Skorið á lífæð

Íslendingar tóku kristni árið 1000, og raunar voru sumir landnámsmennirnir líka kristnir. Kristnin er samofin menningu landsins, órofaþáttur í röskri ellefu hundruð ára sögu okkar. Bókmenntir okkar eru þrungnar merkingu úr kristnum fræðum, óteljandi skírskotunum í hina helgu bók. Sú tónlist, sem hæst hefur náð, er kristileg: Mozart, Beethoven, Bach …

Sjálfur hef ég verið hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju, en það er vegna þess, að ég tel, að kristnir söfnuðir landsins hafi ekki gott af kæfandi faðmlagi ríkisins. Prestar eigi að vera boðberar hins lifandi orðs, en ekki skrækróma og hjáróma félagsmálafulltrúar.

Nú ætla litlir karlar — eða öllu heldur litlar kerlingar — að skera á þennan þráð til fortíðar, þessa lífæð þjóðarinnar. Með því værum við að týna einhverju af sjálfum okkur, verða snauðari, rótlausari, minni. Vonandi mistekst þessu óhappafólki þetta eins og því hefur mistekist flest annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband