Tveir fyrirlestrar

Hér að neðan eru glærur frá fyrirlestri í Háskóla Íslands 31. janúar 2007 um fátækt og ójöfnuð af sjónarhóli stjórnmálaheimspekinnar. Þar ræddi ég, hvernig skoða má þróun tekjuskiptingar á Íslandi frá 1995 í ljósi kenninga Adams Smiths og Johns Rawls, og svaraði gagnrýni á þá stefnu, sem fylgt hefur verið og ég kalla „Íslensku leiðina“. Ritgerð upp úr fyrirlestrinum mun birtast í tímaritinu Andvara.

Hér eru einnig glærur frá fyrirlestri á ráðstefnu í Porto Alegre 17. apríl 2007 um eignaréttindi til að stuðla að framförum.  Þar ræddi ég, hvernig mynda má einkaeignarrétt á gæðum, sem verður vegna eðlis þeirra að samnýta, til dæmis fiskistofnum, afréttum og útvarpsrásum. Meðal annarra fyrirlesara voru José Maria Aznar, fyrrverandi forsætisráðherra Spánar, og Fernando Henrique Cardoso, fyrrverandi forseti Brasilíu. Ritgerð upp úr fyrirlestrinum er prentuð í portúgalskri þýðingu í ritinu Propriedade e desenvolvimento (Eignarréttur og framfarir, Porto Alegre 2007).

Nota má línuritin og upplýsingarnar af glærunum að vild í öllum eðlilegum tilgangi.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband