Hanna Birna bar af

Björn Bjarnason skrifar kvöldið fyrir kjördag:

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, bar af í umræðum fulltrúa flokkanna í sjónvarpsumræðunum í kvöld. Hún er hin eina í hópnum með burði til að gegna embætti borgarastjóra. Hafi hún þurft enn að sanna það eftir  glæsilega forystu sína í borginni undanfarna mánuði, tókst henni það í kvöld.

Axel Jóhann Axelsson skrifar:

Forystumenn flokkanna sátu fyrir svörum á Stöð2 í lok frétta þar og eru nú í Kastljósi sjónvarpsins og hefur Hanna Birna, borgarstjóri, borið höfuð og herðar yfir meðframbjóðendur sína, sem í þáttunum hafa komið fram. Hanna Birna hefur sýnt með óyggjandi hætti hvers vegna fólki er óhætt að treysta henni og D-listanum fyrir stjórn borgarinnar á næsta kjörtímabili, enda hefur stjórn borgarinnar gengið ótrúlega vel síðustu tvö ár, eftir að Hanna Birna tók við borgarstjórastólnum og hefur tekist að sameina bæði meiri- og minnihluta til góðra verka í þeirri erfiðu stöðu sem þjóðfélagið hefur verið í eftir hrun.

Jón Magnússon skrifar:

Hanna Birna Kristjánsdóttir sýndi það og sannaði í umræðum bæði á Stöð 2 og í Kastljósi að hún er langframbærilegust þeirra sem leiða framboð í Reykjavík við þessar borgarstjórnarkosningar. Raunar gat ég ekki séð að nokkur annar af oddvitum flokkanna sem bjóða fram í Reykjavík komist með tærnar þar sem hún hefur hælana. 

Ég er því miður erlendis, svo að ég gat ekki horft á þessa þætti, en þessar umsagnir koma mér ekki á óvart. Hanna Birna Kristjánsdóttir ber af fulltrúum annarra framboða eins og gull af eiri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband