Prag, nóvember 2022

Evrópuvettvangur um minningu og samvisku, Platform of European Memory and Conscience, var stofnađur í Liechtenstein-höllinni í Prag áriđ 2011 til ađ halda uppi minningu fórnarlamba alrćđisstefnu tuttugustu aldar. Ég hef starfađ í honum frá 2013 og sótti ársfund hans í Liechtenstein-höllinni 16. nóvember 2022. Jafnframt hélt vettvangurinn ráđstefnu á sama stađ um hiđ fjölţćtta (hybrid) stríđ, sem valdaklíkan í Kreml heyr gegn vestrćnum lýđrćđisríkjum, ekki ađeins á vígstöđvunum í Úkraínu, heldur líka í fjölmiđlum, netmiđlum og sögubókum.

Forseti Litháens, Gitanas Nauseda, lagđi áherslu á ţađ í rćđu sinni, ađ nasismi og kommúnismi vćru tvćr greinar af sama meiđi. Ástćđa vćri til ađ fordćma kommúnismann jafnskilyrđislaust og nasismann. Minna yrđi á, ađ griđasáttmáli Stalíns og Hitlers hefđi hleypt af stađ seinni heimsstyrjöldinni.

Forsćtisráđherra Tékklands, Petr Fiala, talađi 17. nóvember og rifjađi upp, ađ flauelsbyltingin tékkneska hefđi átt sér stađ ţann dag áriđ 1989. Hrun kommúnismans í Miđ- og Austur-Evrópu hefđi veriđ kraftaverk, en ţótt viđ ćttum ekki ađ hćtta ađ trúa á kraftaverk, skyldum viđ ekki treysta á ţau. Ţess vegna yrđu lýđrćđisríkin ađ standa saman gegn látlausum tilraunum Kremlarklíkunnar til ađ grafa undan vestrćnum gildum.

Svjatlana Tsíkhanouskaja, leiđtogi frelsisbaráttu Hvítrússa, sem stödd var á Íslandi fyrir skömmu, skorađi á Evrópuţjóđir ađ gleyma ekki Hvítrússum, sem vildu vera vestrćn ţjóđ, ekki undir oki Rússa.

Prófessor Stéphane Courtois harmađi, ađ Rússland undir stjórn Pútíns virtist vera ađ hverfa aftur til alrćđis. Kremlarklíkuna dreymdi um ađ stćkka Rússland upp í ţađ veldi, sem ţađ var undir stjórn keisaranna. Courtois hefur nýlega ritstýrt bók, ţar sem margir franskir frćđimenn skrifa um Pútín og valdaklíku hans. Undir rćđu hans flaug mér í hug, ađ líklega líktist Pútín sem fyrirbćri frekar Mússólíni en ţeim Stalín og Hitler.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 26. nóvember 2022.)


Vínarborg, nóvember 2022

Fyrst kom ég í tónlistarhúsiđ í Vín, Staatsoper Wien, áriđ 1974. Ég var ţá í erindum Vöku, félags lýđrćđissinnađra stúdenta, á ráđstefnu í borginni og skrapp einn míns liđs á söngleik, Don Carlos eftir Verdi, sem saminn var upp úr leikriti Schillers. Mér fannst hann heldur langdreginn. Ég held ađ vísu, ađ ég kynni betur ađ meta verkiđ nú en ţá. Áriđ 2019 var ég aftur staddur í borginni og horfđi ţá á listdans, ballet, Pétur Gaut, eftir Edvard Grieg. Tónlistin var afar ljúf og ţćgileg, og tíminn leiđ áfram áreynslulaust. Viđ vorum tveir, og í hléinu fengum viđ okkur kampavín.

Í nóvember 2022 var ég enn staddur í Vínarborg og átti ađ halda ađalrćđuna til heiđurs viđtakanda Hayek-verđlaunanna ţetta áriđ, en ţau hlaut skólabróđir minn frá Oxford, dr. Emilio Pacheco, sem var lengi forstjóri Liberty Fund í Bandaríkjunum. Stofnunin, sem veitti verđlaunin, Hayek Institut, bauđ okkur nokkrum fyrst sunnudagskvöldiđ 6. nóvember í kvöldverđ á Rote Bar á Sacher gistihúsinu, ţar sem ég hafđi stundum átt ánćgjulegar stundir áđur, og síđan á söngleikinn La Traviata eftir Verdi í söngleikahöllinni, og var uppfćrslan mjög kunnáttusamleg. Stefiđ var auđvitađ, ađ kona međ fortíđ ćtti sér enga framtíđ.

Ţađ var ţó erfitt ađ taka hinar sterku ástríđur helstu söguhetjanna í Traviata alvarlega. Ţćr virtust margar vera viti sínu fjćr. Og ţó. Daginn eftir sóttum viđ málstofu hjá Hayek Institut um nýútkomna ćvisögu Hayeks eftir Bruce Caldwell og Hansjörg Klausinger, fyrra bindi, og ţá kom í ljós, ađ áriđ 1950 hafđi Hayek kastađ frá sér öllu til ţess ađ ganga ađ eiga ćskuástina sína. Hann skildi fyrri konu sína og tvö börn ţeirra eftir í Bretlandi međ allar ţćr jarđnesku reytur, sem hann hafđi eignast, sagđi prófessorsembćtti sínu í Lundúnum lausu og hélt til Bandaríkjanna, ţar sem hann hóf kennslu viđ Chicago-háskóla. Ef til vill er ţađ ţá rétt, sem David Hume hélt fram, ađ skynsemin vćri ambátt ástríđnanna.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 19. nóvember 2022.)


Búkarest, nóvember 2022

Í fyrirlestrarferđ til Búkarest í nóvemberbyrjun 2022 rifjađist margt upp fyrir mér um samskipti Íslendinga og Rúmena. Stundum var hér á landi vitnađ í ummćli rúmenska rithöfundarins Panaits Istratis um rússnesku byltinguna: „Ţeir segja, ađ ekki sé hćgt ađ baka eggjaköku nema brjóta egg. Ég sé brotnu eggin. En hvar er eggjakakan?“

Eftir seinni heimsstyrjöld hrifsuđu kommúnistar völd í Rúmeníu og komu á sömu ógnarstjórn og annars stađar. Íslenskir kommúnistar voru tíđir gestir í Rúmeníu nćstu áratugi, ţar á međal á fjölmennu ćskulýđsmóti í Búkarest 1953. Morgunblađiđ hafđi tvo „njósnara“ í ţeirri ferđ, og stungu lýsingar ţeirra í stúf viđ lofgjörđir annarra ţátttakenda.

Rúmenía tók ekki ţátt í innrásinni í Tékkóslóvakíu áriđ 1968, svo ađ Alţýđubandalagiđ hélt áfram samskiptum viđ rúmenska kommúnista. Svavar Gestsson lét í ljós ţá von eftir bođsferđ til Rúmeníu áriđ 1970, ađ hinn gamli smali úr Karpatafjöllum, Ceausescu, gćti sameinađ hina alţjóđlegu kommúnistahreyfingu. Guđrún Helgadóttir hitti Ceausescu ađ máli ári síđar og sagđi, ađ hann vćri „sjarmör“ og óvenjugćfulegur af ţjóđarleiđtoga ađ vera.

Ţau Svavar og Guđrún tóku ekkert mark á lýsingum Bárđar Halldórssonar málfrćđings í Morgunblađinu á eymd og kúgun í landinu, en hann hafđi veriđ ţar viđ nám. Ţví síđur tóku ţau mark á lýsingum lútersks prests, Richards Wurmbrands, á ofsóknum á hendur kristnum mönnum í Rúmeníu í bókinni Neđanjarđarkirkjunni, sem kom út áriđ 1971.

Í Búkarest fór ég á Byltingartorgiđ í miđborginni, en ţar gerđi mannfjöldi hróp ađ Ceausescu 21. desember 1989, og var ţađ upphafiđ ađ endalokum hans. Enn líđa Rúmenar fyrir 45 ára ógnarstjórn kommúnista.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 12. nóvember 2022.)


Tuggur um Amasón-skóginn

Flestir fréttamenn reyna áreiđanlega ađ gera sitt besta. Svo var eflaust um Hallgerđi K. E. Jónsdóttur, sem hringdi í mig á dögunum frá fréttastofu Stöđvar 2, Vísis og Bylgjunnar til ađ spyrja mig um nýlegt forsetakjör í Brasilíu, ţar sem vinstri mađurinn Lula sigrađi hćgri manninn Bolsonaro naumlega. Hún nefndi, ađ Bolsonaro ţćtti skeytingarlaus um Amasónskóginn. Ég svarađi ţví til, ađ útlendingar yrđu ađ greiđa Brasilíumönnum sérstaklega fyrir ţađ, ef ţeir vildu koma í veg fyrir nýtingu skógarins. Vćntanlega fćli slík nýting líka ađallega í sér, ađ nytjajurtir kćmu í stađ villigróđurs, plöntur á móti plöntum.

Hallgerđur sá ástćđu til ađ leiđrétta mig, ţví ađ hún hnýtti aftan viđ ummćli mín: „Taka ber fram ađ Amazonskógurinn er stćrsti villta svćđiđ í heimi og jafnframt ţađ svćđi sem hefur mesta lífríkisfjölbreytni. Ţá er meira en 10 prósent alls súrefnis í andrúmsloftinu framleitt í skóginum. Ţá ber ađ geta ađ rćktađ land hefur minni líffrćđilegan fjölbreytileika en stórborgir og ţví ekki rétt ađ gróđur yrđi ekki minnkađur. Auk ţess hafa helstu mótmćlendur nýtingar Amazonskógarins veriđ frumbyggjar hans, sem telja um milljón manna.“

Ţetta er ţví miđur allt rangt, ţótt á ţví sé tuggiđ í bergmálsklefum fjölmiđlanna, svo ađ Hallgerđi sé nokkur vorkunn. Lífríkisfjölbreytni ţarf ekki ađ minnka viđ ţađ, ađ skógur sé nýttur. Atlantshafsskógurinn í Brasilíu er ađeins 15% af ţví, sem hann var, ţegar Evrópumenn komu fyrst til landsins, en lífríkisfjölbreytni hans er svipuđ. Og Amasón-skógurinn framleiđir ekkert súrefni, ţegar hann er í jafnvćgi, ţví ađ jafnmikiđ súrefni eyđist ţá viđ rotnun og dauđa jurta og verđur til viđ sóltillífun.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 5. nóvember 2022.)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband