Vinstri stjórnin verður að svara Bjarna Benediktssyni

Bjarni Benediktsson hefur borið fram einfalda spurningu til vinstri stjórnarinnar: Ef þið segið nú, að þið getið náð 75 milljarða króna betri Icesave-samningi en þið gerðuð áður, hvað gerðið þið þá rangt, þegar þið náðuð 75 milljarða króna verri Icesave-samningi á sínum tíma en þið gátuð náð?

Töpuðu Íslendingar 75 milljörðum króna á því að hafa þau Indriða Þorláksson, Svavar Gestsson, Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. Sigfússon í forsvari í þessu máli? Ef draga á aðra fyrir Landsdóm vegna vítaverðrar vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins, á þá ekki að draga þau Jóhönnu og Steingrím fyrir þennan dóm fyrir að hafa beinlínis með gáleysi eða dugleysi (eða jafnvel með ásetningi, ef það sannast) kostað þjóðina 75 milljarða króna í eftirleik bankahrunsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband