Hćg voru heimatök

Samkvćmt ţví sem Platón segir, bađ einn viđmćlandi Sókratesar eitt sinn menn ađ hugsa sér, hvađ ţeir myndu gera, bćru ţeir hring, sem gerđi ţá ósýnilega. Taldi hann flesta ţá myndu brjóta af sér. Bankahruniđ íslenska var um sumt líkt hringnum ósýnilega. Í uppnáminu ţá gátu menn gert ýmislegt, sem fáir tóku eftir og hefđi líklega ekki veriđ veriđ látiđ óátaliđ undir öđrum kringumstćđum.

Ég hef opinberlega nefnt nokkur dćmi: Starfsmenn Glitnir Securities í Noregi keyptu fyrirtćkiđ á 50 milljónir norskra króna, ţótt bókfćrt eigiđ fé ţess vćri 200 milljónir. Viku síđar seldu ţeir helminginn í fyrirtćkinu á 50 milljónir. Kaupandinn var verđbréfafyrirtćki međ bćkistöđ á annarri hćđ í sama húsi og Glitnir Securities. Hćg voru heimatök. Í Finnlandi keyptu starfsmenn Glitnir banka, sem var finnskt dótturfélag íslenska bankans, á €3.000, ţótt eigiđ fé ţess vćri bókfćrt €108 milljónir. Fimm árum síđar seldu kaupendurnir bankann á €200 milljónir. Minna má líka á sölu Glitnir Bank í Noregi og FIH Bank í Danmörku.

Ég rakst í rannsóknum mínum á enn eitt dćmiđ, sem fariđ hefur hljótt. Áriđ 2006 hafđi íslenski Glitnir keypt sćnska verđbréfafyrirtćkiđ Fischer Securities fyrir 425 milljónir sćnskra króna og breytt nafni ţess í Glitnir Sverige. Anders Holmgren var ráđinn forstjóri. Ţegar Glitnir hrundi, var fyrirtćkiđ auglýst til sölu. Eigiđ fé ţess var ţá 190 milljónir króna. Ekki virtist vera völ á sams konar ađstođ frá sćnska ríkinu og Carnegie banki fékk skömmu síđar. Samiđ var um, ađ HQ banki keypti fyrirtćkiđ á 60 milljónir. Sá banki hét eftir upphafsstöfum stofnenda hans og ađaleigenda, Sven Hagströmer og Mats Qviberg. Forstjóri HQ banka leyndi ţví ekki í viđtölum viđ sćnsk blöđ, ađ hann vćri ánćgđur međ kaupin. Bókfćrđur hagnađur HQ banka af kaupunum var í árslok 2008 84 milljónir króna. Ekki er síđur athyglisvert, ađ ţeir Anders Holmberg, forstjóri Glitnir Sverige, og Qviberg eru mágar, Qviberg kvćntur systur Holmbergs. Hćg voru heimatök.

Ef til vill datt einhverjum í hug annađ íslenskt spakmćli, Illur fengur illa forgengur, ţegar sćnska fjármálaeftirlitiđ lokađi HQ banka áriđ 2010 vegna alls kyns fjárglćfra.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 3. júní 2017.)


Skipan Landsréttar

Hvorir eiga ađ hafa úrslitavaldiđ, sérfrćđingarnir eđa kjörnir fulltrúar fólksins? Platón hefđi sagt: sérfrćđingarnir. Frjálslyndir menn segja: kjörnir fulltrúar fólksins ţrátt fyrir alla galla lýđrćđisins. Ţessi ólíku svör endurspeglast í deilunum um skipan Landsréttar. Platóningar vilja ekki, ađ ráđherra og ţing hafi neina ađkomu ađ vali dómara. Dómarastéttin eigi ađ velja inn í sig sjálfa. Frjálslyndir lýđrćđissinnar vilja hins vegar taka tillit til mats sérfrćđinga, en hafa eitthvert svigrúm til ađ velja eftir eigin dómgreind og sannfćringu. Ţeir eru jafnefagjarnir um óskeikulleika einnar nefndar og um óskeikulleika páfans — eđa danska kóngsins, sem sagđi: „Vi alene vide.“ Sigríđur Andersen dómsmálaráđherra hefur fariđ skynsamlega og röggsamlega ađ.


Frjálshyggja á Íslandi á 19. og 20. öld

Ég birti fyrir skömmu ritgerđ í bandarísku tímariti, sögulegt yfirlit um frjálshyggju á Íslandi á 19. og 20. öld. Ţar rćđi ég um Jón Sigurđsson, Arnljót Ólafsson, Jón Ţorláksson, Benjamín Eiríksson, Ólaf Björnsson og Ragnar Árnason, en einnig um Ţráin Eggertsson, Birgi Ţór Runólfsson, Ásgeir Jónsson, Vilhjálm Egilsson og Tryggva Ţór Herbertsson og fleiri og minnist líka á heimsóknir Hayeks, Friedmans og Buchanans til landsins. Einnig var tekiđ viđ mig hljóđvarpsviđtal, podcast, af sama tilefni.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband