Hlegið að sjálfum sér

Rómverski heimspekingurinn Seneca yngri, ráðgjafi og kennari Nerós keisara, skrifaði: „Sá sem hlær að sjálfum sér, verður ekki aðhlátursefni.“ Það er rétt, að menn koma stundum í veg fyrir, að aðrir geri gys að þeim, með því að verða fyrri til.

Hinn þjóðkunni gamanleikari Haraldur Á. Sigurðsson, sem uppi var 1901-1984, var til dæmis mjög gildvaxinn. Eitt sinn sagði einn vinur hans: „Já, Guð hefur gefið þér góða sál, Haraldur minn.“ Haraldur svaraði hlæjandi: „Já, og ekki hefur hann skorið umbúðirnar við neglur sér, blessaður.“

Þegar menn reyndu að skopast að Haraldi, var hann fljótur til svars. „Það verður ekki létt verk að bera þig til grafar, þegar þar að kemur,“ mælti kunningi hans. „Þeir, sem guðirnir elska, deyja þungir,“ sagði þá Haraldur kankvíslega.

Ef menn urðu meinlegri, þá galt Haraldur líku líkt. Maður einn sagði háðslega við hann: „Alltaf dettur mér svín í hug, þegar ég sé þig!“ Haraldur svaraði vingjarnlega: „Það er auðvitað eðlilegt, vinur minn. Hugsa þú heim! Það þarf enginn að skammast sín fyrir að vera ættrækinn.“

Í annað sinn mætti maður honum í Austurstræti, og var þar þröng mikil, enda var þetta fyrir daga almennrar bílaeignar landsmanna. Vegfarandinn lagði af einhverjum ástæðum fæð á Harald og hreytti út úr sér: „Ég vík ekki fyrir svínum!“ Haraldur lét sér hvergi bregða, heldur vék til hliðar með þessum orðum: „En það geri ég.“

Fleiri tilsvör Haraldar urðu fleyg, þótt þau snerust ekki um holdafar hans. Tónskáldið Jón Leifs sagði til dæmis einu sinni reiðilega við hann: „Er það satt, Haraldur, að þú sért að bera það út um allan bæ, að ég sé ekki normal?“ Haraldur svaraði: „Mikil andskotans ósannindi eru þetta, maður, – ég, sem er ekki einu sinni viss um það sjálfur.“

(Þessi fróðleiksmoli birtist í Morgunblaðinu 11. febrúar 2012 og er sóttur á ýmsa staði í bók minni, Kjarna málsins. Fleyg orð á íslensku.)




Jöklar og hvalir: Nýjar rannsóknir

Í janúar 2012 birtust tvær greinar í Nature, sem varpa nýju ljósi á tvö umræðuefni í umhverfismálum, bráðnun jökla í Himalajafjöllum og verndun hvala á höfum úti.

Greinin um jöklana var eftir Dirk Scherler, Bodo Bookhagen og Manfred Strecker. Þeir minntu á, að loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna, IPCC, þurfti að endurskoða þá spá sína í skýrslu frá 2007, að líklega yrðu allir jöklar í Himalajafjöllum bráðnaðir árið 2035. Átti spáin sér engar vísindalegar forsendur, þótt henni væri óspart haldið á lofti í æsifréttum af hlýnun jarðar. Eftir að þeir Scherler höfðu skoðað gögn um jöklana í Himalajafjöllum, sem aflað var úr gervitunglum, var niðurstaða þeirra, að jöklarnir væru ekki að hopa eins hratt og margir teldu. Þótt sumir hopuðu vissulega, stækkuðu aðrir. Viðbrögðin við loftslagsbreytingum væru ekki á einn veg.

Greinin um verndun hvala á höfum úti var eftir Christopher Costello, Steven Gaines og Leah R. Gerber. Þeir lögðu til, að tekið yrði upp kerfi framseljanlegra aflakvóta í hvalveiðum, eins og Íslendingar hafa haft í þorskveiðum. Þannig gæti frjáls markaður tryggt verndun og skynsamlega nýtingu hvalastofna. Ég gerði svipaða tillögu (en í annarri útfærslu) í fyrirlestri, sem ég flutti á fundi Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands fyrir tæpu ári, 8. apríl 2011. Um þessar mundir er ég að vinna að frekari greiningu á þessari hugmynd, en hún á erindi til fleiri en Íslendinga. Hvalir á Íslandsmiðum éta árlega um sex milljónir lesta af fæðu, fiski, svifi og annarri ætu í hafi, á meðan við Íslendingar löndum á sama tíma aðeins eitthvað á aðra milljón lesta af fiski. Hvalkjöt er hollt og næringarríkt í heimi, þar sem fólki á eftir að fjölga enn, en jarðarbúar eru nú um sjö milljarðar.


Ræða Þorsteins Más á Viðskiptaþingi

Þorsteinn Már Baldvinsson útgerðarmaður flutti fróðlega ræðu á Viðskiptaþingi 15. febrúar 2012. Hann benti þar á, að farsælast væri, þegar stjórnvöld og atvinnulíf ynnu saman að því að auka verðmætasköpun öllum í hag. Nefndi hann sérstaklega, hversu boðnir og búnir norskir jafnaðarmenn væru til að aðstoða útgerðarmenn þar í landi, þegar á þyrfti að halda, til dæmis við sölu afurða.

Því miður hafa núverandi stjórnvöld á Íslandi (sem eðlilegast væri að kalla Dýrafjarðarstjórnina eftir þeirri kenningu forsætisráðherrans, að Jón Sigurðsson hefði fæðst í Dýrafirði) rekið herferð gegn atvinnulífinu og þá sérstaklega sjávarútvegi.

Helsti glæpur sjávarútvegsins hefur verið talinn, að hann er arðsamur. En er það eitthvað til að hafa áhyggjur af? Væri hitt ekki verra, væri hann rekinn með tapi og ríkisstyrkjum eins og sjávarútvegur víðast hvar annars staðar í heiminum? Sjávarútvegur þarf eins og aðrir atvinnuvegir traust og stöðugt rekstrarumhverfi. Þess í stað hafa núverandi stjórnvöld myndað óvissu, þrengt að atvinnugreininni og komið þar í veg fyrir eðlilegar langtímafjárfestingar.

Orðið „gjafakvóti“ er eitt orðið, sem lýðskrumarar nota um sjávarútveg. Sannleikurinn er sá, að nær allir kvótar, sem nú eru í höndum útgerðarmanna, hafa verið keyptir á eðlilegu markaðsverði. Þeir eru keyptir kvótar, ekki gjafakvótar. Og þeir voru keyptir í þeirri trú, að rekstrarumhverfi sjávarútvegsins væri traust.

Sannleikurinn er sá, að Íslendingar eru ein fárra þjóða, sem tekist hefur að stjórna fiskveiðum sínum skynsamlega. Það er vegna þess, að í kerfi varanlegra, seljanlegra aflakvóta geta útgerðarmenn einbeitt sér að því að lækka tilkostnað við veiðarnar til langs tíma, en þurfa ekki að eyða kröftunum í að veiða sem mest á sem skemmstum tíma, áður en einhver annar hirðir það. Jafnframt flytjast kvótar í frjálsum viðskiptum til þeirra, sem best geta nýtt þá.

Sjálfur er Þorsteinn Már dæmi um mann, sem skapar verðmæti með hagsýni sinni, útsjónarsemi og dugnaði. Við þurfum fleiri slíka menn, ekki færri.


Er hlutleysi til eftirbreytni?

Stundum er vitnað í Brennu-Njáls sögu: „Þeir einir munu vera, að eg hirði aldrei þó að drepist.“ Ég er ekki viss um, að allir þeir, sem nota þessa tilvitnun, geri sér grein fyrir, að orðin mælti Mörður Valgarðsson, er hann var hvattur til að stöðva bardaga þeirra Gunnars á Hlíðarenda og Otkels Skarfssonar, en Otkell var illmenni.

Ekki eru allir heldur sammála um, að hlutleysi Marðar sé til eftirbreytni. Edmund Burke sagði: „Þá er illmenni bindast samtökum, verða góðir menn að standa sameinaðir, ella munu þeir falla hver af öðrum, — ósyrgð fórnarlömb smánarlegra átaka.“

Þýska skáldið August von Binzer orti:

Wer die Wahrheit kennt und spricht sich nicht,

Der bleibt fürwahr ein erbärmlicher Wicht.

Þetta má orða svo á lausu máli: „Sá, sem veit sannleikann og segir hann ekki, verður sannarlega brjóstumkennanlegur ræfill.“ 

Franski rithöfundurinn Charles Péguy skrifaði 1899: „Sá, sem veit sannleikann og þylur hann ekki hástöfum, gerist meðsekur lygurum og svikurum.“

Þýska skáldið Friedrich Wolf sagði í leikriti 1935: „Því að verri glæpur er ekki til en sá að vilja ekki berjast, þar sem berjast þarf.“

Stephan G. Stephansson orti 1923:

Æ, gef oss þrek, ef verja varð,

að vernda æ inn lægri garð

og styrk til þess að standa ei hjá,

ef stórsannindum níðst er á.

Best er sennilega komið orðum að þessari hugsun í kvæði Tómasar Guðmundssonar, „Heimsókn“:

Því meðan til er böl, sem bætt þú gast,

og barist var, á meðan hjá þú sast,

er ólán heimsins einnig þér að kenna.

 

(Eftirfarandi fróðleiksmoli birtist í Morgunblaðinu 2. febrúar 2012 og er sóttur í ýmsa staði í bók mína, Kjarna málsins. Fleyg orð á íslensku.)


Tvær fróðlegar bækur

Ég er þessa dagana að lesa tvær fróðlegar bækur.

Önnur er eftir Magnús Þór Hafsteinsson, Dauðinn í Dumbshafi, um Íshafssiglingarnar í seinni heimsstyrjöld, en skipin, sem þau stunduðu, komu við í Hvalfirði á leiðinni. Er þetta mikil saga og oft raunaleg, sem Magnús Þór hefur skráð af kostgæfni.

Hin bókin er gömul, kom út 1988. Hún er eftir líffræðinginn Jeremy Cherfas og heitir The Hunting of the Whale. Þótt ég sé alls ekki sammála höfundinum, er bókin fróðleg og fjörlega skrifuð. Hvalir eru ótrúleg dýr.


Ármann Þorvaldsson gestur í námskeiði mínu

Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander, var fimmtudaginn 9. febrúar 2012 gestur í námskeiði mínu í stjórnmálahagfræði í Háskóla Íslands, þar sem farið er meðal annars yfir orsakir og afleiðingar falls bankanna haustið 2008. Hann skrifaði hina skemmtilegu bók Ævintýraeyjuna um reynslu sína af hruninu.

Ármann taldi eina leikreglu á íslenska fjármálamarkaðnum hafa verið hæpna, en hún hefði ekki gilt erlendis, svo að hann vissi til. Hún væri, að bankar gætu lánað út á eigin hlutabréf (eða út á einhvern þann gerning, sem jafngilti því). Þannig virtist eigið fé bankanna vera meira en það var í raun og veru, svo að þeir tóku meiri áhættu en skynsamlegt var. Ég spyr eftir að hafa hlustað á Ármann: Væri ekki nær að leiðrétta þessa reglu nú en efna til stjórnlagaþings og annarra aðgerða, sem komu hruninu ekki hætis hót við?

Ármann vakti einnig athygli á, að markaðsmisnotkun fer venjulega fram svo, að beitt er brellum til að hækka í verði hlutabréf, sem brotamennirnir vilja selja, svo að þeir græði á sölunni, eða til að lækka í verði þau, sem þeir vilja kaupa. En í dæmi íslensku bankanna fyrir hrun var reynt að koma í veg fyrir, að hlutabréfin hröpuðu í verði, sem hefði þær hugsanlegu afleiðingar, að kerfið hryndi. Tilgangurinn var því ekki að skapa með brellum gróða, heldur að afstýra tapi og halda kerfinu gangandi. Á þessu tvennu er verulegur siðferðilegur munur, hvort sem sanna tekst lögbrot á einhverja bankamenn eða ekki í einstökum dæmum.

Um kvöldið var ég framsögumaður á fundi Heimdallar um lýðræði ásamt kosningasérfræðingnum Birni S. Stefánssyni, sem rannsakað hefur raðval og sjóðval, og tveimur fulltrúum lýðræðisfélagsins Öldu. Fólkið frá Öldu var kurteist og málefnalegt, en ekki þótti mér það hafa mjög raunhæfar hugmyndir um lýðræði.

Betra er að telja nef en höggva hálsa, svo að lýðræði er skársta fyrirkomulagið til að skipta um stjórnvöld, þegar þau verða óþolandi. En eigum við að gera okkur einhverjar frekari vonir um það? Er frelsi einstaklinganna til að velja ekki aðalleiðarstjarna okkar?


Erindi í Rotary-klúbbi Reykjavíkur

Ég flutti erindi um bók mína, Íslenska kommúnista 1918–1998, í Rotary-klúbbi Reykjavíkur miðvikudaginn 8. febrúar 2012. Þar fór ég yfir helstu niðurstöður bókarinnar, rakti rannsóknir mínar og sýndi nokkrar myndir úr bókinni.

Eiður Guðnason, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, sagði mér á fundinum, að Alþýðuflokksmenn hefðu gert átak í því að fá forystumenn flokksins til að taka saman skjöl sín og afhenda Þjóðarbókhlöðunni. Er það til fyrirmyndar.

Sjálfur kannaði ég bréfasöfn Einars Olgeirssonar, Kristins E. Andréssonar og Þóru Vigfúsdóttur, Þórbergs Þórðarsonar, Brynjólfs Bjarnasonar, Stefáns Jóhanns Stefánssonar, Ragnars Jónssonar í Smára og Bjarna Benediktssonar (og fleiri manna), áður en ég skrifaði bók mína.

Mikilvægt er, að fróðleg skjöl, sem varpað geta ljósi á fortíðina, glatist ekki.


Manndómsvígsla Ögmundar

Eftir að Ögmundur Jónasson hljóp út undan sér á dögunum með því að vilja fylgja samvisku sinni einni í landsdómsmálinu, þurfti vitaskuld að taka hann aftur inn í ættbálkinn. Til þess hlaut hann að gangast undir þá manndómsvígslu, sem er einna algengust í röðum Vinstri grænna. Hún er að ráðast á skrif Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, en taka fram um leið, að þau séu látin ólesin.

Í frétt af fundi Vinstri grænna á dögunum skýrði DV frá því, að Ögmundur hefði þar varað menn við að fylgja fordæmi Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og vísa öðrum út í ystu myrkur vegna ágreinings um eitthvert eitt atriði. Sjálfur hefði hann ekki viljað kaupa bók hans, Íslenska kommúnista 1918–1998, en blaðað í henni í bókabúð og þá séð, að menn væru umsvifalaust taldir kommúnistar, væru þeir ekki sammála höfundi í einu og öllu.

Því miður er ekki nóg að fella dóm um bók eftir að hafa aðeins blaðað í henni. Ég ræddi sérstaklega í eftirmála bókar minnar, hverjir gætu talist kommúnistar á Íslandi og hvers vegna. Þeir, sem vísuðu því ekki á bug að ná völdum sjálfir með ofbeldi og studdu einræðisstjórnir kommúnista annars staðar heils hugar, teljast kommúnistar í mínum huga. Hygg ég, að sú merking orðsins sé almenn og óumdeild.

Samkvæmt því voru allir félagar í kommúnistaflokknum 1930–1938 kommúnistar. Málið flæktist nokkuð, eftir að kommúnistaflokkurinn var lagður niður 1938. Sósíalistaflokkurinn var í reynd kommúnistaflokkur, því að gamli kommúnistakjarninn hafði þar tögl og hagldir, þótt margir óbreyttir fylgismenn flokksins teldu sig vissulega ekki kommúnista. Alþýðubandalagið 1968–1998 var hins vegar ekki kommúnistaflokkur, þótt ýmsir þar hefðu samúð með einræðisstjórnum kommúnista, síður þó í Ráðstjórnarríkjunum en í Rúmeníu og á Kúbu.

Í frásögn DV af fundi Vinstri grænna kom fram, að áheyrendur hefðu gert góðan róm að þeirri fullyrðingu Ögmundar, að hann hefði ekki viljað kaupa bók mína. Kvöddu ýmsir sér hljóðs til að vera ekki minni menn en Ögmundur og hældu sér af því að kaupa hvorki né lesa Morgunblaðið.

Sagan endurtekur sig. Ég segi frá því í bók minni, þegar Benjamín Eiríksson skrifaði fyrstu greinar sínar 1939 um það, að Sósíalistaflokkurinn ætti að vinna að hagsmunum íslenskrar alþýðu í stað þess að fylgja í blindni utanríkisstefnu Kremlverja. Þá gekk kunnur kommúnisti, Jón Rafnsson, að honum á götu, hvessti á hann augun og hvæsti: „Skrifaðu! Við lesum það ekki!“


Grein um kommúnisma í Grapevine

From Copenhagen, via Moscov and Reykjavik, to Havana

Twists and Turns in the History of the Icelandic Communist Movement

08797.jpgThe Icelandic communist movement started earlier, had closer ties with the Kremlin, was more influential, and lasted longer, than has previously been fully recognized. These are the main conclusions of my book, Islenskir kommunistar 1918–1998 (Icelandic Communists, 1918–1998), published in the autumn of 2011 and already provoking heated debate amongst Icelandic historians.

The origin of the Icelandic communist movement can be traced back to November 1918 when two Icelandic students at Copenhagen University, Brynjolfur Bjarnason and Hendrik S. Ottosson, participated in a street riot in Copenhagen, and became political radicals. They got into contact with the main Soviet agent then in the Nordic countries, the Swedish Fredrik Ström, who sponsored their trip to the 2nd Comintern congress in Moscow in 1920. There they heard Vladimir Lenin comment on the strategic importance of Iceland in a coming war in the North Atlantic; they also received some funds to use for propaganda in Iceland. In Moscow the two young Icelanders met some future leaders of the international communist movement, such as the famous German propaganda master Willi Münzenberg, from whom Goebbels later learned a lot.

In the next few years a small, but determined, communist nucleus—consisting mostly of young intellectuals who had studied in Denmark and Germany—formed in Iceland, becoming the radical wing of the Social Democratic Party. Those communists had close ties to Comintern, sending representatives to all its congresses, not only in 1920, but also in 1921, 1922, 1924 and 1928. Moreover, Comintern sent agents to Iceland to help organize a communist party: Olav Vegheim in 1925, Hugo Sillén in 1928 and 1930, and Haavard Langseth, Harry Levin and (possibly) Viggo Hansteen in 1930. Finally, the Icelandic Communist Party was established in November 1930 with Brynjolfur Bjarnason as its chairman. During the Depression, the communists organized various violent clashes with the police, mostly in connection with labour disputes. A Comintern agent, Willi Mielenz, was sent to Iceland in 1932, probably to advise on illegal activity (which had been his specialty in the German Communist Party). The Icelandic communists even organized a fighting force, modelled on the German Rot Front (Red Front, the Communist fighting force), and sent around 20 Icelanders for revolutionary training in Moscow. One of those trainees, Hallgrimur Hallgrimsson, later fought in the Spanish Civil War.

Archives in Moscow reveal that the Icelandic Communist Party was closely monitored and financially supported by Comintern, by then tightly controlled by Stalin and his clique. The Party faithfully followed the changing directives from Moscow, fighting against Social Democrats as “social fascists” until 1934, but trying to establish a “United Front” with them after that. Unlike its counterparts in other Western European countries, it succeeded in luring some leading Social Democrats into its camp, and in October 1938, the Socialist Unity Party was established. Its first chairman was the Social Democrat Hedinn Valdimarsson, but the communists controlled the party, as became obvious in 1939, when Hedinn Valdimarsson and some of his followers left in disgust over the communists’ unwavering support of Stalin’s politics. The communist Einar Olgeirsson then became chairman of the Socialist Unity Party.

The close ties with Moscow remained. Leading members of the Socialist Unity Party, such as Kristinn E. Andresson and Einar Olgeirsson, went to Moscow, gave reports and received advice (and money). The Party also towed the Soviet line in international affairs, defending the notorious show trials in Eastern Europe and the communist invasion of South Korea. The socialists staged violent demonstrations in the spring of 1949, when Iceland joined NATO. Archives in Moscow reveal that in the 1950s and 1960s, the Socialist Unity Party received substantial financial support directly from the Soviet Communist Party, and important assistance from it and from other communist parties in Central Europe, in particular the East German Socialist Unity Party, SED. Needless to say, this was kept strictly secret. The only example I have found of the Socialist Unity Party not adhering to the Moscow line was that it refused to condemn those communist parties which had fallen out with the Kremlin leaders, such as the Yugoslavian party in the late 1940s, and later the Albanian and Chinese parties.

After the 1968 Soviet invasion of Czechoslovakia, those Icelandic socialists who wanted to sever ties with Moscow, gained the upper hand in the Socialist Unity Party. In the autumn of 1968 the People’s Alliance (which had previously existed as a loose electoral alliance) began to operate as a party, while the Socialist Unity Party was disbanded. The considerable properties that the Socialist Unity Party had accumulated, most likely with Soviet money, remained in the hands of the old leadership of the Socialist Unity Party, but were later sold to solve a financial crisis in the People’s Alliance. Some leading members of the People’s Alliance, including Ludvik Josepsson (chairman 1977–80) and Svavar Gestsson (chairman 1980–87) , discreetly maintained ties to the Soviet Union, for example in visits to Moscow. Svavar Gestsson had attended a special cadre school in East Berlin 1967–68, Institut für Gesellschaftswissenschaften bei ZK der SED (the Institute for Social Sciences of the Central Committee of the Socialist Unity Party), supposed to be the highest educational institution for the country’s communist elite. After 1968, however, Svavar Gestsson and other leading socialists increasingly turned to Ceausescu’s Roumania and Castro’s Cuba for inspiration.

During its lifetime, 1938 and 1968, the Socialist Unity Party was stronger than its counterparts in most other Western European countries. It received, for example, 19.5% of the votes in 1949 and 16% in 1953. Its chairman to the end, Einar Olgeirsson, remained a staunch supporter of the Soviet regime. The People’s Alliance, mostly controlled by the socialists, participated four times in government during the Cold War, 1956–58, 1971–74, 1978–1979, and 1980–1983, and some of its ministers were old Stalinists, including Ludvik Josepsson and Magnus Kjartansson, neither of whom ever repented publicly. The Icelandic socialists were also very influential both in the labour movement and in Icelandic cultural life (partly, as the Moscow archives show, due to generous support from the Soviet Union).

While the Socialist Unity Party was in effect a communist party, the same cannot be said about the People’s Alliance which operated as a party between 1968 and 1998. However, many in the People’s Alliance had sympathy with the communist states. Some of my left-wing colleagues at the University of Iceland even volunteered to harvest sugar cane in Cuba in the 1980s, proudly defending the oppressive communist regime there. Significantly, also, the last act of the People’s Alliance, in November 1998, was to accept an invitation from the Cuban Communist Party. The Icelandic delegation to Cuba included the former chairman, Svavar Gestsson, and the last chairman, Margret Frimannsdottir (chairman from 1995). The Icelandic political pilgrims had hopes of seeing the dictator, Fidel Castro, who did not however bother to receive them. Thus, the history of the Icelandic communist movement ended, in the poet’s words, not with a bang, but with a whimper.

(Þessi grein birtist, stytt, í 2. tbl. Grapevine 2012.)


Hvers vegna breytti NASA tölum veðurstofunnar?

Ég benti hér í gær á, að bandaríska geimferðastofnunin, NASA, sem safnar skipulega upplýsingum um veður, hefur breytt tölum frá veðurstofunni íslensku um hitafar í Reykjavík á tuttugustu öld. Það hefur ýmsar afleiðingar.

Þetta sést vel á eftirfarandi mynd af heimasíðu Ágústs H. Bjarnasonar verkfræðings. Tölur veðurstofunnar eru notaðar í efsta línuritinu til hægri. Þar er hallastuðullinn nálægt því að vera enginn (beina línan, sem er næst því að lýsa þróun talnanna). Þegar það línurit er skoðað, virðist hlýnun í Reykjavík á tuttugustu öld hafa verið einhver, en þó óveruleg.

Hinar breyttu eða „leiðréttu“ tölur NASA eru notaðar í næsta línuriti fyrir neðan. Þar er hallastuðullinn miklu brattari. Þegar það línurit er skoðað, virðist hlýnun í Reykjavík á tuttugustu öld hafa verið talsverð.

Á þriðja og neðsta línuritinu til hægri sjást beint breytingarnar, sem NASA gerði á tölum veðurstofunnar. Þar eru tölur um hitastig fyrst lækkaðar lítillega, síðan hækkaðar (svo að frostaveturinn mikli 1918 hverfur), síðan lækkaðar aftur og það talsvert (svo að hlýindaskeiðið um og eftir 1940 hverfur líka), en loks hækkaðar.

Ljóst er, að enginn starfsmaður NASA hefur setið sveittur við að breyta tölunum, enda eru þær ættaðar frá annarri bandarískri stofnun. Þær hafa verið settar inn í forrit, sem leiðréttir sjálfkrafa, og að baki þessu forriti hljóta að vera niðurstöður (eða hugsanlega ágiskanir) vísindamanna um kerfisbundna skekkjuvalda í hitafarsmælingum eða tilviljunarkenndar og þó auðgreinanlegar skekkjur, sem leiðrétta þurfi fyrir.

Í úrvinnslu tölulegra gagna eru slíkar leiðréttingar oft nauðsynlegar. Hráar tölur þarf stundum að matreiða, svo að þær verði meltanlegar. En í þessu dæmi skil ég þær ekki. Nú hefur Íslendingum til dæmis fjölgað talsvert frá því um miðja öldina og byggð þést, sérstaklega í Reykjavík. Hefði þá ekki frekar átt að færa tölurnar frá þeim tíma í Reykjavík eitthvað niður á við — en ekki upp á við eins og NASA gerði — til að leiðrétta fyrir hitanum af fólkinu og starfsemi þess?

Og var frostaveturinn mikli 1918 svo tilviljunarkenndur, að hann skekki og trufli heildarmyndina? Það er hugsanlegt. En hið sama er ekki að segja um hlýindin í Reykjavík um og eftir 1940.

Aðalatriðið er þó það, að eftir leiðréttingarnar er hallastuðullinn brattur. Talsvert hefur samkvæmt því hlýnað í Reykjavík á tuttugustu öld. Þá hafa vísindamenn NASA og annarra erlendra stofnana með breytingum sínum einmitt fundið það, sem þeir leituðu að: enn einu dæminu um hlýnun jarðar. Skyldi forritið hafa sömu áhrif á allar aðrar tölur, sem stofnuninni berast af hinum ólíkustu stöðum?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband