21.10.2022 | 07:54
Ný skáldsaga um þjóðveldið
Í ágúst 2005 skipulagði ég í Reykjavík ráðstefnu Mont Pelerin Society, alþjóðasamtaka frjálslyndra fræðimanna. Ráðstefnugestir hrifust margir af íslenska Þjóðveldinu, þegar þjóðin átti sér engan konung annan en lögin. Einn gestanna, Michel Kelly-Gagnon í Hagfræðistofnuninni í Montréal, hvatti tvo vini sína, fjármálaráðgjafana Gabriel Stein og John Nugée í Lundúnum, til að skrifa skáldsögu um Þjóðveldið. Nú er hún komin út, Sailing Free: The saga of Kári the Icelander (Frjáls á siglingu: Sagan um Íslendinginn Kára). Fæst hún á Amazon og Kindle og er hin læsilegasta.
Sagan gerist árin 10551067. Ragnar er bóndi og farmaður á Snæströnd, sem liggur á norðanverðu Snæfellsnesi. Móðir hans hafði verið hernumin frá Írlandi, en sjálfur hefur hann óbeit á þrælahaldi. Vinnufólk hans er allt frjálst. Synir hans og Hallgerðar konu hans eru Guðmundur og Kári. Ragnar á kaupskip, knörr, og hann sendir Kára í verslunarferðir suður á bóginn, til Kirkjuvogs á Orkneyjum og Jórvíkur á Englandi, og selur hann vaðmál og tennur og húðir rostunga, en kaupir timbur, járn og vefnaðarvöru. Kári ratar í ýmis ævintýri, þar á meðal innrás Haraldar harðráða í England 1066, og hann kemst alla leið suður til Lissabon, þar sem hann situr einn vetur. Heima fyrir gengur Guðmundi erfiðlega að gera upp á milli eiginkonu sinnar Ásu og Jórunnar, dóttur Gunnars goða, en hún er í senn fögur og harðbrjósta.
Að Ragnari bónda látnum eiga þeir Kári og Guðmundur í deilum við Gunnar goða, en ekki er nóg með, að hann sé yfirgangssamur við granna sína, heldur gerir hann á Alþingi 1067 bandalag við klerka um að leggja til sérstök gjöld handa kirkjunni í Róm og vill jafnframt, að Ísland sæki skjól til einhvers sterkara ríkis. Kári stendur þá upp og flytur snjalla ræðu. Bendir hann á, að þeir konungar, sem hann hafi kynnst á ferðum sínum erlendis, séu ærið misjafnir. Sumir þeirra leggi þung gjöld á þegnana og etji þeim út í mannskæðan hernað. Því sé Íslendingum hollast að halda sig við sín gömlu, góðu lög. Að þessu sinni létu goðarnir sannfærast.
(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 16. apríl 2022.)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:58 | Slóð | Facebook
21.10.2022 | 07:50
Snorri á Engjum í Snælandi
Á íslensku heitir Las Vegas engi og Nevada Snæland, þótt lítið sé um engi nálægt Las Vegas og snjór aðeins á hæstu fjallstindum í Nevada. Á hinni árlegu ráðstefnu Samtaka um framtaksfræðslu, Association of Private Enterprise Education, á Engjum í Snælandi kynnti ég hinn 5. apríl nýlega bók mína um tuttugu og fjóra frjálslynda íhaldsmenn, en á netinu er ókeypis aðgangur að henni.
Fyrsti kaflinn er um Snorra Sturluson, enda kom hann orðum að tveimur merkilegum hugmyndum í Heimskringlu: að konungar væru bundnir af sömu lögum og þegnar þeirra og að afhrópa mætti þá, ryfu þeir hinn óskráða sáttmála milli sín og þeirra. Ég benti á, að annar hugsuður þrettándu aldar, heilagur Tómas af Akvínas, komst að sömu niðurstöðu, þótt sá munur væri á, að hann miðaði við náttúrurétt, en Snorri við venjurétt. Í Egils sögu lýsti Snorri síðan fyrsta raunverulega einstaklingnum, Agli Skallagrímssyni, eins og Sigurður Nordal vakti athygli á.
Hinir sígildu hugsuðir frjálshyggjunnar voru John Locke, David Hume og Adam Smith. Locke benti á, að menn gætu myndað einkaeignarrétt án þess að skerða hag annarra, því að miklu meira yrði þá framleitt. Hume taldi réttlætishugtakið vera andsvar við tveimur staðreyndum um mannlegt samlíf, knöppum gæðum og takmörkuðum náungakærleik. Smith leiddi rök að því, að eins gróði þyrfti ekki að vera annars tap og að mannlegt samlíf gæti verið skipulegt án þess að vera skipulagt.
Frjálshyggjan breyttist hins vegar í frjálslynda íhaldsstefnu í andstöðu við frönsku byltinguna 1789, en hún misheppnaðist ólíkt bresku byltingunni 1688 og hinni bandarísku 1776. Ástæðan var, eins og Edmund Burke skrifaði, að byltingarmennirnir frönsku voru ekki að verja og víkka út fengið frelsi, heldur að reyna að endurskapa allt skipulagið, en það endar ætíð með ósköpum. Þeir Benjamin Constant og Alexis de Tocqueville fluttu svipaðan boðskap af miklu andríki.
Á Engjum, í Las Vegas, lét ég þá skoðun loks í ljós, að einn merkasti hugsuður frjálslyndrar íhaldsstefnu væri Friedrich von Hayek, en hann þarf ekki að kynna fyrir Íslendingum.
(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 9. apríl 2022.)
21.10.2022 | 07:45
Yndisleg húngursneyð
Úkraínumenn hafa verið óheppnari með nágranna en Íslendingar. Einn hræðilegasti atburður tuttugustu aldar í Evrópu var hungursneyðin í Úkraínu árin 19321933. Talið er, að fjórar milljónir manna hafi þá soltið í hel. Orsök hennar var, að Kremlverjar vildu koma á samyrkju, en bændur streittust á móti. Kremlverjar brugðust við með því að gera mestalla uppskeru þeirra upptæka. Þeir reyndu síðan að koma í veg fyrir allan fréttaflutning af hungursneyðinni.
Tveir breskir blaðamenn í Moskvu, Malcolm Muggeridge og Gareth Jones, leituðust þó við að fræða heimsbyggðina á því, sem væri að gerast. Hersveitir Stalíns höfðu breytt blómlegri byggð og frjósamasta landi í sorglega auðn, hafði Morgunblaðið eftir Muggeridge 19. júlí 1933. Vísir birti 2. ágúst lýsingu Jones á hungursneyðinni. Nýlega var gerð kvikmyndin Mr. Jones, þar sem lýst var baráttu hans fyrir að fá að segja sannleikann, en fréttaritari New York Times í Moskvu, Walter Duranty, tók fullan þátt í því með Kremlverjum að kveða niður frásagnir af þessum ósköpum.
Íslenskir stalínistar létu ekki sitt eftir liggja. Í október 1934 andmælti Halldór Kiljan Laxness skrifum Morgunblaðsins í tímaritinu Sovétvininum: Ég ferðaðist um Ukraine þvert og endilángt í hungursneyðinni 1932. Það var yndisleg húngursneyð. Hvar sem maður kom, var alt í uppgángi. Vitnaði hann óspart í Duranty.
Þótt ótrúlegt megi virðast, eiga þeir Stalín, Laxness og Duranty enn sína liðsmenn. Í kennslubókinni Nýjum tímum eftir Gunnar Karlsson og Sigurð Ragnarsson, sem kom út árið 2006, var ekki minnst einu orði á hungursneyðina, heldur aðeins sagt, að Stalín hefði komið á samyrkju í óþökk mikils hluta bænda.
(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 2. apríl 2022.)
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.5.2023 kl. 15:19 | Slóð | Facebook
21.10.2022 | 07:43
Sjálfsákvörðunarréttur þjóða
Þegar Úkraínumenn lýstu yfir sjálfstæði árið 1991, voru þeir að feta í fótspor margra annarra Evrópuþjóða. Norðmenn höfðu sagt skilið við Svía árið 2005, af því að þeir voru og vildu vera Norðmenn, ekki Svíar. Finnar höfðu sagt skilið við Rússa árið 1917, af því að þeir voru og vildu vera Finnar, ekki Rússar. Íslendingar höfðu stofnað eigið ríki árið 1918, af því að þeir voru og vildu vera Íslendingar, ekki Danir. En hvað er þjóð? Algengasta svarið er, að það sé hópur, sem tali sömu tungu. En það er ekki rétt. Bretar og Bandaríkjamenn tala sömu tungu, en eru tvær þjóðir. Svisslendingar eru ein þjóð, en þar eru töluð fjögur mál.
Önnur skilgreining er eðlilegri. Þjóð er heild manna, sem vegna samkenndar og fyrir rás viðburða vill stofna saman og halda uppi eigin ríki. Það er viljinn til að vera þjóð, sem ræður úrslitum. Franski rithöfundurinn Ernest Renan orðaði þessa hugmynd vel á nítjándu öld, þegar hann sagði, að þjóðerni væri dagleg allsherjaratkvæðagreiðsla. Hann var talsmaður þjóðlegrar frjálshyggju, en hún bætir úr þeim galla á hinni annars ágætu hugmynd um frjálsan, alþjóðlegan markað, þar sem menn skiptast á vöru og þjónustu öllum í hag, að þar er ekki gert ráð fyrir neinni sögu, neinni samkennd, neinu sjálfi. Menn þurfa ekki aðeins að hafa. Þeir þurfa líka að vera.
Menn eru ekki aðeins neytendur, heldur líka synir eða dætur, eiginmenn eða eiginkonur, feður eða mæður. Jafnframt eiga þeir dýrmætt sálufélag við samlanda sína, við Íslendingar við þær þrjátíu og fimm kynslóðir, sem byggt hafa þetta land á undan okkur, Úkraínumenn við ótal forfeður sína og formæður. Baráttan í Úkraínu þessa dagana er um sjálfsákvörðunarrétt þjóða.
(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 26. mars 2022.)
21.10.2022 | 07:29
Tvö kvæði
Árið 1936, þegar nasisminn gekk ljósum logum um Norðurálfuna, orti norska skáldið Arnulf Øverland áhrifamikið kvæði, Þú mátt ekki sofa! sem Magnús Ásgeirsson sneri á íslensku. Þar segir:
Þú mátt ekki hírast í helgum steini
með hlutlausri aumkun í þögn og leyni!
Vesturlandamenn verða að sögn skáldsins að standa sameinaðir í stað þess að falla sundraðir:
En hver, sem ei lífinu hættir í flokki,
má hætta því einn á böðuls stokki.
Kvæði Øverlands hafði bersýnilega mikil áhrif á Tómas Guðmundsson, sem orti kvæðið Heimsókn árið 1942, í miðju stríði:
Og vei þeim, sem ei virðir skáldskap þann,
sem veruleikinn yrkir kringum hann.
Niðurstaða Tómasar er afdráttarlaus:
Því meðan til er böl, sem bætt þú gast,
og barist var, á meðan hjá þú sast,
er ólán heimsins einnig þér að kenna.
Þessa dagana verður mér iðulega hugsað til kvæða þeirra Øverlands og Tómasar.
(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 19. mars 2022.)
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.10.2022 kl. 14:57 | Slóð | Facebook
21.10.2022 | 07:13
Rödd frá Úkraínu
Í nóvemberlok 1951 kom út á íslensku bókin Ég kaus frelsið eftir Víktor Kravtsjenko, verkfræðing frá Úkraínu, sem leitað hafði hælis í Bandaríkjunum vorið 1944. Þar sagði höfundur meðal annars frá hungursneyðinni í Úkraínu á öndverðum fjórða áratug, hreinsunum Stalíns og þrælkunarbúðum ráðstjórnarinnar, en allt þetta hafði hann horft upp á.
Kommúnistar um allan heim hófu óðar áróðursherferð gegn Kravtsjenko, og höfðaði hann mál gegn frönsku kommúnistatímariti fyrir meiðyrði. Réttarhöldin, sem fóru fram í París á útmánuðum 1949, snerust upp í réttarhöld um stjórnarfarið í Ráðstjórnarríkjunum. Sendi ráðstjórnin fjölda manns til að bera vitni, þar á meðal fyrrverandi eiginkonu Kravtsjenkos, en sjálfur leiddi hann fram ýmis fórnarlömb Stalíns, þar á meðal Margarete Buber-Neumann, en hún var einn þeirra þýsku kommúnista, sem setið höfðu í fangabúðum Stalíns, uns hann afhenti þá Hitler eftir griðasáttmála einræðisherranna tveggja í ágúst 1939. Úrskurðuðu franskir dómstólar Kravtsjenko í vil, og mörgum áratugum síðar viðurkenndi ritstjóri kommúnistatímaritsins, að hann hefði haft rétt fyrir sér.
Lárus Jóhannesson alþingismaður þýddi bókina og gaf út, og luku þeir Hermann Jónasson, Ólafur Thors og Stefán Jóhann Stefánsson allir lofsorði á hana opinberlega. Þeir Brynjólfur Bjarnason og Magnús Kjartansson sögðu hins vegar, að hún væri leiðinleg, og Einar Bragi birti í Þjóðviljanum árás á höfundinn. En því fer raunar fjarri, að bókin sé leiðinleg. Hún er mjög læsileg og vel skrifuð, þótt hún sé átakanleg á köflum. Almenna bókafélagið gaf hana aftur út á Netinu 7. nóvember 2017 í tilefni hundrað ára afmælis bolsévíkabyltingarinnar með inngangi og skýringum eftir mig. Er hún þar aðgengileg öllum endurgjaldslaust.
/Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 12. mars 2022.)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:25 | Slóð | Facebook
21.10.2022 | 07:10
Brovarí
Þorpið Brovarí nálægt Kænugarði er í fréttum þessa dagana vegna innrásar Pútíns og liðs hans í Úkraínu. Þetta þorp gegnir örlitlu hlutverki í íslenskri bókmenntasögu, því að Halldór Kiljan Laxness sagði í Gerska æfintýrinu frá för þangað. Hann skoðaði þar samyrkjubú, sem hét Íljíts í höfuðið á Vladímír Íljíts Lenín. Laxness kvað íbúana hafa verið hina ánægðustu. Skáldið heimsótti meðal annars átta manna fjölskyldu, sem bjó í fimm herbergja húsi.
Heimsóknir erlendra gesta til Brovarí á dögum Stalíns voru hins vegar ekkert annað en einn stór blekkingarleikur. Til er frásögn af því, þegar franski stjórnmálamaðurinn Eduard Herriot átti að heimsækja sama þorp fimm árum áður. Þá var roskinn kommúnisti látinn leika forstöðumann samyrkjubúsins. Allt þorpið var þrifið. Húsgögn voru tekin úr leikhúsi þorpsins og komið fyrir í samkomusal verkamanna. Gluggatjöld og borðdúkar voru sendir frá Kænugarði. Kálfum og svínum var slátrað og bjór útvegaður. Öll lík voru hirt upp af þjóðveginum og betlarar reknir burt.
Þorpsbúum var sagt, að taka ætti upp kvikmynd, og þeir, sem valdir voru til þátttöku, fengu nýjan fatnað frá Kænugarði, skó, sokka, föt, hatta og vasaklúta. Konurnar fengu nýja kjóla. Fólk var látið setjast til borðs, þegar von var á Herriot. Það fékk stóra kjötbita og bjór með. Það tók rösklega til matar síns, en þá var því fyrirskipað að snæða hægt. Síðan var hringt frá Kænugarði og sagt, að för Herriots í þorpið hefði verið aflýst. Fólkið var umsvifalaust rekið frá borðum og skipað að skila öllum fatnaði, nema hvað það mátti halda eftir sokkum og vasaklútum. Öllu hinu varð að skila í búðirnar í Kænugarði, sem höfðu lánað það.
Nú hefur þessi leikvöllur lyginnar breyst í vígvöll, því að Kremlverjar vilja ekki, að Úkraína gerist vestrænt ríki.
(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 5. mars 2022.)
21.10.2022 | 07:07
Sagnritun í anda Pútíns
Þegar Pútín Rússlandsforseti reynir að réttlæta yfirgang sinn í Úkraínu, heldur hann fram margvíslegum firrum um sögu Rússlands. Hann er ekki einn um það. Nokkrir íslenskir fræðimenn hafa flutt svipaðar söguskoðanir, eins og ég hef áður rakið á þessum vettvangi. Til dæmis skrifuðu sagnfræðingarnir Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson í Nýjum tímum, kennslubók fyrir framhaldsskóla (bls. 227), að Stalín hefði framkvæmt samyrkjustefnu sína í óþökk mikils hluta bænda. Annað eins vanmæli (understatement) er vandfundið. Sannleikurinn er sá, að Stalín knúði bændur til samyrkju með því að svelta til bana sex milljónir manns í Úkraínu og Suður-Rússlandi, og fjöldi bænda og skylduliðs þeirra var líka fluttur nauðugur til Síberíu. Þetta situr enn í Úkraínumönnum, þótt Pútín reyni að gera lítið úr því.
Í bókinni Appelsínum frá Abkasíu eftir Jón Ólafsson heimspeking, sem út kom 2012, segir um Vetrarstríðið (bls. 285). Það var stríð Rússa við Finna en þeir fyrrnefndu réðust yfir landamærin haustið 1939 til að ná af Finnum þeim hluta Karelíu sem hafði fallið þeim í skaut 1918 þegar Finnland varð sjálfstætt ríki. Finnland varð að vísu ekki sjálfstætt árið 1918, eins og Jón segir, heldur 6. desember 1917. En aðalatriðið er, að engin rússnesk svæði (önnur en Petsamo við Íshaf) féllu Finnum í skaut við fullt sjálfstæði. Kremlverjar viðurkenndu 1920 að langmestu leyti landamærin frá 1809, þegar Finnland gekk undan Svíum og varð stórhertogadæmi, sem laut Rússakeisara. Rússar höfðu þá skilað Finnlandi aftur svæðum í Kirjálalandi (Karelíu), sem þeir höfðu unnið á öndverðri átjándu öld eftir stríð við Svía. Þessi svæði voru byggð Finnum og hluti af Finnlandi nema tímabilið 17211809. Pútín virðist einmitt vilja miða landamæri ríkis síns við veldi Rússakeisara, eins og það var víðlendast.
(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 26. febrúar 2022.)
21.10.2022 | 07:04
Hugleiðingar á afmælisdegi
Svo vill til, að ég á afmæli í dag, er orðinn 69 ára. Á slíkum dögum er tilefni til að staldra við og hugleiða lífið, tímabilið milli fæðingar og dauða, enda munum við ekki eftir fæðingunni og þurfum að þola dauðann. Hvað er eftirsóknarverðast í lífinu? Þegar ég hef rætt um þessa spurningu við nemendur mína í stjórnmálaheimspeki, hef ég raðað verðmætum lífsins svo, að efst og fremst væri góð heilsa, andleg ekki síður en líkamleg, þá traustir fjölskylduhagir og síðan blómlegur fjárhagur. Þeir, sem búa við góða andlega heilsu, eru öðrum líklegri til að mynda sterk fjölskyldubönd, eignast vini og ástvini, og þeir, sem búa við góða líkamlega heilsu, geta oftast aflað sér efnislegra gæða, að minnsta kosti í vestrænum velsældarríkjum.
Stjórnmálaskörungurinn íslenski mælti viturlega, þegar hann gaf barnabarni sínu það ráð að eyða ævinni ekki í að sjá eftir eða kvíða fyrir. Hitt er annað mál, að við ættum að leitast við að læra af mistökum okkur og miðla öðrum af þeirri reynslu. Við ættum líka jafnan að búa okkur undir hið versta, þótt við leyfðum okkur um leið að vona hið besta. Þegar ég horfi um öxl, sé ég til dæmis, að ég hefði átt að nýta tímann í háskóla betur, fara strax í það nám, sem ég hafði áhuga á, og læra fleiri tungumál. Nýtt tungumál er eins og lykill að stórum sal með ótal fjársjóðum. Ég hefði líka átt að sneiða hjá ýmsum tilgangslausum erjum, þótt auðvitað væri rétt að berjast gegn alræðisöflunum, sem enn eru á kreiki, þótt þau væru vissulega öflugri fyrir 1990.
Ég kvíði ekki fyrir framtíðinni, en við Vesturlandabúar verðum að skilja, að hættur steðja að. Tímabil frjálsra alþjóðaviðskipta í skjóli Bandaríkjahers hefur verið einstakt framfaraskeið. Lífskjör hafa batnað stórkostlega. En einræðisherrarnir í Moskvu og Peking hrista um þessar mundir vopn sín, svo að brakar í. Á þá duga engin vettlingatök. Og á Vesturlöndum vilja sumir neyða eigin þröngsýni, ofstæki og umburðarleysi upp á okkur, um leið og þeir reyna að seilast með aðstoð ríkisvaldsins í vasa okkar eftir fjármunum.
(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 19. febrúar 2022.)
17.2.2022 | 20:00
Rannsóknarskýrsla mín fyrir 2021
Við prófessorar þurfum að skila skýrslu 1. febrúar ár hvert um þær rannsóknir, sem við höfum stundað árið á undan. Hér er skýrsla mín.
Bækur: Alþjóðleg ritrýnd útgáfa og innlend ritrýnd útgáfa með alþjóðlega skírskotun
Communism in Iceland, 19181998. Reykjavik: Centre in Politics and Economics, The Social Science Research Centre, 2021. 160 bls.
Bankahrunið 2008: Útdráttur úr skýrslu. Reykjavík: Rannsóknarsetur í stjórnmálum og efnahagsmálum við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, 2021. 64 bls.
Greinar birtar í tímaritum
Vinnusvik vandlætarans. Þjóðmál, 17. árg. (Vor 2021), bls. 6065.
Trump: Good President, Bad Loser. The Conservative 7 January 2021.
Lord Acton: Still Relevant. The Conservative 10 January 2021.
David Oddsson: Icelands Most Successful Politician. The Conservative 17 January 2021.
Why Include Rand? The Conservative 2 February 2021.
Refuted Marxism: Eugen von Böhm-Bawerk. The Conservative 12 February 2021.
Congratulations, Lithuania! The Conservative 14 February 2021.
Unresolved Scandal at the ECtHR. The Conservative 20 February 2021.
Socialist Failures: Explained by Mises. The Conservative 21 February 2021.
Where Rawls was Wrong. The Conservative 22 February 2021.
Mengers Many Lessons. The Conservative 26 February 2021.
An Explosive Account of the Interwar Years. The Conservative 2 March 2021.
Free Trade Benefits Developing Countries. The Conservative 9 March 2021.
The Case For Monarchy, and Against Meghan. The Conservative 11 March 2021.
Adam Smith, of All People. The Conservative 18 March 2021.
Political Lessons from the Pandemic. The Conservative 25 March 2021.
Prince Philip and Iceland. The Conservative 12 April 2021.
Iceland: Not a Corrupt Country. The Conservative 13 April 2021.
Israel as a Nation-State. The Conservative 15 April 2021.
The Corrections voxeu Refused to Publish. The Conservative 16 April 2021.
Refusing to Correct Errors: voxeu on Iceland. The Conservative 20 April 2021.
Thatcher: She Changed the World. The Conservative 4 May 2021.
Hayek in Iceland. The Conservative 8 May 2021.
Hayek in Oxford and London. The Conservative 9 May 2021.
Black Liberty Matters. The Conservative 10 May 2021.
Norways (Classical) Liberal Tradition. The Conservative 17 May 2021.
Israel Has the Right to Defend Herself. The Conservative 18 May 2021.
The Nazis were Socialists, Too. The Conservative 2 June 2021.
Jared Diamonds UPHEAVAL. The Conservative 12 June 2021.
How to Deal with a National Crisis. The Conservative 15 June 2021.
Journalism Can Stink, Too. The Conservative 16 June 2021.
Auch Journalismus kann stinken. The Conservative 17 June 2021.
Distorting History: An Icelandic Example. The Conservative 23 June 2021.
Friedmanomics is alive, and kicking. The Conservative 25 June 2021.
Bastiats Brilliant Case for Free Trade. The Conservative 30 June 2021.
Fergusons Doom. The Conservative 2 July 2021.
Happy Birthday, America! The Conservative 4 July 2021.
Extremes Meet: A Norwegian Case. The Conservative 10 July 2021.
Now for the Good News! The Conservative 14 July 2021.
Yet Another Left-Wing Myth Refuted. The Conservative 18 July 2021.
Why is Iceland Not a Monarchy? The Conservative 22 July 2021.
Why Young People Should Study Hayek. The Conservative 28 July 2021.
Guardians Distorted Image of Thatcherism. The Conservative 7 August 2021.
Global Minimum Tax: Bad Idea. The Conservative 9 August 2021.
Sixty Years Ago: The Berlin Wall. The Conservative 13 August 2021.
When the Icelanders Were Talibans. The Conservative 16 August 2021.
What Next for the United States? The Conservative 17 August 2021.
Has China Started a Cold War? The Conservative 18 August 2021.
Austin Mitchell: True Friend of Iceland. The Conservative 19 August 2021.
Day of Remembrance. The Conservative 23 August 2021.
A Memorable Dinner. The Conservative 25 August 2021.
The End of History, Not Yet. The Conservative 10 September 2021.
Life Goes On, Twenty Years Later. The Conservative 11 September 2021.
Are the Icelanders Heading for Interesting Times? The Conservative 15 September 2021.
Soak the Rich. The Conservative 16 September 2021.
Why is the Left Winning? The Conservative 18 September 2021.
The Right Need Not Lose. The Conservative 19 September 2021.
Thoughtful Response to Thatchers Critics. The Conservative 24 September 2021.
Iceland Votes for Stability. The Conservative 27 September 2021.
Icelandic Judges Also Violated the Principle. The Conservative 29 September 2021.
Silvio No Madder than the Rest of Us. The Conservative 2 October 2021.
Prostitution as Degradation of Women: Implausible. The Conservative 4 October 2021.
Prostitution as Exploitation of Women: Hardly Any More. The Conservative 4 October 2021.
Insider Trading: Victimless Crime? The Conservative 5 October 2021.
The Icelandic Discovery of America. The Conservative 8 October 2021.
In Defence of Tax Avoidance. The Conservative 11 October 2021.
Taiwan Should Be Defended. The Conservative 21 October 2021.
Piketty, Balzac, and Money. The Conservative 23 October 2021.
Piketty, Balzac, and Capitalism. The Conservative 24 October 2021.
Vautrins Lecture. The Conservative 25 October 2021.
An Austrian in the Balkans. The Conservative 4 November 2021.
Café Landtmann, 1873, 1918, and 2021. The Conservative 7 November 2021.
What is Thatcherism? The Conservative 9 November 2021.
How Prometheus Became Procrustes. The Conservative 11 November 2021.
Platform of European Memory and Conscience. The Conservative 13 November 2021.
The Slánský Trial: New Material. The Conservative 26 November 2021.
Manuel Ayau: Champion of Freedom. The Conservative 30 November 2021.
Why Include Snorri Sturluson? The Conservative 4 December 2021.
Freedom of Speech Threatened by Social Media. The Conservative 10 December 2021.
Violence and Hate Speech in Iceland. The Conservative 13 December 2021.
For Peace and Low Taxes! The Conservative 14 December 2021.
The 2021 Freedom Dinner in Miami. The Conservative 18 December 2021.
Plenum-fyrirlestur eða inngangsfyrirlestur á alþjóðlegri vísindaráðstefnu
Mengers Political Significance. Keynote paper. Conference on The Austrian School of Economics in the 21st Century. Vienna 45 November 2021.
The Year 1991, in Retrospect. Keynote paper. International Conference of the Platform of European Memory and Conscience. Prague 1213 November 2021.
Erindi á fræðilegu málþingi, málstofu eða fundi fyrir faghópa
Icelands Fall and Rise. Some Lessons for Europe. Erindi á rafrænni málstofu Euro Forum 26. maí 2021.
The Conservative-Liberal Political Tradition. Paper at the Summer School of New Direction and Fundación Civismo in Madrid 1419 June 2021.
How the Right Should Respond to the Left. Panel contribution. New Direction Conference on Think Tank Central. Lisbon 2225 September 2021.
Policing Victimless Crimes: The Philosophical Angle. Fyrirlestur á alþjóðlegri ráðstefnu um Löggæslu og samfélagið í Háskólanum á Akureyri 6. október 2021.
Twenty-Four Conservative-Liberal Thinkers. Presentation of a book at a meeting of Civil Development Forum, Warsaw Enterprise Institute, and Economic Freedom Foundation. Warsaw 2 November 2021.
Laudatio for Professor Veselin Vukotic. Austrian Economic Conference. Vienna 45 November 2021.
Twenty-Four Conservative-Liberal Thinkers. Paper at a meeting of the Danube Institute. Budapest 8 November 2021.
Is Thatcherism Conservatism? Paper at a meeting of the Danube Institute. Budapest 10 November 2021.
Twenty-Four Conservative-Liberal Thinkers. Talk at the Mont Pelerin Society Special Meeting in Guatemala City 1418 November 2021.
Snorri Sturluson: Frumkvöðull frjálslyndrar íhaldsstefnu? Erindi á málþingi Miðaldastofu 2. desember 2021
Freedom of Expression in Social Media. Paper at a ECR conference on digital freedom. Rome 1013 December.
Ritdómar
Píslarsaga Jóns hin síðari. Ritdómur um bók Einars Kárasonar um Jón Ásgeir Jóhannesson. Morgunblaðið 4. febrúar 2021.
Skipulagning alþjóðlegrar vísindaráðstefnu
Balzac's Capitalism: Money, Passions, and Morality in Pere Goriot. Liberty Fund conference. Paris, 2831 October 2021.
Fræðsluefni fyrir almenning
Hef ég drepið mann? Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 2. janúar 2021.
Árásirnar á þinghúsin. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 9. janúar 2021.
Laxness: Lærisveinn Einars og Brynjólfs. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 16. janúar 2021.
Rakhnífur Occams. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 23. janúar 2021.
Hvað er nýfrjálshyggja? Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 30. janúar 2021.
Nýfrjálshyggjan og lánsfjárkreppan. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 6. febrúar 2021.
Nýfrjálshyggjan og tekjudreifingin. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 13. febrúar 2021.
Brellur, firrur, gloppur, skekkjur og villur í verkum Jóns Ólafssonar. Kjarninn (veftímarit) 14. febrúar 2021.
Brellur Jóns Ólafssonar. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 20. febrúar 2021.
Firrur Jóns Ólafssonar. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 27. febrúar 2021.
Gloppur Jóns Ólafssonar. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 6. mars 2021.
Skekkjur Jóns Ólafssonar. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 13. mars 2021.
Villur Jóns Ólafssonar. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 20. mars 2021.
Vormaður og sálufélag. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 27. mars 2021.
Þekktir hugsuðir í Heimskringlu Hannesar. Viðtal í Fréttablaðinu 30. mars 2021.
Metum fyrst frelsið er við missum það. Viðtal í Morgunblaðinu 31. mars 2021.
Uppljóstrun um fjármál flokka. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 3. apríl 2021.
Menn hafa gleymt áföllunum og ókostunum við sósíalismann." Viðtal í sjónvarpsþættinum Markaðnum 7. apríl 2021.
Frjálslynd íhaldsstefna. Viðtal í sjónvarpsþættinum Dagmál 7. apríl 2021.
Island är inget korrupt land. Hufvudstadsbladet (Helsingfors) 6. apríl 2021.
Rangfærslur í Finnlandi. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 10. apríl 2021.
Þráinn Eggertsson. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 17. apríl 2021.
Vændi og klám í stjórnmálaheimspeki. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 24. apríl 2021.
Undirstaðan réttlig fundin. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 1. maí 2021.
Hvers vegna drap Gissur Snorra? Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 8. maí 2021.
Þrælar í íslenskri sagnritun. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 15. maí 2021.
Kristján X. og Íslendingar. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 22. maí 2021.
Afhrópun Kristjáns X. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 29. maí 2021.
Dr. Valtýr og Kristján konungur. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 5. júní 2021.
Styrkjasósíalisminn. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 12. júní 2021.
Í Escorial-höll. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 19. júní 2021.
Hreyfing og flokkur þjóðernissinna. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 26. júní 2021.
Hvað er fasismi? Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 3. júlí 2021.
Skammt öfga í milli. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 10. júlí 2021.
Eins einfalt og það lítur út fyrir að vera. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 17. júlí 2021.
Tvær þrálátar goðsagnir. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 24. júlí 2021.
Skorið úr ritdeilum. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 31. júlí 2021.
Hvað sögðu ráðunautarnir? Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 7. ágúst 2021.
Sjálfstæði dómarans. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 14. ágúst 2021.
Tómlátt andvaraleysi? Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 21. ágúst 2021.
Hallað á tvo aðila. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 28. ágúst 2021.
Styrmir Gunnarsson. Minningargrein, Morgunblaðið 3. september 2021.
Vinnubrögð Rannsóknarnefndarinnar. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 4. september 2021.
Fyrir tuttugu árum. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 11. september 2021.
Hvers vegna gelti hundurinn ekki? Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 18. september 2021.
Er vinstrið að sækja í sig veðrið? Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 25. september 2021.
Hvað getur hægrið gert? Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 2. október 2021.
Fórnarlambalaus brot. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 9. október 2021.
Kaupmaðurinn frá Alexandríu. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 16. október 2021.
Fórnarlambalaus brot. Stundin 18. október 2021.
Til varnar skattasniðgöngu. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 23. október 2021.
Samhengið í íslenskum stjórnmálum. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 30. október 2021.
Balzac og kapítalisminn. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 6. nóvember 2021.
Á Landtmann í Vínarborg. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 13. nóvember 2021.
Hvað er thatcherismi? Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 20. nóvember 2021.
Hengdur fyrir að selja okkur fisk! Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 27. nóvember 2021.
Hver var Snorri? Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 4. desember 2021.
Tragedia wspólnego lowiska. Viðtal í pólska blaðinu Dziennik Gazeta Prawna 9. desember 2021.
Eðlisréttur og vildarréttur. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 11. desember 2021.
Málfrelsi og samfélagsmiðlar. Fróðleiksmoli, Morgunblaðið 18. desember 2021.
Jestem neoliberaÅem i jestem z tego dumny. Viðtal (á ensku) í sjónvarpi Warsaw Enterprise Institute 21. desember 2021.
Liberalism needs conservatism too. Viðtal í hlaðvarpi Centre for Independent Studies í Ástralíu 27. desember 2021.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.2.2022 kl. 08:01 | Slóð | Facebook