Lögbrot

Menn geta sagt upp áskrift að Morgunblaðinu, og eflaust hafa sumir gert það síðustu daga, þótt fleiri hafi raunar gerst áskrifendur að blaðinu samkvæmt mínum heimildum. En við getum ekki sagt upp áskrift að Ríkisútvarpinu. Og á því hvílir skylda lögum samkvæmt ólíkt öðrum fjölmiðlum um að gæta óhlutdrægni. Davíð Oddsson benti á það í afar fróðlegu viðtali á Skjá einum í kvöld, að Ríkisútvarpið hefði ekki gætt þessarar lagaskyldu sinnar. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins svaraði skætingi einum, þegar hann var spurður um þetta. En hann verður eins og aðrir opinberir starfsmenn að starfa innan ramma laganna. Vill hann vísvitandi brjóta lög? Verið getur, að einhverjir  bankamenn hafi brotið lög í aðdraganda hrunsins og eðlilegt að rannsaka það. En þarf ekki líka að rannsaka, hvort fréttastjóri Ríkisútvarpsins hafi brotið lög? Sumum og ekki aðeins Davíð Oddssyni finnst blasa við, að hann hafi gert það. Hann á ekki að vera ofar lögum fremur en nokkur annar maður.

Þeir, sem vilja dæmi um þessa hlutdrægni, geta séð mörg þeirra tínd til á heimasíðu Andríkis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband