Hvađ segi ég í Brüssel?

Á ráđstefnu Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna, ACRE, um umhverfismál í Brüssel fimmtudaginn 24. maí 2018 kynni ég nýútkomiđ rit mitt, Green Capitalism (Grćnan kapítalisma), og mćli međ hófsamlegri verndun og nýtingu náttúrugćđa í stađ skilyrđislausrar friđunar ţeirra. Međal annars lýsi ég áhrifunum af bók Rachel Carsons, Raddir vorsins ţagna. Höfundurinn andmćlti skordýraeitrinu DDT af svo mikilli mćlsku, ađ notkun efnisins var víđast bönnuđ. En ţá fór mýrakalda (malaría) aftur ađ láta á sér krćla, og hafa milljónir manna látist úr henni í suđlćgum löndum. DDT var vissulega notađ í óhófi í landbúnađi á sínum tíma, eins og Carson benti á, en ţađ er hćttulaust mönnum og enn skilvirkasta leiđin til ađ drepa mýiđ, sem smitar menn af mýraköldu. Ţarf oftast ekki annađ en rjóđa efninu á innveggi húsa.

Ég rifja upp hrakspár friđunarsinna í kringum 1970, til dćmis í Heimi á helvegi og Endimörkum vaxtarins. Glćpir áttu ađ aukast vegna ţéttbýlis, flest mikilvćgustu jarđefni ađ ganga til ţurrđar eftir 30-40 ár og hungursneyđir ađ skella á. Ţetta rćttist ekki. Glćpir hafa víđast minnkađ og eru raunar einna minnstir hlutfallslega á tveimur ţéttbýlustu stöđum heims, í Singapúr og Japan. Enn er til nóg af jarđefnum eins og kopar og jarđolíu, enda hefur mannsandinn fundiđ margar leiđir til ađ nýta betur efni og orku, međal annars í „grćnu byltingunni“, ţegar uppskera jókst stórlega í krafti erfđabćttra nytjajurta. Hlutfallslega ganga nú fleiri mettir til hvílu á hverri nóttu en nokkru sinni fyrr. Raddir vorsins fagna.

Ég tek nokkur íslensk dćmi um takmörkuđ náttúrugćđi, sem vćru ofnýtt, vćri ađgangur ađ ţeim ótakmarkađur: laxveiđiár, beitarland á fjöllum og fiskistofnar á Íslandsmiđum. Hefur Íslendingum tekist ađ nýta ţau skynsamlega. Ađallega rćđi ég um úthafsveiđar. Međ úthlutun framseljanlegra aflakvóta til ţeirra, sem ţegar stunduđu veiđar, tókst ađ beina áhuga ţeirra ađ ţví ađ lágmarka kostnađinn viđ veiđar. Ţeir urđu gćslumenn gćđanna. Međ framsalinu var hćgt ađ minnka nýtinguna niđur í ţađ, sem hagkvćmast var: Fćkka ţurfti fiskimönnum, en ţeir voru keyptir út, ekki reknir út. Ég bendi á, ađ eini rétturinn, sem var tekinn af öđrum viđ úthlutun aflakvótanna, var rétturinn til ađ gera út á núlli, en hann er auđvitađ verđlaus.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 19. maí 2018.)


Ţokkafull risadýr

Í frćgri smásögu lýsir George Orwell ţví ţegar hann var lögregluţjónn í bresku nýlendunni Búrma og neyddist til ađ skjóta fíl sem hafđi trođiđ niđur bambuskofa, velt um sorpvagni og drepiđ mann. Birtist hún á íslensku í Rauđum pennum 1938 og í annarri ţýđingu í greinasafninu Stjórnmálum og bókmenntum 2009. Sögumađur hugsar međ sjálfum sér: „Ţađ er einhvern veginn erfiđara ađ fá sig til ađ drepa stór dýr.“

Stór dýr eins og fílar og hvalir hafa einmitt hlotiđ sérstakt nafn á ensku, „charismatic megafauna“ eđa ţokkafull risadýr. Virđast ţau hafa miklu meira ađdráttarafl á fólk en lítil dýr eins og flugur eđa rottur. Ýmis náttúruverndarsamtök berjast fyrir ţví ađ alfriđa ţokkafull risadýr og vilja til dćmis harđbanna sölu fílabeins og hvalkjöts.

Ţau rök eru fćrđ fyrir friđun ađ ţessi ţokkafullu risadýr séu í útrýmingarhćttu. En ţótt sumir stofnar hvala og fíla séu í útrýmingarhćttu eru ađrir ţađ ekki, til dćmis hvalastofnarnir tveir á Íslandsmiđum, langreyđur og hrefna. Telja sjávarlíffrćđingar ađ ţeir éti árlega sex milljónir tonna af margvíslegu sjávarmeti á međan viđ Íslendingar löndum eitthvađ um einni milljón tonna af fiski. Friđunarsinnar halda ţví fram ađ hér rekist hinn ţurftafreki mađur á óspjallađa náttúruna. En ţađ er misskilningur. Hér rekast á tveir hópar manna. Annar vill friđa hvali en láta Íslendinga fćđa ţá. Hinn vill nýta hvali og vernda um leiđ međ ţví ađ halda nýtingunni innan sjálfbćrnismarka.

Svipađ er ađ segja um fíla. Fílar valda margvíslegum usla í heimahögum sínum og fátćku fólki er ţar freisting ađ fella ţá og selja fílabeiniđ, jafnvel ţótt ţađ hćtti til ţess lífinu. Ţótt sumir fílastofnar í Afríku séu sterkir eru ađrir ţví veikir. Til ţess ađ vernda ţessa stofna vćri skynsamlegast ađ leyfa sölu fílabeins en veita fólki á heimaslóđum fílanna eignarrétt á skepnunum. Hinir nýju eigendur myndu ţá gćta ţeirra ţví ađ ţađ vćri ţeirra eigin hagur. Međ einu pennastriki myndu veiđiţjófar breytast í veiđiverđi.

Vissulega ćtti ađ vernda ţokkafull risadýr. En verndun krefst verndara. Ég rćđi frekar muninn á verndun og friđun í nýútkomnu riti, Green Capitalism eđa grćnum kapítalisma.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 12. maí 2018.)


Fyrirlitning á smáţjóđum

Skömmu eftir ađ Ráđstjórnarríkin liđuđust í sundur 1991, skrifađi ég skattstjóra bréf og mćltist til ađ fá ađ afskrifa öll rit í minni eigu eftir og um ţá Karl Marx og Friedrich Engels. Ţau vćru orđin verđlaus. Enginn tćki lengur marxisma alvarlega. Skattstjóri synjađi beiđni minni. Nú sé ég, ađ hann hafđi rétt fyrir sér. Áriđ 2007 gaf Hiđ íslenska bókmenntafélag út aftur Kommúnistaávarpiđ eftir ţá Marx og Engels. Lofsamlegur inngangur stalínistans Sverris Kristjánssonar var endurprentađur athugasemdalaust. Ekki vottađi heldur fyrir gagnrýni á hugmyndir höfundanna í formála Páls Björnssonar sagnfrćđings.

Söguleg greining Marx og Engels var stórgölluđ, og spár ţeirra rćttust hvergi. En ţađ fór bersýnilega líka fram hjá Páli Björnssyni, ađ fáir heimspekingar hafa gert eins lítiđ úr Íslendingum og ţeir Marx og Engels. Töldu ţeir, eins og ég hef rakiđ hér, Íslendinga vera frumstćđa smáţjóđ, sem sypi lýsi, hefđist viđ í jarđhúsum og fengi ekki lifađ án fiskibrćlu. Ţađ er síđan kunnara en frá ţurfi ađ segja, ađ dyggir lćrisveinar Marx og Engels réđu lengi hálfum heiminum og ollu dauđa eitt hundrađ milljóna manna samkvćmt Svartbók kommúnismans. Ekki var á ţetta minnst heldur í hinni nýju útgáfu.

Fyrirlitning Marx og Engels á smáţjóđum og ofbeldishugarfar ţeirra leynir sér ekki. Í grein um Ungverjaland í Nýja Rínarblađinu 13. janúar 1849 segir Engels til dćmis Hegel hafa rétt fyrir sér um, ađ sumar smá- og jađarţjóđir séu ekkert annađ en botnfall (Volkerabfälle). Nefnir Engels sérstaklega Kelta í Skotlandi, Bretóna í Frakklandi, Baska á Spáni og suđur-slavneskar ţjóđir.„Í nćstu heimsstyrjöld munu ekki ađeins afturhaldsstéttir og konungsćttir hverfa af yfirborđi jarđar, heldur líka afturhaldsţjóđir í heild sinni. Og ţađ eru framfarir.“ Í grein í sama blađi 7. nóvember 1848 um átök í Vín segir Marx fólk óđum vera ađ sannfćrast um, ađ ađeins dugi eitt ráđ til ađ stytta blóđugar fćđingarhríđir nýs skipulags, „ógnarstjórn byltingarinnar“ (revolutionäre[r] Terrorismus).

Svo sannarlega ber ađ taka marxisma alvarlega.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 6. ágúst 2016.)


Marx 200 ára

Ţađ sýnir yfirborđslega söguţekkingu og grunnan heimspekilegan skilning, ef tvö hundruđ ára afmćlis Karls Marx í dag, 5. maí 2018, er minnst án ţess ađ víkja ađ ţeirri sérstöđu hans á međal heimspekinga, ađ reynt var ađ framkvćma kenningar hans um alrćđi öreiganna og afnám einkaeignarréttar í hálfum heiminum međ hrćđilegum afleiđingum: Rösklega hundrađ milljón manns týndu lífi vegna kommúnismans. Önnur hundruđ milljóna kynntust ađeins eymd og kúgun.

Spurningin er auđvitađ, hvort ţessi ósköp megi rekja beint til kenninga Marx. Svariđ er játandi. Ţótt kommúnisminn tćki á sig ólíkar myndir í ólíkum löndum, svo sem Júgóslavíu, Kúbu og Kambódíu, og undir stjórn ólíkra manna, til dćmis Stalíns, Maós og Kadars, fól alrćđi öreiganna alls stađar í sér einsflokksríki međ leynilögreglu, ritskođun og handtökum og aftökum stjórnmálaandstćđinga. Afnám einkaeignarréttar hafđi síđan ţćr afleiđingar, ađ menn urđu varnarlausir gagnvart ríkinu, enda háđir ţví um alla sína afkomu.

Marx lagđi fyrir lćrisveina sína ađ umskapa skipulagiđ. En međ tilraunum til ţess myndast stórkostlegt vald, sem lendir fyrr eđa síđar í höndum hinna óprúttnustu. Ég hef ekkert á móti kommúnisma, sem menn stunda fyrir sjálfa sig, til dćmis á samyrkjubúum í Ísrael. En marxistar vildu líka stunda kommúnisma fyrir ađra. Ţeir reyndu ađ neyđa alla ađra inn í skipulag, ţar sem einkaeignarréttur hefđi veriđ afnuminn og menn ćttu allt saman. Slíkt skipulag er dćmt til ađ falla, ţví ađ ţar geta menn ekki notađ sérţekkingu sína og sérhćfileika ađ neinu gagni og hafa fá sem engin tćkifćri til framtaks.

Ég hef áđur vakiđ athygli á lítilsvirđingarorđum Marx og fjárhagslegs bakhjarls hans, Friedrichs Engels, um Íslendinga og ađrar smáţjóđir. Mikiđ hatur býr í marxismanum. Snýst hann ekki um andúđ á efnafólki frekar en samúđ međ lítilmagnanum?

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 5. maí 2018.)


Skrafađ um Laxness

Á fundi Stofnunar stjórnsýslufrćđa og stjórnmála fimmtudaginn 26. apríl síđastliđinn flutti ég erindi um nýútkomiđ rit mitt, Totalitarianism in Europe: Three Case Studies, Alrćđi í Evrópu: Ţrjár rannsóknir. Ein rannsóknin var á stjórnmálaafskiptum stalínistans Halldórs K. Laxness, beittasta penna alrćđisstefnunnar á Íslandi. Ég sagđi ýmsar sögur af Laxness, sem eru ekki á allra vitorđi, til dćmis um tilraunir hans til ađ fá bćkur sínar útgefnar á Ítalíu fasista og í Ţýskalandi nasista, og brá hann sér ţá í ýmissa kvikinda líki. Vitnađi ég í Pétur Pétursson útvarpsţul, sem sagđi mér eitt sinn, ađ heiđurspeningur um Laxness hlyti ađ hafa tvćr hliđar, ţar sem önnur sýndi snilling, hin skálk.

Eftir erindiđ kvaddi Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi menntamálaráđherra, sér hljóđs og kvađ Laxness hafa veriđ margbrotinn mann. Í Gerplu lýsti hann til dćmis fóstbrćđrum, Ţormóđi og Ţorgeiri. Annar vćri kvensamur, skáldhneigđur veraldarmađur, hinn baráttujaxl og eintrjáningur, sem sást ekki fyrir. Tómas Ingi varpađi fram ţeirri skemmtilegu tilgátu, ađ í raun og veru vćri báđir mennirnir saman komnir í Laxness. Hann vćri ađ lýsa eigin tvíeđli.

Ég benti ţá á, ađ svipađ mćtti segja um Heimsljós, ţegar Ljósvíkingurinn og Örn Úlfar eiga frćgt samtal. Ljósvíkingurinn er skilyrđislaus dýrkandi fegurđarinnar, en Erni Úlfari svellur móđur vegna ranglćtis heimsins, sem birtist ljóslifandi á Sviđinsvíkureigninni. Mér finnst augljóst, ađ Laxness sé međ ţessu samtali ađ lýsa eigin sálarstriđi. Annars vegar togađi heimurinn í hann međ skarkala sínum og brýnum verkefnum, hins vegar ţráđi hann fegurđina, hreina, djúpa, eilífa, handan viđ heiminn.

Tómas Ingi kvađ reynsluna sýna, ađ skáldin vćru ekki alltaf ratvísustu leiđsögumennirnir á veraldarslóđum, og tók ég undir ţađ. Laxness var stalínisti og Hamsun nasisti, en skáldverk ţeirra standa ţađ af sér. Listaverkiđ er óháđ eđli og innrćti listamannsins. Raunar tók ég annađ dćmi: Leni Riefenstahl var viđurkenndur snillingur í kvikmyndagerđ. En vegna dađurs hennar viđ nasisma fyrir stríđ fékk hún lítiđ ađ gera í ţeirri grein eftir stríđ. Ţađ var mikill missir.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 28. apríl 2018.)


Ţrjár örlagasögur

screen-shot-2018-04-17-at-16_36_52.pngÚt er komiđ eftir mig ritiđ Totalitarianism in Europe: Three Case Studies, Alrćđi í Evrópu: Ţrjár rannsóknir, og kynni ég ţađ á fundi í Háskólatorgi, stofu 101 (Ingjaldsstofu), fimmtudaginn 26. apríl klukkan fimm.

Fyrsta rannsóknin er á örlögum svissnesku gyđingakonunnar Elinor Lipper, en útdrćttir úr metsölubók eftir hana um ellefu ára vist í ţrćlakistum Stalíns birtust í Vísi og Tímanum í Kalda stríđinu. Hún virtist hafa horfiđ eftir útkomu bókar sinnar, en ég gróf upp í svissneskum og rússneskum skjalasöfnum, hver hún var, hvađan hún kom og hvert hún fór, og er ţar margt sögulegt.

Önnur rannsóknin er á, hvernig örlög tveggja Ţjóđverja, sem bjuggu á Íslandi fyrir stríđ, fléttuđust saman. Henny Goldstein var flóttamađur af gyđingaćttum, Bruno Kress, nasisti og styrkţegi Ahnenerbe, „rannsóknastofnunar“ SS-sveitanna. Eftir stríđ gerđist Kress kommúnisti og forstöđumađur Norrćnu stofnunarinnar í Greifswald-háskóla. Fundum ţeirra Goldsteins og Kress bar saman aftur á Íslandi 1958 á einkennilegan hátt. En Ahnenerbe tengdi ţau líka saman, og vissi hvorugt af ţví.

Ţriđja rannsóknin er á ţáttum úr ćvi kunnasta stalínista Íslands Halldórs K. Laxness. Hvađan var símskeytiđ sem varđ til ţess ađ honum var ekki hleypt inn í Bandaríkin 1922? Hvers vegna forđađi hann sér frá Bandaríkjunum 1929? Eftir elskuleg samtöl 1934 viđ ítalska fasista, ţar sem hann reyndi ađ stuđla ađ útgáfu bóka sinna á Ítalíu, skrifađi hann Erlendi í Unuhúsi: „Ýla skal hind, sem međ úlfum býr.“ Laxness kom til Berlínar 1936 međ vottorđ til nasistastjórnarinnar um ađ hann vćri ekki kommúnisti en ţá var hann ađ reyna ađ liđka til um útgáfu bóka sinna í Ţýskalandi.

Laxness ţagđi í aldarfjórđung yfir ţví ţegar hann varđ í Moskvu 1938 vitni ađ handtöku saklausrar stúlku, Veru Hertzsch, barnsmóđur Íslendings. Hann hafđi líka ađ engu beinar frásagnir sjónarvotta ađ kúguninni í kommúnistaríkjunum, til dćmis rússneskukennara síns, Teodoras Bialiackinas frá Litáen, og tveggja tékkneskra vina. Ég rek undirmálin vegna veitingar Nóbelsverđlaunanna 1955 en leita ađ lokum skýringa á ţví hvers vegna Laxness og margir ađrir vestrćnir menntamenn vörđu stalínismann gegn betri vitund.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 18. apríl 2018).


Grafir án krossa

arvedviirlaid2.jpgEistlendingar héldu snemma á ţessu ári upp á ađ 100 ár eru liđin frá ţví ađ ţeir urđu fullvalda. En ţeir voru svo óheppnir ađ nćstu nágrannar ţeirra eru Ţjóđverjar og Rússar. Ţýskar riddarareglur og rússneskir keisarar kúguđu ţjóđina á víxl öldum saman og stundum í sameiningu. Hún var ađeins fullvalda til 1940 og síđan aftur frá 1991.

Ein magnađasta bókin, sem sett hefur veriđ saman um örlög Eistlands á tuttugustu öld, Grafir án krossa, er eftir skáldiđ Arved Viirlaid, sem var ađeins átján ára sumariđ 1940, ţegar Stalín lagđi undir sig land hans. Gerđist Viirlaid „skógarbróđir“ eins og ţeir skćruliđar voru kallađir, sem leyndust í skógum og börđust gegn kommúnistum. Eftir ađ Ţjóđverjar ruddust inn í Eistland sumariđ 1941 vildi Viirlaid ekki berjast međ ţeim svo ađ hann hélt til Finnlands og gekk í sérstaka eistneska hersveit innan finnska hersins sem barđist viđ Rauđa herinn í Framhaldsstríđinu svonefnda, sem Finnar háđu viđ Kremlverja 1941-1944. Eftir ađ Finnar sömdu um vopnahlé viđ Stalín var Viirlaid sendur heim. Ţađan tókst honum ađ flýja til Svíţjóđar og síđan Bretlands en hann settist loks ađ í Kanada og lést áriđ 2015, 93 ára gamall.

Grafir án krossa er heimildaskáldsaga, sótt í reynslu Viirlaids sjálfs og félaga hans. Gamall skógarbróđir, Taavi Raudoja, snýr aftur til Eistlands 1944 eftir ađ hafa barist í finnska hernum. Kremlverjar hafa ţá aftur lagt landiđ undir sig. Hann er fangelsađur og reynir leynilögregla kommúnista ađ pynta hann til sagna um vopnabrćđur hans. Hann sleppur úr fangelsinu og gerist aftur skógarbróđir. Kona hans og sonur eru fangelsuđ. Eftir ótrúlegar raunir gengur kona hans af vitinu. Leynilögreglan lćtur hana lausa í ţví skyni ađ lokka Taavi í gildru. Ţađ tekst ekki en bardagar halda áfram milli skógarbrćđra og leynilögreglunnar uns Taavi ákveđur ađ reyna ađ komast úr landi og segja umheiminum frá öllum hinum nafnlausu fórnarlömbum kommúnista sem hvíla í gröfum án krossa.

Bókin er fjörlega skrifuđ og af djúpri ţekkingu á ađstćđum. Inn í hana fléttast sögur um ást og hatur, svik og hugrekki. Hún er um ţá valţröng sem einstaklingar undirokađrar smáţjóđar standa frammi fyrir. Bćkur Viirlaids voru stranglega bannađar á hernámsárunum í Eistlandi, allt til 1991.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 14. apríl 2018.)


Máliđ okkar

Furđu sćtir, ađ sumir blađamenn, sem hafa valiđ sér ţađ starf ađ semja texta, skuli ekki vanda sig betur. Enskan skín sums stađar í gegn, til dćmis ţegar ţeir skrifa, ađ einhverjir hafi tekiđ eigiđ líf, í stađ ţess ađ ţeir hafi stytt sér aldur eđa ráđiđ sér bana. Og ţeir nota ekki umritunarreglur úr rússnesku, sem settar voru međ ćrinni fyrirhöfn og eru ađgengilegar á vef Árnastofnunar. Mađur, sem nú er mjög í fréttum, heitir Sergej Skrípal, ţótt á ensku sé nafn hans ritađ Sergei Skripal.

Stundum velti ég fyrir mér, hvort spá danska málfrćđingsins Rasmusar Kristjáns Rasks muni rćtast ađ breyttu breytanda: Enskan gangi af íslenskunni dauđri, ekki danskan. Íslenskir kennarar og rithöfundar gengu ötullega fram í málhreinsun, málvöndun og nýyrđasmíđ á síđari hluta nítjándu aldar og á öndverđri síđustu öld. Ţeir útrýmdu ađ heita má flámćlinu og ţágufallssýkinni. Ţeir smíđuđu orđ, sem féllu vel ađ tungunni, um ný fyrirbćri. En nú er ekki örgrannt um, ađ slík fyrirhöfn ţyki brosleg.

Ţegar ég sýndi Milton og Rose Friedman söguslóđir á Íslandi haustiđ 1984 spurđi Rose: „Af hverju takiđ ţiđ ekki upp ensku? Er ţađ ekki miklu hagkvćmara?“ Milton andmćlti henni međ breiđu brosi: „Nei, Rose, ég er ekki sammála ţér. Íslenskan er ţeirra mál, og ţeir vilja auđvitađ halda í hana.“

Röksemd Miltons Friedmans er enn í fullu gildi. Ástćđan til ţess, ađ viđ viljum (vonandi flest) tala íslensku, er, ađ hún er máliđ okkar. Hún er samgróin okkur, annađ eđli okkar, ef svo má segja, órofaţáttur í tilvist okkar. Hún veldur ţví, ađ Ísland er ekki einvörđungu verstöđ eđa útkjálki, heldur bólstađur sjálfstćđrar og sérstakrar ţjóđar.

Bćta má viđ röksemdum fyrir skođun Miltons og gegn tillögu Rose. Ein er, ađ viđ ţurfum ekki ađ týna niđur íslenskunni, ţótt viđ lćrđum ensku svo vel, ađ viđ töluđum hana nćstum ţví eins vel og eigin tungu (eins og viđ ćttum ađ gera). Máliđ er eins og frjálst atvinnulíf, eins gróđi ţarf ekki ađ vera annars tap. Viđ getum sem hćgast veriđ tvítyngd.

Önnur er sú, ađ íslenskan er ekki ađeins sérstök, heldur líka falleg. Ţetta sjáum viđ best á vel heppnuđum nýyrđum eins og ţyrlu og tölvu. Fara ţessi orđ ekki miklu betur í munni en helikopter og komputer?

Ţriđja viđbótarröksemdin er, ađ međ málhreinsun, málvöndun og nýyrđasmíđ ţjálfum viđ okkur í móđurmálinu, spreytum okkur á nýjum verkefnum, um leiđ og viđ endurnýjum og styrkjum sálufélag okkar viđ ţćr ţrjátíu og ţrjár kynslóđir, sem byggđu landiđ á undan okkur.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 7. apríl 2018.)


Hvađ segi ég í Las Vegas?

Mánudaginn 2. apríl 2018 flyt ég erindi um íslenska bankahruniđ á alţjóđlegri ráđstefnu APEE, Association of Private Enterprise Education, í Las Vegas í Nevada-ríki. Málstofan, sem ég sćki, er helguđ peningum og bankamálum. Ţar munu ađrir fyrirlesarar međal annars rćđa um, hvort afnema megi brotaforđakerfi (fractional reserves) banka til ađ koma í veg fyrir útţenslu ţeirra og peningaprentun.

Í erindi mínu nálgast ég vandann úr annarri átt. Fyrsti lćrdómurinn af bankahruninu íslenska er, ađ ţađ ţarf ekki nauđsynlega ađ vera slćmt fyrir hagkerfiđ, ađ bönkum sé ekki bjargađ međ skattfé almennings. Ísland dafnar vel.

Annar lćrdómurinn er, ađ í öngum sínum haustiđ 2008 fundu Íslendingar úrrćđi: Ţađ var, ađ ríkiđ ábyrgđist ekki bankainnstćđur, heldur veitti innstćđueigendum forgangskröfur í bú banka. Áhyggjuefniđ í fjármálakreppu er síđur eigendur bankanna og ađrir lánardrottnar en innstćđueigendur.

Ţriđji lćrdómurinn er, ađ afnema má ríkisábyrgđ á innstćđum, ef innstćđueigendur hafa ađ lögum forgangskröfur í bú banka. Ţá munu ađrir lánveitendur banka taka öruggari veđ en nú gerist, og ţeir fara gćtilegar og ţenjast ekki stjórnlaust út. Ríkisábyrgđ skapar freistnivanda: Ţegar vel gengur, hirđir bankinn ávinninginn. Ţegar illa gengur, bera skattgreiđendur kostnađinn.

Fjórđi lćrdómurinn er, ađ óbundiđ vald verđur alltaf misnotađ, eins og breska Verkamannaflokksstjórnin misnotađi hryđjuverkalög til ađ reyna ađ beygja Íslendinga.

Fimmti lćrdómurinn er, ađ smáţjóđir standa alltaf einar, ţegar á reynir. Stórţjóđir veita ţeim ţá og ţví ađeins ađstođ, ađ ţćr sjái sér hag í ţví.

Sjötti lćrdómurinn er, ađ miklu máli skipti ađ hafa röggsama forystu í Seđlabankanum. Fyrir bankahrun höfđu seđlabankastjórarnir margsinnis varađ viđ útţenslu bankanna og bent á úrrćđi gegn henni, til dćmis flutning Kaupţings til útlanda, sölu Glitnis banka í Noregi og flutning Icesave-innstćđna Landsbankans úr útibúi í banka. Í bankahruninu beittu ţeir sér fyrir afgirđingu Íslands (ring-fencing) til ađ takmarka áhćttu, og ţegar ráđherrar Samfylkingarinnar voru í öllu írafárinu hćttir ađ hlusta á ţá, sendu ţeir einkaţotu eftir sérfrćđingum JP Morgan, sem sannfćrđu ráđherrana loks um, ađ ţetta vćri eina raunhćfa lausnin.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 31. mars 2018.)


Heimsókn Řverlands

arnulfoverland.jpgSjötíu ár eru nú liđin frá sögulegri heimsókn norska skáldsins Arnulfs Řverlands til Íslands. Hann hafđi veriđ róttćkur á yngri árum, en gekk úr norska kommúnistaflokknum eftir hreinsanir Stalíns og sýndarréttarhöld 1938. Hann hafđi ort mergjađ ádeilukvćđi um nasismann, sem Magnús Ásgeirsson sneri á íslensku. Eftir hernám Noregs handtóku nasistar hiđ norska skáld og sendu í fangabúđir í Sachsenhausen. En í stríđslok sá Řverland og skildi, ađ ekki höfđu allir alrćđissinnar veriđ lagđir ađ velli í stríđinu. Ţeir réđu enn Rússlandi.

Uppnám varđ á norrćnu rithöfundaţingi í Stokkhólmi í árslok 1946, ţegar Řverland leyfđi sér ađ rćđa um hina harkalegu sjálfsritskođun Finna eftir ósigur ţeirra fyrir Stalín 1944. Úr finnskum bókasöfnum voru ţá til dćmis fjarlćgđar allar bćkur, sem talist gátu gagnrýnar á Stalín og stjórnarfar hans. Skrifuđu 25 rithöfundar á ţinginu undir mótmćli viđ orđum Řverlands, ţar á međal ţau Jóhannes úr Kötlum, Jón úr Vör og Ţórunn Magnúsdóttir.

Nćsta áriđ talađi Řverland víđa fyrir varnarbandalagi gegn Stalín. Ţegar vitnađist, ađ hann kćmi til Íslands voriđ 1948, hófu íslenskir kommúnistar áróđursherferđ gegn honum. Jóhannes úr Kötlum skrifađi grein í tímaritiđ Rétt um vćntanlega komu hans og valdi honum hin verstu orđ. Eftir ađ Řverland flutti í Austurbćjarbíói fyrirlestur gegn kúgun kommúnista, birtu ţeir Sverrir Kristjánsson og Halldór Kiljan Laxness svćsnar árásir á hann. Řverland hefđi svikiđ ćskuhugsjónir sínar og gengist bandarísku auđvaldi á hönd. Kallađi Laxness hann bođbera stríđs og haturs. Á stúdentafélagsfundi í Háskólanum stóđ Jónas H. Haralz upp og flutti svipađan bođskap, sem hann birti síđan í Ţjóđviljanum. Ađrir tóku Řverland betur, og var húsfyllir á fyrirlestrum hans og upplestrakvöldum.

Fyrirlestrar Řverlands komu síđan út á íslensku 1949, Milli austurs og vesturs og Framtíđ smáţjóđanna. Er enginn vafi á ţví, ađ hiđ orđsnjalla, einlćga skáld hafđi talsverđ áhrif í ţeim umrćđum, sem fram fóru eftir stríđ í Noregi og Danmörku og á Íslandi um, hvort ţessar ţjóđir ćttu erindi í varnabandalag vestrćnna ţjóđa.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 24. mars 2018.)


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband