Hverjum á að refsa fyrir ofveiði?

Maria Damanaki, fiskveiðistjóri Evrópusambandsins, segir, að refsa eigi Íslendingum fyrir ofveiði. Hún á þá við makrílstofninn, sem kom inn í fiskveiðilögsöguna óvænt og óumbeðinn, en er auðvitað kærkominn gestur og vonandi fastagestur.

En á þá ekki að refsa ESB fyrir ofveiði? Samkvæmt grænni bók um fiskveiðistefnu ESB, sem það gaf sjálft út 2009, eru 88% fiskistofna ESB ofveiddir (sókn í þá umfram það, sem nemur sjálfbærum hámarksafla, maximum sustainable yield) og 30% fiskistofna þess veiddir nálægt hættumörkum, þegar stofn getur hrunið vegna ofveiði.

Tröllið ætlar að refsa dvergnum, sem hefur þó fylgt skynsamlegri fiskveiðistefnu og telur sjálfsagt að veiða þá stofna, sem leita beinlínis á Íslandsmið og ekki eru undirorpnir einhverjum sögulegum rétti annarra. En hver hyggst refsa tröllinu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband