđa ađ hćtta viđ samlögun og stofna eigiđ ríki. Hann hugsađi sér ţađ fyrst í Úganda, en síđan í Ísrael. Mćlti hann fyrir „vöđvastćltum gyđingdómi“. Nordau fćddist í Pest (austurhluta Búdapest) 1849 og lést í París 1923.

Ungur sótti Nordau ţjóđhátíđina á Íslandi 1874 og skrifađi um hana nokkrar greinar í ungversk og austurrísk blöđ, og voru ţćr endurprentađar í bókinni Vom Kreml zur Alhambra (Frá Kremlkasta til Alhambrahallar) 1880. Nordau var lítt hrifinn af Íslandi, kvađ skárra ađ vera hundur í Pest en ferđamađur á Íslandi. Reykvíkingar vćru seinlátir og ógreiđviknir. „Viđ höfum nú fullkomlega kynnst hinni víđfrćgu gestrisni Íslendinga, og ég vil ráđa hverjum manni, sem ćtlar ađ ferđast eitthvađ á Íslandi, til ţess ađ hafa međ sér tjöld, rúmföt og matvćli til ţess ađ geta veriđ sem óháđastur góđvild Reykjavíkurbúa.“

Nordau taldi almenna deyfđ einkenna ţjóđina: „Ţađ er einkennilegt fyrir andlega og efnalega vesalmennsku, hjálparleysi og svefn Íslendinga, ađ fiskveiđar Frakka viđ strendurnar eru ţeim ţyrnir í augum og mikiđ reiđiefni, en ţeim dettur aldrei í hug ađ reyna ađ keppa viđ ţá. Frakkar raka saman milljónum viđ Ísland, en landsbúar eru örsnauđir og rétta ekki út hendurnar eftir hinum ótćmandi auđ sjávarins. Eftirkomendur hinna djörfustu og ţolnustu sjófarenda allra tíma eru engir sjómenn. Ţeir kunna hvorki ađ smíđa báta, stýra né sigla.“ En lastiđ var á báđa bóga. Matthías Jochumsson hitti Nordau og taldi hann hrokafullan og hégómagjarnan. Höfđu eflaust báđir eitthvađ til síns máls.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 14. maí 2016.)


Guđmundur Andri: Ekkert skjól í sögunni

Guđmundur Andri Thorsson skrifar greinina „Í aflöndum er ekkert skjól“ í Fréttablađiđ í dag. Heitiđ er sótt međ tilbrigđum í kvćđi Laxness, eins og allir vita. En Guđmundi láđist ađ geta ţess, ađ Laxness geymdi sjálfur fé erlendis ólöglega og var raunar dćmdur fyrir. Guđmundur gat ţess ekki heldur, ađ Thorsćttin (sem hann er sprottinn af) geymdi líka slíkt fé erlendis, eins og Guđmundur Magnússon upplýsti í bók um ćttina. Ţví síđur gat Guđmundur ţess nema í mýflugumynd, ađ hjónin, sem greiđa honum fyrir skrifin í Fréttablađiđ, Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson, geyma slíkt fé erlendis og ţađ stórfé. Í sögunni er ekkert skjól.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband