Sigur Davíðs og Ólafs Ragnars

Dómurinn í Icesave-málinu er sigur Davíðs Oddssonar, sem barðist eins og ljón gegn Icesave-samningunum, og Ólafs Ragnars Grímssonar, sem tryggði, að þjóðin ætti síðasta orðið um þá. Davíð hafði þegar haustið 2008 sagt, að við ættum ekki að greiða skuldir óreiðumanna, og hann skrifaði áhrifamikið Reykjavíkurbréf um málið. Þetta er líka sigur þeirra vösku ungu manna, sem fylktu liði gegn samningunum, til dæmis þeirra Jóns Helga Egilssonar, Frosta Sigurjónssonar, Gísla Haukssonar, Sigurðar Hannessonar og Friðbjörns Orra Ketilssonar.

Dómurinn er um leið ósigur þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur, Össurar Skarphéðinssonar og Steingríms J. Sigfússonar, sem ætluðu að neyða samningi þeirra Svavars Gestssonar og Indriða Þorlákssonar upp á þjóðina ólesnum, eins og Sigurður Már Jónsson rekur í merkri bók sinni um málið. Og hann er ósigur margra samkennara minna, sem sögðu, að Ísland yrði Kúba norðursins eða jafnvel eins konar Norður-Kórea, ef Íslendingar neituðu að verða við óbilgjörnum kröfum Breta og Hollendinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband