Jónas H. Haralz: Minningarorđ

Haustiđ 1997 gaf ég út bókina Hádegisverđurinn er aldrei ókeypis. Ţeir Benjamín Eiríksson, Jónas H. Haralz og Ólafur Björnsson héldu upp á ţađ međ mér eitt kvöldiđ. Ţeir ţrír höfđu veriđ skeleggir talsmenn hins frjálsa markađar, Benjamín og Ólafur um og eftir miđja öldina, en Jónas á síđasta fjórđungi hennar. Umrćđur yfir borđum voru fjörugar. Jónas rifjađi upp margt úr sögu og samtíđ. Hann var bekkjarbróđir Magnúsar Kjartanssonar ritstjóra í menntaskóla, og ţá var Jónas eindreginn kommúnisti, en Magnús draumlyndur sveimhugi međ skáldagrillur. Seinna varđ Magnús einn harđskeyttasti blađamađur kommúnista, og taldi Jónas hann „síđasta aldamótaritstjórann“.

Jónas sagđi skemmtilegar sögur af kosningunni í Suđur-Ţingeyjarsýslu sumariđ 1946, ţegar Sósíalistaflokkurinn sendi hann fram gegn Jónasi Jónssyni frá Hriflu, sem ţá hafđi hrakist úr Framsóknarflokknum. Fór Jónas frá Hriflu mikinn á fundum og náđi kjöri, ţótt hinn gamli flokkur hans byđi fram gegn honum. Jónas Haralz sat um skeiđ í bankaráđi Landsbankans, og á einum afmćlisfundi ráđsins sagđi Jónas frá Hriflu honum glottandi, ađ ţeir nafnar ćttu sameiginlegt, ađ kommúnistar hefđu hrakiđ ţá úr trúnađarstöđum. Ekki er ţađ ţó alls kostar nákvćmt, ţví ađ Jónas Haralz missti ađallega trúna á víđtćk ríkisafskipti vegna bágborinnar reynslu af ţeim.

Jónas Haralz hafđi í stríđslok komiđ sprenglćrđur hagfrćđingur frá Svíţjóđ og taliđ, ađ hann og hans líkar gćtu stýrt hagkerfinu miklu betur en markađsöflin. Smám saman rann upp fyrir honum, á međan hann var starfsmađur svokallađs nýbyggingarráđs, sem nýsköpunarstjórnin 1944–1947 hafđi sett upp til ađ ráđstafa stríđsgróđa Íslendinga, ađ viđskipti vćru oft heppilegri en valdbođ. Gerđist Jónas afhuga sósíalisma, sagđi sig úr Sósíalistaflokknum snemma árs 1950 og fékk fyrir milligöngu Benjamíns Eiríkssonar starf hjá Alţjóđabankanum í Washington.

Taliđ barst ađ vinstri stjórninni 1956–1958, sem fékk Jónas Haralz heim til ađ gefa góđ ráđ. Taldi Jónas tvo ráđherra hennar iđulega vanmetna. Gylfi Ţ. Gíslason hefđi markađ Alţýđuflokknum frjálslyndari stefnu en áđur, og Hermann Jónasson hefđi sýnt karlmennsku, ţegar hann sagđi af sér 1958 í stađ ţess ađ reyna ađ blása lífi í dauđa ríkisstjórn. Ţó hygg ég, ađ best hafi Jónasi samiđ viđ ţá Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson í viđreisnarstjórninni 1959–1971.

Eftir ađ Jónas Haralz varđ bankastjóri Landsbankans 1969, gerđist hann einn helsti talsmađur frjálshyggju á Íslandi. Skođun hans var ekki reist á neinni fullvissu um eilíf sannindi, heldur á ţví, sem reynslan hafđi kennt honum: Dreifing ţekkingar krefst dreifingar valds. Á áttunda áratug hafđi Jónas međ mćlsku sinni og ţekkingu veruleg áhrif á leitandi ćskumenn. Jónas var eins og fleiri af hans kyni prédikari í eđli sínu, talađi yfir mönnum, en samt ekki niđur til ţeirra. Hann var skarpgáfađur og vissi vel af ţví, ráđríkur, en hvorki frekur né hrokafullur. Međ honum er genginn glćsilegur fulltrúi viđtekinna viđhorfa á síđari helmingi tuttugustu aldar.

(Minningarorđ í Morgunblađinu 27. febrúar 2012.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband